Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 10

Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Hljómeyki ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Kammerkórinn Hljómeyki hélt tónleika í Kristskirkju sl. þriðju- dag og flutti söngverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Pablo Casal, Britten, Stravinskíj og Gunnar Reyni Sveinsson. Stjórn- andi kórsins var Sigursveinn K. Magnússon. Hljóðfæraleikarar voru Gústav Jóhannesson á orgel og Kolbeinn Bjarnason á þver- flautu. Tónleikararnir hófust á Ave Maria, eftir Hjálmar H. Ragnars- son. Þessi bæn er frábærlega fallega tónsett af Hjálmari, þar sem heyra má gamlar kirkjuleg- ar tónmyndir og þverstæður í hljómskipan unnar af smekkvísi. Ave Maria eftir Hjálmar, sem er perla í gullastokk íslenskrar kórtónlistar, var mjög vel sungin af Hljómeyki. Hljómeyki er sannarlega góð- ur kór, sem ræður yfir stóru styrkleikasviði, sem auk radd- gæða söngvaranna gerir söng hans svo áhrifamikinn. Þetta á sérstaklega við um flutning kórs- ins á 0 vos omnes, eftir selló- snillinginn Casals en þó sérstak- lega í Hymn to st. Cecila, eftir Britten, sem er tilbrigðamikið og erfitt verk, er kórinn söng af glæsibrag. Lokaverk tónleikanna var Missa piccola (1983), eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson. Þar blandar Gunnar saman latneskum Hjálmar H. Ragnarsson messutexta og versum úr Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar á Gunnar Reynir Sveinsson sannfærandi máta. í Kyrie notar Gunnar orgel til undirleiks og í Credo er það flauta en saman eru þau í Agnus Dei. Flauturödd- in í Cedro-kaflanum var oft í tónstiga, sem gyðingar í Austur- löndum nota í sumum lögum sín- um, með lækkuðum yfirfrumtóni og hækkuðum miðtóni og var þessi stækkaða tvíund sérlega áberandi í síðasta kaflanum (Agnus Dei), bæði í þrástefi, sem gekk í gegnum kaflann, svo og í öðru tónferli kórsins og flaut- unnar. Bestu kaflarnir voru þeir und- irleikslausu og reyndar er allur kórparturinn vel unninn en notk- un hljóðfæranna sleit nokkuð í sundur stíl verksins, auk þess að vera í algjöru aukahlutverki nema í Credo-kaflanum. Flutningur Hljómeykis var frábærlega góður undir stjórn Sigursveins K. Magnússonar, enda er kórinn skipaður úrvals söngfólki sem kom hvað best fram í einstaka einsöngsstrófum. Sýnishorn úr söluskrá ★ Billjardstofa með 7 borðum. ★ Lítil heildverslun með hjólbarða o.þ.h. ★ Glerskurður og innrömmun. ★ Huggulegur matsölustaður á góðum stað. ★ Rafverkstæði fyrir rafeindavirkja. Mikil vinna. ★ Snyrtivöruverslun og undirföt. ★ Hárgreiðslustofa til leigu. ★ Stór og glæsileg bókaverslun. ★ Sérverslun í HAGKAUPS-Kringlunni. ★ Húsgagnaverslun á góðum stað. ★ Stór og glæsil. sólbaðsstofa. ★ Líkamsræktarstöð í fullum gangi. ★ Dagsöluturn á mjög góðu verði. ★ Blómaverslun með sérverslun. ★ Barnafataverslun í fullum gangi. ★ Veitingahús og pöbb í miðbænum. ★ Heildverslun með rafvörur. ★ Heildverslun með smávörur. SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRl'MSSON. Kynningartónleikar Sinfóníunnar EINN af föstum liðum í vetrar- starfi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands er kynningartónleikar sem haldnir eru í byrjun hvers starfs- árs. Starfsmönnum ýmissa fyrir- tækja og stofnana er boðið til þessara tónleika og þá einkum þeirra fyrirtækja er á einhvern hátt hafa stutt við bakið á hljóm- sveitinni. í ár verða þessir tónleika haldnir í kvöld, fimmtudaginn 24. septem- ber, kl. 20.00 í Háskólabíói. Sökum mikillar eftirspurnar verða þeir end- urteknir laugardaginn 26. septem- ber kl. 15, einnig í Háskólabíói. Stjórnandi kynningartónleikanna verður Petri Sakari sem nú er að hefja síðasta starfsár sitt sem aðal- hljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar. Einleikari verður rússneski píanó- leikarinn Alexander Makarov en kynnir verður Egill Ólafsson, tónlist- armaður og leikari. Efnisskrá tón- leikanna er að hluta tii tekin úr verk- efnalista vetrarins og verða leikin verk eftir Tsjajkovskíj, Glinka, Cop- land og Gershwin. ■ >-’v. ■ Alexander Makarov píanóleikari. Listahús við Engjateig í Laugardal Nýjar íbúðir - séreignir á frábærum stað Mjög glæsilegar 116 fm íbúðir á tveimur hæðum. Sérinngangur. Glæsilegar sólstofur. Stórkostlegt umhverfi. Afh. tilb. u. trév. með fullfrágenginni sameign. Möguleiki er að hafa t.d. 2 svefnherb., vinnuaðstöðu, stofu, eldhús og bað. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA SVERRIR KRISTJANSSON LÖGGILTUR FASTEIGNASALI SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072 ák MIÐLUN SÍMI 68 77 68 FJÁBFESTING FASTEIGNASALA ? Borgartúni 31. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hdl. J Al*A Hilmar Óskarsson, \þ jUmE jSi Steinþór Ólafsson. Parhús f Seljahverfi Til sölu 2ja herb. parhús í góðu standi. Þjónustuíbúð. Hús þetta tilheyrði dánarbúi og er laust strax. Upplýsingar gefur: Ingi Ingimundarson hrl., Hátúni 2B, s. 24753 og 666326. Toppíbúðtil sölu 5 herbergja íbúð á 4. hæð, endaíbúð, í nýlegri blokk við Kaplaskjólsveg í Reykjavík með svölum og stórkost- legu útsýni. Á eigninni hvílir fasteignaveðbréf til hús- bréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins, ca kr. 4,6 millj., sem hæfur kaupandi gæti tekið að sér sem lið í kaupverði en annað ekki. íbúðin er laus til íbúðar. Allar nánari upplýsingar gefur: Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður og löggilt- ur fasteignasali, sjmi 98-11847, Heimagötu 22, Vestmannaeyjum. Á mánudögum sfmi 13945, Garðastræti 13, Reykjavik. V Sumarbústaðalönd Til eru nokkur sumarbústaðalönd í Hvalfirði, aðeins 40 mín akstur frá Reykjavík á malbiki. Um er að ræða land sem liggur að sjó, landið verður afgirt og vegur lagður um svæðið. Einnig er til staðar á landinu heitt og kalt vatn. Á svæðinu er veiðiaðstaða, golfvöllur, báta- bryggja, veitingarekstur, hestaleiga og ýmislegt fleira, t.d. er væntanleg sundlaug. FJÁBFESTING FASTEIGNASALA" Borgartuni 31.105 Rvk., s. 624250 Lögf r.: Pétur Pér Stgurðsson hdl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.