Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 11 Álandsdagar í Norræna húsinu DAGSKRÁ helguð Álandseyjum hefst í Norræna húsinu í * dag, fimmtudaginn 24. september. Dagskráin er unnin í sam- vinnu við norrænu stofnunina á Álandseyjum og kemur for- stöðumaður hennar, Soren Hvenekilde til landsins ásamt tón- listarfólki, rithöfundi og fyririesara. Þau koma hingað frá Færeyjum þar sem þau fluttu svipaða dagskrá í Norðurlanda- húsinu í Þórshöfn. Áiandsdagarnir verða formlega settir I kvöld kl. 19.30. Ávörp flytja Soren Hvenek- ilde, Lars-Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins, og sendiherra Finnlands, Hákan Branders, sem setur þessa dagskrá um Álands- eyjar. Tveir tónlistarmenn, Lars Karlsson og Jack Mattsson, leika á píanó og flautu við athöfnina. Að lokum verður frumsýnd ný fræðslumýnd frá Álandseyjum sem Nesfilm hefur gert. Sýning á frímerkjum frá Álandseyjum verður opnuð í bókasafni hússins og í anddyri verður sýning á málverkum, sem sýna nokkur seglskip Álendinga frá fyrri tímum. Auk þess eru til sýnis oktant, kíkir og skips- klukka. Þessi málverk og munir eru fengin að láni hjá Stýri- mannaskólanum, en Álands Sjö- fartsmuseum afhenti skólanum þessa muni til varðveislu fyrir nokkrum árum. I kaffistofu Norræna hússins verða tveir álenskir sérréttir á boðstólum; fiskisúpa og álenskar pönnukökur. Föstudagskvöld kl. 20.30 verður boðið upp á þjóðlög og vísur frá Álandi. Vísnasöngkon- an Eivor Lindström syngur við undirleik Lars Karlsson og Jack Mattsson. Barbro Anderson og Benita Törnqvist syngja og leika á fornt hljóðfæri, svokallaða snertifiðlu eða fíðlu með snertl- um (nyckelharpa á sænsku). Þetta hljóðfæri á uppruna sinn frá miðöldum og var það út- breitt víða á Norðurlöndum á þeim tíma. Barbro Andersson var ein af þeim fyrstu sem kynnti fiðluna og dró hana fram úr gleymsku á Álandseyjum. Laugardaginn 26. september hefst dagskráin kl. 14.00 með fyrirlestri sem Seren Hvenekilde heldur og sýnir hann jafnframt litskyggnur. Fyrirlesturinn fjall- ar um Áland í fortíð og nútíð og er þarna kjörið tækifæri til að fræðast um eyjarnar. Sama dag kl. 15.00 heldur Elisabeth Nauclér fyrirlestur sem hún nefnir „Áland - ett ös- amhálles framtid i Europa“. El- isabeth er ritari sendinefndar landstjórnar Álandseyja. Laugardagskvöldið kl. 20.30 verða tónleikar þar sem Carl Nielsen kvartettinn frá Dan- mörku leikur ásamt Lars Karls- son og Jack Mattsson sem spila á píanó og flautu. Á efnisskránni eru verk eftir Lars Karlsson, Jack Mattsson og Sture Isacs- son. í einu verkanna (Vinden drar eftir Jack Mattsson) leika þau Guðríður Sigurðardóttir á píanó og Sigurður Halldórsson á selló. Carl Nielsen kvartettinn skipa Peder Elbæk, sem leikur á fiðlu, Jergen Larsen fiðluleikari, Finn Winslov lágfiðluleikari og Svend Winslov sellóleikari. Sunnudaginn 27. september kl. 16.00 verða aftur tónleikar þar sem þær Barbro Andersson og Benita Törnqvist flytja álensk þjóðlög og vísur og kl. 17.00 segir rithöfundurinn Ulla-Lena Lundberg frá ritstöfum sínum og fjallar um bókmenntir Álend- inga. Ulla-Lena Lundberg hefur tvisvar verið tilnefnd sem fulltrúi Finna til bókmenntaverðlauna Norðurlanda. Ulla-Lena Lúnd- berg kom fyrst fram sem rithöf- undur með ljóðabók árið 1962 og hefur síðan sent frá sér 14 bækur um margs konar efni. Hún fjallar um siglingar Álend- inga í nýjustu bókum sínum; Leo (1989) og Stora várlden (1991) og sú þriðja er á leiðinni sem fjallar um Áland samtímans. Þessar bækur mynda eina heild, trílógíu. Laugardaginn 3. október verð- ur opnuð sýning í sýningarsölum á grafíkverkum eftir álenska listamenn og einn ljósmyndara. Sýningin stendur til 25. október. Stjórn og starfsmaður SÍK. Fremri röð frá vinstri: Hrafn Gunnlaugs- son og Snorri Þórisson. í aftari röð frá vinstri: Ágúst Guðmunds- son, Sigurður Pálsson, Ari Kristinsson og Tómas Þorvaldsson. Samtök kvikmyndafram- leiðenda halda aðalfund AÐALFUNDUR Samtaka kvikmyndaframleiðenda (SÍK) hefur veric haldinn fyrir árið 1992. Aðild að samtökunum eiga flest öll þau ís lensk kvikmyndafyrirtæki sem framleitt hafa leiknar myndir. Samtök kvikmyndaframleiðenda eru aðili að Alheimssamtökum kvik- myndaframleiðenda (FIAP) og sóttu fulltrúar stjórnar aðalfund FIAP sem haldinn var í tengslum við kvikmyndahátíðina í Cannes í vor. Þá er SÍK virkur aðili í samtök- um kvikmyndaframleiðenda í Evr- ópu. Á aðalfundi kom fram að fjár- hagsstaða SÍK er sterk. SÍK á full- trúa í stjórn Kvikmyndasjóðs og fulltrúi SIK situr í stjórn Innheimtu- miðstöðvar gjalda. Stjórn SIK skipa Hrafn Gunnlaugsson formaður, Snorri Þórisson varaformaður, Ari Kristinsson ritari. Meðstjórnendur eru Ágúst Guðmundsson og Sigurð- ur Pálsson. Starfsmaður SÍK er Tómas Þorvaldsson lögfræðingur. ISLANDI SAMSTARFI EVRÓPUÞJÓÐA • EES er besti kosturinn í samskiptum okkar við önnur Evrópuríki. EES tryggir hagsmuni okkar og annar jafngóður kostur er ekki í augsýn. • íslendingar eiga samleið með öðrum Norðurlanda- þjóðum í nýju samstarfi Evrópuþjóða. • EES stuðlar að aukinni sam- vinnu við evrópsk fyrirtæki sem styrkir íslenskt atvinnulíf og kemur í veg fyrir einangrun. • EES verður vettvangur aukins samstarfs í mennta- og menningarmálum á komandi árum. • Samstarf um vísindi og rannsóknir verður sífellt mikilvægara. EES veitir okkur betri aðgang að því starfi. • Friður og öryggi í Evrópu er best tryggt með samstarfi þjóðanna. ATVINNULÍFIÐ STYÐUR EES Vinnuveitendasamband íslands • Samband veitinga- og gistihúsa • Landssamband iðnaðarmanna Verktakasamband íslands • Samtök fiskvinnslustöðva • Apótekarafélag Islands • Utflutningsráð Islands Verslunarráð íslands • Félag blikksmiðjueigenda • Félag íslenskra iðnrekenda • Félag íslenska prentiðnaðarins Landssamband bakarameistara • Landssamband veiðarfæragerða • Hárgreiðslumeistarafélag íslands Félag löggiltra rafverktaka í Reykjavík • Landssamband íslenskra útvegsmanna Meistara- og verktakasamband byggingamanna • Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda Málmur (samtök fyrirtækja i málm- og skipaiðnaði) • Kaupmannasamtök íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.