Morgunblaðið - 25.08.1992, Síða 1
1992
C
ÞRIÐJUDAGUR 25. AGUST1992
BLAD
KNATTSPYRNA / BIKARURSLIT
adidas
Þeir bestu í Hollandi
Hollandsmeistarar
Eindoven leika í Adidas
GOLF
Morgunblaðið/Bjarni
Anthony Karl Gregory fagnar hér öðru marki sínu í bikarúrslitaleiknum gegn KA. Hann gerði þijú mörk
í æsispennandi leik sem lauk með 5:2 sigri Vals en til þess þurfti framlengingu. Anthony jafnaði fyrir Val þegar sjö sekúnd-
ur voru til loka venjulegs leiktíma. " ' Bikarkeppnin / C4-C5 og C7-C9.
Frábært
hjá Úlfari
Ufar Jónsson, kylfingur úr Keili, náði frábærum
árangri á Evrópumótinu í golfi sem lauk á Le
Querce golfvellinum í Róm á Ítalíu á sunnudaginn. Úlf-
ar varð í 15. sæti og lék síðasta hringinn á 68 höggum
sem er fjórum höggum undir pari vallarins.
„Ég er mjög ánægður með að ná fimmtánda sæti
og síðasti hringurinn er trúlega sá besti sem ég hef
leikið um dagana, allavega síðustu 12 holurnar. Ég
fékk fugl á 1., 7., 8., 9., 13., 14. og 16 holu en skolla á
4., 5. og 6. holu. Á hinum átta fékk ég par og þetta
dugði mér til að ná fimmtánda sæti,“ sagði Úlfar í gær.
Þess má geta að Úlfar og ítali, sem sigraði á mót-
inu, áttu besta skorið á vellinum í mótinu. „Ég byrjaði
illa og lék í raun ekki vel fyrstu tvo dagana, 79 og 75
og var þá í 57. sæti en náði niðurskurðinum. Þriðja
daginn lék ég á 73 og var í 39. sæti og náði aftur í
gegum niðurskurðinn og svo kom þessi fíni hringur.
Það skipti sköpum að Siguijón [Amarsson] benti mér
á hvað ég gerði rangt í upphafshöggunum og þegar
ég hafði lagað það gengu þau vel. Það er mikilvægt
að upphafshöggin séu í lagi á þessum velli því hann
er langur, 6.500 metrar, og mjög þröngur. Þetta er
sami völlur og heimsbikarkeppnin var haldin á í fyrra,"
sagði Úlfar og var að vonum ánægður með árangurinn.
FRJALSIÞROTTIR / SPJOTKAST
Gjöf mín til borgarinnar
- sagði Einar Vilhjálmsson sem bætti íslandsmetið um 1,22 m ífyrsta kasti í Laugardal í gærkvöldi
EINAR Vilhjálmsson setti
glððsiiegt íslandsmet í spjót-
kasti á Laugardalsvelli fgær-
kvöldi. Hann kastaði 86,70
metra og bætti eldra metið
sem hann átti sjálfur um 1,22
metra, en það setti hann á
Evrópumeistaramótinu f Split
í Júgóslavíu fyrir réttum
tveimur árum. Einar sagðist
í samtali við Morgunblaðið t
gærkvöldi helst þakka nýja
frjálsíþróttavellinum f Laug-
ardal þetta met, sem hann
sagði að væri hreint frábær,
og þetta met væri þakkargjöf
hans til Reykjavíkurborgar
fyrir völlinn.
Eg var búinn að lofa Júlíusi
Hafstein [formanni ÍTR] því
að það yrði tekið á á þessum velli
ef hann kæmist í gagnið fyrir
haustið. Þetta met er gjöf mín til
Reykjavíkurborgar fyrir þennan
glæsilega völl,“ sagði Einar. Og
hann var ekkert að skafa utan
af því þegar hann var spurður að
því hvernig honum líkaði völlur-
inn: „Þetta er besti völlur í heimi.
Hér er magnþrungið andrúmsloft,
frábær braut og íslensk sál,“ sagði
hann.
Einar sagði einnig að vind-
kringumstæður hefðu verið kjöm-
ar fyrir vinstri handar kastara í
gærkvöldi, og það hefði einnig
hjálpað tií Þá hefði hann notað
svonefnt Dick Held spjót af pacer
gerð, eins og hann hefði gert í
mest allt sumar, en hann hefði
fundið sig vel með slíku spjóti.
Þau eru mýkri en önnur spjót og
fara betur með skrokkinn að sögn
Einars, og henta honum vel. Spjót
af þessari gerð voru ekki til stað-
ar í forkeppni Ólympíuleikanna
fyrir mistök, sem kom sér mjög
illa fyrir Einar og fleiri og eru
framleiðendumir að undirbúa
málaferli vegna þess.
Kastsería Einars í gærkvöldi
var óvenju glæsileg. Hann setti
metið í fyrsta kastinu, kastaði
85,28 metra í öðru, gerði síðan
þrisvar ógilt og kastaði í síðasta
kasti 84,18 metra. Hann heldur í
dag áleiðis til Þýskalands, en hann
mun keppa á móti í Koblenz síðar
í vikunni.
Spjótkastkeppnin í gær var
boðsgrein á Unglingameistara-
móti Fijálsíþróttaráðs Reykjavík-
ur, og var Sigurður Einarsson
einnig meðal keppenda. Vindurinn
var hins vegar ekki hagstæður
honum í gærkvöldi og varð hann
annar með 77,86 metra.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Einar Vilhjálmsson bætti íslandsmetið sem hann átti sjálfur um 1,22
metra, og stendur hér við töfluna á Laugardalsvellinum sem sýnir nýja metið.
REYKJAVÍKURMARAÞON: METÞÁTTTAKA / C2, C12 - C15