Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Lítíl samkeppni - hátt verðlag Reykjavík er dýrasta borgin í Vestur-Evrópu samkvæmt könnun sem gerð var á verði á 35 tegundum vöru og þjónustu í níu borgum að tilhlutan verð- lags- og samkeppnisyfirvalda í Stokkhólmi með aðild verðlags- yfírvalda í viðkomandi löndum. Verðlagsstofnun hefur kunngert niðurstöðumar, en könnunin fór fram í aprílmánuði sl. Borgimar átta sem verðlag í Reykjavík er borið saman við em London, París, Vín, Hamborg og norrænu höfuðborgimar Ósló, Stokk- hólmur, Kaupmannahöfn og Helsinki. Allar em þessar borgir þekktar fyrir hátt verðlag, að Hamborg undanskilinni, sem gerir hlut Reykjavíkur enn óhag- stæðari. Af þessum 35 tegundum vöm og þjónustu vom 16 dýrastar í Reykjavík og fímm næstdýrast- ar. Aðeins í einu tilviki reyndist Reykjavík ódýmst og næstódýr- ust í öðram tveimur. Verðlag var áberandi hagstæðast í Hamborg þar sem 25 vörategundir vom ódýrastar eða næstódýrastar og aðeins ein var dýmst. Verðlags- stofnun tekur fram að könnunin sé ekki algild um verðlag í þess- um borgum, þar sem kannaðar hafí verið tiltölulega fáar vöm- tegundir. Það er saga til næsta bæjar að verðlag sé mun hærra í Reykjavík en stórborgum eins og París og London, að ekki sé talað um höfuðborgir Norður- landa, sem lengi hafa verið tald- ar til dýmstu borga heims. Hver er skýringin á þessu háa verð- lagi hér? Um það segir í tilkynn- ingu Verðlagsstofnunar: „Hið háa verð í Reykj'avík er ekki nema að hluta til hægt að skýra með flutningskostnaði og opinberum gjöldum. Launa- kostnaður hér á landi er hins vegar lægri en í löndunum sem hér er gerður samanburður við. Það verður því að leita skýring- anna í markaðsaðstæðum hér á landi, þ. á m. ófullnægjandi sam- keppni.“ Það er ennfremur at- hyglisvert að könnunin leiðir í ljós að borgir EFTA-landanna eru almennt með hærra verðlag en borgimar í Evrópubandalag- inu. Um það segir m.a. í tilkynn- ingunni: „í Svíþjóð og Finnlandi hefur því verið haldið fram að almennt verðlag þar muni lækka um 10-30% þegar löndin ganga til nánara Evrópusamstarfs, fyrst og fremst vegna aukinnar sam- keppni frá fyrirtækjum í Evrópu- bandalaginu. Eins og áður segir virðist takmörkuð samkeppni í mörgum tilvikum vera örsökin fyrir hinu háa verði í Reykjavík. Má vænta þess að samkeppni aukist hér á landi í náinni fram- tíð ef ísland tengist nánar hinu evrópska efnahagssamstarfí.“ Mjög sláandi er í verðkönnun- inni að verð í Reykjavík er allt að 132% hærra en þar sem það er lægst (vasadiskó) og margar vömtegundir eru nánast á tvö- földu verði þeirra ódýmstu. Það er aðeins þrennt sem er á hag- stæðu verði í Reykjavík, fjölföld- un á bíllyklum, sem er ódýmst hér, og tími ljósalampa og tölvu- leikur, sem em næstódýmst. Niðurstaða þessarar könnun- ar sýnir ljóslega að skortur á samkeppni er það sem úrslitum ræður í verðlagningu. Söluaðilar færa sér óspart í nyt að þeir þurfa ekki að keppa í verði og þjónustu, njóta í raun aðstöðu einokunar eða fákeppni. Neyt- endur era vanir að líta til opin- bers verðmyndunarkerfís sem skýringar á háu verðlagi, eins og t.d. á landbúnaðarvörum, og því hlýtur að koma á óvart svo ótrúlegur verðmunur, eins og könnunin sýnir, á vömm þar sem fullt frelsi ríkir í verðlagningu. íslenzkir kaupmenn verða að gera sér grein fyrir því að neyt- endur sætta sig ekki lengur við svo óheyrilegt verðlag. Flutn- ingskostnaður til landsins og aðflutningsgjöld em ekki lengur fullnægjandi skýring á verðmun af þessu tagi. Þessi verðmunur er ein helzta skýringin á því hvers vegna neytendur fara í verzlunarleiðangra til annarra landa. Þeir telja í of mörgum tilvikum að það borgi sig fyrir þá á meðan íslenzkir kaupmenn sjái ekki að sér í verðlagning- unni. Kröfur þeirra um aðgerðir til að draga úr þessum verzlun- arferðum og færa verzlunina inn í landið verða ekki sannfærandi fyrr en breyting verður á verð- lagningunni innanlands. Verðlagskönnunin sýnir enn- fremur hversu mikilvæg aðild íslands að Evrópsku efnahags- svæði er í raun, því hún mun væntanlega auka stórlega sam- keppni á ýmsum sviðum verzlun- ar hér á landi með tilheyrandi verðlækkunum. Kaupmenn þurfa að átta sig á því að þeir munu eiga í vaxandi samkeppni við félaga sína í nágrannalönd- unum og geta ekki lengur skýlt sér á bak við litla sem enga sam- keppni í verðlagningu. Þeir geta hins vegar gert kröfu til stjóm- valda um sambærileg rekstrar- skilyrði og í nálægum löndum. Sambandshúsið á Kirkjusandi. Svo gæti farið að það gengi upp í skuldir Sambandsins við Landsbankann. Fundur stjórnar Sambands íslenzkra samvinnufélaga Ákveðið að ganga til skulda- uppgjörs við Landsbankann Bankinn hyggst stofna eignarhaldsfélag til að taka við eignum Sambandsins STJÓRN Sambands íslenzkra samvinnufélaga kom saman til fundar í Sambandshúsinu í Reylyavík í gær og ákvað að ganga þegar í stað til samninga við Landsbanka íslands um uppgjör á skuldum SÍS við bankann og aðra lánardrottna. Af sinni hálfu hefur bankaráð Lands- bankans ákveðið að stofna eignarhaldsfélag, sem yfirtaki þær eign- ir Sambandsins, sem bankinn hefur veð í fyrir lánum. Einnig hyggst bankinn leysa til sín eignir fyrir þeim ábyrgðum erlendra lána, sem bankinn hefur gengizt í vegna Sambandsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var samþykkt samhljóða í bankaráði Landsbankans síðastlið- inn föstudag að fara þá leið að stofna eignarhaldsfélag, sem tæki yfír þær eignir Sambandsins, sem Lands- bankinn á veð í. Hugmyndin er að um hlutafélag verði að ræða en Landsbankinn eigi allt hlutaféð. „Vistunarstaður" á meðan eignum yrði komið í verð Mat stjómenda Landsbankans er að ekki megi bíða lengur með að gera upp skuldir Sambandsins við bankann, meðal annars vegna rekstrartaps ýmissa dótturfyrir- tækja Sambandsins og rýrnandi markaðsverðs eigna. Gert er ráð fyrir að bankinn taki sem greiðslu „allt sem hann treystir sér til að koma í verð,“ eins og einn viðmæl- andi Morgunblaðsins orðaði það, fasteignir og hlutabréf, og afhendi það eignarhaldsfélaginu. Nauðsyn- legt þótti að stofna sérstakt eignar- haldsfélag til þess að halda rekstri á eignum Sambandsins aðgreindum frá annarri starfsemi bankans. For- dæmi er fyrir slíku frá gjaldþroti Álafoss, er Landsbankinn stofnaði Rekstrarfélag Álafoss. Þannig yrði nýja eignarhaldsfélagið „vistunar- staður“ eignanna á meðan Lands- bankinn reyndi að koma þeim í verð. Sambandið ábyrgist sjálft rekstur Miklagarðs Ákveðið var í bankaráðinu að stofna eignarhaldsfélag að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum og ekki er enn fullkomlega ljóst hvort þeim verður fullnægt. Til dæmis vill Landsbankinn að Sambandið fari að öllum tillögum Landsbankans varð- andi skuldauppgjörið. Landsbankinn gerir einnig þá kröfu að hlutafjár- aukning í Miklagarði; sem ákveðin var á stjómarfundi SIS í gær, verði að öllu leyti fjármögnuð af Sam- bandinu sjálfu. Landsbankinn hefur þegar neitað Sambandinu um 400 milljóna króna lán, sem nota átti í þessu skyni, og mun þvertaka fyrir að taka nokkurn þátt í endurfjár- mögnun Miklagarðs. Bankinn vill að Sambandið tryggi rekstur stór- markaðarins algerlega sjálft. Háð samþykki viðskiptaráðuneytis og bankaeftirlits Eitt helzta skilyrðið, sem banka- ráðið setur fyrir því að eignarhalds- félag yrði stofnað, er að viðskipta- ráðuneytið og bankaeftirlitið telji rekstur þess löglegan. Jón Sigurðs- son, ráðherra bankamála, staðfesti við Morgunblaðið að forsvarsmenn Landsbankans hefðu rætt málið við ráðuneytið og bankaeftirlitið og síð- arnefndu aðilamir hefðu einnig átt samráð um það sín á milli. „Þetta er fyrst og fremst spurning um hvort þetta er í samræmi við eðlilegar öryggisreglur,“ sagði Jón. „Ég veit að forystumenn Landsbankans vilja að svo verði enda var það eitt af skilyrðum bankaráðsins. Ég treysti því að það verði.“ Bankinn ekki að yfirtaka allar eignir Sigurður Markússon, stjórnarfor- maður Sambandsins, sagði aðspurð- ur um áform Landsbankans, að það væri mál bankans hvaða form yrði á kaupum hans á eignum Sambands- ins. I fréttatilkynningu frá Sam- bandinu í gær segir, að samþykkt hafi verið að ganga til samninga við Landsbankann um sölu á ýmsum eignum sem miði að því að fyrirtæk- ið geti á sem skemmstum tíma gert upp skuldir sínar við Landsbankann og aðra lánardrottna. Þegar Sigurð- ur Markússon var spurður hvort Landsbankinn væri ekki { rauninni að taka eignir Sambandsins upp í skuldir, en ekki yrði um raunvera- lega sölu á fijálsum markaði að ræða, svaraði hann: „Ég myndi túlka þetta þannig, að hugsanlega verði um að ræða sölu á einhverjum eign- um til bankans og hugsanlega sölu til einhverra annarra aðila, en þó með fulltingi bankans. Það er fjarri því að bankinn sé að yfírtaka allar eignir Sambandsins, því þá fengi bankinn mun meira en Sambandið skuldaði honum.“ Þegar Sigurður var spurður hvort þetta væri gert að kröfu Landsbank- ans svaraði hann að þessi ákvörðun Sambandsins hefði átt sér langan aðdraganda í viðræðum við bank- Helstu eignir Sambandsins Bókfært verð þús. kr. Eignarhluti Þrjár hæðir í Sambandshúsinu á Kirkjusandi Dótturfélög 500.000 Dráttarvélar hf. 100% 76.924 íslenskar sjávarafurðir hf. 50% 328.240 íslenskur skinnaiðnaður hf. 96% 233.335 Jötunn hf. 97% 126.663 Kirkjusandur hf. 100% 60.359 Mikligarður hf. 94% 0 Prentsmiðjan Edda hf. 74% 21.245 Reginn hf. 100% 715.993 Samskiphf. • 90% ca. 855.000 Stakksvík hf. 66% 41.844 Efnaverksmiðian Siöfn hf. 50% 172.308 Önnur samstarfsfélög Goði hf. 49% 132.964 Kaffibrennsla Akureyrar hf. 49% 85.874 Nýja teiknistofan hf. 25% 1.634 Olíufélagið hf. 32% 1.168.978 Samvinnuferðir-Landsýn hf. 34% 16.201 Samvinnusjóður íslands hf. 32% 120.972 ann. Þær viðræður hefðu í raun stað- ið yfír síðan ákveðið var árið 1990 að skipta deildum Sambandsins upp í hlutafélög og breyta sambandinu sjálfu í eignarhaldsfélag. Nettóskuld 3,6 rhilljarðar Samkvæmt bráðabirgðaefna- hagsyfirliti í lok ágúst nema eignir Sambandsins 6.249 milljónum en heildarskuldir 4.880 milljónum. Veltufjármunir nema 1.281 milljón króna og eru nettóskuldir fyrirtækis- ins því 3.600 milljarðar króna. „Við vitum út af fyrir sig ekki sjálfir hvað við getum keyrt efnahags- reikninginn mikið niður í þessari lotu, en það verður vonandi vera- lega,“ sagði Sigurður. Á stjórnar- fundi Sambandsins í gær kom einn- ig fram að rekstrartap Sambandsins nam 239 milljónum króna fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við 334 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Stafar minni rekstrarhalli einkum af lægri fjármagnsgjöldum en einnig af lækkun rekstrargjalda. Illutur í ýmsum dótturfyrirtækjum seldur Sigurður sagðist aðspurður ekki vera viss um að það færi eftir veðum Landsbankans hvaða eignir Sam- bandsins yrðu látnar af hendi í skuldauppgjörinu, það kæmi í ljós þegar viðræðurnar hæfust við bank- ann. Ljóst mun þó að helst verði um að ræða hlut Sambandsins í Olíufé- laginu hf. sem um síðustu áramót var metinn á tæpa 1,2 milljarða króna, og dótturfyrirtækið Reginn hf. sem á m.a. stóran hlut í íslensk- um aðalverktökum. Reginn er met- inn á rúmar 7Ó0 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að selja Sambandshúsið við Kirkjusand en eignarhluti Sambandsins er metinn á rúmar 500 milljónir króna. Aðspurður sagði Sigurður að væntanlega yrði einnig rætt um hlut Sambandsins í Samskipum hf. Sá hlutur er metinn á tæpar 900 milljónir króna eftir að 100 milljónir voru seldar í hlutafjárútboði fyrr á þessu ári. Hlutur Sambandsins í ís- lenskum sjávarafurðum hf. er met- infi á um 330 milljónir. Af öðram dótturfyrirtækjum Sambandsins má nefna íslenskan skinnaiðnað hf., Jötun hf., Efnaverksmiðjuna Sjöfn hf. og Dráttarvélar hf. Þá á Sam- bandið 94% hlut í Miklagarði en bókfært verð hans hefur verið af- skrifað að fullu og er því 0. Alls er bókfært verð eignarhluta Sam- bandsins í dótturfélögum rúmir 2,7 milljarðar króna. Hlutur Sambandsins í öðrum sam- starfsfélögum er metinn á rúma 1,5 milljarða króna. Þar er hluturinn í Olíufélaginu stærstur en Sambandið á einnig tæplega helmingshlut í Goða hf., sem metinn er á 133 millj- ónir, og Kaffibrennslu Akureyrar hf. sem metinn er á 86 milljónir. Vissar áhyggjur í bankaráðinu í bankaráði Landsbankans munu menn, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, hafa vissar áhyggj- ur af því að fara þá leið að stofna eignarhaldsfélag til þess að yfirtaka eignir SÍS, burtséð frá því hvort hún stenzt allar reglur. Heimildarmenn Morgunblaðsins segja að með því að yfirtaka að meira eða minna leyti þau fyrirtæki, sem talin eru upp hér að framan, gæti bankinn komizt í erfiða stöðu gagnvart viðskipta- mönnum sínum og öðrum atvinnu- fyrirtækjum. Færi svo að bankinn þyrfti sjálfur að halda áfram rekstri fyrirtækja Sambandsins og viðhalda verðgildi hlutabréfa sinna í þeim, væri hann kominn í harða sam- keppni við ýmsa af beztu viðskipta- vinum sínum. Afmælissamþykkt Verslunarráðs Islands Atvinnulífið tvöfaldi sitt eigið fé næstu fimm árin Á SÉRSTÖKUM fundi fram- kvæmdastj órnar Verslunarráðs íslands í tilefni af 75 ára af- mæli ráðsins í gær var eftirfar- andi ályktun samþykkt: Samdráttur - færri störf Samdráttur hefur einkennt ís- lenskt atvinnulíf allt frá árinu 1988. Fjölmörg fyrirtæki hafa lent í rekstrarerfiðleikum og gjaldþrot hafa verið alltof algeng. Störfum hefur fækkað um 2.300 á 5 áram og atvinnuleysi er meira en lengi hefur þekkst. Framleiðniaukning en fjárfestingu vantar Þrátt fyrir erfiðleikana er mikil barátta í íslenskum fyrirtækjum, viðleitni til hagræðingar og aðgerð- ir til þess að standast harðari sam- keppni. Framleiðni margra ís- lenskra fyrirtækja er því að auk- ast. Þó skortir á að bjartsýni á fram- tíðina geti fest rætur og fyrirtæki fari aftur að auka fjárfestingar og skapa ný störf. EES nauðsynlegt Verslunarráð íslands telur brýnt að vörn verði snúið í sókn þannig að nýr uppgangstími megi hefjast í íslensku atvinnulífí. Nauðsynlegt er að skapa fyrirtækjum aðstöðu til átaka og setja skýr markmið fyrir atvinnulífíð í heild. Samþykkt samningsins um hið Evrópska efna- hagssvæði og aðlögun starfsskil- yrða íslensks atvinnulífs að því sem tíðkast hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar era nauðsynlegir og mikils- verðir áfangar. Fyrirtæki of skuldsett En meira þarf að gera til þess að möguleikamir með hinu Evr- ópska efnahagssvæði nýtist sem skyldi. Verslunarráð íslands bendir á að íslensk fyrirtæki þurfa að hafa mun meiri eignalegan styrk til þess að takast á við þau verkefni sem framundan era. Mörg íslensk fyrir- tæki era alltof skuldsett og hafa ekki burði til þess að leggja nauð- synlegt fé í nýjungar. 17% eiginfjárhlutfall Nýleg úttekt Þjóðhagsstofnunar á efnahag íslenskra fyrirtækja bendir til þess að eiginfjárhlutfall atvinnulífsins sé 17% í heild en það þyrfti að vera á bilinu 25-30% til þess að atvinnulífíð í landinu hefði nægan eignalegan styrk. Tvöfalda þarf eigið fé atvinnulífsins Verslunarráð íslands hvetur til þess að allt kapp verði lagt á að tvöfalda eigið fé íslensks atvinnulífs á næstu fímm áram. Samræmdar aðgerðir á mörgum sviðum þarf til að ná þessu marki. Eigið fé ís- lenskra fyrirtækja getur aðeins vaxið með tvennum hætti. Annað- hvort fá fyrirtækin að hagnast eða að þeim er lagt til nýtt eigið fé með fjárfestingum í nýju hlutafé eða stofnfé. Skattlagning á kostnað ranglát Með aðgerðum í skattamálum fyrirtækja verður að gefa þeim möguleika til þess að hagnast og hvetja þarf til þess að fyrirtæki haldi hagnaði inni í fyrirtækjunum og noti hann til uppbyggingar. í þessu skyni þarf að afnema skatt- lagningu á kostnaðarþætti atvinnu- lífsins til samræmis við það sem erlendir keppinautar búa við. Bæði aðstöðugjald og skattur á skrif- stofu- og verslunarhúsnæði era sér- íslensk fyrirbrigði. Ennfremur þarf að gera vissar breytingar á tekju- skattsreglum fyrirtækjanna. Hagnaður í 5-6% af veltu í fyrrnefndri úttekt Þjóðhags- stofnunar á stöðu atvinnulífsins kemur fram vísbending um að hagnaður atvinnulífsins fyrir greiðslu tekju- og eignarskatta á árinu 1991 hafí aðeins numið 1,8% af veltu. Ekkert gefur tilefni til að ætla að afkoman verði betri á þessu ári eða því næsta. Með eðlilegri ávöxtun eiginfíár S atvinnulífinu þyrfti hagnaður hins vegar a.m.k. að vera á bilinu 5-6% af veltu. Verðlauna á áhættu 4 Ná verður nýju eigin fé inn í fyrirtækin með því að þróa enn frekar skattalegar ívilnanir til ein- staklinga sem kaupa hlutabréf í fyrirtækjum. Sérstaklega á að hvetja til fjárfestinga til lengri tíma og verðlauna áhættu. Skattalega á að hvetja til fjárfestinga til lengri tíma og verðlauna áhættu. Skatta- legt hagræði vegna hlutabréfa- kaupa verður að ná jafnt til smærri fyrirtækja sem hinna stærri. Hlutabréf 3% heildareigna Það er athyglisvert að heildar- eign einstaklinga af hlutabréfum nemur einungis 21 milljarði króna eða aðeins rúmum 80 þúsund krón- um á hvern íslending. Til saman- burðar era peningalegar eignir ein- staklinga 160 milljarðar og heildar- eignir yfír 700 milljarðar. Hlutabréf era því um 3% heildareigna ein- staklinga. 40 milljarðar eftir 5 ár Setja verður það mark að hluta- bréfaeign einstaklinga verði orðin a.m.k. 40 milljarðar króna að fímm áram liðnum. Lífeyrissjóðir fjár- festi í hlutabréfum Lífeyrissjóðir eiga nú innan við 2 milljarða í hlutabréfum sem er innan við 2% af heildareignum þeirra. Þetta er áberandi lágt hlut- fall þar sem iífeyrissjóðir era nú helsta uppspretta fjármagns á ís- landi. Eðlilegt er að eftir fímm ár verði hlutabréfaeign lífeyrissjóða í íslenskum fyrirtækjum orðin 15% af heildareign þeirra. Treystum umhverfi hluta- bréfaviðskipta Gera verður fjárfestingar í hluta- bréfum aðlaðandi fyrir lífeyrissjóði landsmanna. Efla verður fag- mennsku og þekkingu forráða- manna sjóðanna á hlutabréfamark- aðnum og sameina þá til átaka á þessu sviði. Treysta verður um- hverfí hlutabréfaviðskipta með því að hvetja fleiri fyrirtæki til skrán- ingar hlutabréfa á Verðbréfaþingi. ísland fjárfestingarkostur Þá er nauðsynlegt að gera sér- stakt átak í því skyni að laða erlent áhættumagn til landsins. Meira verður að leggja í að kynna landið sem fíárfestingarkost og löggjöf um •erlendar fíárfestingar verður að taka til endurskoðunar til þess að fækka sem mest hömlum á því sviði. Raunhæft markmið Tvöföldun eigin fíár atvinnulífs- ins á næstu fímm áram er raun- hæft markmið ef við viljum koma atvinnulífmu á skrið á nýjan leik. Eignalega sterk fyrirtæki geta fjár- fest. Þau geta líka skapað ný störf. Tvöföldum eigið fé - gefum atvinnulífinu tækifæri Sóknarfærin í atvinnulífmu felast ekki í töfralausnum. Tækifærin verða fyrst og fremst nýtt með því að dugnaður, framsýni og framtak hinna fjölmörgu hæfu stjómenda og starfsmanna íslensks atvinnulífs fái að njóta sín. Við höfum fólkið. Við höfum þekkinguna. Við þurfum að byggja upp aðstöðuna til þess að ná árangri. Það geram við best með því að tvöfalda eigið fé atvinnu- lífsins á næstu fímm áram. Fjármálaráðherra um endurgreiðslur innskatts vegna bóka og fjölmiðla Jafngildir um 400 milljónum króna sem má kalla framlag ríkissjóðs Misskilningur að komist sé hjá virðisaukaskatti með því að færa bókagerð inn í fyrirtæki samkvæmt útreikningum fjármála- ráðueytisins leitt til um 10% verð- hækkunar bóka, blaða og tímarita i heild. Áætlað væri að bækur hækk- FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir það misskilning ef menn haldi að þeir geti sloppið við að greiða virðisaukaskatt af prentun og öðrum útgáfukostnaði með því að færa starfsemina inn í prentfyrirtæki eða úr landi. „I báðum tilvikum yrði um virðis- aukaskattskylda starfsemi að ræða samkvæmt lögunum og ef menn ætluðu að haga bókhaldi sínu öðruvísi er það skýrt lög- brot,“ segir Friðrik en útgefendur og talsmenn prentiðnaðarins hafa gagnrýnt fyrirhugaðar breyting- ar á endurgreiðslum innskatts harðlega. „Það er eðli virðisauka- skattsins að gréiddur sé skattur af þeirri starfsemi i fyrirtækjun- um sem kaupa má utan þeirra," sagði fjármáiaráðherra. „Við höfum skoðað þessi mál ítar- lega í fjármálaráðuneytinu og þegar litið er á skattframtöl fyrirtækja sem gefa út og selja bækur, blöð og tíma- rit sýnist okkur að sá innskattur sem fyrirtækin fá endurgreiddan jafngildi um 400 milljónum króna og má kalla einskonar framlag úr ríkissjóði vegna þess að almenna reglan vegna undanþága er sú að atvinnugreinar sem njóta undanþágu frá útskattin- um þurfa sjálfar að taka skattinn á sig,“ sagði Friðrik. Benti hann á fólksflutningafyrirtæki og gistihús sem dæmi um greinar sem þurfi að sætta sig við að fá ekki endurgreidd- an innskatt samkvæmt núgildandi lögum. Friðrik sagði að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að breikka skatt- stofna, fækka undanþágum og lækka skatthlutfall virðisaukaskatts- ins. Sagði hann að ef fyrirhuguð breyt- ing á endurgreiðslum innskatts leiddi til þess að fyrirtækin veltu kostnað- inum að fullu út í verðlagið gæti það uðu öllu meira, eða um 12,5%, en blöð og tímarit að meðaltali um 8,5%, dagblöðin minna en tímaritin meira. „Kostnaðaráhrifín yrðu mismikil eftir einstökum fyrirtækjum því það er mjög misjafnt hversu mikinn inn- skatt þau bera og veldur þar mestu hvort fyrirtækin hafa verið í stór- felldum fjárfestingum," sagði Frið- rik. Fjármálaráðherra sagðist viður- kenna að eftirlitið gæti orðið erfíðara en það væri ákaflega erfitt að hafa eftirlit í jafngisnu og götóttu kerfi og íslenska virðisaukaskattskerfíð væri. „Ég tel þó til bóta að samræma reglur undanþágugreinanna, eins og nú er verið að gera en vona að hér verði einungis um að ræða bráða- birgðaástand ef fyrirliggjandi tillög- ur verða samþykktar. Eg tel að það sé heppilegra fyrir alla aðila að hafa sérstalrt, lægra þrep fyrir þær grein- ar sem nú njóta undanþágunnar. Með því myndum við tryggja skatt- skilin betur og fyrirtækin í lága þrep- inu myndu njóta þess að geta dregið frá innskattinn, sem alla jafna væri í hærra þrepinu," sagði hann. Friðrik sagði einnig að núverandi virðisaukaskattkerfí hefði valdið ýmsum erfiðleikum en þar sem því hefði verið haldið fram að verið væri að skattleggja menninguna mætti benda á að íslensk hljómplötu- útgáfa yrði að sætta sig við 24,5% skatt í dag, án tillits til þess hvort um íslenska eða erlenda tónlist væri að ræða. Lögin mismunuðu því menningarþáttunum eins og þau eru í dag. Arsgamalt - kjöt á rým- ingarsölu JÓN Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Hagkaups, segir tilboðsverð á dilkakjöti, sem auglýst hafi ver- ið, eiga við 100 tonn af fyrsta flokks dilkakjöti frá i fyrrahaust. Afsláttur sé um 20%. Aðspurður sagði hann að þegar nýtt kjöt kæmi í verslanir yrði verð- ið hærra. Guðjón Sveinsson, í Fjarð- arkaupum, sagði að tilboðinu yrði ekki svarað sérstaklega enda hefði hingað til ekki þótt fréttnæmt að gamlt kjöt væri selt á niðursettu verði. Ingi Már Aðalsteinsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Miklagarðs, sagði að þar væri gamalt kjöt búið en þegar nýtt kjöt kæmi í í næstu viku, yrði það á tilboðsverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.