Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 47 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Ekki sáttur við úrslitin - sagði Ingi Björn Albertsson „ÉG er mjög sáttur við leik minna manna en ekki með úrslitin. Viðfengum góð færi til að skora úr og auk þess sem við áttum að fá vítaspyrnu,11 sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals. Ingi Bjöm sagði að leikmenn yrðu að nýta færin þó ekki væri nema eitt af fímm. „Sták- arnir spiluðu eins og fyrir þá var lagt. Við vorum búnir að skoða þetta portúgalska lið á mynd- bandi og leikur þess kom okkur því ekki á óvart. Við erum alls ekki úr leik þó svo að leikurinn í Portúgal verði erfiður. Við höf- um áður spilað við portúgalskt lið, Benfica, og gerðum þá markalaust jafntefli hér heima en töpuðum 8:1 á útivelli og látum það ekki koma fyrir aftur,“ sagði Ingi Bjöm. Höfum vilja til að vinna „Við fengum færin en þeir voru meira með boltann. En þvi miður vantaði að nýta færin okk- ar. Ég bjóst við þeim beittari en þeir verða örugglega erfíðari heima. Ég er þó ekkert hræddur við seinni leikinn því við sýndum að við höfðum í fullu tré við þá. Við höfum vilja til að vinna og komast áfram í aðra umferð," sagði Ágúst Gylfason. Svekktur „Við lékum skynsamlega. Þeir voru með boltann sjötíu prósent af leiknum en við fengum þijú dauðafæri til að gera út um leik- inn í lokin. Ég er svekktur yfir að hafa ekki náð að nýta eitt þeírra. Það jákvæða er að við fengum ekki á okkur mark og ég er sannfærður um að við náum að pota inn marki í Portúgal," sagði Antony Karl Gregory, sem var fyrirliði Vals í stað Sævars Jónssonar sem tók út leikbann. Þettaerhægt „Þessi leikur sýnir okkur að þetta er hægt ef menn leggja sig fram. Ég er ánægður með barátt- una í liðinu. Við vorum óheppnir að ná ekki að skora og svo sleppti dómarinn augljósri vítaspyrnu. Leikurinn ytra verður erfiður en ef við leikum eins og í dag er ekkert ómögulegt. Það er aðeins hálfleikur núna og staðan er jöfn og við erum tilbúnir í seinni hálf- leikinn," sagði Steinar Adólfsson. Sátturvið úrslKin Manuel José, þjálfari Boavista, var ekkert of ánægður með sína menn. „Við vorum betri í sjötíu mínútur en náðum þó ekki að skora. Valsmenn léku stífan vamarleik og það er oft erfitt að eiga við. Ég er sáttur við úrslitin þvf Valsmenn gátu gert út um leikinn í lokin. Við náðum ekki að sýna okkar besta leik en von- andi verður annað upp á teningn- um á heimavelli okkar þar sem aðstæður eru allt aðrar og betri,“ sagði Manuel José. Hann hældi Bjama Sigurðssyni og Antony Karl Gregory og sagði að þeir hafi leikið best Valsmanna. ÚRSLIT Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa: Aþenu, Grikklandi: Olympiakos — Chemomorets (Úkra.)..0:l UEFA-keppnin: Guimaraes, Portúgai: Vitoria — Real Sociedad (Spáni).3:0 Kupresanin Dane (15., 76.), Pedro Barbosa (28.). 18.000. Handknattleikur Reykjavíkurmót kvenna: KR sigraði Vfking 19:18 og tryggði sér þar með Reykjavíkurmeistaratitilinn í meistara- flokki kvenna 1992. Fram varð í öðru sæti og Víkingur í þriðja. Valur hársbreidd frá sigri ÞAÐ er sjaldgæft aö íslenskt lið er ósátt við jafntef li í Evr- ópuleik, en sú varð raunin í gær er Valur og Boavista gerðu markalaust jafntelfi á Laugar- dalsvelli í skemmtilegum leik. Valsmenn léku skynsamlega og sköpuðu sér mörg góð marktækifæri og hefði ekki ver- ið ósanngjarnt að þeir hefðu sigur. En svona erfótboltinn að ekki fer alltaf eins og menn hefðu helst kosið. Leikur Vals og Boavista var fjör- ugasti Evrópuleikurinn af þessum þremur sem fram hafa far- ið hér síðustu daga og grátlegt að ekki fleiri áhorfendur fengu að njóta hans, en aðeins um 400 greiddu aðgang. Portúgalska liðið er létt og leikandi og brá oft fyrir skemmtilegum leikköflum, en sókn- ir þess brotnðu flestar á vörninni og það sem fór í gegn sá Bjami Sigurðsson um að veija. Valsmenn léku stífan varnarleik aðeins með Antony Karl í fremstu víglínu. Þeir gáfu gestunum miðjuna eftir og voru þolinmóðir - lokuðu svæðum og létu þá koma. Þegar þeir nálguð- ust vítateiginn tóku þeir á þeim og byggðu á stórhættulegum skyndi- sóknum. í fyrri hálfleik náðu Valsmenn að skapa sér tvö góð marktæki- færi. Fyrst Antony Karl eftir fyrir- gjöf frá Jóni Grétari, en Castro markvörður varði vel skalla hans. Skömmu síðar kom önnur álíka sókn - Jón Grétar gaf fyrir frá hægri og Antony Karl hugðist skalla í markið en í sama mund var hann keyrður niður aftanfrá og hefði því réttilega átt að fá víti, en dómarinn var ekki á sama máli. ,jÞetta var ekkert annað en víti. Ég ætlaði að skalla boltann en var keyrður niður aftan frá,“ sagði Antony Karl. Gestimir fengu nokk- Valur B. Jónatansson skrifar Morgunblaðið/Kristinn Valsmenn vildu fá dæmda vítaspymu er Anthony Karl Gregory var keyrður niður aftanfrá í fyrri hálfleik rétt áður en hann náði að skalla fyrirgjöf Jóns- Grétars Jónssonar. En. dómarinn var ekki á sama máli. ur færi en Bjami sýndi hversu hann er megnugur í þrígang. Portúgalamir réðu ferðinni fyrstu 30 mínúturnar í síðari hálf- leik, reyndu þá að skjóta fyrir utan vítateig en flest skot þeirra voru hættulaus. Valsmenn fengu síðan þijú sannkölluð dauðfæri tii að gera út um leikinn síðasta stundarfjórð- unginn. Fyrst Porca er hann var einn og óvaldaður fyrir opnu marki en markvörðurinn varði gott skot hans í hom. Antony Karl var ná- lægt því að skora úr vítateignum eftir hornspymu og Steinar var óheppinn að skora ekki er fimm mínútur vom eftir. Hann fékk bolt- ann við markteigshornið hægra megin, snéri laglega á varnarmann en enn einu sinni var portúgalski markvörðurinn á réttum stað. Valsmenn eiga hrós skilið fyrir góðan leik. Þeir börðust vel og sýndu að með skynsamlegum leik er hægt að velgja bestu liðum Evr- ópu undir uggum. En nú er aðeins hálfleikur og það verður á brattan að sækja í Portúgal. Með svipuðum leik ættu þeir að geta komið á óvart þ.e.a.s. ef þeir ná að nýta færin sem kunna að skapast. Laugardalsvöllur, Evrópukeppni bik- arhafa, fyrri leikur -1. umferð, fimmtudaginn 17. september 1992. Aðstæður: Sunnan kaldi, hiti um 8 stig. Völlurinn blautur. Gult spjald: Rui Bento (50.), Manuel Guimaraes (80.), Jón S. Helgason (75.). Allir fyrir brot. Dómari: J.L.F. Van Vliet frá Hol- landi. Áhorfcndur: 780, þar af greiddu 400 aðgangseyri. Valur: Bjami Sigurðsson - Izudin Dervic, Einar Páll Tómasson, Jóna S. Helgason, Jón Grétar Jónsson - Ágúst Gylfason, Gunnlaugur Einars- son, Steinar Adólfsson, Ágúst Gylfa- son, Baldur Bragason, Salih Porca - Antony Karl Gregory. Boavista: Alfredo Castro - Antonio Caetano, José Tajares, Rui Bento, José Garrido - Marion Brandao (An- tonio Santos 35.), Manuel Guimaraes, Mamadu Djalo, Ruimannel Casaca - Erwis Fredins, Richard Onwubokiri. ÓLYMPÍUMÓT ÞROSKAHEFTRA l' MADRID Sigrún Huld vann tvenn gullverðlaun í gær - hún setti heimsmet í 200 m skriðsundi og var í sigursveit íslands í 4x50 m skriðsundi SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir bætti tveimur gullverðlaun í safnið á Ólympíumóti þroska- heftra í Madrid í gær og hef ur því unnið þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Hún sigraði í 200 metra skriðsundi á nýju heimsmeti, 2.44,14 mín. og var í sigurveit íslands í 4x50 metra skriðsundi. Fyrir hádegi fór fram keppni um að komast í úrslitakeppn- ina síðar um daginn í 7 sundgrein- _■■■■■ um og áunnu Sigurður krakkamir sér rétt Magnússon til þátttöku í 5 skrifar greinum með þess- fra Madrid um árangri; 50 m baksund kvenna: Gull: Briscan Olimpia, Rúm., 37,04. Silfur: Guðrún Ólafsd., ísl. 42,54. Brons: Ana Pena, Uruguay, 42,87. ■Tími Guðrúnar er jafnframt nýtt ís- landsmet. 100 m flugsund karla: Gunnar Gunnarsson varð þar f 4. sæti á eftir keppendum Ástralíu sem voru í 1. og 2. sæti og Argentínu sem varð í 3. sæti. 200 m skriðsund kvenna: Gull: Sigrún Huld, ísl. 2.44,14. Silfur: Patti Mason, Kan., 2.49,53. Brons: K. Johansson, Svíþjóð, 2.53,20. ■Timi Sigrúnar er íslands-, Ólympíu- og heimsmet. 200 m bringusund kvenna: Gull: Katarina Johansson, Svíþjóð, 3.18,81. Silfun Guðrún Ólafsdóttir, ísl. 3.36,75. Brons: Birgitte Middendorp, Holl., 3.59,48. 4x50 m skriðsund kvenna: Gull: ísland, 2.27,96 mfn. Silfur: Uruguay, 2.29,64 mín. Brons: Ástralía, 2.31,01 mín. ■í okkar sveit voru Bára, Katrín, Guðrún og Sigrún Huld. Þetta var mest spennandi sund dagsins. Þijár fyrstu í sveitinni héldu nánast alveg jöfnu við Ur- uguay-sveitina eða þangað til kom að lokaspretti Sigrúnar Huldar, sém skilaði sér 4-5 metrum í mark á undan næsta keppanda og nýtt Ólympíumet leit dagsins ljós. Uppskera gærdagsins: íslenski þjóðsöngurinn leikinn og fáni okk- ar dreginn að hún tvisvar. Frjálsíþróttir Aðalsteinn hefur tekið þátt í hástökki, 200 m hlaupi, lang- stökki og 100 m hlaupi. Stefán hefur tekið þátt í 100 m, 200 m, 400 m og 800 m hlaupum og lang- stökki frá því leikamir hófust. Báðir bættu þeir árangur sinn, Sigrún Huld Hrafnsdóttir hefur staðið sig frábærlega í sundi. nema í langstökki, en ekki það mikið að þeir kæmust neins stað- ar í útslitakeppni. Þórður Hjaltested aðalfarar- stjóri sagði í stuttu spjalli að íþróttaleg framkvæmd leikanna hefði farið fram með ágætum, en að ýmsu mætti fínna varðandi gistibúnað og mataræði. Enginn væri þó að kvarta og samheldnin og keppnisgleðin réði ríkjum. í lok þessa ánægjulega dags hitti ég allar stelpurnar sem unnu til verðlaunanna og hugðist óska þeim til hamingju með handa- bandi og kossi á kinnina. Þær máttu ekkert vera að því að bíða eftir svoleiðis formlegheitum, heldur komu að fyrra bragði og föðmuðu mann að sér. Þeirra þakklæti og gleði er oft ólýsanleg. í dag heldur sundkeppnin áfram í mörgum riðlum í 7 mis- munandi greinum. Okkar fólk er með í einum 10 tilvikum og við sjáum hvað setur. Bestu kveðjur frá öllum í hópn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.