Morgunblaðið - 24.09.1992, Page 25

Morgunblaðið - 24.09.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 25 Júgóslavíu vikið úr Sameinuðu þjóðunum Sameinuðu þjóðunum, Sarajevo. Reuter. JÚGÓSLAVÍA hefur misst sæti að það kyndi ekki lengur undir sitt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og verður að sækja um aðild að samtökunum að nýju. Ólíklegt er talið að ríkið endur- heimti sætið fyrr en ljóst þykir Metaðsókn að nýjustu mynd Woody Allens New York. The Daily Telegraph. BANDARÍSKI kvikmyndaleik- sljórinn Woody Allen hefur að undanförnu ekið á milli kvik- myndahúsa í New York í glæsi- vagni ásamt unnustu sinni, hinni 21 árs gömlu Soon Yi Previn, og kannað langar biðraðir áhorfenda sem flykkjast nú á nýjustu mynd hans, Eiginmenn og eiginkonur. Sagt er að mikil aðsókn að mynd- inni sanni gamalt slagorð kunnáttu- manna í Hollywood, að öll umfjöllun sé góð umfjöllun. Tekjur af myndinni voru sem svar- ar nær 200 milljónir ÍSK fyrstu sýn- ingarhelgina. Myndir Allens hafa að jafnaði átt litlum vinsældum að fagna í heimalandinu, sem dæmi má nefna að heildartekjur af síðustu mynd- inni, Skuggar og þoka, voru aðeins tæpar 150 milljónir ISK. En háværar deilur Allens við fyrrverandi satnbýl- iskonu sína, leikkonuna Miu Farrow, og ásakanir hennar á hendur leik- stjóranum um kynferðislega áreitni í garð sumra barna þeirra, hafa greinilega aukið áhugann í Banda- ríkjunum. stríðinu í Bosníu-Herzegovínu. Allsherjarþingið samþykkti í fyrrakvöld ályktun þess efnis að Sambandslýðveldið Júgóslavía, þ.e. sambandsríki Serbíu og Svartfjalla- lands, gæti ekki lengur haldið sæti gömlu Júgóslavíu. Nýja sambands- ríkið yrði að sækja um aðild að Sameinuðu þjóðunum að nýju og fengi ekki að halda sæti gamla rík- isins á allshetjarþinginu. Ályktunin var samþykkt með 127 atkvæðum gegn sex, en 26 ríki sátu hjá. Júgóslavía, Tansanía, Zambía, Zimbabwe, Svaziland og Kenýa greiddu atkvæði gegn álykt- uninni. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verður að leggja blessun sína yfír aðildarumsókn Júgóslavíu og hefur ákveðið að taka málið til athugunar um miðjan desember. Júgóslavía getur aðeins öðlast aðild að samtök- unum ef að minnsta kosti níu af fímmtán ríkjum öryggisráðsins samþykkja hana og ef ekkert af ríkjunum fímm, sem eiga fastafull- trúa í ráðinu, beitir neitunarvaldi. Þetta merkir að vestræn ríki geta komið í veg fyrir aðild Júgóslavíu að Sameinuðu þjóðunum á meðan þau telja að ríkið standi ekki við skuldbindingar sínar um að koma á friði í Bosníu-Herzegovínu. Skömmu áður en atkvæða- greiðslan fór fram biðu níu rnanns bana í stórskotaárás Serba á sjúkra- hús í norðvesturhluta Bosníu og þrír létust í árás á súpueldhús Rauða krossins í Sarajevo, höfuð- borg landsins. Að minnsta kosti 48 særðust í árásunum. Óseyri 4, Akureyri Auðbrekku 2, Skeifunni 13, 0 Kópavogi Reykjavik -NOT/P T/BKlF^R/b - Mmxvmserr teurí 1590r Bandarísku forsetakosningarnar Bush einbeitir sér að vígjum repúblikana Bill Clinton hefur kosriingaherferð í Suðurríkjunum Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að einbeita sér að því á næstunni að halda velli í ríkjum sem lengi hafa verið talin trygg- ustu vígi repúblikana i forsetakosningum en Bill Clinton frambjóð- andi Demókrataflokksins við bandarísku forsetakosningarnar í byrjun nóvember hefur aukið forskot sitt á Bush. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir blaðið Washington Post og sjónvarpsstöðina ABC News í byijun vikunnar og birt var í fyrra- kvöld, styðja 58% kjósenda Clinton en 37% Bush. Thomas Cronin, prófessor í stjórn- málavísindum við Colorado College, sagði í gær að nú stæðu repúblikan- ar höllum fæti í Flórída, Texas, Pennsylvaníu, New Jersey og Ohio, ríkjum sem verið hefðu örugg vígi þeirra. Andstæðingar þeirra ættu góða möguleika á sigri í þessum ríkj- um. Dick Bennett, leiðtogi stofnunar sem fæst við stjórnmálarannsóknir, sagði sömuleiðis að repúblikanar gætu allt eins tapað Suðurríkjunum sem verið hefði öruggt vígi þeirra í þrennum síðustu forsetakosningum. Þjóðaratkvæðið í Frakklandi Klofningur hægri- manna kemur í ljós París. Rcutcr. ANDSTÆÐINGAR Maastricht-samkomulagsins í forystusveit Lýðveld- isfylkingarinnar (RPR) frönsku hundsuðu í gær fund flokkssstjórnarinn- ar sem Jacques Chirac flokksleiðtogi hafði kallað saman í skyndingu. í gær hóf Clinton kosningaferðalag um Suðurríkin og hafði fyrst við- komu í Georgíuríki. Bennett sagði að úr þessu virtist sem einungis hrapalleg mistök af hálfu Clintons gáetu komið í veg fyrir sigur hans í kosningunum í nóvember. Repúblikanar hafa reynt að gera hann tortryggilegan með því að hamra á því hvernig hann kom sér hjá herþjónustu meðan á Víetnamstríðinu stóð. Skoðanakönn- un Washington Post/ABC News bendir til þess að kjósendum finnist það litlu skipta. Önnur málefni, svo sem efnahagsmálin, varði þá öllu meir. Finni Bush snöggann blett á Clint- on það sem eftir lifír kosningabarátt- unnar er hins vegar fræðilegur möguleiki á að hann geti sigrað í forsetakosningunum því þriðji hver kjósandi hefur ekki enn gert upp hug sinn til frambjóðendanna. Ný sending af prjóna- fatnaði, pils, buxur, peysur og peysu- jakkar. Stærðir 38-50. Philippe Seguin og Charles Pasqua, fyrrum ráðherrar flokksins gengu harðast flokksmanna fram í því að hvetja stuðningsmenn Lýð- veldisfylkingarinnar til að greiða at- kvæði gegn Maastricht-samkomu- laginu í þjóðaratkvæðinu sl. sunnu- dag. Lýstu þeir yfir því í fyrrakvöld að þeir myndu hundsa flokksstjórn- arfundinn og hvöttu flokksstjómar- menn sem andvígir voru Maastricht- samkomulaginu til að gera það einn- ig- Seguin og Pasqua sögðu að fund- urinn væri boðaður með of litlum fyrirvara og væri ekki ætlunin að bijóta úrslit þjóðaratkvæðisins til mergjar eða draga nauðsynlega lær- dóma af þeim. Þykir ljóst að nálega tveir þriðju hlutar flokksmanna hafi sagt nei í þjóðaratkvæðinu. Af þeim sökum ákvað Chirac að kalla flokksstjórnina saman til þess að leita eftir traustsyf- irlýsingu við sig. Seguin og Pasqua sögðu formennsku Chiracs ekki deiluefni, hann væri ótvírætt foringi flokksins. Aðalatriði væri hins vegar að stefnu flokksins í Evrópumálunum yrði breytt, óbreytt stefna jafngilti tilræði við frönsku þjóðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.