Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 30

Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Dilkar kílói létt- ari en venjulega FALLÞUNGI dilka sem slátrað hefur verið í sláturhúsi Kaupfé- lags Eyfirðinga á Akureyri er um einu kílói minni en verið hefur síðustu ár. Meðalvigtin nú er um 14,3 kíló, en á síðustu þremur árum hefur meðalvigtin verið um 15,4 kíló. Búið er að slátra tæplega tíu þúsund fjár af 36.400 sem slátrað verður nú í haust. Óli Valdimars- son sláturhússtjóri sagði að bænd- ur væru ekki ánægðir með fall- þunga dilkanna nú, en það fé sem er áberandi léttast að sögn Óla er frá bændum í Grýtubakka- Loðnuvertíðin 4500 tonn til Krossaness Krossanesverksmiðjan hef- ur fengið um 4.500 tonn af loðnu til vinnslu það sem af er vertíðinni. Aðfaranótt föstudags lönd- uðu tvö skip loðnu hja“ verk- smiðjunni, Guðmundur Ólafur og Þórshamar, samtals um 820 tonnum og er bræðslu lok- ið. „Það er rólegt hjá okkur núna, við bara bíðum, kijúp- andi á hnjánum með kreppta putta,“ sagði Jóhann Pétur Andersen framkvæmdastjóri. hreppi. Þetta væri fé sem sleppt hefði verið í Fjörður og Flateyjard- al, en sem kunnugt er gerði þar vonskuveður með snjókomu um Jónsmessuna. Töluvert drapst af kindum í hretinu og einnig urðu ær geldar, þannig að lömbin urðu ekki eins væn og ella. „Venjan hefur verið sú að fé sem gengið hefur þarna í Fjörðum og Flateyj- ardal hefur verið afar vænt, en þessi- slæma tíð í sumar hefur sett strik í reikninginn,“ sagði Óli. Slátursala hefur farið óvenju rólega af stað í ár, en Óli taldi að eitthvað væri farið að lifna yfir henni nú og töluvert hefði verið að gera í slátursölunni í þessari viku. Hann sagði fólk einkum taka slátur síðari hluta vikunnar, skrið- an kæmi á fimmtudögum og föstu- dögum. Þannig átti sláturhússtjóri von á mikilli sölu í dag, fimmtudag og hefur pantað 400 slátur frá Húsavík til að birgja sig vel upp fyrir helgina. Sú nýbreytni var tekin upp hjá sláturhúsinu að selja lagað slátur og sagði Óli að ekki hefði verið reiknað með mikilli sölu þar sem um nýjung væri að ræða, en þó hefði sýnt sig að margir tækju því vel að eiga kost á tilbúnu slátri. Vinabæjarsamband Grenivíkur og Stryn Ahersla á unglingastarf TÍU manna hópur frá Stryn í Noregi hefur verið í heimsókn á Grenivík síðustu dag, en vinabæjarsamband er á milli sveitarfélag- anna tveggja. Hópurinn kom til Grenivíku*- á föstudag og á laugardag var farið í skoðunarferð að Mývatni. Á mánudag var sameiginlegur fund- ur hreppsnefnda vinabæjanna þar sem rætt var um framahald sam- bandsins, en fjögur ár eru frá þvi vinabæjartengslum var komið á. „Við vorum að reyna að fast- móta hvert við viljum stefna í (§0Í Hótel \=3>Harpa Nýr gistivalkostur áAkureyri Auk hagstæðs gistiverðs, njóta gestir okkar afsláttar á veitingahús- unum Bautanum og Smiðjunni. Fastagestum, fyrirtækjum og hóp- um er veittur sérafsláttur. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði í hjarta bæjarins. Sími 96-11400 Ath. að Hótel Harpa er ekki i símaskránni. nánustu framtíð, en stefnan hjá báðum sveitarfélögum er sú að hafa tengslin sem víðtækust," sagði Guðný Sverrisdóttir sveitar- stjóri í Grýtubakkahreppi. Á fundinum á mánudag var samþykkt að leggja höfuðáherslu á unglingastarfsemi og verður í framtíðinni m.a. unnið sameigin- lega á sviði skógræktar, „þó ég reikni með að við verðum fremur þiggjendur en gefendur í þeirri starfsemi", sagði Guðný. Þá verð- ur einnig lögð áhersla á fræðslu af ýmsu tagi og fyrirhugað að bjóða upp á námskeið ýmiskonar og loks má nefna að í haust verð- ur borinn út á hvert heimili í sveit- arfélögunum tveimur bæklingur á norsku og íslensku þar sem greint verður frá því sem boðið er upp á í hvoru sveitarfélagi fyrir sig og félagasamtök hvött til að koma á einhvers konar samstarfi. Vinabæjarsambandi milli Stryn í Norgi og Grenivíkur var komið á árið 1988, en það ár heimsóttu Norðmenn ísland. Grenvíkingar héldu síðan til Noregs árið 1990 og nú í ár komu fulltrúar hins norska vinabæjar Grenivíkur þangað. Útvegsmenn Nordurlandi Aðalfundur Útvegsmannafélags Norðurlands verður hald- inn á Hótel KEA föstudaginn 25. sept. nk. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. <wm mommaamanmmt Ferðakaupstefna Vestur-Norðurlanda Morgunblaðið/Rúnar Þór Vestur-Húnvetningarnir, Sigríður Gróa Þórarinsdóttir ferðamálafulltrúi, Magnús Gíslason veitinga- maður í Staðarskála og Herbjört Pétursdóttir sem er í stjórn Ferðamálafélags V-Hún. voru að koma sér fyrir í bás sínum á ferðakaupstefnu Vestur-Norðurlanda í gær. Um 500 manns koma vegna kaupstefnunnar Ferðakaupstefna Vestur-Norðurlanda var sett í Sjallanum í gær- kvöld, en kaupstefnan stendur yfir fram á laugardag. Kaupstefn- an sem nú er haldin á Akureyri í fyrsta sinn er ein sú stærsta sem haldin hefur verið. Hún fer fram í íþróttahöllinni á Akur- eyri og voru seljendur í óða önn að koma sér fyrir þar í gærdag. Um 120 fyrirtæki á sviði ferða- þjónustu frá þremur löndum, Grænlandi, Færeyjum og íslandi kynna starfsemi sína á kaupstefn- unni, en kaupendur eru um 200 frá alls 114 fyrirtækjum frá 23 þjóðlöndum. Þannig er áætlað að um 500 manns sæki Akureyri heim þessa daga. Kaupstefnan hefst í dag, fimmtudag kl. 9, og stendur til kl. 17 og verður framhaldið á sama tíma á morgun, föstudag, en er þessa daga einungis opin fyrir skráða þátttakendur. Opið verður fyrir almenning á laugar- dag, 26. september, frá kl. 13 til 16 og verða þá ýmsar uppákomur frá löndunum þremur í gangi. I tengslum við kaupstefnuna verður haldin ráðstefna undir yfir- skriftinni Ferðaþjónusta Vestur- Norðurlanda til ársins 2000 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fyrir hádegi á laugardag. Menntaskólinn á Akureyri: Fyrsta árs nemar fá enga dönskukennslu Enginn menntaður kennari fékkst til starfa, en Svíi sér um stærðfræðikennslu DONSKUKENNSLA fyrstaársnema í Menntaskólanum á Akureyri hef- ur verið felld niður þar sem engir menntaðir kennarar í faginu feng- ust til starfa við skólann í haust. Sænskur kennari fékkst til að sinna stærðfærðikennslu við skólann. Skólinn verður settur næstkomandi sunnudag og hafa nemendur aldrei verið fleiri en nú. Tryggvi Gíslason skólameistari sagði að fella hefði þurft niður dönskukennslu fyrstaársnema við skólann á komandi skólaári, þar sem ekki hefði fengist til starfa menntað- ur kennari í faginu. Kvaðst Tryggvi m.a. hafa leitað eftir kennurum frá Danmörku til starfsins, en ekki tek- ist. Danskir kennarar hefðu enda sjálfsagt lítinn áhuga á að taka að sér kennslustörf á Islandi, atvinnu- leysisbætur kennara í Danmörku væru hærri en laun framhaldsskóla- kennara hér á landi. Tryggvi sagði að reynt yrði að bæta þeim nemendum skólans sem enga fá dönskukennsluna í vetur það upp síðar á námsferlinum, en það væri auðvitað háð því að menntaðir kennarar fengjust til starfa við skól- ann. Um viðbrögð nemenda við þess- um tíðindum, sagði skólameistari að þeir tækju því sem að þeim væri rétt. Á hvorri önn væri gert ráð fyr- ir fjórum tímum í dönsku á viku og þyrftu nemendur að sæta því að fá nokkur göt í stundatöflu sína í stað kennslu. Um tíma var einnig útlit fyrir að ekki yrði heldur unnt að kenna lög- boðna kennslu í stærðfræði vegna skorts á kennurum í greininni, en úr því hefur ræst. Ráðinn hefur ver- ið að skólanum sænskur kennari til að sinna stærðfræðikennslu, en hann talar íslensku. „Hann er kvæntur konu héðan úr Eyjafirðinum, þannig að segja má að heimþrá eyfiskrar eiginkonu hans hafi bjargað stærð- fræðikennslu við Menntaskólann á Akureyri í ár,“ sagði Tryggvi. Þórunn Magnúsdóttir dvelur í þessum mánuði í lista- og fræði- mannsíbúðinni í Davíðshúsi, en á meðan á dvöl hennar þar stendur er hún m.a. að safna efni um þær kon- ur sem stóðu að stofnun fyrstu verka- lýðskvennafélaganna á Islandi, sem einmitt voru stofnuð á Akureyri. Menntaskólinn á Akureyri verður settur í 113. sinn í Akureyrarkirkju á sunnudaginn, 27. september og verða nemendur í vetur 640 talsins. Hafa nemendur við skólann aldrei verið fleiri og sagði skólameistari að húsnæði það sem skólinn hefur til umráða væri löngu sprungið, en það gerði með góðu móti ráð fyrir um 300 nemendum. Sagði Tryggvi að menn biðu nú eftir að reist yrði við- bótarhúsnæði við skólann, en þess væri að vænta að gengið yrði frá samningi þess efnis milli mennta- málaráðuneytis og Héraðsnefndar Eyjaljarðar fljótlega. Gert væri ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu viðbótarhúsnæðis hæfust á vordög- um árið 1994 og unnt yrði að taka fyrsta áfanga þess í notkun að hausti ári síðar. Þórunn vinnur nú að ritverki um verkakvennahreyfinguna og er efni- söflun hennar á Akureyri liður í und- irbúningi að því verki. Allt áhugafólk um þessi mál er velkomið á fundinn í Gagnfræðaskól- anum í kvöld. (Fréttatilkynning) U mræðiifiuidiir um verka- lýðskvennahreyfingnna ÞÓRUNN Magnúsdóttir, cand.mag. efnir til umræðufundar um verka- kvennahreyfinguna í Gagnfræðaskólanum á Akureyri í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 24. september kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.