Morgunblaðið - 25.08.1992, Side 10
10 c
MQRGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MÍIÐJtJDAGUR 25. ÁGÚST 1992
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / SVEITAKEPPN115-18 ARA I GOLFI
4F
Yfirburðir sveitar GR
í yngri flokki
FOLK
■ TVEIR keppendur í Sveita-
keppni unglinga eru nýkrýndir
Norðurlandameistarar. Það eru
þeir Sigurpáll Sveinsson GA og
Birgir Leifur Hafþórsson úr GL.
Þeir voru báðir varamenn í ís-
lenska karlaliðinu.
■ BIRGIR Leifur sem er með 0
í forgjöf lenti í miklum hremming-
um á 13 holu á fyrsta degi móts-
ins. Hann fékk á sig þijú víti, tvö
fyrir að slá boltann í vatn og einu
sinni er boltinn hafnaði í skurði.
Hann lék holuna á tíu höggum en
hún er par fímm.
■ BIRGIR Leifur var hins vegar
í essinu sínu í leik gegn sveit GA
á 8. holu á laugardag. Hann sló
tuttugu metra högg úr glompu og
boltinn fór beint ofan í holuna.
■ 92 kylfingar tóku þátt í mót-
inu sem stóð í ijóra daga og ætla
má að hver keppandi hafí gengið
um áttatíu kílómetra í Grafarholt-
inu. Hringurinn er rétt tæpir sex
kílómetrar og með snúningum má
ætla að hver keppandi gangi ná-
lægt níu kílómetrum á hveijum
hring. Algengt er að hver kylfíng-
ur fari 9-10 hringi, séu æfínga-
hringir taldir með.
■ BRÁÐABANA þurfti til að
skera úr um hvort b-sveit GR eða
GSS hiyti vinning úr ijórmenningi
í keppni klúbbanna um 5. sætið í
eldri flokki. Snæbjörn Eyjólfsson
hélt Reykjavíkursveitinni í barátt-
unni á 1. holu í bráðabananum
með því að setja niður sjö metra
pútt. Á 2. holu lenti GR-b í vand-
ræðum en Snæbjöm tryggði sigur
í fjórmenningnum með því að lyfta
boltanum úr glompu og beint ofan
í holuna. Þar með setti hann press-
una yfír á Sauðkrækinga sem
misstu stutt pútt og töpuðu leikn-
um. GR-b vann viðureignina 4:1.
I HELGIDAN Steinsson, varð
sveitameistari í eldri flokki með
Leyni á sunnudag. Hann er bróð-
ir þeirra Steindóru og írisar sem
urðu bikarmeistarar með IA í
knattspyrnu deginum áður.
■ EINAR Lárusson úr GSS
varð fyrir því óhappi að fá kylfu
félaga síns í höfuðið á 4. teig á
fyrsta degi mótsins. Kristín Páls-
dóttir, hjúkrunarfræðingur var á
næstu grösum og gaf honum kald-
an bakstur. Einar sleppur þó ekki
við glóðarauga.
■ TRYGGVI Pétursson, sem
var í A-sveit GR í flokki 15-18
ára lék best allra fyrsta daginn.
Hann kom inn á 70 höggum.
A-SVEIT Golfklúbbs Reykjavíkur sigraði
með yfirburðum í Sveitakeppni fjórtán ára
og yngri sem fram fór í Grafarholtinu um
helgina. Leikin var holukeppni ífjórmenn-
ingi og tvímenningi og tapaði félagið ekki
leik, sigraði alia þrjá andstæðinga sfna í
keppninni 5:0.
Eg hafði alltaf trú á því að við mundum
vinna þá en ekki 5:0. Það er góð tilbreyt-
ing að spila íjórmenning og holukeppnin er
allt öðru visi en höggleikur. í
Frosti holukeppninni er í lagi að
Eiðsson sprengja, þú tapar bara holunni
skrifar og það bitnar ekki á öllum
hringnum eins og í höggleikn-
um,“ sagði Þorkell Snorri Sigurðarson kylfing-
ur úr GR sveitinni eftir að liðið hafði sigrað
sveit GS 5:0 í úrslitaleik. í leik liðanna var
keppt í tveimur ijórmenningum og þremur
tvímenningum.
Guðjón R. Emilsson og Þorkell Snorri sigr-
uðu Öm Ævar Hjartarson og Gunnar Loga-
son. í hinum fjórmenningnum sigruðu þeir
Amar J. Aspar og Guðmundur J. Óskarsson
þá Einar Lars Jónsson og Birgi Axelsson GS.
Leikin var tvímenningur eftir hádegi og þar
sigraði Þorkell Snorri Öm Ævar 2:0, Arnar
J. Aspar vann Einar 4:0 og Guðmundur vann
Gunnar Logason 7:0.
„Við lékum illa en þeir voru mjög góðir að
þessu sinni,“ sagði Birgir Axelsson úr sveit
GS eftir tapið gegn GR. „Yfírleitt er ekki
mikill munur á liðunum en segja má að úrslit-
in hafí ráðist eftir fyrri átján holurnar þegar
þeir vom 2:0 yfír.“
Morgunblaðiö/Frosti
Slgurvegarar í sveitakeppninni. Sigursveit Leynis í flokki 15-18 ára er í efri röð. Frá vinstri; Reynir Þorsteinsson liðsstjóri, Birgir Leifur Hafþórsson, Þórður
Emil Ólafsson, Gunnar Örvar Helgason og Helgi Dan Steinsson. A-Sveit GR sigraði í flokki fíórtán ára frá yngri. Talið frá vinstri í neðri röð; Jón Karlsson
liðsstjóri, Þorkell Snorri Sigurðarson, Amar J. Aspar, Guðmundur J. Óskarsson og Guðjón Emilsson.
Morgunblaöið/Froáti
Haraldur Þórðarson og félagar í GR máttu
sætta sig við annað sætið í eldri flokknum. Hér er
Haraldur í 2. höggi sínu á
átjándu holunni.
Þórður tryggði Leyni
sigur á síðustu holu
GOLFKLUBBURINN Leynirfrá
Akranesi varð á sunnudag
meistari í Sveitakeppni unglinga
15-18 ára eftir sigur á A-sveit
Golfklúbbs Reykjavikur 3:2 í
spennandi úrslitaleik.
Eins og í fyrra var það A-sveit'
GR og GL sem börðust um sig-
urinn. Þórður Óiafsson GL og Har-
aldur Þórðarson fengu það vanda-
sama hlutverk að leika síðustu hol-
umar undir miklu álagi, jafnt var í
viðureign klúbbanna 2:2 en Þórður
hafði betur og tryggði Leyni sigurinn
eftir að Haraldur hafði lent í
ógöngum á 18 holunni. Upphafshögg
hans lenti utan brautar vinstra meg-
in, annað höggið í glompu og það
þriðja var of langt, boltinn rann út
af flötinni og þá var flestum ljóst
að Leynir hafði varið titilinn frá því
í fyrra.
„Það er erfitt að leika undir svona
pressu. Teighöggið á átjándu mis-
tókst og annað höggið var of langt
en Leynismenn eru vel að sigrinum
komnir, þeir eru með mjög góða spil-
ara, sérstaklega Birgi Leif og Þórð,“
sagði Haraldur.
Leikið var í fjórmenningi fyrir
hádegi og staðan að honum loknum
var 1:1. Birgir Leifur og Þórður
höfðu tryggt sér sigurinn gegn Har-
aldi og Jóni S. Halldórssyni 5-0 þeg-
ar sex holur vom eftir. En Tryggvi
Pétursson og Ólafur Siguijónsson
úr GR unnu þá Helga Dan og Gunn-
ar Helgason GL 4-0 þegar þijár hol-
ur vom eftir og staðan var því 1:1
fyrir síðari átján holumar sem leikn-
ar vom í tvímenningi.
Birgir Leifur vann Ólaf 4:0 og
Tryggvi Pétursson vann Helga Dan
3:0 og klúbbamir vora því jafnir 2:2
og ljóst að viðureign Þórðar og Har-
aldur mundi ráða úrslitum.
„Ég vissi að þetta var allt á mínum
herðum og um leið og ég hitti inn á
flötina sá ég fram á að við mundum
vinna. Ég var orðinn svolítið smeyk-
ur um tíma en þetta hafðist þó pútt-
in hafl oftast verið betri hjá mér,“
sagði Þórður.
UHSLIT
15 - 18 ára:
1. umferð:
GRA-GV 4,5 : 0,5
GS-GRB 3 : 2
GL-GSS 3,5 : 1,5
GKA-GA 4:1
B-RIÐILL
GB-GKB 3:2
GKJ-NK .....5:0
Undanúrslit:
GRA-GS...........3:2
GL-GA.........3,5 - 1,5
GV-GRB...........4:1
GSS - GK.........3:2
ÚRSLITALEIKIR:
I. GL-GRA........3:2
3.GA-GS........3,5 :1,6
5.GRB-GSS........4:1
7.GKA-GV......3,5 : 1,5
9.GKJ-GB.........3:2
II. GKB-NK.......3:2
14 ára og yngri:
1. umferð:
GRA-GL........
GRB-GKA.......
GS-GKB........
GKJ-GAA.......
B-riðill:
GAB-GÓ........
Undanúrslit:
GRA-GRB.......
GS-GAA...
GL-GKA...
GKB-GKJ...
......5:0
...3,5-1,5
......4:1
........5:0
......5:0
...............4:1
...............3:2
.................5.0
...............4:1
Úrslitaleikin
I. GRA-GS..........5:0
3.GRB-GAA..........4:1
5.GKA-GKB..........5:0
7.GKJ-GL...........4:1
9.GSS-GAB..........5:0
II. Golfklúbburinn ÓS.
■Leiknar voru 36 holur í
hveijum leik. Fyrstu átján hol-
umar var leikinn fjórmenning-
ur sem gaf tvö stig. í síðari
átján holunum var leikinn tví-
menningur sem gaf þrjú stig.
Undankeppni fór fram á
fímmtudag og var skor látið
ráða til um niðurröðun liðanna.