Morgunblaðið - 07.08.1992, Side 2

Morgunblaðið - 07.08.1992, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ Q99 BARCELONA ’92 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 Barcelona ’92 ■ ÞETTA eru þriðju Ólympíuleik- amir sem Einar Vilhjálmsson tekur þátt í, og þeir síðustu. En hann seg- ist ætla að verða með á næsta keppn- istímabili, taka þátt í heimsmeistara- mótinu í Stuttgart og stigamótum Alþjóðafijálsíþróttasambandsins. ■ SIGURÐUR Einarsson og Stef- án Jóhannsson, þjálfari, dvöidu allt þar til í fyrradag í smábænum Lla Franch, 110 km norðan við Barcel- ona; höfðu verið þar allar götur síð- an þeir komu utan 17. júlí. ■ HÓTELSTJÓRINN sem þeir dvöldu hjá keyrði þá á æfingar í byijun, eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Stefán fékk fréttina senda á faxi og hótelstjórinn var svo ánægður að fréttin var hengd upp á vegg, síðan rétti hann Stefáni lyklana að bílnum sínum og sagði að hann gæti notað hann að vild! ■ CARL Lewis faðmaði Mike Marsh að sér eftir að sá síðamefndi hafði sigrað í 200 metra hlaupinu. Lewis sigraði í greininni á Ólympíu- leikunum í Los Angeles 1984 og fékk silfrið í Seoul fyrir fjóram áram, en tókst ekki að tryggja sér keppnis- rétt að þessu sinni. ■ GWEN Torrence var nær metra á undan Juliet Cuthbert í mark í 200 metra hlaupi kvenna. „Ég sá þær rétt við hliðina á mér, en réð ekkert við handleggina, sem risu ósjálfrátt til himins, þegar ég flaug yfír marklínuna." ■ MERLENE Ottey var ánægð með bronsið. „Ég stóð mig vel, en það eru alltaf gerðar svo miklar væntingar til mín.“ ■ ÞRIR gullverðiaunahafar í gær era allir í sama íþróttafélaginu, Santa Monika. Þetta era Mike Marsh, Carl Lewis og Kevin Young. ■ MATTHEW Yates og Kevin McKay frá Bretlandi tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum 1.500 metra hlaupsins, sem verða á morg- un. Í gegnum tíðina hefur sérstakur frægðarljómi verið yfír þessari grein, en í fyrsta sinn síðan 1960 verður enginn Breti í úrslitum. ■ GENNARO Di Napoli frá ítal- íu, sem átti fímmta besta tímann í 1.500 metra hlaupi á árinu, komst heldur ekki í úrslit — varð sjötti í sínum riðli. ■ ANGELA Chalmers frá Kanada, sem vann til bronsverð- launa í 3.000 metra hlaupi, komst ekki í úrslit í 1.500 metra hlaupi kvenna — varð sjötta í riðlinum. ■ KRISS Akabusi frá Bretlandi sem varð þriðji í 400 metra grinda- hlaupinu í gær skrifar sjaldnast fullt nafn sitt en það er Kriss Kezie Uche Chukwu Durur-Akabusi. ■ BRETAR urðu Ólympíumeist- arar í kylfuknattleik fyrir fjórum áram, en urðu nú að sætta sig við sjötta sætið og missa því af meistara- keppni sex bestu liða í Kuala Lump- ur á næsta ári — Malaysia er sjötta Sóðin sem gestgjafi.. I INDVERJAR, sem státa af átta gullverðlaunum í greininni, máttu sætta sig við sjöunda sætið. ■ INDLAND tók fyrst þátt í kylfu- knattleik á Ólympíuleikunum 1920, sigraði og hélt sigurgöngunni áfram þar til 1960, en þá stöðvaði Pakistan stórveldið í úrslitum. ■ MESTA áfall Indlands í kylfu- knattleik var í Montreal 1976, þegar liðið varð í 12. og neðsta sæti. Landsliðið hefur haft 10 þjálfara á síðustu 10 árum og kvartar undan óstöðugleika. ■ BRUCE Baumgartner frá Bandaríkjunum tryggði sér önnur ólympíugullverðlaun í þungavigt grísk-rómverskrar glímu í gær. Hann sigraði í Los Angeles og fékk silfur í Seoul fyrir fjórum árum og er eini bandaríski glímumaðurinn, sem hef- ur unnið til þrennra verðlauna á Ólympíuleikum. LYFJAMISNOTKUN Krabbe sparkað út í ystu myrkur og þjálfarinn kærður THOMAS Springstein, þjálfari hjá íþróttafélagi Neubrandenburg- ar í Þýskalandi, sagði í gær að hann hefði keypt astmalyfið clenb- uterol á svörtum markaði án samráðs við rétta aðila og látið Katrínu Krabbe og stöllur hennar neyta þess. Þjálfarinn hefur þegar verið kærður til dómstóla fyrir brot á lyfjalögum og að valda líkamstjóni á hlaupadrottningunum, en þeim hefur verið sparkað út í ysta myrkur. mynd um að stúlkumar tækju lyfið. „Thomas Springstein kom til mín og spurði hvort clenbuterol væri á bann- lista og ég sagði svo ekki vera. Önn- ur afskipti hafði ég ekki.“ íþróttafélag Neubrandenburgar hefur stutt Krabbe í einu og öllu og ávallt staðið á bak við hana, sagt hana saklausa af lyfjamisnotkun, en stjómarmaður félagsins sagði að nú ætti hlaupadrottningih fjögurra ára keppnisbann yfír höfði sér. Hann sagði ennfremur að samningur Springsteins rynni út um næstu mánaðarmót og yrði sennilega ekki endurnýjaður og auk þess yrði öllum auglýsingasamningum Krabbe vænt- anlega rift. Talsmaður borgarinnar sagði að borgin og íbúarnir hefðu lengi stutt Krabbe og stöllur hennar, „en nú hafa þær valdið okkur miklum von- brigðum. Krabbe ætti ekki að láta sjá sig oftar í Neubrandenburg." Bernd Sehmisch, saksóknari í Neubrandenburg, heimabæ Krabbe, sagði að rannsókn væri haf- in á aðgerðum Springsteins eftir að ónafngreindir borgarar hefðu kært hann fyrir að láta hlaupakonumar taka clenbuterol og sagt þeim að um getnaðarvamarlyf væri að ræða. „Ef þessar ákærar reynast á rök- um reistar getur verið um líkamstjón að ræða,“ sagði Sehmisch og bætti við að hugsanlega myndi rannsóknin einnig ná til Bodo Seidel, sem er læknir Krabbe og Breuer, og einnig hlauparanna. Springstein sagðist hafa látið stúlkumar fá lyfið „til að styrkja þær fyrir keppni eftir Ólympíuleikana,“ og ekki gert sér grein fyrir að það væri á bannlista. „Mistök mfn felast í því að hafa ekki aflað mér ná- kvæmra upplýsinga hjá réttum aðil- um.“ Seidel sagðist ekki hafa haft hug- íþróttafólk afsakar sig með þekkingarleysi: Allir þekkja áhrif tískulyfeins Astmalyfið Clenbuterol er um þessar mundir tískulyfíð á meðal íþróttafólks, sem fer út fyrir ramma laganna og notar lyf á bann- lista til að auka vöðvamassa, styrk og snerpu. íþróttamenn, sem hafa verið ásakaðir um neyslu lyfsins, segjast hafa gert það í góðri trú og talið að það væri ekki á bannlista, en í útbreiddri handbók um anabólíska stera er umfjöllun um umrætt lyf sérstaklega áberandi og helsti sér- fræðingur læknanefndar Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, segir að allir í afreksíþróttum þekki það og áhrif þess. Leiðbeiningaritið Neðanjarðar sterahandbókin 11 er gefíð út í Banda- ríkjunum og í endurbættri útgáfu, sem kom út fyrr á árinu, eru tveir kaflar á 14 blaðsíðum um astmalyfíð clenbuterol. Það er skráð í Þýska- landi og á Spáni, þar sem hægt er að fá það samkvæmt lyfseðli vegna astma, en bannað víða eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi og Belgíu vegna áhrifa þess á vöðvauppbygg- ingu. Óreglulegur hjartsláttur, geð- sveiflur og krampaflog eru á meðal hliðarverkana. „Tilgangurinn með útgáfu bókar- innar er að reyna að aðstoða kepp- endur við að svindla," sagði ónefndur sérfræðingur í misnotkun lyfja á meðal íþróttamanna við Reuter fréttastofuna. „Greinilegt er að íþróttafólk hefur haldið að lyfið [clenbuterol] kæmi ekki fram í lyfja- prófí.“ Hann sagði ennfremur að bókin væri útbreidd á meðal líkams- ræktarfólks og íþróttafólks, sem not- aði anabölíska stera. Manfred Donike, sem rekur virta lyfjarannsóknarstofu í Köln í Þýska- landi og er helsti sérfræðingur í læknanefnd IOC, segir að clenbute- rol geti aukið vöðvamassa um 30%. „Efnið hefur steraáhrif, jafnvel í litl- um skömmtum, og allir í afreks- íþróttum þekkja efnið og áhrif þess.“ msL Svindlarar ráða ráðum sínum. Springstein þjálfari er lengst til hægri, Krabbe í miðjunni og Breuer til vinstri. Svartur skuggi í Barcelona Lyfjamisnptkun hefur sett svip sinn á Ólympíuleikana í Barc- elona. Þrír íþróttamenn hafa fallið í keppni, en meðan á leikunum hefur staðið hafa jákvæð sýni úr lyfjaprófum teknum skömmu fyrir setningu leikanna komið fram. „Lyfjamisnotkun er ekki vandamál í fijálsíþróttum," sagði Primo Ne- biolo, formaður Alþjóða fijáls- íþróttasambandsins. „Lyfjami- snotkun er vandamál í öllum grein- um.“ Kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson sagðist hafa vérið blóra- böggull á Ólympíuleikunum í Seoul fyrir fjórum áram og lét hafa eftir sér að engin keppni væri í fijáls- íþróttum ef allir væru undir sömu smásjá og hann. Franska stúlkan Marie-Jose Perec tók í svipaðan streng eftir að hafa náð fímmta besta tíma í sögunni í 400 metra hlaupi, 48,83, og tryggt sér ólymp- íugullið. Hún sagði að árangúr sinn væri betri en heimsmet Maritu Koch frá fyrram Austur-Þýska- landi, 47,60 árið 1985. „47,60 telur ekki. Besti árangur í heiminum er sá sem ég náði. Ég hef aldrei þurft að grípa til lyfja í undirbúningnum. Það sem ég gerði var vegna eigin verðleika á heil- brigðan og einfaldan hátt. Hvað hafa margar stúlkur hlaupið undir 48 og jafnvel undir 48,5 síðan stöð- ugu lyfjaeftirliti var komið á? Ekki margar. Mér þætti gaman að fá skýringu á því. Þetta er fyrir ofan minn skilning." Nei, segi ekki orð! Olivia Auta Sana, 21s árs stúlka í handboltaliði Nígeríu, kom grát- andi frá herbergi lyfjaeftirlitsmanna í gærkvöldi, en neitaði að tjá sig. „Við bíðum eftir niðurstöðum," sagði annar fylgdarmanna hennar, en hinn greip frammí: „Segðu ekki orð!“ Þeir neituðu að skýra frá hvers vegna þeir hefðu verið kallaðir á fundinn og fengu lögreglu til að fylgja sér í burtu. Þegar lyfjaeftirlitsmennirnir voru beðnir um svar neitaði einn að svara, en annar sagði: „Spyijið læknanefndina!" Nígería tapaði öllum leikjunum í riðlakeppninni og varð í neðsta sæti riðilsins. SPJOTKAST Yrði mikill persónulegur sigur að komast í 12 manna úrslit - segir Einar Vilhjálmsson, en hann og Sigurður Einarsson keppa í spjótkastinu í dag Spjótkastararnir Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einars- son verða í sviðsljósinu í dag, þeg- ar undankeppnir. í grein þeirra fer fram á ólympíu- leikunum. Hver keppandi fær mest þrjú köst til að koma sér í úrslita- keppnina, sem fram fer á morgun. Til að komast áfram verða menn að kasta að minnsta kosti 80 metra. Skapti Hallgrímsson 'skntar fré Barœlona „Þetta verður spuming um hvað hinir verða góðir. Það koma engir tíu metrar frá mér í viðbót. Það sem ég hef gert ( ár er betra en ég átti von á,“ sagði Einar Vilhjálmsson í samtali við Morgunblaðið, en hann meiddist sém kunnugt er mjög illa á hné í fyrra. Einar sagði það ekk- ert launungarmál að markmið sitt hér væri að komast í 12 manna úrslitin. „Ef það tækist yrði það mikill persónulegur sigur fyrir mig, eins og það var reyndar að komast hingað. Ég er ekki kominn hingað til að leika mér - hef meira stolt fyrir hðnd fslenska fánans en það. Og ef ég tryði því ekki að mér tækist að komast í úrslitin myndi ég ekki mæta.“ Kastaramir tveir hafa einungis verið á léttum æfíngum síðustu vik- una, „en gekk vel á þeim tækniæf- ingum sem þeir fóru á fyrir viku,“ sagði Stefán Jóhannsson, þjálfari, við Morgunblaðið í gær. „Þeir era báðir í mjög góðri æfíngu og hafa mikla reynslu, en það er alltaf dags- formið sem ræður því hvað menn gera hveiju sinni. En ég er bjart- sýnn á að þetta gangi upp hjá þeim. Stefnan hefur verið tekin á að kasta 80 metra og koma sér áfram í úr- slitin.“ Sjá nánar f B10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.