Morgunblaðið - 25.08.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.08.1992, Qupperneq 16
faém FOI_K KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND Aðeins Coventry ermeð fulit hús COVENTRY, sem var aðeins tveimur stigum frá falli á síð- asta keppnistímabili, er eina lið ensku úrvalsdeildarinnar, sem hef ur ekki tapað stigi á yfir- standandi tímabili. Bobby Gould, sem var látinn fara frá WBA á síðasta tímabili, hefur látið hendur standa fram úr ermum hjá Coventry. „Ég reyni að yfírfæra hugarfarið, sem ríkti hjá Wimbledon," sagði Gould eftir 2:1 sigur — gegn Wimbledon á útivelli! Niðurlæging Leeds, sem tapaði ekki leik í fyrstu 10 umferðunum í fyrra, mátti þola 4:1 tap fyrir Middlesbro- ugh. Meistararnir voru sem byij- endur og nýliðar heimamanna tóku þá í kennslustund. Howard Wilkin- son sagði að leikmenn sínir hefðu ekki gert neitt rétt. „Ég var ekki ánægður með neitt, sem þeir gerðu. í raun gerðu þeir ekkert rétt. Mótheijamir vom betri á öllum sviðum og svo virtist, sem þeir væru líka fleiri." Middlesbrough er í fímmta sæti og Lennie Lawrence var ánægður. „Eg hef stjómað liði í áratug og ekki fyrr orðið vitni að annarri eins frammistöðu. Þetta vom atvinnu- menn að verki.“ Manchester United fékk fyrsta stig sitt í deildinni, gerði 1:1 jafn- tefli við Ipswich. „Við sköpuðum okkur að minnsta kosti fímm mark- tækifæri fyrir hlé og áttum skilið að gera fleiri mörk,“ sagði Alex Ferguson. „Skiljanlega voru menn æstir eftir 3:0 tapið gegn Everton í síðustu viku, en vömin var betur á verði að þessu sinni og ég hef sagt strákunum að þeir verði að einbeita sér að því að spila sinn leik.“ Fyrsti sigur Arsenal Arsenal tapaði tveimur fyrstu leikjunum, en gerði góða ferð til Liverpool og vann 2:0 á Anfíeld. George Graham vildi sjá meiri ákveðni hjá Ieikmönnum sínum, en kappið var jafnvel of mikið — fjórir fengu að sjá gula spjaldið fyrir brot. En baráttan var í lagi og Arse- nal fékk mörg tækifæri til að bæta við. David James, markvörður, bjargaði Liverpool frá stærra tapi, en heimamenn voru máttlausir í sóknaraðgerðum sínum og söknuðu greinilega Ian Rush og Paul Stew- art, sem vom meiddir. „Það gengur upp og ofan hjá „stóm“ liðunum,“ sagði Graham. „Við lékum illa í fyrstu tveimur leilq'unum, en gagnrýnin hefur haft jákvæð áhrif og ég er ánægður með það. Mótlætið hefur alltaf góð áhrif á okkur og gagnrýnin gerir starf mitt léttara — strákarnir vita hvað þeir eiga að gera.“ ■ Úrslit / C12 ■ Staðan / C12 ■ TERR Y Phelan var keyptur frá Wimbledon til Manchester City í gær fyrir 2,5 milljónir punda (um 252,5 millj. ÍSK) og er þar með dýrasti bakvörðurinn í ensku knatt- spyrnunni. ■ PHELAN, sem er 25 ára og fæddur í Manchester, byijaði feril- inn með City, en fór þaðan til Leeds, svo til Swansea og loks Wimbledon, en hann á átta lands- leiki með írlandi að baki. ■ PHELAN gerði fímm ára samning. „Við bórguðum meira fyr- ir hann en við vildum, en hæfileikar kosta sitt,“ sagði Peter Reid hjá City. ■ NEIL Ruddock, nýskipaður fyrirliði Tottenham, lenti í slags- málum við Andy Thorn hjá Cryst- al Palace og var báðum vikið af velli. ■ GORDON Durie gerði fyrsta mrk Tottenham á tímabilinu — í þriðja leik liðsins. ■ ERIC Thorstvedt varði víta- spymu í leiknum og er það annað vítið á fjórum dögum, sem Norð- maðurinn ver fyrir Spurs. ■ TOMMY Wright lagði upp tvö mörk á tveimur mínútum áður en hann gerði þriðja mark Midd- lesbrough gegn Leeds. ■ DAVID Hirst gerði tvö mörk fyrir Sheffield Wednesday og var þetta í annað sinn, sem hann skor- ar tvö í leik á tímabilinu. ■ GEORGE Weah frá Líberíu, sem PSG keypti frá Mónakó, gerði tvö mörk fyrir lið sitt um helgina. ■ LAURENT Fournier gerði fyrsta mark PSG og var það jafn- framt fyrsta mark hans á tímabil- inu. ■ CAEN, sem tekur þátt í Evr- ópukeppni í fyrsta sinn, fékk fyrstu stigin í frönsku deildinni um helg- ina. ■ FRANZ Beckenbauer stað- festi um helgina að Lothar Matt- hSus væri á leiðinni til Bayern Miinchen frá Inter Milan. ■ BOBBY Robson var ekki kátur eftir fyrsta deildarleik Sporting í Portúgal, en liðið gerði markalaust jafntefli við Tiense. „Menn verða að skora til að sigra,“ sagði þjálfar- inn. ■ JOZSEF Kiprich, ungverski landsliðsmaðurinn hjá Feyenoord í Hollandi, gerði tvö mörk í 4:1 sigri gegn Fortuna Sittard. Reuter Andreas Buck til vinstri fagnar Fritz Walter eftir að sá síðar nefndi gerði annað mark Stuttgart gegn Niimberg. Góð byvjun hjá Bayem BAYERN Múnchen vann Kais- erslautern 1:0 í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar og er á toppnum, en Eyjólfur Sverris- son og samherjar í Stuttgart unnu góðan sigur, 3:0 gegn Nurnberg, og fylgja fast á eftir. Bruno Labbadia tryggði Bayern sigur með marki um miðjan fyrri hálfleik og er staða liðsins allt önnur og betri en í fyrra. Þá gekk ekkert hjá stórveldinu, sem lét þijá þjálfara spreyta sig, en allt kom fyrir ekki og það hafnaði í 10. sæti. „Við náðum undirtökunum og héldum þeim í fyrri hálfleik,“ sagði Erich Ribbeck, þjálfari. „Leikurinn var góður af okkar hálfu fyrir hlé, en öryggið var ekki hið sama í seinni hálfleik og við áttum undirhögg að sækja.“ Fritz Walter gerði tvö mörk fyrir Þýskalandsmeistara Stuttgart í fyrri hálfleik gegn slöku liði Nurn- berg, en Svisslendingurinn Adrian Knup átti síðasta orðið 10 mínútum fyrir leikslok. „Einbeitinguna vant- aði í seinni hálfleik," sagði Chri- stoph Daum, þjálfari Stuttgart. Éric Wynalda frá Bandaríkjunum gerði bæði mörk Saarbriicken gegn Karlsruhe og er liðið með þijú stig eins og Stuttgart, Wattenscheid og Frankfurt. KNATTSPYRNA / ENGLAND Reuter Steve Sedgley til hægri, leikmaður Tottenham, reynir að ná boltanum af Gareth Southgate hjá Crystal Palace í leik liðanna á White Hart Lane um helgina. KNATTSPYRNA / FRAKKLAND PSG fór á kostum og er áfram á sigurbraut PSG lék sérstaklega vel í 4:0 sigri gegn nýliðum Strasbourg ífrönsku deildinni um helgina og er á toppnum ásamt Mont- pellier, en hvorugt lið hefur tapað stigi til þessa. PSG fór á kostum í Strasbourg og þegar er talað um að liðið sé best í Frakklandi. „Það er ekki hægt að segja mikið eftir að hafa leikið gegn svona sterku liði,“ sagði Gilbert Gress, þjálfari Strasbourg. „í því eru frábærir einstaklingar, sem ná vel saman, og það eina sem ég get gert er að óska öðrum mót- heijum þess góðs gengis.“ „Þetta er besti leikur, sem ég hef séð síðan ég tók við,“ sagði Bern- hard Brochand, sem er á öðru ári sem forseti PSG. „En ég held að við getum jafnvel leikið betur.“ Marseille þurfti að hafa mikið fyrir 3:2 sigri gegn Metz. „Við eig- um mikið verk fyrir höndum, en við bætum okkur stöðugt," sagði Jean Femandez, þjálfari meistaranna. „Þetta var í jámum, en úrslitin vom sanngjöm. Ég er ánægður vegna þess að liðið gafst aldrei upp, en við þurfum tíma og stór- veldið kemur aftur.“ GETRAUNIR: 111 X X 2 112 1 X X X LOTTO: 1 7 14 29 33 +3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.