Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 35 penni sé svo illa notaður. í Júgóslav- íu notaði Tító sömu aðferð og Oliver Cromwell forðum á íriandi. Hann myndaði mótvægi gegn þeim meiri- hluta sem fyrir var. Til slíkra ráða hafa valdhafar oft gripið. Þess vegna voru Kosovo og Vojvodina gerð að sjálfsstjórnarsvæðum. Þess vegna var Aibönum plantað niður í Kosovo. Þannig búa harðstjórar sögunnar til forsendur fyrir borgarastyijöldum. Æðstu menn Júgóslavíu voru til skamms tíma Króatar og Slóvenar. Staðreyndin er sú að Serbar hafa oftast fremur goldið fyrir Júgóslavíu sem stærsta þjóðin. Á þeirra kostnað hefur iðnaðaruppbygging Slóveníu og Króatíu verið. Framfarir í Serbíu sjálfri hafa verið miklu hægari. For- usta ríkisins var stöðugt að reyna að friða óánægjuöfl í hinum ríkjun- um með því að fórna hagsmunum Serba. Trúlega hefur Alexander konungur sjálfur hafið þann leik. Stórveldin bjuggu Júgóslavíu til. Vafasamt er að ríkið hafi nokkurn tíma átt sér raunhæfan grundvöli. Andstæður ríkja í menningu og trú- arbrögðum og samstaða þjóðanna hefur ætíð átt sér veikar stoðir í veruleikanum. Serbar telja að semja þurfi um margt ef sambandsríkið á að leysast að fullu upp. Þeim fínnst lítið rétt- læti í því að Slóvenar og Króatar gangi bara út með ágóðann af þeirri miklu uppbyggingu sem ríkið í heild hefur staðið fyrir á þeirra landsvæð- um. Eins og fyrr er sagt hefur Júgó- slavía að miklu leyti haldist við lýði vegna stöðugrar fórnarstefnu vald- hafa ríkisins á hagsmunum Serba. Alveg eins og rússneska lýðveldið varð lengstum að fórna sér fyrir hin sovétlýðveldin, hefur Serbía verið sá aðili í Júgóslavíu sem stöðugt hefur verið gengið á. Mörgum Serbum fínnst komið nóg af slíku. Stjórn Títós var kommúnistastjóm og þeir Serbar sem voru nánir samstarfs- menn hans voru það einkum og sér í lagi vegna þess að þeir voru meiri kommúnistar en Serbar. Þeir sam- þykktu allskyns ólög sem komu illa ÁRNAÐ HEILLA niður á Serbum og skertu réttindi þeirra, vegna þess að þeir trúðu því að það væri í samræmi við hags- muni kommúnismans. Þeir fylgdu Tító ekki sem Júgóslava eða þjóðlegu sameiningartákni — þeir fylgdu hon- um af því að hann var kommúnisti. Tító frysti mál Júgóslavíu og lét engan komast upp með neinn moð- reyk. Nú hefur klukkan í vissum skilningi verið færð aftur til 1945. Uppgjör alls þess sem átti sér stað í stríðinu virðist öllum ofarlega í huga. Tító leysti aldrei upp Ustasha- herinn í lok stríðsins, en hann réðst hins vegar með hörku gegn sjetník- um. Mihailovic var tekinn af lífi eftir umdeild réttarhöld, en sagnfræðing- ar eru nú að endurmeta þessa hluti í ljósi nýrra gagna sem orðin eru opinber. Allt bendir til þess að það endurmat geti breytt mjög ríkjandi skoðunum á sögulegu hlutverki þessara tveggja manna í málefnum Júgóslavíu. Eins og ég hef nefnt áður í þessari grein studdi kommún- isminn ekki serbneska þjóðarhags- muni í Júgóslavíu. Tító var vakinn og sofinn í því að takmarka sem mest áhrif Serba sem þjóðar innan sambandsríkisins. Sagan sannár þetta ljóslega, ef menn vilja lesa hana án leiðsagnar frá Zagreb. Von- andi fara íslenskir ráðamenn með gát í öllu varðandi málefni Júgóslav- íu. Oft hefur mér virst meira um kapp en forsjá hjá ráðamönnum okkar litlu þjóðar, að minnsta kosti sumum hverjum, þegar möguleikar eru á því að baða sig ofurlítið í sviðs- ljósinu á alþjóðavettvangi. En hér er um annað og meira að ræða en ævintýri í Eystrasaltslöndunum. Neistinn í púðurtunnunni í Evrópu hefur löngum verið til staðar á Balk- anskaga. Menn ættu því að fara með gát ef þeir ætla sér að slökkva hann. Hann verður nefnilega ekki slökktur með sleggjudómum. Höfundur býr á Skngaströnd. Ljósmyndastofan Nærmynd. SYSTRABRÚÐKAUP. Brúðhjónin Sigrún Guðjónsdóttir og Jón Kristjáns- son, búa í Hnífsdal, og Kolbrún Guðjónsdóttir og Finnur Ingimarsson, Mosfelli, Mosfellsbæ, voru gefín saman í Lágafellskirkju 29. ágúst. Prest- ur séra Björn Jónsson. Ljósmynd Ljósmýndastofa Páls, Akureyri. HJÓNABAND. Þann 1. ágústvoru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju Sigrún I. Guðmunds- dóttir og Ómar Pétursson. Brúðar- meyjar Margrét Stefánsdóttir og Helga Vollertsen. ÁRNAÐ HEILLA HJÓNABÁND. 22. ágúst sl. voru gefin saman í Langholtskirkju af sr. Flóka Kristinssyni, Kristbjörg Clausen og Ragnar Ómarsson. Heimili þeirra er að Lindargötu 20, Rvík. Ljósmyndastofan Svipmyndir. HJÓNABAND. Þann 22. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni Vigdís Hauksdóttir og Þorsteinn Örn Sigurfinnsson til heimilis á Reynimel 40. Prestur var séra Hjalti Guðmundsson. Ljósmyndast. Sigr. Bachmann HJÓNABAND. 8. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband í Dóm- kirkjunni af sr. Sigrúnu Óskarsdótt- ur Steinunn Guðmundsdóttir og Guðjón Þ. Kristjánsson. Ljósmynd Ljósmyndastofa Páls, Akureyri. HJÓNABAND. Þann 18. júlí voru gefín saman í hjónaband í Glerár- kirkju af séra Gunnlaugi Garðars- syni Monika Axelsdóttir og Haf- steinn Kristinsson, Móasíðu 6e, Akureyri. Ljósmyndast. Þóris HJÓNABAND. 18. júlí sl. voru gefin saman í Hallgrímskirlq'u af sr. Karli Sigurbjörnssyni Gerða Pálsdóttir og Runólfur Þórhallsson. ÓDÝRAR FRYSTIKISTUR, KÆLI O G FRYSTISKAPAR* V VESTFROST A FRABÆRU VERÐI VERÐFRA Frystikistur í mörgum stœrðum Yfir 25 ára reynsla á íslandi. Niðurfall í botni fyrir afþíðingu öryggisrofar v/httabreytinga og bama Spamaðarstilling - djúpfrysiirofi Ljós f loki Danfoss kerfi Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð _npr»' í Orval kœli- og frystiskápa • Orkusparandi - • Tvœr pressur f sambyggðum skápum • Hœgri eða vinstri ,opnun • Djúpfrystirofi - ðryggisrofi • Danfoss kerfi oa&xi • FAXAFEN 12 • SlMI 38000 • •ÓÝRAR FRYSTIKISTUR, KÆLl - OG FRYSTISKÁPAR GRÓÐRARSTÖÐIN LAMBHAGI, 110 REYKJAVÍK, SÍMI 681441 FALLEGAR PLONTUR FYRIR HEIMILI, FYRIRTÆKI OG STOFNANIR i I l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.