Morgunblaðið - 24.09.1992, Page 16

Morgunblaðið - 24.09.1992, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 EES- * eftir Arna Brynjólfsson Það er margt líkt með því fári sem gengur nú yfir varðandi EES- samninginn og á gekk þegar til stóð að koma á virðisaukaskattin- um, meira var gert úr málinu en efni stóðu til og fjöldi sérfróðra lét í sér heyra um hin smæstu aukaat- riði. Námskeið voru haldin og miklu magni pappírsgagna var dreift, en þegar til kom varð mönn- um ljóst að fyrirgangurinn var óþarfur, vandinn við VSK var mun minni en ætlað var og eftir gildis- töku datt allt í dúnalogn. Nú er svipað ástatt, nema málið er pólitískara, en e.t.v. þess vegna virðist vanta áþreifanleg dæmi um kosti og galla EES. Undantekn- inguna frá þessu er að fínna í ágætri grein í Morgunblaðinu 10. þ.m. eftir Ingólf Sverrisson, frkvstj. Málms - samtaka fyrir- tækja í málm- og skipaiðnaði. Hann bendir á hugsanlega mögu- leika er skapast muni við tilkomu EES, bæði að því er varðar tækni og fjármögnun og ekki síst vonir um aukin verkefni. Það sem þama kemur fram á ekki eingöngu við málmiðnað, það á og að verulegu leyti við fleiri greinar t.d. rafiðnað. Ingólfur er auðsjáanlega fylgj- andi aðild að EES, enda færir hann haldgóð rök fyrir þeim skoð- unum sínum, en hvar eru mótrök- in? Ofar á sömu síðu Morgunblaðs- ins er andstæðingur EES á ferð- inni, því miður ekki úr málmiðn- aði, en þá fengist betri samanburð- ur á málflutningi og röksemdum. Þama er um að ræða Tómas Ein- arsson kennara, sem fellur í til- æðið finningagryfjuna og höfðar því sterkt til þjóðernishyggju, vitnar m.a. í Gamla sáttmála, Jónsbók, Einar Þveræing og Jónas Hall- grímsson, en segir ekki eitt orð um það hvemig hann álítur að ára muni hjá íslenskum kennurum eft- ir gildistöku samningsins. Hvað þá hvort eitthvað breyttist yrði hann ekki samþykktur! Grein Tómasar er engu að síður vel samin og fróðleg, hún nær áreiðanlega vel eyrum þeirra sem eru þjóðernissinnaðir og leggja meira upp úr sögulegri afstöðu varðandi lausn nútíma verkefna. Af þeim sökum væri fróðlegt að heyra mótrökin, byggð á svipuðum forsendum, einhveijir sögufróðir hljóta að vera í meðmælendahópn- um til að telja kjark í þjóðemis- sinnaða fylgjendur EES. Ég er einn af þeim sem efast um ágæti EB og vantreysti skrif- finnskubákninu í Bmssel, býst við því að yfirsýn muni vanta svo hægt sé að stýra vel svo stóru samfélagi sem hér um ræðir, jafn- vel þótt einstök þjóðfélög séu sjálf- stæð. Við vitum hvemig fór í Sov- ét og hlutimir eru síður en svo í lagi í Bandaríkjunum, en hér í okkar pínulitla samfélagi, sem á nánast engin önnur auðæfí en sjó- inn, hverina, fossana og fólkið, hefur velsæld verið meiri og jafn- ari en í nokkm öðm landi allt frá stríðslokum 1945. Aðgangur að æðstu mönnum er greiðari hér en í öðram löndum og hver og einn getur látið til sín heyra, hafí hann uppburði til. Þetta em kostir sem við vanmetum gjaman þegar okk- ur sinnast við samfélagið. Á það má benda að það var fyrir erlend áhrif og nánari tengsl Árni Brynjólfsson við aðrar þjóðir að við höndluðum hnossið, þ.e. að hafa næga atvinnu og þokkalega afkomu, en til þess þurfti heimsstyijöld og hersetu. Vera má að vegna langvarandi velmegunar bíti hræðsluáróðurinn betur hér en annars myndi vera, enda undir honum kynt jafnvel í skoðanakönnunum. Svo aftur sé komið að upphafínu og hinni ágætu grein hans Ing- ólfs, þá vil ég enn og aftur, um leið og ég tek undir flest er í henni stendur, lýsa yfir söknuði vegna þess að mér þykir vanta svona áþreifanlegar röksemdir með og móti samningnum. Þetta þyrftum við að gera í rafiðnaði, tréiðnaði, verksmiðjuiðnaði og víðar þar sem von er til þess að EES muni annað hvort verða til bóta eða bölvunar. Það er fátt svo kostum prýtt að ekki fylgi eitthvað neikvætt, en matið byggist að sjálfsögðu á þyngd vogarskálanna. Skrifin þurfa því að vera um áþreifanlega „Líklegt má telja að samþykkt EES muni ekki hafa teljandi áhrif í fyrstu og vafasamt er að nokkur geti sagt um það fyrirfram hver áhrifin verða á atvinnu- lífið. Það ætti ekki að koma okkur á óvart þótt mikið gangi á, því varla má reisa hér mannvirki, byggingu eða brú, án þess að upp rísi hávær mótmæl- endahópur.“ hluti, ekki upphrópanir og innan- tóm slagorð. Áðumefnd grein kennarans er dæmigerð fyrir skrif og ræður manna um EES. Það er ólíklegt að Einar Þveræingur eða Jónas Hallgrímsson væra færari um að leysa vandamál nútíðarinnar en við sem nú -lifum og okkur varðar minna um það hver afstaða þeirra myndi vera í umræddu máli. Það sem skiptir máli er hvort afkoma fyrirtækja og fjölskyldna muni batna eða versna. Þar sem við emm nú búin að sjá jákvæða og vandaða grein um EES, að því er varðar málmiðnað, liggur í hlutarins eðli að æskilegt væri að sjá ætlaða ókosti EES gagnvart málmiðnaðinum, þegar og ef við verðum aðilar. Komi slík- ar röksemdir ekki fram hljótum við að líta svo á að ókostir séu fáir og að málmiðnaður muni braggast við tilkomu EES. Hvað rafíðnaðinn varðar má geta þess að í gangi hefur verið athugun á fyrirkomulagi raf- fangaprófunar og rafmagnseftir- lits, einmitt miðuð við það um- hverfi sem rafmagnsiðnaðurinn mun búa við eftir samþykkt EES. Jafnvel þótt samningnum yrði hafnað myndum við ekki verða einir í heiminum og umhverfið sem við búum í mun gera til okkar kröfur, sem nú á að reyna að upp- fylla. Tillögur gera ráð fyrir að raf- fangaprófun leggist af hér á landi, en erlendar prófanir verði látnar gilda, markaðseftirlit verði eflt til að tryggja öryggi. Lagt er til að úttekt einstaka rafverka falli nið- ur, en úrtaksskoðanir verði gerðar af viðurkenndum aðilum. Of langt er að telja upp þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði, en þær munu verða umtalsverðar og snerta alla greinina, vonandi til góðs. Við þessa breytingu minnka umsvif Rafmagnseftirlits ríkisins og er gert ráð fyrir að starfsmönn- um muni fækka úr 27 í 7, sem er umtalsverð breyting þótt auð- vitað muni störfin að hluta flytjast annað. Þetta era fyrstu áþreifan- legu kynni rafiðnaðarins af EES. Líklegt má telja að samþykkt EES muni ekki hafa teljandi áhrif í fyrstu og vafasamt er að nokkur geti sagt um það fyrirfram hver áhrifín verða á atvinnulífið. Það ætti ekki að koma okkur á óvart þótt mikið gangi á, því varla má reisa hér mannvirki, byggingu eða brú, án þess að upp rísi hávær mótmælendahópur. Það gekk ekki svo lítið á þegar til stóð að byggja Höfðabakkabrúna og það hriktir þespa dagana í heilli kirkjusókn vegna kirkjubyggingar. Það er ekki lengur í tísku að ganga til Keflavíkur! Við skulum vona að þessir há- væra hópar fái ekki að ráða ferð- inni varðandi afstöðuna til EES! Höfundur er framkvæmdasíjóri Landssambands íslenskra rafverktaka. „Þingmálið sé íslenska“ eftir Svavar Gestsson Samkvæmt fyrirliggjandi frum- vörpum um Evrópskt efnahags- svæði er ekki aðeins komið víða við heldur áð á hveijum bæ. Fram- vörpin eru svo viðamikil að þrátt fyrir mikil fundahöld á Alþingi hefur þingmönnum vafalaust sést yfír fjölda málaflokka og mála- þátta. Eitt þeirra frumvarpa sem lætur hvað mest yfír sér að vísu og snertir málaflokka dómsmála- ráðuneytisins hefur inni að halda ákvæði um prentrétt auk margs annars. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á tveimur þáttum frumvarpsins og greinargerðarinn- ar með því: Annars vegar því að framvegis verði heimilt að tala ís- lensku fyrir dómstólunum og hins vegar að framvegis geti útlendir aðilar gefið út blöð á íslandi. Þær breytingar sem um ræðir eru að öðru leyti þær að lán vegna skólagjalda manna sem stunda nám erlendis verða greidd fyrir- fram á svipuðum tíma og verið hefur. Þá fá þeir námsmenn, sem höfðu fengið skólavist í grunnhá- Þingmálið sé íslenska í greinargerð framvarpsins seg- ir meðal annars: „í tengslum við þetta má að endingu minnast þess að í 1. mgr. 10. gr. laga um með- ferð einkamála nr. 91/1991, segir að þingmálið sé íslenska. Þeirri reglu væri að engu breytt með samþykki þessa frumvarps. Það era vissulega fróðleg kafla- skil þegar dómsmálaráðuneytið á íslandi árið 1992 telur að það sé frétt að þingmálið eigi framvegis að vera íslenska. Hvað er langt síðan ákveðið var að þingmálið skyldi vera íslenska? Ætli að það séu nema 100 ár síðan það var kollrakið mál? Segir það ekki nokkra sögu um EES-málið að það þurfí að taka það fram sérstaklega í þingskjölum að hér megi fram- vegis tala íslensku fyrir dómstól- um. Sumum kann að finnast spurt með þeim hætti að þjóðlegur hroki skólanámi eða sémámi erlendis fyrir 3. júní þegar nýjar úthlutun- arreglur voru gefnar út, lán vegna skólagjalda í samræmi við reglur sem giltu á síðasta ári. Ferðalán til manna sem stunda nám erlend- is verða greidd strax og þeir hafa „Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á tveimur þáttum frum- varpsins og greinar- gerðarinnar með því: Annars vegar því að framvegis verði heimilt að tala íslensku fyrir dómstólunum og hins vegar að framvegis geti útiendir aðilar gefið út blöð á íslandi.“ liggi f spumingunni. Það er ekki ætlunin. Auðvitað eiga íslendingar að taka þátt í erlendu samstarfi úti um allt. Auðvitað mun efna- hagsleg þátttaka reynast óhjá- kvæmileg fyrir okkur íslendinga. lagt fram gögn um ferðir sínar og fíölskyldu. Þá hefur verið ákveðið að bóka- lán verði greidd í einu lagi þegar námsmenn fá fyrsta framfærslu- lánið greitt. Loks hefur verið ákveðið að gefa kost á því að allt að 10 menn geti verið ábyrgðar- menn skuldabréfa og hver og einn geti tekið ábyrgð á takmarkaðri upphæð. Þetta er talið geta auð- veldað námsmönnum að ganga frá ábyrgðum fyrir lánum sínum og að gefa út eitt skuldabréf fyrir allri þeirri upphæð sem þeir áætla að taka það sem eftir er námsfer- ils þeirra. Auðvitað er spumingin ekki um það hvort við tökum þátt í alþjóð- legu samstarfí né um það hvort við tökum þátt í aðlögun að því efnahagskerfi sem er umhverfis okkur. Ég tel það allt í senn sjálf- sagt, eðlilegt og rökrétt. En ég vil að við getum notið þeirra gæða sem fylgja því að vera sjálfstæð þjóð. í sjálfstæðinu liggja verð- mæti — efnahagsleg verðmæti ekki síður en menningarleg. Við erum ekkert betri en aðrir vegna þess að við erum íslendingar — en það er auðveldara fyrir okkur að nýta gögn og gæði þessa lands af því að við kunnum það til margra alda og það er hagstæðara ekki aðeins fyrir okkur heldur fyr- ir heimsbyggðina alla. En sem sagt: Þingmálið sé ís- lenska þó að við séum aðilar að Evrópsku efnahagssvæði. í ís- lenskum bæ skal tala íslensku. Verður Mogginn danskur eða þýskur? En í sama frumvarpi er ákvæði um það að útlendingar megi gefa út blöð, bækur og tímarit á Islandi og að þeir megi eiga útgáfufyrir- tæki. Fyrir margt löngu áttu danskir kaupmenn Morgunblaðið. Nú mega þeir eignast það aftur ef þeir vilja. Morgunblaðið er eina gróðafyrirtækið í dagblaðaútgáfu á íslandi. Matthías Johannessen hefur haldið uppi merki íslenskrar menningar. Skiptir það hann eða aðra rithöfunda Morgunblaðsins engu máli þó að hlutabréf blaðsins verði sett á almennan alþjóðlegan markað — sem er einnig skylt að gera samkvæmt EES-samningn- um — eða hvað? Bannað að mismuna i þágu íslenskrar menningar Samkvæmt samningnum um EES má hvergi mismuna milli fyr- Svavar Gestsson irtækja. Fyrirtæki framleiða ekki bara fisk og stóla. Fyrirtæki fram- leiða líka menningarafurðir eins og bækur. Frá sjónarmiði iðnaðar- ins og fíármagnsins eru bækur iðnaðarvara. Samkvæmt EES- samningnum er bannað að búa þannig um hnútana skattalega að íslenskar bækur njóti betri skatt- skilyrða en erlendar bækur. Fyrir nokkra ákváðum við að fella niður virðisaukaskatt af íslenskri menn- ingu, íslenskum bókum. Það var gert með þeim rökum að menning- in væri svo veigamikill þáttur í sjálfstæði okkar að einmitt nú á tímum alþjóðlegra sviptinga væri mikilvægt að treysta undirstöður íslenskrar menningar. En svo kem- ur hitt í ljós: Að samkvæmt fyrir- liggjandi EES-samningi er bannað að mismuna í þágu íslenskrar menningar. En það er huggun harmi gegn að þrátt fyrir allt hef- ur ríkisstjórnin samið frumvarp þar sem hún tekur fram í greinargerð að „þingmálið sé íslenska". Höfundur er fyrrvcrandi menntam&Iaráðherra ogsituri menntamálanefnd Alþingis. Breytingar á útlánareglum LÍN Vaxtaálagi bætt við öll námslán ÝMSAR breytingar hafa verið ákveðnar af sljórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna I samráði við menntamálaráðherra á fram- kvæmd úthiutana námslána sem miðar að því að auðvelda náms- mönnum að bregðast við breytingum á útborgunartíma náms- manna. Meðal annans hefur verið ákveðið að bæta við sérstöku vaxtaálagi á lán allra námsmanna vegna þess að þau greiðast nú að jafnaði 2-4 mánuðum siðar frá Lánasjóði íslenskra námsmanna en áður. Verður álagið veitt án tillits til þess hvort námsmenn taka Ián í banka til að brúa þetta bil eða ekki. Er áætlað að það hækki heildarupphæð námslána á nýbyijuðu skólaári um 50 milljón- ir króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.