Morgunblaðið - 24.09.1992, Page 23

Morgunblaðið - 24.09.1992, Page 23
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Halldóra Rafnar formaður útvarpsráðs Menntun vegiu* þyngra en starfsreynsla umsækjenda HALLDÓRA Rafnar, formaður útvarpsráðs, segir að ráðið hafi mælt með að Adolf Erlingsson yrði ráðinn í stöðu íþróttafréttamanns hjá sjónvarpinu og hafi þar ráðið mestu að Adolf hefur meiri menntun en aðrir umsækjendur. Ingólfur Hannesson, forstöðumaður íþrótta- deildarinnar, sagði í Morgunblaðinu í gær, að ef Logi Bergmann Eiðs- son yrði ekki ráðinn í starfið eins og hann hefði mælt með, liti hann á það sem vantraust á sín störf. Ingólfur fundaði í gær með Heimi Steins- syni útvarpssljóra um málið. Halldóra sagði að á fundi útvarps- ráðs hefði verið fjallað um sex stöður og staða íþróttafréttamanns hefði aðeins verið ein þeirra. Allur gangur væri á því hvort umsagnir yfirmanna viðkomandi deilda fylgi umsóknun- um. Svo hefði þó verið í þessu til- viki. Það væri misskilningur að eng- ar umræður hefðu orðið í útvarps- ráði, verulegar umræður hefðu orðið fyrir atkvæðagreiðslu um allar stöð- urnar. „Það lá fyrir með öllum þess- um fréttamönnum ákveðin skoðun yfirmannanna en útvarpsráð tekur sína ákvörðun óháð því. Það er tilvilj- un að þetta fellur svona og engin samantekin ráð sem valda því. Ég reikna með að hver útvarpsráðsmað- ur fari eftir menntun og starfs- reynslu viðkomandi. Logi Bergmann Eiðsson er með lengsta starfsreynslu vegna þess að hann er með styttri menntun en Adolf Erlingsson," sagði Halldóra. „Það er ekki hægt að reikna með því að þegar menn koma til starfa í gegnum afleysingar að þeir eigi rétt á stöðunni. Það er spurning hversu mikið forskot það eigi að veita mönn- um þegar -aðrir sækja um sem hafa líka langa starfsreynslu og mun meiri menntun. Logi hefur ekki stúd- entspróf. Þegar auglýst var eftir fréttamönnum í' þessar stöður var sagt að nauðsynlegt væri að umsækj- endur hefðu háskólapróf og eða starfsreynslu á sviði frétta- og blaða- mennsku," sagði Halldóra. Adolf Erlingsson hefur, að sögn Halldóru, BA-próf auk starfsreynslu á sviði frétta- og blaðamennsku. Ingólfur Hannesson, forstöðumað- ur íþróttadeildar, sagði að engin nið- urstaða hefði orðið á fundi hans með útvarpsstjóra, enda væri það alfarið á valdi útvarpstjóra að taka ákvörðun í þessu máli. „Ef fólk væri útilokað frá stöðum einvörðungu vegna skorts á menntun þá væri t.d. fréttastjóri Utvarps ekki að störfum þar, vegna þess að hann hefur ekki stúdents- próf. Hugsanlega ætti hann að hætta, ef útvarpsráð fengi að ráða, með mjög langa starfsreynslu að baki. Hvað ætla menn að gera ef þeir.ætla að bíta sig fasta í þessa röksemd? Það hefur líka gerst áður að menn hafa verið ráðnir til þessar- ar stofnunar með engu eða einu at- kvæði,“ sagði sagði Ingólfur Hannes- son. Bundið slitlag á Vatnsleysu- strandarveg ^ Vogum. Á VEGUM Vegagerðar ríkisins og sýsluvegasjóðs Gullbringu- sýslu standa yfir framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á Vatnsleysustrandarveg frá Þóru- stöðum að Litlabæ, um einn kíló- metri að lengd. Fyrirtækið Klæðning annast verkið sem felst í því að vegurinn er byggður upp, sett ný ræsi og að lokum sett slitlag ofan á. Þessi verkhluti kostar um 3,5 milljónir kr. - EG Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson Frá busavígslu í Framhaldsskólanum í Reykholti. Reykholt Busað við langborð að hætti Snorra Kleppjárnsreykjum. NÝIR siðir með nýjum herrum. Þannig er það langoftast og einn- ig í Framhaldsskólanum í Reykholti en nýnemar voru busaðir af „gamlingjum" þar með nýjum hætti nú í byrjun nýs skólaárs. Boðið var til veislu við langborð að hætti Snorra Sturlusonar. Skólastjórinn, Oddur Albertsson, flutti frumsamda tónlist og lék undir á gítar við góðar undirtektir nemenda. Héraðsskólinn í Reykholti heitir nú Framhaldsskólinn í Reykholti og er rekinn í fag- legu samstarfí við aðra fjöl- brautaskóla. í Reykholti eru allar grunnnámseiningar auk verslunar- og íþróttabrauta. Nýjung er myndbanda- og leik- starfsemi og hefur verið keypt myndbandsklippivél sem gerir kennslu og allt starf mun auð- veldara. „100% aukning hefur orðið á nemendafjölda frá því í fyrra og segja má að auglýsingar okkar og þær breytingar sem gerðar hafa verið á rekstri skólans hafi fallið nemendum í geð, meiri ábyrgð og meira traust er nú sett á herðar nem- enda. Framhaldsskólinn í Reyk- holti getur tekið 130 nemendur í heimavist, þannig að hægt er að nota hluta húsnæðis og heimavistir til ráðstefnuhalds fyrir félög sem vilja komast í kyrrðina og rómantíkina í Borgarfirði," sagði Oddur Al- bertsson skólastjóri að lokum. - Bernhard Aðalfundur Heimdallar í kvöld Sjálfkjörið til sljómar Drög að nýrri stefnuskrá Héimdallar verða lögð fram SJÁLFKJÖRIÐ verður til emb- ættis formanns og í stjórn hjá Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, fyrir næsta starfsár en framboðsfrest- ur fyrir aðalfund félagsins, sem verður í kvöld, rann út á þriðju- dag. Kjartan Magnússon, sem var kjörinn formaður félagsins á að- alfundi þess í fyrra, gaf kost á sér til endurkjörs og mun hann því sitja áfram sem formaður. Markús Örn Antonsson verður heiðursgestur aðalfundarins, sem verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst kl. 20. Á fundinum verður lögð fram skýrsla stjórnar og endur- skoðaðir reikningar fyrir starfsárið, sem er að líða. Að venju mun fund- Kjartan Markús Örn Magnússon. Antonsson. -urinn einnig taka stjórnmálaálykt- un til afgreiðslu. Sérstök stefnuskrárnefnd hefur starfað á vegum Heimdallar í vetur undir forsæti Birgis Ármannssonar, fyrrverandi formanns félagsins. Hefur hún samið drög að nýrri stefnuskrá félagsins og verða þau kynnt á aðalfundinum í kvöld en áformað er að taka þau til af- greiðslu á stefnuskrárráðstefnu í október. Eftirtaldir verða sjálfkjörnir í stjórn Heimdallar á næsta starfs- ári: Ari Gísli Bragason skáld, Ás- laug Magnúsdþttir laganemi, Há- kon Sveinsson laganemi, Hörður H. Helgason laganemi, Kristinn TrygKvi Þorleifsson laganemi, Kristján Garðarsson verslunarmað- ur, Ottar Guðjónsson hagfræðing- ur, Sigutjón Pálsson verkfræði- nemi, Þorsteinn Davíðsson laga- nemi, Þóra Hjartar Blöndal mark- aðsstjóri og Þórður Þórarinsson heimspekinemi. TILBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - allt í einni ferd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.