Morgunblaðið - 25.08.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.08.1992, Qupperneq 5
C 5 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÖTTIRÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 ---------------------------------;-------- KNATTSPYRNA/BIKARÚRSLITALEIKUR KVENNA Skemmtun frá fyrstu mínútu ÍA varði bikarmeistaratitil sinn í bráðfjörugum og spennandi úrslitaleik SKÁGASTÚLKUR urðu bikar- meistarar kvenna þegar þær sigruðu Breiðablik 3:2 í bráð- fjörugum og einstaklega spennandi úrslitaleik á Laugar- dalsvelli sl. laugardag. Skaga- stúlkur vörðu þar með bikar- meistaratitil sinn frá því ífyrra, en það gekk ekki þrautalaust fyrir sig; Blikastúlkur náðu tvisvar að jafna eftir að ÍA hafði náð forystunni, og það var ekki fyrr en í síðari hálfleik fram- lengingar sem úrslitin réðust. Skagastúlkur byijuðu leikinn mjög sannfærandi og fengu nokkur færi í byrjun. Blikastúlkur virkuðu aftur á móti mjög óstyrk- ar, og það var í samræmi við gang leiksins að Skaga- stúlkur skoruðu fyrsta markið á 15. mínútu. Blika- stúlkur hristu af sér slenið og náðu í kjölfarið að komast meira inn í leikinn. Þeim gekk hins veg- ar erfiðlega að skapa sér vænleg marktækifæri og náðu því ekki að jafna fyrir leikhlé. Skiptingin hafði áhrif Sama var upp á teningnum í byijun síðari hálfleiks og þess fyrri. Skagastúlkur náðu öllum tökum á leiknum og fengu tvö góð færi sem þær náðu ekki að nýta. Guðjón Reynisson þjálfari Breiðabliks ákvað þá að skipta Kristrúnu Daðadóttur inn á, og hafði það mjög jákvæð áhrif á Blikastúlkur. Nýtt líf færðist í sóknarleikinn og á 55. mínútu náðu þær að jafna. Breiðablik sótti stíft eftir markið og það var því nokkuð gegn gangi leiksins að Skagastúikur skoruðu og kom- ust aftur yfir á 67. mínútu. Vftaspyma á síðustu stundu Kópavogsstúlkur misstu damp- inn við þetta mark og héldu nú flestir að sigur Skagastúlkna væri í höfn. En Olga Færseth var alls ekki á sama máli. Þegar innan við mínúta var til leiksloka og forsvarsmenn KSÍ og heiðursgest- ur leiksins voru búnir að stilla sér upp við bikarinn, reiðubúnir að afhenda Skagastúlkum hann, braust Olga í gegnum vöm ÍA þar sem brotið var á henni og rétti- lega dæmd vítaspyrna. Úr henni skoraði Vanda Sigurgeirsdóttir örugglega og jafnaði þar með leik- inn. Grípa þurfti því til framlenging- ar og gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik hennar. Allt virtist stefna í jafntefli og því annan leik, en á þriðju mínútu síðari hálfleiks framlengingarinnar náði Ragn- heiður Jónasdóttir að skora mark sem reyndist vera sigurmark leiksins. Bæði lið sýndu góðan karakter Leikurinn var mjög skemmti- legur allt frá fyrstu mínútu og stúlkumar léku á stundum hreint ágæta knattspymu. Spennan var líka mikil og lokamínútumar í sjálfum leiknum ákaflega drama- tískar. Bæði lið sýndu mikinn karakter, Blikar með því að ná tvisvar að jafna leikinn, og Skaga- stúlkur með því að ná forystunni eftir að hafa fengið á sig tvö jöfn- unarmörk. Liðin skiptust á að hafa undir- tökin í leiknum, Skagastúlkur virtust heldur slaka á ef þær vom með forystuna, sem sýndi sig að var hættulegt. Þær náðu hins veg- ar alltaf að rífa sig upp úr meðal- mennskunni þegar á þurfti að halda. Fyrirliði þeirra Jónina Víg- lundsdóttir átti skínandi leik, og stöllur hennar á miðjunni, þær Karitas Jónsdóttir og Halldóra Gylfadóttir, léku einnig vel. í vöminni stóð íris Steinsdóttir sig einna best, og markvarsla systur hennar, Steindóm, er sér kapítuli út af fyrir sig. Bæði greip hún mjög oft vel inn í leikinn, auk þess sem góð markvarsla og vel útfærð úthlaup glöddu augu áhorfenda. Af Blikastúlkum stóð aldursfor- setinn Ásta B. Gunnlaugsdóttir sig einna best. Hún var mjög ógn- andi og náði oft að opna vöm IA. Margrét Sigurðardóttir stóð sig líka vel í vörninni. Ungu stúlkum- ar í' liðinu stóðu sig líka vel, sér- staklega þó Ásthildur Helgadóttir og Olga Færseth. Flestir leikmenn áttu reyndar ágætan dag, og vom menn á því að bæði lið mættu vel við una, leikurinn hefði verið frábær og lyft kvennaknattspymu á íslandi á hærra plan. Stefán Eiríksson skrífar Morgunblaðið/Ámi Sæber RagnheiAur Jónasdóttlr í þann mund að skora sigurmark Skagastúlkna í síðari hálfleik framlengingarinnar. Sigfríður Sophusdóttir í marki Breiðabliks kemur engum vömum við. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stund milli stríða Blikastúlkur hvíla sig áður en flautað var til framlengingar. Á innfeldu myndinni eru þær Margrét Sigurðardóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir UBK að reyna að stöðva Karitas Jónsdóttur ÍA, sem átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum. 4 a á^Jónína Víglundsdótt- I ■ ir var með boltann vinstra megin við vítateig Breiðabliks á 15. mínútu, og gaf laglega fyrir, í gegnum vömina og á Guðlaugu Jónsdóttur, sem lagði knöttinn fyrir sig og skoraði með fallegu skoti ofar- lega í vinstra homið. 1m 4 Sigrún, Óttarsdóttir ■ | gaf á Ástu B. Gunn- laugsdóttur á 55. mínútu þar sem hún var stödd fyrir framan vítateig ÍA. Ásta lék inn í teig- inn og var komin í vænlegt marktækifæri, en gaf til hægri á Olgu Færseth, sem skoraði með laglegu skoti neðarlega í vinstra homið. 2b 4 Magnea Guðlaugs- ■ I. dóttir tók hornspymu frá hægri á 67. mínútu. HaU- dóra Gylfadóttir stökk hæst allra í miðjum vítateignum og skallaði stórglæsilega í markið, framhjá Sigfríði Sophusdóttur markverði, sem reyndar var tru- fluð af Helenu Ólafsdóttur. 2b Olga Færseth braust ■ áCainn í vftateig ÍA á sfðustu sekúndum venjulegs leiktíma og var þar keyrð um koll af vamarmönnum ÍÁ. Ólaf- ur Ragnarsson dómari dæmdi réttilega vítaspymu og úr henni skoraði Vauda Sigurgeirsdótt- ir ákaflega örugglega. 3a Sigurlín Jónsdóttir mmmgaí snögga sendingu inn fyrir vöm Breiðabliks á 93 mínútu, en komið var fram í síðari hálfleik framlengingar. Ragnheiður Jónasdóttir náði þar boltanum, lenti í baráttu við Unni Þorvaldsdóttur sem f við, lék því næst inn í teiginn, á markvörðinn og skilaði knett- inum í netið. Laglega gert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.