Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
Straumar
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Það hafa ekki margar bækur
verið gefnar út hér á landi í gegn-
um árin sem fjalla um þá sem
færa okkur listina; listafólkið
sjálft. Helst hafa verið gefnar út
bækur um einstaka listamenn, en
sjaldan verið gert frambærilegt
yfírlit yfir starfandi listafólk og
listhugsun þess. Það eru helst
nokkur listafélög sem hafa gefið
út rit því tagi, t.d. íslensk Grafík,
Leirlistafélagið og Myndhöggv-
arafélagið í Reykjavík.
Nú hafa Hafnfirðingar tekið
visst frumkvæði á þessu sviði með
útgáfu bókarinnar „Straumar —
ljósbrot í iðu hafnfirskrar listar,
sem ljósmyndarinn Lárus Karl
Ingason hefur unnið og gefur út
í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ.
í tilefni útgáfu bókarinnar stend-
ur nú yfir ljósmyndasýning í
Sverrissal Hafnarborgar, þar sem
getur að líta myndir af því lista-
fólki, sem kynnt er í bókinni.
- ljósbrot
Bókin er þannig' sett upp að
með ljósmynd af viðkomandi lista-
manni fylgir lítill texti frá lista-
manninum sjálfum, þar sem kem-
ur fram örlítið brot af hans lífs-
sýn. Aftast er síðan að finna
nokkra samantekt á ferli alls
þessa listafólks, sem telur rúm-
lega fjörutíu manns. Hér er um
að ræða persónulegt val Lárusar
Karls vegna bókarinnar á lista-
fólki sem býr í Firðinum eða er
alið þar upp, en er engan veginn
tæmandi úttekt á hafnfirskri list
og listamönnum, eins og höfundur
bendir á í formála.
Það er mikill fengur að þessari
bók, bæði vegna góðrar ljósmynd-
unar og vandaðs texta, og ekki
síður vegna þeirrar fjölbreytni,
sem kemur fram í henni. Hér er
að finna myndlistarmenn, rithöf-
unda, söngvara, myndhöggvara,
tónskáld, leirlistarfólk, jassista og
leikara, svo eitthvað sé nefnt.
Uppsetning bókarinnar er einföld
og skýr og er öll vinna við hana
hin vandaðasta; enskur texti verð-
ur einnig til þess að auka gildi
hennar mikið sem heimildar fyrir
erlenda ferðamenn og listunnend-
ur.
Stuðningur Hafnarfjarðarbæj-
ar við þetta verk er einnig mikils-
verð viðurkenning fyrir hlut
menningarinnar í bæjarlífinu, eins
og bæjarstjórinn bendir á í inn-
gangi sínum: „Sannleikurinn er
sá, að Hafnarfjörður er miklu mun
auðugra bæjarfélag, ríkara sam-
félag, vegna þess gróanda, sem
er og farið hefur vaxandi á síð-
ustu árum í menningar- og lista-
lífi hér í bænum. Slík viðurkenn-
ing mætti vera almennari meðal
sveitarstjórnamanna sem víðast
um landið, ekki aðeins í orði á
hátíðarstundum, heldur einnig á
borði — í fjárveitingum og fram-
kvæmdum."
Portrettljósmyndir Lárusar
Karls í bókinni njóta sín vel á
sýningunni í Sverrissal. Hann hef-
ur stundum valið að mynda lista-
fólkið með einhver einkennismerki
listarinnar í kringum sig; rithöf-
undar standa framan við bókahill-
ur, tónlistarmenn sitja við hljóð-
færi og myndlistarfólk innan um
sín verkfæri. En hér er ekki um
stöðlun að ræða; sjónarhorn eru
mismunandi og verða oft til að
skapa minnisstæð portrett, t.d.
af jassistanum Guðmundi St.
Steingrímssyni, listmálaranum
Eiríki Smith og hinum ötula tón-
listarmanni Agli Friðleifssyni.
Lýsingin gegnir einnig miklu hlut-
verki í þessum svart-hvítu ljós-
myndum, t.d. í myndunum af tón-
listarmönnunum Björgvin Hall-
dórssyni og Finni Torfa Stefáns-
syni.
Hér er á ferðinni ágæt ljós-
myndasýning, sem verður enn
áhugaverðari fyrir þá útgáfu, sem
hún tengist. Þetta ánægjulega
framtak verður vonandi öðrum til
eftirbreytni og er vel til þess fall-
ið að vekja athygli á lifandi menn-
ingarlífi Hafnfirðinga.
Ljósmyndasýningin „Straumar
— ljósbrot í iðu hafnfirskrar.listar
í Hafnarborg í Hafnarfirði stendur
til sunnudagsins 27. september.
Frá æfingu á verki Stephens Mills, Rauðum rósum. Dansarar eru
Hany Hadaya og Melissa Anderson.
Islenski dansflokkurinn
Fyrsta sýning í Þjóð-
leikhúsinu í október
ÆFINGAR eru hafnar hjá ís-
lenska dansflokknum fyrir fyrsta
verkefni vetrarins. Á sýningunni
verða sýndir þrír ballettar eftir
þrjá bandaríska danshöfunda.
Fyrsta verkið heitir Rauðar rósir
og er eftir Stephen Mills, en hann
starfar með Ballet Austin í Texas
og hefur getið sér gott orð sem dans-
höfundur víða í Bandaríkjunum.
Annað verk sýningarinnar er Noc-
turna eftir William Soleau, en hann
er vel þekktur danshöfundur í Banda-
ríkjunum.
Þriðji ballettinn, Concerto Grosso
eftir Charles Czarny, er í léttum stíl
þar sem meðal annars koma fyrir
línudansarar, fótboltamenn og kar-
ate. Czarny hefur unnið mikið í Hol-
landi og Bandaríkjunum á und-
anförnum árum.
Frumsýning verður í Þjóðleikhús-
inu föstudaginn 23. október.
Tónleikar haldnir
Hlíf Kára-
dóttir og
Ragnheiður
Skúladóttir.
Umgjörð
ljósmyndar-
innar er
glerlista-
verk eftir
Höllu Har-
aldsdóttur
glerlista-
konu frá
Keflavík og
heitir verkið
Andlit.
1
Ytri-Njarðvíkurkirkju
HLÍF Káradóttir sópransöngkona
og Ragnheiður Skúladóttir píanó-
leikari halda tónleika í Ytri-
Njarðvíkurkirkju í kvöld, fimmtu-
dagskvöld 24. september, og hefj-
ast þeir kl. 20.30.
Þær Ragnheiður og Hlíf hafa
unnið saman um árabil, á tónleikum
og við ýmis önnur tækifæri.
Á dagskrá tónleikanna verða m.a.
íslensk einsöngslög, erlend lög og
óperuaríur.
Tónleikarnir eru liður í M-hátíð á
Suðurnesjum.
Starf barnakórs Hafnar-
fjarðarkirkju að hefjast
í Hafnarfjarðarkirkju er að
hefjast annað starfsár barnakórs-
ins. Starfsemin var blómleg síð-
astliðinn vetur, en þá söng kórinn
við fjölskylduguðþjónustur einu
sinni í mánuði og kom fram við
ýmis tækifæri.
í vetur verður starfsemin tvíþætt:
-Undirbúningsdeild ásamt-eldri kór.
Kennd verða grunnatriði í raddbeit-
ingu og nótnalestri. Öll börn á aldrin-
um 8-12 ára eru velkomin á kynn-
ingarfund í Hafnafjarðarkirkju laug-
ardaginn 26. september kl. 11.
Stjórnandi kórsins er Brynhildur
Auðbjargardóttir ásamt Helga
Bragasyni organista.
Grænlenskur leikhópur í
FIMMTUDAGINN 24. september
mun grænlenski leikflokkurinn
Silamuit halda sýningu í menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi á
trommudönsum, grímuleikjum
og hefðbundnum sögnum inúita
frá Grænlandi, Alaska og
Kanada, sem færðar hafa verið
í leikbúning, og hefst sýningin
kl. 20.30. Silamuit-Ieikhópurinn
er staddur hér á landi í tilefni
af fimm ára afmæli Norð-Vestur-
landasamstarfsins (ísland, Græn-
land og Færeyjar) sem haldið
verður á Akureyri um helgina.
í Silamuit-leikhópnum eru fjórir
ungir grænlenskir leikarar og leik-
stjóri þeirra, Lars Lövström, lærði
í leikhússkóla Tukak-leikhússins
sem er grænlenskt leikhús sem
starfar á Jótlandi og var stofnað
um miðjan áttunda áratuginn.
Ragna sýnir í Nýlistasafninu
RAGNA Róbertsdóttir opnar sýn-
ingu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg
3B, laugardaginn 26. september
nk. kl. 16. «.
Á sýningunni eru verk úr grá-
grýti, hrauni og gúmmíi auk teikn-
inga á vegg.
Sýningin er í öllum sölum Nýlista-
safnsins og myndar eina heild.
Ragna hefur sýnt víða, bæði hér
á landi og erlendis, síðan 1975. Síð-
ast var hún með stóra einkasýningu
í Kunstmuseum í Bern í Sviss í jan-
úar sl.
Sýningin er opin kl. 14-18 alla
daga og lýkur 11. október nk.
(Fréttatilkynning)
Gerðubergi
Grænlenskt leikhús er tiltölulega
ungt en grænlenskir leikhópar hafa
farið þá leið að byggja á sameigin-
legum menningararfi inúita og
hugsanlega bjargað mörgum forn-
um siðum, leikjum og dönsum frá
glötun. í ráði er að Silamuit-leik-
hópurinn verði kjarninn í Þjóðleik-
húsi Grænlands sem til stendur að
stofna.
(Fréltatilkynning)
Nýútkomn-
ar bækur
Skáldsagan Sálmur að leiðarlok-
um eftir norska rithöfundinn Erik
Fosnes er komin út hjá Máli og
menningu í þýðingu Hannesar Sig-
fússonar. Fosnes var gestur nýliðinn-
ar Bókmenntahátíðar. Sagan kom
út í Noregi 1990 og hlaut sama haust
bókmenntaverðlaunin Riksmalspris-
en. Bókin er innbundin, 361 blaðs-
íða, unnin hjá Prentsmiðjunni Odda
hf. Bókin kostar 2.980 krónur.
Mál og menning hefur gefið út
bók eftir annan gest Bókmenntahá-
tíðar, franska rithöfundinn Pascal
Quignard. Þetta er skáldsagan Allir
heimsins morgnar í þýðingu Friðriks
Rafnssonar. Þetta er fimmta skáld-
saga Quignards. Bókin, sem er í
Syrtluflokki Máls og menningar, er
80 blaðsíður, unnin í G. Ben prent-
stofu hf. Bókin kostar 1.595 krónur.
Mál og menning hefur einnig gef-
ið út bók um Dunganon eftir Björn
Th. Björnsson með leikritinu Dung-,
anon, sem nú er sýnt í Borgarleikhús-
inu og ritgerðinni Dunganoriíu sem
segir af ævi Karls Kerúlfs Einarsson-
ar. Bókin er 150 blaðsíður, gefin út
í kilju og innbundin. Hún er unnin í
Prentsmiðjunni Odda hf. Bókin kost-
ar 1.490 krónur.