Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
Prosjekt Tome
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
í Nýlistasafninu við Vatnsstíg
stendur nú yfir samsýning sjö
myndhöggvara frá Svíþjóð og Nor-
egi, sem eiga það sammerkt að
hafa stundað nám í Listaakadem-
íunni í Ósló á sama tíma; flest
þeirra voru nemendur þar á árun-
um 1986-90.
Framtak hópsins nýtur stuðn-
ings ýmissa norrænna sjóða, en
þau héldu fyrst sýningu undir
þessu nafni í Gautaborg 1989, og
síðan í Kaupmannahöfn fyrr á
þessu ári; héðan fer sýningin til
Bodö í Noregi, þar sem hún verður
næsta sumar. Væntanlega fer sýn-
ingin víðar um Norðurlönd, áður
en yfír lýkur.
Af slíkum formerkjum er ljóst,
að viss norrænn andi svífur yfir
vötnum. Meðlimir hópsins eru þau
Sissel Bemtsen, Harald Bodoga-
ard, Ingrid Lene Langedok, Mart-
ine Linge, Katrine Skavlan, Mats
Stammamás og Liv Zachrisson;
fimm Norðmenn og tveir Svíar.
Þau leggja sitt af mörkum sem
norrænir listamenn, og segjast í
viðtali vegna sýningarinnar vilja
leitast við að víkka út hinar hefð-
bundnu skilgreiningar á norrænni
list, og tengja verk sín nánar við
alþjóðlega nútímahyggju.
I nútímalist er erfitt að finna
einkunnum af þessu tagi stað í
verkum einstakra listamanna; tján-
ing þeirra er oftast of nátengd hinu
alþjóðlega listuppeldi þeirra til að
þjóðleg eða alþjóðleg einkenni skeri
sig frá heildarmyndinni. Nokkrir
listamannanna í hópnum ná hins
vegar vissulega að skapa persónu-
legar og eftirminnilegar ímyndir, á
meðan verk annarra virka kunnug-
leg, úr smiðju hinna alþjóðlegu list-
tímarita.
Harald Bodogaard hefur snúið
sér að listnámi eftir að hafa lært
húsgagnasmíði, og hefur einkum
heillast af steinhöggi; verk hans
hér eru sterk og uppsetning þeirra,
t.d. „Spira (nr. 10), krefst fullrar
athygli sýningargesta. Verk Mart-
ine Linge em nokkuð sérstök í
efnisvali og samsetningu; stórt verk
á miðhæð nýtur sín vel í uppsetn-
ingunni, en smærra verk, „Double
(nr. 9), er ekki síður skemmtilegt.
Hin einfalda formgerð Liv Zachris-
son kemst vel til skila, og kemur
raunar á óvart í verkinu „Hus med
eld (nr. 6), sem sýnir að form þurfa
hvorki að vera flókin né stórgerð
til að ná tilgangi sínum. Fígúrur
Katrínar Skavlan (nr. 7) eru einnig
grípandi í endurtekningunni, þó
þama séu aðeins um einfaldar
formathuganir að ræða.
Flestir listamenn hópsins em í
verkum sínum á sýningunni upp-
teknari af forminu en innri gfildum
verksins eða tilvísunum þess. Þetta
er eðlilegt sé litið til þess að hér er
á ferðinni ungt fólk, sem er að
byija að móta sín vinnubrögð og
leita að þeirri tjáningu, sem hentar
því best; ungt listafólk alls staðar
þarf að ganga í gengum þann fer-
il. Hins vegar vekur það spumingu
um hvort ekki hefði verið hollara
að bíða i nokkur ár með að fara
með sýningu af þessu tagi í ferð
milli landa, þar sem vænta má að
viðhorf listafólksins og efnistök taki
talsverðum breytingum á næst-
unni. Þetta kemur einkum upp í
hugann vegna sýningar íjögurra
íslenskra myndhöggvara (jafnaldra
hinna norrænu sýnenda hér), sem
nýlokið er á Kjarvalsstöðum; í verk-
um þeirra var inntakið og ytri tilvís-
anir verkanna öllu mikilvægara en
formin, og listastefnan því orðin
öllu fastmótaðri.
Þessi norræni hópur á í raun
fátt annað sameiginlegt en þjóð-
emi og hluta námsferils, og ber
sýningin vott um það. Hins vegar
hefur vel tekist til við að setja
hana upp, þannig að verk hvers
einstaks listamanns ná að njóta
sín, án truflunar frá öðru; í þessu
býður Nýlistasafnið upp á meiri
möguleika en flestir aðrir sýning-
arstaðir, vegna fjölda sala á mis-
munandi hæðum, sem vel hefur
tekist að nýta að þessu sinni.
Sýning hópsins „Prosjekt Tome
í Nýlistasafninu stendur til sunnu-
dagsins 20. september.
Sigríður Ásgeirsdóttir: Höfn.
Sigríður Ásgeirsdóttir
Liv Zachrisson: „Hus med eld. Frauðgúmmi og leir, 1990.
Glerlistin hefur verið merkur
hluti myndlistarsögunnar ailt frá
miðöldum, og margir steindir
gluggar í fornum kirkjum eru
meðal fegurstu listaverka síns
tíma. Glerið hefur það fram yfir
flest önnur efni listaverka að það
hleypir ljósinu í gegnum sig og
gefur þannig möguleika á marg-
þættri sköpun forma, blæbrigða
og ímynda, allt eftir þéttleika
litarins í glerinu. Þetta efni er
hins vegar ekki auðmeðfarið, og
það þarf mikla þolinmæði til að
ná árangri í þessari grein mynd-
listarinnar.
Það eru ekki margir listamenn
á íslandi sem hafa lagt glerlist-
ina fyrir sig, en einn þeirra er
Sigríður Ásgeirsdóttir, sem um
þessar mundir heldur sýningu á
verkum sínum í Listmunahúsinu
við Tryggvagötu. Eftir nám í
Myndlistaskólanum í Reykjavík
hélt Sigríður til náms í glerlist
til Listaháskóla Edinborgar, en
þaðan lauk hún námi 1984; auk
þess hefur hún sótt nám til
Þýskalands.
Sigríður hefur stundað listina
af krafti; hér er á ferðinni sjö-
unda einkasýning hennar, auk
þess sem hún hefur tekið þátt í
földa samsýninga, bæði hér á
landi og erlendis. Hún hefur gert
listaverk fyrir ýmis fyrirtæki og
stofnanir allt frá 1983, og á
þessu ári hafa t.d. verið sett upp
verk eftir Sigríði í Heilsugæslu-
stöð Seltjarnarness og Barna-
skólanum á Húsavík.
í verkum sínum á sýningunni
í Listmunahúsinu notar Sigríður
glerið á nokkuð sérstakan hátt.
Dökkmálaðar glerflísar eru límd-
ar upp á glært gler, sem síðan
er fest við vegg; þannig er hlut-
verki ljóssins í mótun verkanna
í raun hafnað, og glerbrotin not-
uð sem efni í „collage-myndir,
þar sem einföld ytri form eru
mikilvægust. Reglulegt brota-
mynstur glersins verður síðan til
að bijóta þá skipan upp að
nokkru, þannig að hin einföldu
form verkanna verða fjölbreytt
og kraftmikil fyrir vikið.
Sigríður hefur vinnustofu sína
í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu,
og af verkaskránni má ráða að
hafið hefur leitað mikið á hana
þegar hún vann að þessari sýn-
ingu. Myndir eins og Bryggja
(nr. 8) og hin geysistóra Höfn
(nr. 5) gefa einfaldaðar en form-
sterkar loftmyndir yfir þetta at-
hafnasvæði, þar sem slagæð
þjóðlífsins er að fmna. Flest eru
verkin byggð upp á dökkum gler-
flísum, sem fyrr segir, og því
verður hin takmarkaða notkun
bjartra lita sterkari en ella, líkt
og sést í Umrót (nr. 2) og Sæsól
I. (nr. 7). í nokkrum smærri
verkum hefur Sigríður síðan
. þrengt myndsviðið niður í hið
smáa lífríki sjávarins, þar sem
hver tegund hefur hlutverki að
gegna.
Hér er á ferðinni sýning á
óhefðbundnum glerlistaverkum,
þar sem sýningargestir kynnast
glerinu í nýju hlutverki. Verkin
má með nokkrum rétti einnig
kalla málverk eða rismyndir, og
þannig véfengir listakonan einn-
ig á þau mörk, sem skilgreining-
ar í orðum setja á milli list-
greina. Að vinna á mörkunum
skapar alltaf nýja möguleika,
eins og sjá má á verkum Sigríð-
ar. Þessi sýning í Listmunahús-
inu er ágætlega sett upp, og lít-
il og handhæg sýningarskrá er
til fyrirmyndar.
Sýningin á verkum Sigríðar
Ásgeirsdóttur í Listmunahúsinu
við Tryggvagötu stendur til
sunnudagsins 20. september.
• •
Old frásagnarinnar
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Bókmenntahátíð 1992. Ráðhús
Reykjavíkur. Rithöfundakynn-
ing. Hans Magnus Enzensberger,
Torgny Lindgren, Kirsten Thor-
up, Antti Tuuri, Vigdís Gríms-
dóttir og Einar Bragi.
Frásögn, það að segja sögu,
mótaði dagskrá þessarar kynningar
Bókmenntahátíðar. Sagnamaður-
inn slyngi Antti Tuuri reið á vaðið
með kafla úr Nýju Jerúsalem sem
er væntanleg á íslensku innan
skamms. Nýja Jerúsalem er í raun
fyrsta bókin í sagnaflokki Antti
Tuuris um finnska fjölskyldu frá
Austurbotni, örlög hennar í meira
en sextíu ár. íslenskir Iesendur
þekkja Dag í Austurbotni, Vetrar-
stríðið og Til Ameríku, en eins og
Tuuri benti á skrifaði hann ekki
bækurnar í réttri röð þótt þær séu
hver um sig sjálfstæð heild.
Það sem við fengum að heyra
fyallaði um komu Finna til Kanada
þar sem þeim var strax boðin vinna
í því skyni að gera þá að verkfalls-
brjótum. Framandleiki Finnanna
speglast vel í frásögn Tuuris ásamt
hinni sérstæðu kaldhæðni hans sem
stundum getur virst „hlutlaus".
Þjóðveijinn Hans Magnus Enz-
ensberger sagði í upphafí máls síns
að gaman væri að gista ísland,
einkum vegna þess að það væri eina
landið á Vesturlöndum sem tæki
bókmenntimar alvarlega; frá meg-
inlandinu væri aðra sögu að segja.
Líklega er þetta þó misskilningur
hjá Enzensberger sem hefur að
vonum hrifist af dugnaði fólks við
að fjölmenna á bókmenntakynning-
ar.
Framlag Enzensbergers var sag-
an Flæmski glugginn. Felumynd.
Sagan lýsir því sem við blasir, m.a.
á kunnu málverki eftir Brueghel
sem W.H. Auden orti um frægt ljóð
og hermir breska skáldið einkum
frá falli íkarusar. Enzensberger var
í senn skáldlegur og fræðilegur í
sögunni, en tók smám saman á sig
gervi sagnfræðings sem rakti sögu
Niðúrlanda og sérstaklega uppgang
og blómstrun Amsterdamborgar.
Með því að láta myndina breytast
með sagnfræðilegri og pólitískri
túlkun sinni rífur Enzensberger
hana niður af töluverðri íþrótt, en
þar með er ekki sagt að hún stand-
ist ekki sem málverk; honum er í
mun að skilgreina myndina sem
ádeilu málarans á verslunarveldið í
Amsterdam sem á sér hliðstæðu í
markaðshyggju okkar tíma.
Danska skáldkonan Kirsten
Thorup las kafla úr skáldsögu þar
sem greinir frá þeim Ester og
Bruno, skoplegum átökum þeirra
sem fela í sér væntumþykju, jafn-
vel ást. Þetta er nákvæm og raun-
sæisleg frásögn eins og víðar hjá
Thorup. í orðum Esterar má heyra
kvenréttindaboðskap skáldkonunn-
ar: „Enginn karlmaður skal geta
snúið á mig.“
Svíinn Torgny Lindgren flutti
nýja sögu eftir sig, frásögn sem var
í senn ævintýri og dæmisaga. Þetta
var ýkjukennd saga sem gerist í
litlum bæ þar sem menn skreppa
ýmist saman eða ofvaxa. Lækn-
ingamáttur persónugerðs trés tekur
á sig einkennilega mynd. Lindgren
er sagnameistari af óvenjulegri
stærð og líka góður flytjandi.
Einar Bragi las í tilefni haust-
daga stutt ljóð um þresti á förum
og hluta langrar frásagnar úr
Reykjavíkurlífinu, umhverfí henn-
Hans Magnus Enzensberger
ar, einkum Skólavörðuholt og ná-
grenni. Þetta var hin kátlegasta
frásögn í anda Þórbergs, af því
tagi sem menn nota um orð eins
og „skondin“. Mig minnir að Einar
Bragi kallaði frásögnina: Það verð-
ur líka að viðra skipsköttinn.
Um jafn gott ljóðskáld og Vig-
dísi Grímsdóttur er kannski ekki
viðeigandi að fullyrða að hún hafi
líka verið að segja frá eins og allir
hinir. En Minningabók hennar um
föður sinn sem hún las úr, þessar
meitluðu „spegilrhyndir tímans",
Kirsten Thorup
eru engu 'að síður að nokkru mótað-
ar af anda frásagnarlistar.
Það kom vel fram á kynningunni
að fólk nýtur þess að hlusta á sög-
ur, öld frásagnarinnar er ekki liðin.
Leiðrétting
Þar sem vikið var að Olli Jalonen
í fimmtudagspistli yfirritaðs frá
Bókmenntahátíðinni stóð að faðir
Jalonens hefði barist með rauðlið-
um. Hið rétta er að afi hans starf-
aði með rauðliðum. Þessi vonda
sagnfræði er hér með hrakin.