Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 45 Innilegt þakklœti til allra þeirra, sem sendu mér skeyti oggáfu mérgjafir á 70 ára afmœli mínu. GuÖ blessi ykkur öll. Jón Gunnarsson. ZANCASTER LEIÐRÉTTINGAR Guðfinna, ekki Guðríður í Morgunbtaðinu á miðvikudag var frásögn fréttaritara blaðsins í Vest- mannaeyjum af hjónum sem ræktað hafa upp gróðurlund á nýja hrauninu á Heimaey. Hjónin heita Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir. I frásögninni var Guðfinna sögð heita Guðríður. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á misrituninni. Haustskip Morgunblaðsins Plastprent hf. hefur ekki keypt Hverfisprent hf. Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Ólafi Magn- ússyni hjá Hverfisprent. „Frétt í Viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær um að Plastprent hafi yfirtekið Hverfísprent hf. er ekki rétt. Eins og skýrt var frá í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í júlí í sumar keypti Umbúðamiðstöðin hf. vélar og tæki Hverfisprents hf. og yfirtók starfssamninga við starfsfólk fyrirtækisins frá 15. september, en þá átti afhending að fara fram. Plast- prent hf. hefur ekki yfirtekið neina samnigna við Hverfisprent hf. Hins- vegar mun Plastprent hf. hafa keypt af Umbúðamiðstöðinni hf. þær vélar og birgðir sem fyrirtækið eignaðist við samninga við Hverfisprent hf. í júlí sl. Hverfisprent hf. er áfram starf- andi, en á öðrum vettvangi en fyrr.“ Frá Frá Kristni Hugasyni: í Morgunblaðinu hinn 8. september sl. birtist greinarkom sem ber heitið „Haustskipsferð Hrossaræktarinnar" og er eins konar ritfregn eða „ritdómur“ um Hrossaræktina 1991, ársrit Bún- aðarfélags íslands um hrossarækt. í feitletruðum inngangi greinar- innar segir m.a.: „Ritsjórinn, Kristinn Hugason, varð enn einu sinni að standa eftir á bryggju- sporðinum með sárt ennið og horfa í kjölfar vorskipsins fara frá landi án Hrossaræktarinnar. Þannig að nú kom ritið með haustskipi." Höfundur greinarinnar, sem væntanlega er Valdimar Kristins- son, umsjónarmaður hestaefnis hjá Morgunblaðinu, er þama að vísa til þess að undirritaður segir í formála umræddrar bókar að ekki hafi tekist að koma henni út „með vorskipunum". Þetta er hins vegar málum blandið. Hrossaræktin 1991 fór í almenna dreifingu hinn 8. júlí sl. Að vísu sýndi sumarið ekki sínar bestu hliðar að þessu sinni en þó telur undirritaður ofmælt að það séu haustskip sem komi að landi viku af júlí. Það er aftur annað mál að Morgunblaðið gat ekki um útkomu bókarinnar fyrr en 8. sept- ember, eða „með haustskipum“. Þessu tvennu má þó ekki blanda saman. Um hitt erum við greinarhöf- undur sammála að ritið þurfi að koma fyrr út enda er að því stefnt að svo verði þegar á næsta ári, eins og réttilega kemur fram í greininni. KRISTINN HUGASON, hrossaræktarráðunautur Bún- aðarfélags íslands og ritsjóri Hrossaræktarinnar. HYGEA, Kringlunni; HYGEA, Austurstræti; SARA Bankastræti, Snyrtistof- an MANDÝ, Laugavegi; LIBIA, Laugavegi; Snyrtivöruversl., Laugavegi 76; Snyrtivörudeild SAUTJÁN, Laugavegi; ÁRSÓL, Grímsbæ; NAN’A, Lóuhólum; Snyrtistofa SIGRÍÐAR GUÐJÓNS, Eiðistorgi; BYLGJAN, Hamraborg; RÓS, Engihjalla; SELFOSS APÓTEK; RANGÁR APÓTEK, Hellu; RANGÁR APÓTEK, Hvolsvelli; VÖRUSALAN, Akureyri; NINJA, Vestmannaeyjum. VELVAKANDI GLERAUGU Armani-gleraugu töpuðust í sumar. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 18290. SLÆÐA Slæða með gullþráðum tapað- ist við Ingólfsstræti eða Lindar- götu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 43379. SKOR Uppháir Mike-herraskór með rauðum röndum, númer 42'A, töpuðust í bókasafninu í Gerðu- bergi hinn 11. september. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 76499. Fund- arlaun. ISSKAPUR Gamall ísskápur í góðu lagi fæst gefins. Upplýsingar í síma 19595. KETTLINGAR Gullfallegir átta vikna kassa- vandir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 641616. HJÓL Gult Muddy Fox reiðhjól var tekið við Sogaveg fyrir þremur vikum. Annað hjól fannst við Sogaveg fyrir skömmu. Upplýs- ingar í síma 38709. Blátt og svart DBS-karl- mannshjól, 21 gírs, hvarf frá Skálaheiði í Kópavogi á fimmtu- dagsmorgun. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 45817. líLÆsru shellsTöð ensm 800 SKEljuh*'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.