Morgunblaðið - 24.09.1992, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.09.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 33 Holsten bjór (eða Mercedes Benz) eftir Birgi Hrafnsson Inngangur A dögunum var viðtal á Stöð 2 við Vilhjálm Egilsson, formann Verslunarráðs íslands og þingmann Norðlendinga, í tilefni af útboði ÁTVR á þýskum bjór nýlega. Vil- hjálmur kemur í viðtalinu inn á ýmis hagsmunamál verslunarinnar og neytenda, tilveruþurrð ÁTVR og ýmislegt annað, sem máli þessu tengist. Eins og við var að búast þegar formaður Verslunarráðs á í hlut var viðtalið að mestu leyti málefnalegt,.þótt ýmislegt smálegt, einkum það er varðar neytendahag, kalli á athugsemdir. í lok viðtalsins bregður Vilhjálmur hins vegar fyrir sig gamansemi stjórnmálamannsins og líkir Holsten bjór við gamla Tra- bant druslu, þrátt fyrir að hafa fyrr í viðtalinu viðurkennt að hafa smakkað Holsten og þótt hann mjög góður. Aðspurður af fréttamanni viðurkenndi Vilhjálmur, að umboðs- aðili Becks hérlendis hefði kvartað við hann út af þessu máli. Af bjórútboðum almennt Eftir að sala og neysla bjórs var lögleidd hér á landi til að taka gildi 1. mars 1989 hefur ÁTVR gengist fyrir þremur útboðum á innfluttum bjór, í þeim tilgangi að geta ákveð- ið hvaða tegundir skuli valdar til sölu i öllum verslunum fyrirtækis- ins. Mun útboðstilhögun þessi hafa verið viðhöfð þar sem takmarka þarf fjölda þeirra tegunda, sem ÁTVR treystir sér til að hafa á lag- er í öllum vínbúðum, í ljósi mikillar fyrirferðar á vöru þessari. Holsten Brauerei, eins og örugg- lega öðrum meiri háttar erlendum bjórframleiðendum, þQtti auðvitað súrt í broti að þurfa að taka þátt í þessum slag, í stað þess að geta sjálfkrafa boðið gæðavöru sína inn á hinn nýja markað. Niðurstaða fyrsta útboðsins, þar sem ákveðið var að hefja sölu á þremur erlendum þjórtegundum í öllum verslunum ÁTVR, var á þann veg að engin þýsk tegund komst inn, enda voru þær allar allt of háar í verði miðað við þær tegundir, sem hagstæðust tilboð áttu. Þar sem ótækt þótti að almenningur hefði ekki víðtækan aðgang að bjór framleiddum í heimsins bjórlandi númer eitt var sumarið 1989 efnt til sérstaks út- boðs á þýskum bjór. Þrettán framleiðendur tóku þátt í slagnum um hina einu útvöldu þýsku tegund. Að mati ÁTVR var þá Becks með hagstæðasta tilboðið og var því tilboði tekið. Samningur- inn var samkvæmt útboðsgögnum til eins árs, eins og í öllum útboðst- ilvikum. í júlí sl. fór svo fram nýtt útboð á þýskum bjór. Þá reyndist Holsten vera með hagstæðasta til- boðið samkvæmt mati ÁTVR og er nú bjórtegund þessi fáanleg á öllum útsölustöðum. Vilhjálmur segir orðrétt í viðtal- inu: „Hjá ÁTVR virðist stefnan vera sú að neyða upp á neytendur þeirri vöru, sem forráðamenn fyrir- Þetta eru Þóra Hrund Bjarnadóttir, Hrafnhildur Arnórsdóttir og Víkingur Arnórsson. Þau söfnuðu á hlutaveltu kr. 1.395 til styrktar Rauða krossi íslands. Félagarnir Sigurgeir Sigurðsson og Þórður J. Sigurðsson héldu hluta- veltu til ágóða fyrir „Sómalíu-söfnun" Rauða krossins. Þeir söfnuðu rúmlega 2.100 kr. Þessar ungu námsmeyjar héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavík- urdeild Rauða krossins. Þær heita Sólrún Dröfn Þorgrímsdóttir og íris Friðmey Sturludóttir. Þær söfnuðu rúmlega 4.750 kr. Hlutavelt- an var haldin í Geitlandi, Rvík. tækisins vilja að neytendur kaupi.“ Einokunarfyrirtæki eru í eðli sinu fyrirtæki einhliða ákvarðana. Þetta á þó tæplega við um bjórviðskipti ÁTVR, eða hvers vegna skyldu for- ráðamenn fyrirtækisins efna til út- boða hefðu þeir fyrirfram ætlað landsmönnum einhverja ákveðna tegund til neyslu? Þessi fullyrðing Vilhjálms fær því ekki staðist. Nokkur orð um Holsten Holsten er risi í framleiðslu lager- bjórs og svo er auðvitað einnig um Becks. Þessir samkeppnisaðilar eru staðsettir nánast hlið við hlið í Þýskalandi, Holsten í Hamborg og Becks í Bremen. Samkvæmt mark- aðskönnunum verður ekki ályktað að fyrirtækin telji ástæðu til að heyja mikla verðsamkeppni erlend- is, þar sem engan marktækan mun er að sjá í verðlagningu tegund- anna. Holsten hefur yfirburðasölu í Þýskalandi sem og annars staðar í Evrópu. Becks hefur á hinn bóginn örugga forustu í Bandaríkjunum. Rétt er þó að geta þess, að amerísk bjórmenning er, eins og margir vita, allfrábrugðin evrópskri. Þannig drekka flestir Bandaríkjamenn bjórinn sem ískaldan svaladrykk, enda áfengisprósenta þar í landi almennt mun lægri en gerist með sömu tegundir víðast í Evrópu. Þjóðverjar hafa löngum verið taldir kröfuhörðustu bjómeytendur í heimi enda sú þjóð, sem lengsta bjórhefð hefur að baki. Miðað við vinsældir þar í landi gæti einhver ályktað, að Holsten væri ekki síðri en Becks, miklu heldur meiri gæða- bjór ef eitthvað er. Vilhjálmur hefði auðvitað átt að líkja Holsten við Mercedes Benz úr því að hann var á annað borð að skírskota í þýskar bílategundir. Af fjárútlátum Becks Vilhálmur segir umboðsmenn Becks (hér á hann væntanlega við sjálft Becks í Þýskalandi) hafa eitt mjög miklu fé til að koma bjór sín- um á framfæri. Nú hafí allt þetta fé brunnið upp og orðið að engu, allt vegna þeirrar ákvörðunar ÁTVR að efna skyndilega til um- rædds útboðs og henda síðan þess- ari vinsælu tegund út í framhaldi af niðurstöðu þess. Þessi staðhæf- ing kallar á þrjár athugasemdir. a) Becks hefur alls ekki verið kastað út af íslandi eins og skilja mætti. Becks verður eflaust áfram inni á öllum veitingahúsum og auk þess hefur Becks haslað sér völl í sölu á óáfengum bjór um allt land. Ætti þvi auglýsingafé Becks ekki Birgir Hrafnsson „Ef þessi bjórútboð megna ekki að ná hag- stæðu verði hjá stórum og virtum bjórframleið- endum er vandséð hvernig yfirleitt verður samið við slík fyrirtæki um hagstætt verð.“ allt að hafa glatast. b) Becks eru ekki einir um að hafa lagt í markaðskostnað á veit- ingamarkaðnum. Svo er einnig um Holsten og eflaust líka aðrar inn- fluttar tegundir, sem ekki hafa not- ið markaðsverndar eins og Becks síðastliðin þrjú ár. Enda jók Holsten hlut sinn verulega síðastliðið ár miðað við árið á úndan á þeim markaði, á meðan heildameysla bjórs hérlendis dróst saman um 7% og heildarsala Becks datt niður um 9%. c) Nú hafa þtjú ár liðið á milli útboða á þýskum bjór þótt samning- urinn við Becks hafi aðeins verið bindandi til eins árs. Hefur því Becks setið í extra tvö ár að kök- unni, verðskuldað eða óverðskuld- að. Ætla verður að Becks geti vel við unað að hafa getað afskrifað ætlaðan eins árs auglýsingakostnað á heilum þremur árum. Og tæplega hefur það þurft að koma fram- kvæmdastjórum þessa stórfyrir- tækis á óvart, að eins árs samning- ur geti einhvem tímann tekið enda. Það er því ekki stórmannlegt af Afmæliskveðja Asa O. Finsen „Ég langömmu á sem að létt er í lund.“ Þessi stutta og laggóða lína lýsir langömmu okkar, Asu, sem níræð er í dag, einkar vel. í æsku er við söngluðum þessa laglínu fannst okkur sam höfundur væri jafnvel að skírskota beinlínis til hennar, án þess að við gæfum því frekari gaum, því að eiga yndislega Iangömmu fannst okkur heimsins eðlilegasti hlutur. En þegar maður hættir að vera bam skilur maður að slíkt er ekki sjálfgefið heldur lánsemi sem ber að meta. Það hefur alltaf verið notalegt að koma til hennar ömmu Ásu. I hlýja, vinalega stofuna til þess að spjalla og hlusta á frásagnir og aldrei bregðast góðgerðirnar. Sunnudagskaffið á Háteignum var til margra ára fastur liður þar sem fjölskyldan kom saman eftir að amma hafði farið til messu, sem er ómissandi þáttur í lífí hennar. Okkur er til efs að nokkur eigi jafn- mörg spor til Akraneskirkju og Ása Finsen, enda missti hún vart úr guðsþjónustu í hartnær áttatíu ár. Heitt súkkulaði og kramarhús gefa jólaboðunum sérstakan blæ í minningunni og alla tíð hefur amma haldið þeim hætti sínum að setjast ekki sjálf til borðs fyrr en krásir eru komnar á hvers manns disk. Svona er amraa, hlýj^n streymir frá henni og aldrei höfum við heyrt hana hallmæla einum né neinum. Hún er þessi manngerð sem gerir gott úr öllu, jákvæð og létt í lund. Einstök heilsuhreysti ömmu gerði henni kleift að stunda vinnu sína allt fram til 84 ára aldurs. Starfaði hún í Prentverki Akraness, sem langafí okkar, Ólafur B. Björnsson lieitinn, stofnaði. Á hveijum degi í áratugi gekk hún rösklega til og frá vinnu og það var hreint ekki fyrir hvern sem var að halda í við hana. Til nokkurra mánaða hefur amma búið á Dvalarheimilinu Höfða hér á Akranesi og unir þar hag sín- um afskaplega vel. En þótt húsa- kynnin séu önnur hefur andrúms- loftið af Háteignum fylgt henni, „krúttað“ og langömmulegt. Fyrir okkur sem yngri erum er erfitt að gera sér í hugarlund nlu- tíu ára lífhlaup, það er langur tími og fólk með slíkan árafjölda að baki hefur sannarlega lifað tímana tvenna. í samskiptum við eldri borg- umboðsmanni Becks að leita ásjár Verslunarráðs íslands þótt niður- staða síðasta útboðs hafí ekki verið honum að skapi. Af neytendahag Í viðtalinu hefur fréttamaður það eftir forstjóra ÁTVR, að tilboði Holsten hafí verið tekið þar sem það hafí verið hagstæðast og komi það neytendum óhjákvæmilega til góða. Vilhjálmur vill alls ekki kann- ast við að þetta sé gott fyrir neyt- endur og afgreiðir þetta atriði sam- stundis með tilvitnun sinni í þýska bílaiðnaðinn. Bjórútboð af þessu tæi eru eflaust einsdæmi á heimsvísu, en virðast vera óhjákvæmileg meðan einkasala er’ hér á bjór og ÁTVR- telur sig verða að takmarka fyölda tegunda vegna plássfrekju vörunn- ar. Auðvitað er útboð þó aðeins nauðsynlegt svo fremi að forráða- menn fyrirtækisins láti hjá líða að nota vald sitt til einhliða ákvörðun- ar. íslenski markaðurinn er örlítið brotabrot af heildarmarkaði Hol- sten Brauerei AG. Engu að síður sjá þeir sóma sinn í að geta boðið öllum Islendingum vöru sína og hafa lagt sig í líma við að svo geti orðið. Til að ná þessu markmiði þurftu þeir að sigra í útboðinu og hafa því eflaust boðið hagstæðasta verðið sem þeim var unnt að bjóða. Ef þessi bjórútboð megna ekki að ná hagstæðu verði hjá stórum og virtum bjórframleiðendum er vandséð hvernig yfirleitt verður samið við slík fyrirtæki um hag- stætt verð. Hafí því þetta útboð og niðurstaða þess á engan hátt komið neytendum til góða hlýtur öll al- menn umræða þess efnis, að lágt verð sé neytendum til hagsbóta, að vera út í hött. Niðurstaða Hvort sem Vilhjálmi líkar það betur eða verr hefur ÁTVR nú gerst sterkur málsvari neytenda, þeirra sem þykir bjór góður. Með því að efna til útboðsins og í ljósi niður- stöðu þess, hefur fyrirtækið gert íslenskum bjórdrykkjumönnum kleift að kaupa hágæðabjórinn Holsten Premium á hagstæðu verði, ef á annað borð er hægt að tala um hagstætt verð í okkar landi hásköttunar á bjór. Eða, svo notuð sé líking Vilhjálms úr þýska bílaiðn- aðinum, þá hefur íslendingum gef- ist kostur á að kaupa Mercedes Benz á mjög góðu verði. Að lokum óska ég öllum bjórunn- endum til hamingju með að Holsten skuli nú loksins fást í öllum verslun- um ÁTVR. Höfuadur er starfsmaður Holsten umboðsins & íslandi. arana gefst okkur kostur á að kynn- ast lífssýn annarrar kynslóðar, sem er nauðsynlegt, og ánægjan er gagnkvæm þegar kynslóðarbilið er sett út í kuldann. Ef það á fyrir okkur að liggja að eldast eins vel og langamma Asa þurfum við engu að kvíða, hún er merkiskona og við erum þákklátar fyrir að eiga hana að. Elsku amma, hjartanlega tii. hamingju með daginn. Álda Þrastardóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.