Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 19

Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 19 eru byggð á er m.a. talið að fjöl- mennar deildir á dvalarstofnunum hafi ekki sömu möguleika á að veita það persónulega umhverfi sem fá- menn heimili fólks í venjulegum íbúðarhverfum gera. Hugmyndin er að aðlaga umhverfið að þörfum hinna fötluðu þannig að það ýti und- ir sem mesta sjálfshjálp. Um þessar mundir eru starfrækt 17 sambýli fyrir fatlaða í 'Reykjavík á vegum félagsmálaráðuneytisins og búa þar 97 íbúar. Andlegar fatlanir eru algengastar og eru flestir íbúanna þroskaheftir og/eða geðfatlaðir. Framkvæmdasjóður fatlaðra fjár- magnar framkvæmdir vegna stofn- kostnaðar sambýla, en Öryrkja- bandalagið hefur einnig keypt hús og leigir þau til að starfrækja sam- býli. Á sambýlum í Reykjavík eru að meðaltali 6.30 stöðugildi á hveijum stað og vinna starfsmenn á vöktum. Um þessar mundir eru greidd laun samtals rúmlega 107 stöðugilda, en algengt er að starfsmenn vinni hlutavinnu. Áfangastaðir Áfangastaðir eru ætlaðir geðfötl- uðum og miða að því að brúa bilið á milli sjúkrahússdvalar og eðlilegs lífs á eigin heimili. Áfangastaðir á vegum félags- málaráðuneytisins eru ný úrræði í anda nýju laganna, en hingað til hafa þeir verið reknir í tengslum við geðlæknisfræðilega endurhæfingu. Á áfangastöðum fer fram félagsleg hæfing, þar sem íbúar fá félagslegan stuðning og ráðgjöf. Fjöldi starfs- fólks er þó í lágmarki og starfstími oft ekki nema fjórar stundir að kvöldlagi. Við stofnun nýrra sambýla og áfangastaða í framtíðinni verður að taka tillit til sérþarfa geðfatlaðra. Gera verður ráð fyrir sérhæfðu starfsfólki og vakt allan sólarhring- inn í sumum tilvikum. Nýtt lagaákvæði um húsnæðismál Undanfarna áratugi hafa hags- munafélög fatlaðra unnið ötullega að velferðarmálum fatlaðra eins og kunnugt er. Þau hafa m.a. verið brautryðjendur í þróun nýrra hug- mynda og aðferða til úrbóta í hús- næðismálum fatlaðra. Fjáröflun Ör- yrkjabandalags íslands, lottóið, hef- ur t.d. gert það mögulegt að útvega fötluðu fólki húsnæði. Síðan það kom til sögunnar hafa margar íbúðir ver- ið keyptar og hús byggð fyrir fatl- aða um land allt. Með þessu móti hefur mörgum verið gert kleift að búa í íbúðum á eigin vegum. í hinum nýju lögum um málefni Meðalskor 168 Veitt voru bókaverðlaun fyrir fyrsta sætið. Spilað er á mánudögum \ Hótel Kristínu í Njarðvíkum og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur í 16 para riðli. Efst urðu eftirtalin pör: Þorbergur Ólafsson - Trausti Friðfinnsson236 Maria Asmundsd. - Steind. Ingimundars. 235 Sigurður Kristjánss. — Eiríkur Sigurðsson 230 FriðrikJónsson-RúnarHauksson ' 225 Guðm. Grétarsson - Guðm. Baldursson 224 Meðalskor 210 Næsta þriðjudag hefst þriggja kvölda hausttvímenningur. Allir vel- komnir. Vinsamlegast mætið tíman- lega til skráningar eða látið skrá ykk- ur hjá Hermanni í síma 41507 eða Baldri í síma 78055. Spilað er í Gerðu- bergi kl. 19.30. A/fiM. International Prentvólar, plötugerðartæki, setnlngartæki og fleíri tækl fyrlr prentlðnað. Varityper OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Slmar 624631 / 624699 fatlaðra eru ákvæði sem eiga að ýta enn frekar undir að félagslegum íbúðum fyrir fatlaða verði komið á fót. Samkvæmt núgildandi lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins nemur framlag framkvæmdaaðila 10% af kostnaðarvérði íbúðar. Skv. nýju lögunum er Fram- kvæmdasjóði fatlaðra heimilt að greiða þetta framlag til fram- kvæmdaaðila, þegar félagslegum íbúðum er komið á fót til að leigja fötluðum, að hálfu leyti þegar sveit- arfélög eiga í hlut, en að öllu leyti þegar um félagasamtök eða sjálfs- eignarstofnanir er að ræða.? Framtíðin, fjárframlög og skipulag Fjöidi fatlaðra sem þarfnast sér- stakrar þjónustu og aðstoðar sökum fötlunar er mikill. I Reykjavík einni eru tvö hundruð manns sem bíða eftir hjálp. í umræðum um búsetumál geð- fatlaðra og annarra fatlaðra sem eiga við hegðunarvandamál að stríða, hefur komið fram að margir í hópi þeirra eiga það sameiginlegt að eiga í samskiptaerfiðleikum við annað fólk og þola litlar kröfur. Fagaðilar hafa bent á mikilvægi þess að aðlaga umhverfið að þörfum hinna fötluðu, en ekki að búa til ákveðið umhverfi og freista þess að viðkomandi falli að því. Þjónustu, hönnun og byggingu íbúðarhús- næðis fyrir fatlaða þarf að skipu- ieggja m.t.t. valfrelsis einstakling- anna um hvernig þeir vilja búa og jafnframt verður að gæta að hag- kvæmni í rekstri vegna launakostn- aðar aðstoðarmanna. Væntanleg stefnumörkun í bú- setu- og vistunarmálum fatlaðra verður vonandi gerð með það í huga að sérþarfir fatlaðra eru mismun- andi og lausnir verða því að vera fjölbreytilegar. Tryggja þarf fjár- framlög úr ríkissjóði til reksturs og framkvæmda. Hvernig til tekst að mæta þörfum fatlaðra til að eignast sitt eigið heim- ili í náinni framtíð, er að mestu leyti háð fjárframlagi opinberra aðila til húsnæðismála, skipulagi á búsetu- og vistunarmálum og heimaþjónustu sveitarfélaga. Miklu máli skiptir að skipulag á opinberri þjónustu sé sniðið að þörf- um fatlaðra undir kjörorðunum hjálp til sjálfshjálpar, en það er skoðun mín að sú tegund hjálpar sé farsæl- ust fyrir alla. Höfundur er framk væm das tjóri Svæðissljómar málefna fatlaðra í Reykjavík. ■ LJÓSHEIMAR, íslenska heil- unarfélagið, hefur gefið út bókina Lögmál ljóssins. Bókin er 76 síður í vasabroti. í henni er að finna umfjöllun um 57 lögmál sem nauð- synleg eru hveijum manni að til- einka sér, eins og segir í fréttatil- kynningu, auk kafla um liti, lita- meðferð o.fl. Á bókarkápu segir m.a.: „Lögmál ljóssins er nauðsyn- leg varða á andlegri þróunarbraut mannsins. Án þekkingar eða skiln- ings á þeim öðlast umsækjandinn eða lærisveinninn ekki vitund hins innvígða. Góður boðberi á Nýja- Sjálandi, Ann Herbstreith, miðl- aði lögmálum ljóssins." Bókin er seld hjá Ljósheimum, Hverfisgötu 105, 2. hæð og í versluninni Betra lífi. (Úr fréttatilkynningu.) HREINT OG SKÍNANDI SALERNI ÁAUGABRAGÐI Engar vatnsfötur - engar tuskur Loksins er komin fljótvirk og þægileg aðferð til þess að þrífa og sótthreinsa svæðin á salerninu sem óhreinkast svo fljótt og auðveldlega -lok og setur salernisskála, barmarnir og skálarnar að utan svo og gólfið umhverfis. Allt sem til þarf eru Touch-Ups hreinsiklútar og vatn. Þú vætir Touch-Ups klútinn, en í honum eru sérstök sótthreinsunar- og ilmefni, strýkur yfir fletina sem þú vilt þrífa, að því loknu skolar þú klútnum niður* eða setur hann í sorpið. Engar hvimleiðar kiósetttuskur framar! Þú þarft aöeins Klútarnir eru einnig afbragð til þess að þrífa handlaugar, handlaugaborð og baðkör. Notkun Touch-Ups klútanna er fljótvirk og þægileg leið til þess að halda salernum og baðherbergjum hreinum og skínandi með ferskum ilmi. SKOLA NIÐUR ‘Þœgilegra ogfljótíegra getur það efþi verið. EMIL i Kattholti Sunnudaginn 4.október kl.14:00 Sunnudaginn H.október kl.14:00 Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla dasa nema mánudaga frá kl. 13:00-20:00 á meðan á kortasölu stendur. Miðapantanir í síma 11200 alla virka daga frá kl. 10:00 Græna línan 996160 Leikhúslínan 991015 Greiðslukortaþjónusta. iíHjl ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Góða skemmtun!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.