Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 20

Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Berrisha Hunde frá Eþíópíu Kirkjan fær að starfa mun frjálsar en áður í DAG eru engar hindranir á starfi Mekane Jesús kirkjunnar í Eþíópíu og engar ofsóknir, fangelsanir eða önnur slík vandamál sem við áttum við að glima í tíð fyrri stjórnvalda. Helsta vanda- mál okkar nú er að fylgja eftir hinum öra vexti kirkjunnar með nógu m.örgum prestum, leiðtogum og öðrum starfsmönnum. Þess vegna gætum við þegið að enn fleiri kristniboðar komi okkur til hjálpar, segir séra Berrisha Hunde frá Eþíópíu sem staddur er hérlendis um þessar mundir í boði Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga. Berrisha Hunde er nú yfirmaður suð- ur synódu Mekane Jesús kirkjunnar en íslenskir kristniboðar hafa starfað á svæði hennar í nærri fjóra áratugi. -Það er mjög mikilvægt fyrir mig að fá tækifæri til að heim- sækja Norðurlönd og skiptast á skoðunum við fólkið sem hefur stutt kristniboðið í áraraðir og að geta flutt því kveðjur og þakk- ir frá okkur, segir Berrisha Hunde í samtali við Morgunblað- ið. -Það verður að ríkja gagn- kvæmur skilningur og traust á milli okkar í þessum ólíku lönd- um og ég tel að samstarfið hafi tekist sérlega vel milli íslendinga og okkar og raunar annarra Norðurlandaþjóða sem við eigum samstarf við. íslensku kristni- boðamir hafa iðulega verið brautryðjendur og staðið fyrir uppbyggingu nýrra kristniboðs- stöðva í Eþíópíu, nú síðast í Voitó-dalnum í suðurhluta lands- ins. Það er raunveruleg fóm að starfa á svo afskekktum stað, fjarri ættlandi og ættingjum og án allra venjulegra lífsgæða en þetta hafa þeir gert til þess að koma fagnaðarerindinu til skila og til að bæta heilbrigðisástand- ið hjá Tsemai-mönnum. Þar vísar Berrisha Hunde til sjúkraskýlisins sem reist hefur verið í Voitó-dalnum, m.a. fyrir fjármagn frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Og Berrisha Hunde minnir á að Afríkumaðurinn greini ekki á milli líkamlegrar og andlegrar þjónustu heldur lít- ur á hana sem eina heild og það hafi kristniboðamir í raun gert alla tíð með starfi sínu, þeir hafi látið sér annt um líkamlega sem andlega velferð fólksins. Mekane Jesús kirkjan í Eþíóp- íu er evangelísk-lúthersk og er stofnuð í kjölfar starfs lúther- skra kristniboða í landinu. Kirkj- an telur nú 1,1 milljón meðlimi og í suður-sýnódunni erú' 55 þúsund manns. Hefur þeim fjölg- að um 20 þúsund á tveimur árum og alls eru nú innan hennar 150 söfnuðir. En hver er skýringin á hinum hraða vexti kirkjunnar? -Hún er að nokkru leyti sú að við höfum fengið að starfa mun fijálsar og meira en í tíð fyrri yfirvalda. Áður varð fólk að koma saman í laumi og við gát- um ekki notað kirkjurnar eins og við vildum og þannig var reynt að halda útbreiðslu kirkju og kristni í landinu í skefjum, segir Berrisha og má skjóta því hér inn að á tímum byltingar- stjórnarinnar þegar kristnir menn voru ofsóttir fyrir trú sína stóð hann sjálfur oft í ströngu við að bjarga þeim og sat sjálfur oftar en einu sinni í varðhaldi. -í dag er það hins vegar oft þannig að fólk sem flytur kannski til svæða þar sem kirkj- an starfar ekki tekur að mynda lítinn söfnuð upp á eigin spýtur og þegar kominn er 25 manna hópur er formlegur söfnuður myndaður. Þá þurfum við að fylgja fólkinu eftir og útvega því meiri fræðslu, prédikara og presta. Við eigum fullt í fangi með að annast þessa hröðu út- breiðslu og þess vegna gætum við þegið fleiri kristniboða! Er hlutverki kristniboðanna þá alls ekki lokið? -Nei, því við höfum enn næg verkefni fyrir þá við kennslu og ráðgjöf og stjórnun á uppfræðslu leiðtoga okkar. í dag starfa kristniboðarnir hins vegar alveg Morgunblaðið/Ámi Sæberg Berrisha Hunde frá Eþíópíu og kona hans Adjúnna Gellebo eru stödd hérlendis í boði Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. á vegum Mekane Jesús kirkjunn- ar, hún ræður öllu starfi sínu en kallar kristniboða til hinna ýmsu verkefna hér og þar í landinu. Margir kristniboðar starfa einnig við margs konar heilsugæslu og uppbyggingu hennar. Berrisha Hunde er einn hinna fyrstu sem gerðist kristinn í Konsó í Eþíópíu, gekk í skóla kristniboðsins og starfaði sem prédikari. Hann fór síðan í prestaskóla og var fyrsti innlendi presturinn í Konsó og síðar stöðvarstjóri þar. Hann kom til íslands fyrir 19 árum eftir að hafa dvalið í rúmt ár í Bandaríkj- unum í framhaldsnámi. -Ég kynntist hvíta manninum þegar Felix Ólafsson kom til Konsó og hóf að byggja kristni- boðsstöðina þar. Þá var ég bara unglingur og fylgdist með hon- um gegnum girðinguna, þessum hvíta manni sem ætlaði að ger- ast vinur okkar. Móðir mín var seiðkona og haldin illum anda og það var Felixar bað fyrir henni og rak illa andann úr henni. Þetta var alveg raunveru- legt fyrir okkur þvi þessi illi andi stjórnaði lífi okkar. Átrún- aðúr okkar bauð okkur að fórna og gera allt sem andinn sagði og þess vegna var það mikill létt- ir og lausn að kynnast kristin- dóminum, við fengum að kynn- ast Jesú Kristi sem var sterkari en illi andinn. Ég reyndi þetta sjálfur og upp frá því hélt ég eiginlega til á kristniboðsstöðinni og hef starfað með kristniboðun- um og hjá kirkjunni síðan, segir Berrjsha Hunde að lokum. jt þrekhjól með tölvumæli sem mælir hraða - tíma - vegalengd - með þungu kasthjóli, breiðu sæti. Verð 19.877 stgr. W TONIC þrekhjól og þrekstigar þrekhjól með púlsmæli og fullkomnum tölvumæli 12 kg. kasthjól, breitt sæti. Verð 23.912 stgr. RAÐGREIÐSLUR OPIÐ LAUGARDAGA FRÁKL. 10-14 SKEIFUNNI V V VERSLUN SÍMI 679890 - VERKSTÆÐI SÍMI 679891 þrekstigi með tölvumæli og teljara. Verð 17.872 stgr. TG-721 TG-730 TM-300 Góð heilsa er gulli betri! ORNINN0*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.