Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 26

Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 26
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEITEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Eflum öryggiskennd bamanna T^Tiðurstöður könnunar á högum yngstu skólabamanna í Keykjavík utan skólatíma, sem sagt var frá í grein hér í blaðinu síðast- liðinn sunnudag, eru alvarlegt um- hugsunarefni. Þar kemur fram að fjórðungur sex ára barna í grunn- skólum Reykjavíkur og um helming- ur átta ára barna er án leiðsagnar fullorðinna lengri eða skemmri tíma í viku hverri. Nærri 37 af hveijum hundrað bömum, sem könnunin tek- ur til, ganga sjálfala allt að 30 klukkustundir á viku, eða sex klukkustundir sérhvern virkan dag. Stundum eru bömin alein, stundum með systkinum eða félögum á sama aldri. Hugtakið „lyklabarn", sem unnið hefur sér fastan sess í mál- inu, virðist ekki eiga við um öll þessi böm, því að dæmi em þess að litlum börnum sé ekki treyst til að dvelja heima hjá sér fyrr en einhver full- orðinn kemur heim. Kennaranefn- amir tveir, sem gerðu könnunina, segja frá samtölum við börn, sem fá engan lykil, heldur sækja matinn sinn í poka á hurðarhúninum. Þessi börn dvöldust gjarnan í Kringlunni með pokann sinn, því að þar gátu þau verið inni. Niðurstöður könnunarinnar greina einnig frá því, að tvö til þijú böm í sérhveijum níu ára bekk, sem könnunin náði til, verða að bjarga sér sjálf með þijár af fjórum aðal- máltíðum dagsins, þrátt fyrir að vitað sé að börn á þessum aldri hafa ekki þroska til að gera upp á milli hollrar og óhollrar fæðu. Al- gengt er að þau böm, sem eiga vísan vistunarstað á meðan foreldrarnir em í vinnu, flakki engu að síður á milli tveggja, þriggja og upp í fimm staða á degi hveijum. Það ástand, sem niðurstöður umræddrar könnunar lýsa, kann ekki góðri lukku að stýra. Fjöldi bama er á hálfgerðum vergangi eftir að skólatíma lýkur og leikur sér eftirlitslaust á götum úti. Mörg böm búa við tilfinningalegt öryggis- leysi, sem kemur niður á námsgetu þeirra, félagsþroska og framtíðar- möguleikum. Enginn lætur sér detta í hug að átta ára börn séu orðin hér um bil fullorðin, hafi fullþrosk- aða ábyrgðartilfinningu og geti séð um sig sjálf. Eftirlits- og umönnun- arleysi er oft á tíðum orsök þess að börn og unglingar lenda í slæm- um félagsskap og leiðast út í afbrot eða vímuefnaneyzlu, sem em vax- andi vandamál í þjóðfélagi okkar. Lakar aðstæður fjölda barna em afleiðing samfélagsbreytinga, sem ekki hefur tekizt að bregðast nægi- lega hratt við. Við búum í jafnréttis- þjóðfélagi, þar sem sjálfsagt þykir að hjón stundi bæði vinnu utan heimilisins, enda hafa oft bæði tvö góða menntun og metnað til þess að nýta hana sem bezt í atvinnulíf- inu. Þjóðfélagsaðstæður em því miður einnig með þeim hætti að oft er hjónum það nauðugur einn kostur að vinna bæði langan vinnudag utan heimilis. Þar koma til lág laun og hærra verð á lífsnauðsynjum en flestar aðrar þjóðir búa við. Loks hefur hjónaskilnuðum fjölgað og þar með einstæðum foreldmm. Aður hefur verið bent á það í leiðara Morgunblaðsins að aðstæður einstæðra foreldra og barna þeirra eru oft erfíðar. Svo virðist þó jafn- vel sem betur hafí tekizt til að út- vega bömum einstæðra foreldra bærilega vistun utan skólatíma en börnum, sem dveljast hjá báðum foreldmm sínum. Foreldrar í sam- búð teljast ekki í forgangshópi þeg- ar fínna þarf skóladagheimilispláss og njóta ekki niðurgreiddrar þjón- ustu dagmæðra eins og einstæðir foreldrar. Framboð af viðunandi vistun fyrir skólabörnin, þann tíma sem þau eru ekki í skólanum og foreldrar þeirra eru í vinnu, er greinilega ekki nægilegt. Þess vegna vekur það furðu, að 78% for- eldra í áðurnefndri könnun skyldu segjast ánægðir með þau vistunar- úrræði, sem bömum þeirra bjóðast. Frekar ánægðir sögðust 13,5%, en aðeins 8% vom óánægðir eða mjög óánægðir. Skóla-, kirkju- og félagsmálayfir- völd hafa sem betur fer gert sér grein fyrir að pottur'er brotinn varð- andi vistunarmál yngstu skólabarn- anna og gripið til ráðstafana, sem vonandi verða til úrbóta. Á yfir- standandi skólaári á sér stað mjög athyglisverð tilraun með heilsdags- skóla í fímm grunnskólum í Reykjavík. Nemendumir geta dvalið í skólanum frá 7.45 á morgnana til 17.15 síðdegis, sem gerir foreldmm þeirra kleift að vinna átta stunda vinnudag án þess að þurfa að hafa áhyggjur af börnunum. Einkaskól- um, til dæmis dans-, tónlistar- og málaskólum hefur verið leyft að bjóða upp á þjónustu sína innan ramma heilsdagsskólans. Vonandi verður reynslan af þessari tilraun til þess að boðið verður upp á sömu þjónustu í öllum grunnskólum Rey kj avíkurborgar. Síðasta Kirkjuþing hvatti söfnuði til þess að koma á fót svokölluðum kirkjuskjólum fyrir börn, sem ekki hafa í önnur hús að venda utan skólatíma. í ályktun þingsins var rætt um að söfnuðir leituðu sam- starfs við félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög um rekstur þessara athvarfa. Kirkjuskjól starfa nú í Neskirkju og Háteigskirkju. Þar geta börnin leikið sér, þau fá aðstoð við heimanámið og eldri borgarar úr sókninni ræða við þau, lesa fyrir þau og segja þeim sögur. Kirkju- skjólið er lofsverð viðleitni kirkjunn- ar til að bæta úr þeirri lausung og rofí á eðlilegum fjölskylduháttum, sem óhjákvæmilega fylgir því að börn gangi sjálfala á daginn. Þegar allt kemur ti! alls, er ábyrgð foreldra sjálfra á lausn vand- ans mest. Foreldrum hlýtur að vera umhugað um að börn þeirra njóti ástúðar, góðrar umönnunar og ör- yggis. Úrbætur á þeirri þjónustu, sem börnum og forráðamönnum þeirra stendur til boða, munu ekki eiga sér stað nema fyrir ábendingar og þrýsting frá foreldrum og sam- tökum þeirra. Foreldrar eiga ekki að lýsa ánægju með ástandið eins og það er, heldur huga að umbótum. Ástúð og öryggiskennd fylgja börn- um alla ævi. Það gerir öryggisleysi einnig. Ólympíuliðinu fagnað í hófi í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þátttakendum á Olympíumóti þroskaheftra fagnað í ÍSLENSKU keppendurnir á Olympíumóti þroskaheftra í Madrid fengu frábærar mót- tökur við komuna í kaffisam- sæti þeim til heiðurs í íþróttamiðstöðinni í Laugar- dal í gærdag. Ættingjar, vin- ur og aðrir velunnarar íþróttafólksins færðu því blóni og hamingjuóskir. Að öðrum ólöstuðum má segja að Sigrún Huld Hrafns- dóttir sundkona hafi verið með- al helstu stjarna leikanna og kom hún heim með níu gull- verðlaun og tvenn silfurverð- laun. Ánægjan skein úr andliti Sigrúnar þrátt fyrir langan dag við komuna í Laugardalinn. Hún sagði að sitt fyrsta verk þegar heim kæmi yrði að taka upp úr töskunum en eftir það sagðist hún hlakka til að hitta vini sína. Sigrún sagði í samtali við Morgunblaðið að það skemmti- legasta við ferðina hefði verið að keppa og átti í erfiðleikum með að gera upp á milli greina þegar hún var spurð hveiju henni hefði fundist skemmti- legast að keppa í. Erfiðast sagði hún að hefði verið að keppa við rúmenska stúlku í 50 og 100 m skriðsundi. Að- spurð sagðist Sigrún ætla að taka sér dálítið frí frá æfíngum eftir Ólympíumótið en byija svo aftur að æfa á fullu í næsta mánuði. Nokkur ávörp voru flutt í tilefni dagsins. Fyrstur talaði Arnþór Helgason, formaður Öryrkjabandalags íslands, þá færði Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, keppendunum viðurkenningarpening, Ólafur Ólafsson, formaður íþróttafé- lagsins Aspar, færði þeim platta og fulltrúi stoðtækjafyr- irtækisins Össurar færði þeim rósir. Allir óskuðu ræðumenn- irnir hópnum hjartanlega til haipingju með frábæran árang- ur. Ólafur Einarsson mennta- málaráðherra sagðist bjóða keppnisliðið hjartanlega velkom- ið heim úr einhverri mestu frægðarför sem hópur íslenskra íþróttamanna hefði farið. „Ég vil að þið vitið það að við erum stolt af ykkur og þeim miklu afrekum sem þið hafíð unnið og af þeim orðstír sem þið hafið borið í nafni Islands," sagði Ólaf- ur Einarsson ennfremur. „Afrek ykkar eru stórkostleg, þið eigið aðdáun þjóðarinnar allrar,“ sagði Mest gaman að k - segir Sigrún Huld Hrafnsdóttir sundkona og nífaldur Katrín Sigurðardóttir, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og í Laugardalinn. Erum stolt af i - sagði menntamálaráðherra við heimko Keflavík. ÍSLENSKU keppendunum 8 sem slógu svo rækilega í gegn á Ólympíumóti þroskaheftra á Spáni fengu innilegar móttökur þegar þeir komu heim í gær. Alls fengu íslensku keppendurn- ir 21 verðlaunapening í sundi, þar af voru 10 gull, 6 silfur og 5 brons. Þeir settu 10 heimsmet og urðu í öðru sæti í stiga- keppninni á eftir Áströlum af 72 þjóðum með um 2.500 þátttak- endum. Sigrún Huld Hrafnsdóttir var mesta afrekskona móts- ins í kvennasundi, hún hlaut 9 gull, 2 silfurverðlaun og setti 8 heimsmet.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.