Morgunblaðið - 24.09.1992, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
Hugleiðingar um
búsetumál fatlaðra
— í ljósi nýrra laga
eftir Ástu M.
Eggertsdóttur
Undanfarinn áratug hafa búsetu-
og vistunarmál fatlaðra, verið stórt
atriði í framkvæmd Iaga um málefni
fatlaðra, rétt eins og húsnæðismál
eru aimennt í þjóðfélaginu.
Þetta er skiljanlegt vegna þess
að gnindvallaratriði í iífi hvers
manns er að eiga sitt eigið heimili
þar sem öryggi hans er tryggt.
Heimilið er undirstaða þess að hægt
sé að byggja upp aðra þætti í mann-
legri tilveru. Heimilið er hvers manns
skjól, þar öðlast menn öryggi. Þess
vegna verða heimili að ganga fyrir
öðrum úrræðum, sem þó eru einnig
mikils virði.
Hönnun íbúða og hagkvæmni
í rekstri
í náinni framtíð þurfa lausnir í
búsetumálum fatlaðra að vera við
hæfi einstaklingsins og valfrelsi
hvers og eins til búsetu þarf að virða.
íbúar ættu sjálfir að hafa forræði í
eigin málum, en ekki opinberir aðilar
eins og tíðkast t.d. á sjúkradeildum.
Við úrlausnir þarf að virða eftir
bestu getu þörf einstaklingsins ann-
ars vegar til að eiga einkalíf á eigin
heimili og hins vegar að velja með
hveijum hann vill búa á heimilinu.
Fyrirkomulag á íbúðarhúsnæði
fyrir fatlaða skiptir miklu máli. Það
er viðfangsefni fyrir arkitekta, enda
hafa margir arkitektar sýnt áhuga
á hönnun íbúða fyrir fatlaða. Miðað
við þjóðfélagsumræður um spamað
í ríkisrekstri er líklegt að hag-
kvæmni í rekstri verði þýðingarmik-
ið við val á lausnum í búsetumálum
fatlaðra í náinni framtíð. íbúðarhús-
næði þarf að hanna annars vegar
til að koma til móts við kröfu um
einkalíf viðkomandi íbúa og hins
vegar til að gæta að hagkvæmni í
rekstri.
Viðhorf fólks til nálægðar
fatlaðra
Staðsetningu á sambýlum fatl-
aðra í íbúðarhverfum þarf að velja
m.t.t. almennra þjónustustofnana og
almenningsvagna. Reynslan sýnir
að hægt er að auka sjálfshjálp fatl-
aðra og draga úr einangrun þeirra,
ef þeir komast auðveldlega leiðar
sinnar í daglegu lífi.
Viðhorf samfélagsins til fatlaðra
almennt, þ.á m. til nálægðar þeirra
við annað fólk í venjulegum íbúðar-
hverfum skiptir verulegu máli. Ef
sambýli fatlaðra eiga almennt að ná
markmiði sínu, þ.e. vera það skjól
sem venjuleg heimili í landinu eru,
þarf fólk að viðurkenna rétt hinna
fötluðu til að lifa í nágrenni við sig.
Ný lög um málefni fatlaðra
Sérlög um aðstoð við þroskahefta
voru sett árið 1979, en þau lög voru
rýmkuð fjórum árum síðar, þegar lög
um málefni fatlaðra voru sett, en
þau náðu til allra hópa fatlaðra.
Áhrif fyrri laganna gætti þó mik-
ið við framkvæmd þeirra seinni,
einkum í búsetu- og vistunarmálum,
t.d. eru flestir íbúar á sambýlum á
vegum svæðisstjórna þroskaheftir,
en örfáir geðfatlaðir.
Á þessum árum var talið að heil-
brigðismálaráðuneytið bæri alfarið
ábyrgð á málefnum geðfatlaðra.
Þann 1. sept. 1992 ganga í gildi
ný lög nr. 59/1992 um málefni fatl-
aðra. Helstu nýmæli laganna eru
m.a. breytingar á sviði yfírstjórnar
málaflokksins, þar sem einu ráðu-
neyti, félagsmálaráðuneytinu er fal-
in yfirstjóm í stað þriggja áður og
kveðið er á um breytingar á svæðis-
stjórnum, þær lagðar niður í núver-
andi mynd, en verkefnum þeirra
verður skipt í tvennt; framkvæmd á
þjónustu og rekstur annars vegar, á
vegum Skrifstofu málefna fatlaðra
í hverju kjördæmi og eftirlit, sam-
ræmingu og réttindagæslu fatlaðra
hins vegar, sem verður á vegum sjö
manna svæðisráða á hveiju svæði.
Markmið nýju laganna er óbreytt
frá fyrri lögum; þ.e.a.s. að tryggja
fötluðum jafnrétti og sambærileg
lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna
og skapa þeim skilyrði til þess að
lifa eðlilegu lífi.
Stefnumörkun er í höndum félags-
málaráðuneytisins hvað varðar upp-
byggingu á þjónustu við fatlaða
m.a. í búsetumálum.
Lögin eiga að gilda í fjögur ár,
en þá verða þau endurskoðuð m.t.t.
aukinnar ábyrgðar sveitafélaga í
málefnum fatlaðra.
Með nýju lögunum er stigið fyrsta
skrefíð í áttina að færa framkvæmd
laganna til sveitarfélaga, t.d. er
ákvæði í 13. gr. um að hægt sé að
gera þjónustusamning á milli sveit-
arfélaga og ríkisins. Fjárframlög
verði flutt frá ríkinu til sveitar-
félaga, til þess að gera þeim kleift
að axla ábyrgð á að veita fötluðum
þjónustu í heimabyggð sinni.
Hverjir eiga rétt á þjónustu
Þeir hópar fatlaðra, sem eiga rétt
•á þjónustu samkvæmt lögum um
málefni fatlaðra eru andlega og lík-
amlega fatlaðir, sem þarfnast sér-
stakrar þjónustu og stuðnings af
þeim sökum.
Á síðustu árum hefur verið unnið
að athugunum á fjölda þeirra, sem
þannig er ástatt um og liggja upplýs-
ingar um fjölda fatlaðra barna fyrir,
en ekki er vitað með vissu um fjölda
fullorðinna.
Hinn fatlaði sjálfur, eða aðstand-
endur, verða þess vegna að óska
eftir aðstoð lögbundinna aðila, til
að þörf fyrir hjálp sé skráð, en það
er forsenda fyrir því, að hægt sé að
vinna að úrbótum í máli hans.
Réttur geðfatlaðra er gerður ótví-
ræður, en fjöldi þeirra sem þurfa á
aðstoð að halda í búsetu- og vistun-
armálum er mikill. Talið er að á land-
inu séu 120-130 einstaklingar sem
þurfi á hjálp að halda, fl§stir í
Reykjavík. í þeim hópi eru á milli
40-50 einstaklingar sem eiga hvergi
fastan samastað. Þetta er fólk sem
fer inn og út af geðdeildum, stoppar
stutt við hveiju sinni og er vímu-
efna- og áfengisneysla, ásamt hegð-
unarvandkvæðum ekki óalgeng
vandamál hjá þessu fólki. Engin
búsetuúrræði eru til fyrir þennan
hóp.
Vandamál viðkomandi einstakl-
inga eru oft flókin og verða tæplega
leyst með einföldum hætti eins og
t.d. vistun á sambýli.
Reynsla undanfarinna ára af nið-
urröðun ólíkra einstaklinga á fimm
manna sambýli sýnir, að einstaka
maður getur ekki svo auðveldlega
búið í þetta stórum hópi, einkum ef
hann á við erfið geðræn vandamál
að glíma.
Mismunandi búsetuform
í hinum nýju lögum um málefni
fatlaðra eru ákvæði (sbr. 10. gr.)
um mismunandi búsetuform eftir því
hvað viðkomandi einstaklingur þarf
mikla aðstoð til þess að geta búið
sjálfstætt eða sem sjálfstæðast.
Um er að ræða m.a. eftirtalin
búsetuform; félagslegar íbúðir
verndaðar íbúðir, sambýli, Áfanga-
staði
Félagslegar íbúðir
Síðastliðið ár hefur Svæðisstjórn
málefna fatlaðra í Reykjavík unnið
að framkvæmd á nýju búsetuformi
fyrir fatlaða, - búsetu í íbúðum með
stuðningi og leiðbeiningum, en ekki
viðveru starfsmanna, eins og tíðkast
á sambýlum.
Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að
fötluðu fólki sé gefínn kostur á þessu
búsetuformi og að þeim sé tryggð
aðstoð, t.d. eru launagjöld starfs-
manna íbúða greidd af ríkinu og
borgin sér um almenna heimaþjón-
ustu.
Skilyrði til þess að sjálfstæð bú-
seta fatlaðra í félagslegum íbúðum
verði að veruleika er að fötluðum
verði veittur nauðsynlegur stuðning-
ur á heimilum sínum.
Gert er ráð fyrir að fatlaðir íbúar
í íbúðum framfleyti sér af trygginga-
bótum sínum. Hæstu greiðslur frá
Tryggingastofnun eru um 55 til 60
þús. kr. á mánuði.
Fatlað fólk, sem þarf aðstoð opin-
berra aðila til að eignast eigið heim-
ili í félagslegum íbúðum, hefur í
langflestum tilvikum aðeins trygg-
ingabætur til að framfleyta sér.
Fatlaðir greiða húsaleigu eða
kostnaðarleigu, sem er ákveðin pró-
senta af stofnverði íbúðar. Svo dæmi
sé tekið; heildar kostnaðarleiga af
lítilli einstaklingsíbúð sem kostar kr.
3,9 milljónir er 16 þús. kr. á mánuði.
Annan heimiliskostnað þarf einn-
ig að taka með í reikninginn, s.s.
hita, rafmagn og síma, auk fastra
útgjalda vegna matarinnkaupa o.fl.
Stærri og dýrari íbúðir verða að
sjálfsögðu dýrari í leigu.
Spurning er þess vegna hvort fatl-
að fólk sem ekki hefur vinnutekjur,
hafi fjárhagslega getu til að þúa í
félagslegum íbúðum, án fjárhagsst-
uðnings hins opinbera.
Verndaðar íbúðir
Verndaðar íbúðir eru íbúðir þar
sem margháttuð þjónusta er innan
seilingar. Höfundur telur nauðsyn-
legt að skilgreina betur hugtökin
félagslegar íbúðir og verndaðar
íbúðir m.t.t.' 10. og 11. gr. hinna
nýju laga um málefni fatlaðra og
væntanlegrar þjónustu á vegum
svæðisskrifstofu (ríkisins) við fatl-
aða sem þurfa aðstoð við búsetu í
íbúðum.
í 11. gr. laganna er t.d. kveðið á
um að að umsóknir um búsetu í
verndaðar íbúðir skuli sendar til við-
komandi svæðisskrifstofu, sem á að
meta þjónustuþörf umsækjenda.
Dæmi um þessa tegund búsetu,
sbr. greinargerð með frumvarpinu,
eru íbúðir Oryrkjabandalags Islands,
við Hátún 10, en íbúðirnar þar eru
leiguíbúðir, sem eru alfarið reknar
á vegum Öryrkjabandalagsins og
hefur Svæðisstjórn (svæðisskrifstof-
an) hingað til engin afskipti haft af
þeim og ólíklegt að löggjafínn ætlist
til þess.
Á hinn bóginn á svæðisskrifstofa
ekki að hafa afskipti af umsóknum
um búsetu í félagslegum íbúðum,
skv. lögunum. En Svæðisstjórn
(svæðisskrifstofan) í Reykjavík hef-
ur hlutast til um að útvega fötluðu
fólki félagslegar íbúðir til leigu og
er einnig að aðstoða fatlaða til bú-
setu í þeim, eins og áður er greint
frá.
Sambýli
Undanfarin ár hefur áhersla verið
lögð á uppbyggingu á sambýlum
fyrir fatlaða og hefur verið komið á
fót um 50 heimilum á vegum ríkis-
ins á landinu sl. 10 ár.
Algengt er að í þeim búi fimm til
Brids
Umsjón ArnórG. Ragnarsson
Bikarkeppnin - leikur í átta
liða úrslitum í dag
Einn leikur fer fram í átta liða úrslit-
um í bikarkeppninni í dag kl. 17. Sveit
Verðbréfamarkaðar íslandsbanka
spilar gegn Suðurlandsvídeói. Spilað
er á Hótel Loftleiðum, niðri, og eru
áhorfendur velkomnir.
Opið bridsmót á ísafirði
Helgina 2.-3. október nk. verður
haldið afmælismót til heiðurs Guð-
mundi M. Jónssyni, sem varð 75 ára
í sumar. Hann er núverandi Vest-
ljarðameistari í tvímenningi en þann
titil vann hann með Arnari G. Hinriks-
syni á Vestfjarðamótinu í tvímenningi
sem haldið var á Hólmavík helgina
5.-6. september. sl. Sérstakir gestir
mótsins verða fímm af þeim sex spilur-
um sem unnu heimsmeistaratitilinn í
Yokohama í fyrra.
Mótið hefst kl. 19 föstudagskvöldið
2. október og verða þá spilaðir tveir
20 spila sýningaleikir milli heims-
Ásta M. Eggertsdóttir
„Væntanleg stefnu-
mörkun í búsetu- og
vistunarmálum fatlaðra
verður vonandi gerð
með það í huga að sér-
þarfir fatlaðra eru mis-
munandi og lausnir
verða því að vera fjöl-
breytilegar. Tryggja
þarf fjárframlög úr rík-
issjóði til reksturs og
framkvæmda.“
sex manns, sem þurfa aðstoð við
athafnir daglegs lífs.
Lagaákvæði um sambýli má rekja
til ársins 1979. Hugtakið sambýli
er heiti á heimilum fatlaðra, sem
hafa ákveðið rekstrarform. Ríkið
greiðir launagjöld starfsmanna, en
þeir sem búa á sambýlum greiða
heimilisrekstur af hluta trygginga-
bóta sinna. Tryggingabætur eða ör-
orkulífeyri fá þeir sem eru 16 ára
og eldri og því eru þessi aidursskil-
yrði sett fyrir búsetu á sambýlum.
Börn fá ekki örorkulífeyri og greiðir
ríkið allan kostnað á heimilum fatl-
aðra barna. Greinarmunur er gerður
á heimilum barna og fullorðinna
vegna mismunandi rekstrarforms,
en ekki að öðru leyti.
Sambýli hafa þróast þannig að
þau hafa tekið að hluta til við því
hlutverki sem fjölmennar dvalar-
stofnanir höfðu áður fyrr.
í hugmyndafræðinni sem lögin
meistaranna, sveitar Guðmundar M.
Jónssonar og sveitar ungra spilara úr
Menntaskólanum á ísafírði. Laugar-
daginn 3. október verður síðan opið
tvímenningsmót, barómeter, 45-62
spila. Peningaverðlaun verða fyrir
fýrstu þijú sætin, 50.000 í fýrstu verð-
laun, 30.000 í önnur verðlaun og
20.000 í þriðju verðlaun. Spilað verður
f Stjómsýsluhúsinu á ísafírði og mun
bæjarstjórinn á ísafirði, Smári Har-
aldsson setja mótið. Áætlað er að tví-
menningsmótið byiji kl. 11 en hægt
er að breyta því ef óskað er. Þátttöku-
gjald verður kr. 2.000 á parið. Nánari
upplýsingar og skráning er á skrif-
stofu Bridssambands íslands í síma
91-689360. Hugsanlega þarf að tak-
marka fjölda þátttakenda svo menn
eru beðnir um að láta skrá sig sem
fyrst.
Bridsfélag Suðurnesja
Vetrarstarfið hófst sl. mánudag
með eins kvölds tvímenningi og spil-
uðu 15 pör.
Lokastaðan:
Valur Símonarson - Gunnar Guðbjömss. 203
KarlHermannsson-AmórRagnarsson 201
Gunnlaugur Sævarsson - Pétur Júlíusson 191
Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 188
HASKOLI ISLANDS
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
STJORNUN FYRIRTÆKJA OG STOFNANA:
Nokkrir mikilvægir þættir í þremur sjálfstæðum námskeiðum
I. Kynning á stefnumótun.
I. október kl. 16.00-22.00.
Fjallað verður um markmið og gagnsemi af
skipulegri vinnu við mótun skýrrar framtíðar-
stefnu fyrirtækja.' Farið verður í aðferðir og
vinnuferli við stefnumótun.
II. Stjórnskipulag og starfslýsingar.
8. október kl. 16.00-20.00.
Fjallað verður um mikilvæg atriði varðandi
gerð stjórnskipuiags í fyrirtækjum og stofn-
unum. Jafnframt verða kynntar aðferðir við
gerð starfslýsinga.
III. Frammistöðumat.
15. október kl. 16.00-20.00.
Kynntar verða aðferðir við að meta frammi-
stöðu starfsmanna og jafnframt verður fjall-
að um fyrirkomulag frammistöðumats innan
fyrirtækja og stofnana.
Leiðbeinendur: Gísli S. Arason, rekstrarráð-
gjafi hjá Stuðli hf., lektor við viðskiptadeild
HÍ, Jóhann Magnússon, rekstrarráðgjafi hjá
Stuðli hf. og Þórður S. Óskarsson, vinnusál-
fræðingur.
Tími og verð:
1., 8. og 15. október kl. 16.00-20.00.
Þátttökugjald er kr. 11.500,- fyrir öll nám-
skeiðin, en 4.800,- fyrir hvert einstakt nám-
skeið.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endur-
menntunarstofnunar í símum 694923,
694924 og 694925.
Tölyuendurmenntnn fyrir konnr
36 klst morgun- eða kvöldnámskeið sem veitir þjálfun í grunnatriðum tölvunotkunar.
Kennt er einu sinni í viku, tölvufræði, Windows, Word ritvinnsla og tölvubókhald.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan í>°
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegí 16*stofnuð 1. mars 1986 ©