Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 1
VIKUNA 11. - -17. SEPTEMBER J1 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 BLAÐ U Þórður frá Dagverð- ará er meðal þeirra sem segja sögu í þættinum. A Lifandi eftir- myndir Jóhönnu Lifandi eftirmyndir Jóhönnu (The Cloning of Joanna May) nefnist mynd í tveimur hlutum sem byggð er á skáldsögu eftir Fay Weldon. Að sögn skáldkonunnar er þetta saga um tækni, losta og ævarandi ást. Verður fyrri hlutinn sýndur sunnudaginn 13. september kl. 22.00. Jóhanna May og Carl, sem er harðsvíraður fésýslumað- ur og lífeðlisfræðingur, hafa verið fráskilin í tíu ár en eru þó hvort enn ofarlega í huga annars. Meðan þau voru enn í sambúð varð Jóhanna ófrísk. Carl taldi hana hins vegar á að fara í fóstureyðingu. Án hennar vitundar lætur hann taka úr henni eggfrumu og rækta af henni klón. Seinna, þegar þeim hefur sinnast, segir hann henni frá því að til séu þrjár lifandi eftirmynd- ir hennar, fullar af æskufjöri. Hann bíði einungis eftir að þær verði fullþroska og tilbúnar að taka við hlutverki hennar. Jóhönnu bregður illa við tíðindin og ákveður að hafa uppi á stúlkunum, enda þá fyrst gerir hún sér grein fyrir að fyrrverandi eiginmaður hennar vílar ekki fyrir sér morð og er stórhættulegur. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur miðvikudaginn 16. september kl. 21.45. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Útvarpsdagskrá bls. 2-8 Bókmennta- hátíð 1992 Alþjóðleg bókmenntahátíð verður haldin i Norræna húsinu og í Ráðhúsi Reykjavík- ur dagana 13.-19. september. Á þriðja tug erlendra rithöfunda frá Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Austurríki og Bandaríkjunum kynna verk sín og skeggræða skáldskap fyrr og n.ú. Setning hátíðarinnar verður send út beint á Rás 1 kjukkan 17.00 á sunnudag. Ávörp flytja Óafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Lars-Áke Engblom forstöðumaður Norræna hússins, Thor Vilhjálmsson rithöfundur og danski rithöf- undurinn og útgefandinn Klaus Rifbjerg. Verndari hátíðarinnar, frú Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands, opnar hátíðina og Tríó Reykjavíkur leikur. Kynnir er Frið- rik Rafnsson. SÖGUMENN Sjónvarpið er að taka til sýninga um það bil 5-10 mínútna langa þætti, sem sýndir verða seint á sunnudagskvöldum og nefnast Sögumenn. Sagnalist margra þjóða á sér langa og ríka hefð, en í nútímaþjóðfélagi er haett við að hún sé á undanhaldi. í þessari þáttaröð, sem gerð er í samvinnu við UNESCO, segja sagnaþulirfrá öllum heimshornum gamlar sögur og nýjar. Vilja framleiðendur þannig vekja þjóðfélög til vitundar um hversu mikilvægt er að þess- ari hefð verði haldið J við. Sögurnar eru ætíð sagðar í fá- mennum hópi manna og geta sagnaþulirnir verið staddir á krá, markaðstorgi, í setustofu eða hvar sem við á. Þannig er reynt að láta staðinn undirstrika sér- stöðu eða hefð hvers lands. íslensku sögurnar voru teknar upp hér á landi sumarið 1989. Meðal þeirra sem koma fram eru Vilborg Dagbjartsdóttir, Þórður Halldórsson frá Dagverðará og Iðunn Steinsdóttir. Fyrsti þáttur- inn er 30 mínútna langur og verð- tur sýndur nk. sunnudagskvöld kl. 23.20. Þar verður þáttaröðin kynnt og meðal annars rætt við Peter Ustinov. Þýðandi er Guð- rún Arnalds. Þratt fyrir allt sem a undan hefur gengið elskar Joanna enn Carl. Myndin fjallar ekki um hetju- dáðir heldur hrottaskap og er þar af leið- andi stranglega bönnuð börn- um. STRÍÐSÓGNIR Michael J. Fox leikur aðalhlutverkið í gæðamyndinni Stríðsógnir (Casu- alties of War), sem Stöð 2 sýnir föstudagskvöldið 11. september kl. 23:55. Annar aðalleikari og ekki síðri er Ijósmyndaraskelfirinn Sean Penn. Fox leikur ungan fótgönguliða í Víetnamstríðinu, sem er ásamt öðr- um hermönnum á ferð um óvina- svæði er þeir rekast á unga og fagra víetnamska stúlku. Liðsforinginn, vill handtaka stúlkuna, leyfa liðsmönn- um að misnota hana kynferðislega og drepa hana síðan. Allir liðsmenn- irnir nema Michael J. Fox eru honum sammála og í flokknum myndast mikil spenna sem getur bara endað á einn veg. Bíóin í borginni bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.