Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 37 Olafur Tryggva son - Minning Minn góði vinur og fyrrum sam- starfsmaður um áratugi, Ólafur Tryggvason, áður verkstjóri og full- trúi hjá Rafmagnsveitum ríkisins, RARIK, lést í Dvalarheimili Hrafn- istu þann 12. þessa mánaðar. Ólaf- ur fæddist á Valshamri í Geiradals- hreppi 9. janúar 1905. Foreldrar hans voru Tryggvi A. Pálsson og Kristjana Sigurðardóttir. Um ætt, afkomendur og feril æskuára Ólafs verður ekki getið hér í þessum fáu kveðjuorðum mínum, aðrir munu gera þeim þáttum á æviferli hans frekari skil. Þess vil ég þó geta að Ólafur gekk í Samvinnuskólann 1922-1924. Samvinnuskólinn var talinn mjög góð almenn mennta- braut á þeim árum, enda færri kosta völ fyrir fjárvana unglinga en síðar hefur orðið. Ég leyfi mér að full- yrða að Ólafi hafi nýst þessi skóla- ganga frábærlega vel á margan hátt í lífsstarfi sínu. Ólafur hóf störf hjá Rafmagns- veitum ríkisins á aprílmánuði 1947 og starfaði óslitið hjá þeim fram til byijun árs 1982, eða samfellt í nær 35 ár. Hann gegndi starfí verk- stjóra í fjöldamörg ár við hin marg- víslegustu störf. Hin síðari ár starf- aði hann sem fulltrúi hjá birgða- deild Rafmagnsveitnanna. Þegar Ólafur réðst til starfa hjá Rafmagnsveitunum hafði hann starfað allmikið áður með félaga sínum, Jóni heitnum Guðmundssyni rafvirkjameistara, sem síðar starf- aði einnig árum saman hjá Raf- magnsveitunum. T.d. segir svo í drögum að Rafstöðvabókinni um rafveituframkvæmdir í Stykkis- hólmi: „Hreppsnefndin ákvað að reisa nýtt rafstöðvarhús og kaupa nýjar vélar. Að þessum fram- kvæmdum var unnið síðla árs 1945 ásamt endumýjun dreifíkerfís.“ Jón Guðmundsson sá um þessar fram- kvæmdir og í niðurlagi segir: „Verkstjóri hans (Jóns) við þessi verkefni var Ólafur Tryggvason frá ísafirði." Fleiri verkefni af þessu tagi tók Jón að sér ásamt Ólafí. Auk þessarar reynslu við verkstjóm á rafveituframkvæmdum hafði Ólafur unnið allmikið við ræktunar- og byggingarframkvæmdir. Þeir félagar Ólafur og Jón tóku fljótlega til starfa hjá Rafmagnsveitunum eftir að verkefni þeirra lauk við rafveituna í Stykkishólmi, Jón við rafveituvirkjastörf en Ólafur við umsjón og verkstjóm við ýmiss konar byggingarframkvæmdir. Þar komu til verkefni við virkjunarfram- kvæmdir, gerð aðveitustöðva, línu- byggingar og uppsetning spenni- stöðva í sveitum. Enda þótt meginþættir þessara framkvæmda væru unnir af verk- tökum þurfti verkkaupi (Rafmagns- veitumar) að annast allt eftirlit með framkvæmdunum. Oft vom það verkfræðistofurnar sem hönnuðu umfangsmestu byggingarverkefn- in, t.d. virkjanaframkvæmdir, og lögðu til verkfræðing til þess að hafa yfírumsjón með eftirliti á við- komandi verki. Ólafí var hins vegar oft falið það hlutverk að vera eins- konar daglegur tengiliður á milli umsjónarverkfræðingsins og fram- kvæmdaraðilans. Ég kynntist Ólafí mjög náið í þessu hlutverki við byggingu Gönguskarðsárvirlq'unar á árunum 1948 til 1950. Auk ýmiss konar eftirlits með byggingarfram- kvæmdum annaðist Olafur margs- konar verkefni i sambandi við bygg- inguna sem Rafmagnsveitumar sáu sjálfar um framkvæmdina á, s.s. viðamikla aðgerð við einangrun á þrýstivatnspípunni, allan frágang á lóð rafstöðvarhússins, frágang á umhverfí stíflumannvirkja o.fl. Þama naut sín einkar vel þekking Ólafs á íslenskum jarðvegi og með- höndlun hans. Þessi verkefni voru af hendi leyst af þeirri snilld að lengi verður í minnum haft hjá þeim sem því kynntust. Á þeim ámm fór almennt ekki mikið fyrir góðum ytri frágangi húsa né lóða, hvorki í þéttbýli né dreifbýli, þótt margar góðar undantekningar væri þar að fínna. Rafstöðvarhúsið og hin fagur- gerða lóð hennar, sem náði frá götubrún aðalgötu bæjarins upp á brekkubrún, vakti fljótlega athygli og aðdáun bæjarbúa. Ekki leið á löngu að þess sáust merki víðs veg- ar í bænum að fólk tók sig til við að fegra lóðir sínar, snyrta og Minning Eva Andersen Fædd 9. nóvember 1908 Dáin 17. september 1992 Hvert ðrstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sðlskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Það er margs sem rennur í gegn- um hugann, nú þegar mig langar að minnast elskulegrar ömmu minnar, Evu Andersen, sem lést 17. sept sl. Einungis mánuður er liðinn síðan Amma missti manninn sinn, afa minn, og núna er hún öll. Hún amma var yndisleg kona og ég elsk- aði hana afar mikið. Aldrei man ég til þess að amma væri vond út í neinn og aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkrum manni. Hún var ein af þessum konum sem alltaf var gott að koma til. Það voru alltaf allir velkomnir til hennar og allt það besta borið á borð. Undanfarin ár, eftir að heilsu ömmu fór að hraka, var það stór og ekki síður mikilvægur þáttur í jólaundirbún- ingi mínum að fara alltaf í byijun desember inneftir til hennar og skrifa á jólakort og pakka inn gjöf- um fyrir hana. Jólin í ár verða vissu- lega öðruvísi. Reglulega hringdum við í hvor aðra, og núna síðast sunnudeginum áður en hún lést hringdi hún til að athuga hvernig litla syni mínum, sem var að byija í skóla, gengi. Einmitt þá spjölluð- um við heillengi um það hvað jarð- arförin hans afa hefði verið faileg, og hún var svo ánægð með að öllum skyldi fínnast það, því amma vildi hafa hana sem fallegasta og besta. Ekki grunaði mig þá að þetta yrði síðasta skiptið sem ég heyrði í henni. Amma var mikil listakona í sér hvað snerti alla handavinnu og saumaskap, og bera mörg heimilin í fjölskyldunni okkar vott um það. Þær voru ófáar flíkumar sem hún saumaði á okkur og í mörg, mörg ár bjó hún allar gjafír til sjálf, bæði jóla- og afmælisgjafir. Hún var mikið snyrtimenni og í öll þau 27 ár sem ég hef lifað man ég ekki eftir heimili hennar öðruvísi en allt væri í röð og reglu og hreint út úr dyrum. Eitt af áhugamálum hennar til margra ára var garðrækt, og naut garðurinn hennar á Bústaða- veginum góðs af því á meðan hún bjó þar. Þegar heilsa ömmu leyfði ekki lengur að hún gæti hugsað um hann tók hún þá erfíðu ákvörð- un að vilja frekar flytja í blokk en að horfa upp á illa hirtan garð. Ég gæti haldið endalaust áfram og sagt frá hæfileikum hennar sem í mínum huga „gat allt“ og rifjað upp góðar stundir en læt hér staðar numið. Þó að það bíði okkar allra einhvern tíma að deyja, þá hélt ég alltaf að ömmu fengi ég að hafa aðeins Iengur. Samt er ég þakklát fyrir að hafa þó fengið að hafa liana þetta lengi, og einnig að son- planta tijám og blómum. Tel ég hiklaust að það megi að hluta til þakka þessu framtaki Rafmagn- sveitnanna um fegrun rafstöðvar- lóðarinnar á Aðalgötu 25 og þeim verkhyggnu mönnum sem að verk- inu stóðu, Ólafí Tryggvasyni og Hákoni Pálssyni stöðvarstjóra. Það er með ólíkindum hversu sterk áhrif það hefur á íbúa byggðarlags þegar vel tekst til um framkvæmdir og fegrun umhverfísins á svæðinu hvort sem það er á vegum hins opinbera, félags eða einstaklinga. Að ég minnist hér sérstaklega á Gönguskarðsárvirkjun í þessu sam- bandi kemur tvennt til: Annað er það að Ólafur Tryggvason taldi það tímabil sem hann starfaði við upp- byggingu hennar eitt hið skemmti- legasta, og verkefnið hið áhuga- verðasta sem hann vann að á vegum Rafmagnsveitnanna og hitt að um- sjónarmenn virkjunarinnar hafa allt frá upphafí umgengist þetta mann- virki með þeirri alúð og snyrti- mennsku að það hefur ávallt verið í fararbroddi af mannvirkjum fyrir- tækisins hvað þessi atriði snertir. Sem áður er vikið að vann Ólafur við hin margvíslegustu störf á sín- um langa starfsferli á vegum Raf- magnsveitnanna. Öll þessi störf leysti hann af hendi með mikilli prýði, enda einlægur RARIK-maður eins og það var oft kallað og bar hag fyrirtækisins ávallt fyrir bijósti. Ekki verður skilið við þetta grein- arkom án þess að minnst sé per- sónulegra kynna okkar Ólafs í gegnum tíðina. Þar er ekki síst að minnast veiðiferðanna um áraraðir í Laugadalsá við Ísaíjarðardjúp. Við vorum lengst af flórir saman í hóp, þrír Ólar og undirritaður, kallaðir „Ólahópurinn". Famar vom að jafnaði tvær vikuferðir á sumri. Framan af ámm vom þetta hinar mestu ævintýraferðir. Tímafrekur akstur eftir lítt fæmm vegaköflum, sjóferðir með honum Indriða trillu- karli frá Þemuvík með kænunni hans, gisting í tjöldum fyrstu árin, en síðar í fyrirmyndarveiðikofa, að jafnaði nóg af laxi en geymsluað- staða á honum engin. Og svo vom það ekki hvað síst kynnin við nátt- úmbömin í þessum þá afskekkta Dal án vegasambands við aðra landshluta. Það var oft kátt í kotinu að loknum veiðidegi þegar „nátt- úrubörnin" úr dalnum komu í heim- sókn og á stundum ferðalangar sjó- leiðis lengra að komnir. Það var gott að hafa jafntraustan og skemmtilegan félaga sem Ólafur Tryggvason var í þessum ævintýra- ur minn sex ára fékk tækifæri til að kynnast langömmu sinni sem honum þótti mjög vænt um. Ég sakna ömmu mjög mikið, en veit einnig að henni líður vel á nýjum stað og að hún og afi er saman á ný. Ég bið góðan Guð að styrkja mömmu og hennar systkini í þeirra miklu sorg og missi á stuttum tíma. Sú stund kemur að við hittum ömmu og afa aftur. Guð blessi minningu elsku ömmu minnar. Margt er það og margt er það, sem minningamar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá okkur tekur. (Davið Stefánsson) Kolbrún Þórlindsdóttir og fjölskylda. ferðum. Ólafur var ákaflega félags- lyndur maður, laus við yfírborðs- og sýndarmennsku. Samferðamenn hans, hvort sem það voru starfsfé- lagar, vinir, kunningjar eða skyld- menni, áttu ávallt liðveislu vísa þeg- ar til Ólafs var leitað. Að lokum þakka ég Ólafí fyrir ánægjulega og trausta samfylgd í blíðu sem stríðu á liðnum áratugum. Ég færi fjölskyldu hans mína inni- legustu samúðárkveðjur. Guðjón Guðmundsson. Ólafur Magnús, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur á Skálanesi í Austur-Barðastrandarsýslu 9. jan- úar 1905. Hann var sonur þjónanna Kristjönu Sigurðardóttur og Tryggva Á. Pálssonar, sem lengst bjuggu á Kirkjubóli í Skutulsfírði. Kristjana og Tryggvi voru bæði húnvetnskrar ættar, hún frá Kjalar- landi á Skaga en Tryggvi var fædd- ur á Auðunarstöðum í Víðidal, en ólst upp hjá Júlíusi lækni Halldórs- sjmi á Klöbrum í Vesturhópi. Tryggvi gekk í Flensborgarskóla og gerðist kennari, fyrst í heima- byggð sinni, sem og Kristjana, sem numið hafði við kvennaskóla Elínar Briém í Ytri-Ey, en Tryggvi leitaði fljótlega vestur á ísafjörð eftir kennslustarfi og þar ganga þau Kristjana í hjónaband 1899. Strax árið eftir hefja þau búskap á Skála- nesi, en skýringin á þangaðför þeirra mun hafa verið frændsemi Kristjönu við konu sr. Guðmundar í Gufudal, og réðu þau tengsl lengi ferðum þeirra hjóna Kristjönu og Tryggva. Arið 1905 flytjast þau Tryggvi að Valshamri í Gufudalssveit en 1908 hefja þau búskap í Gufudal, en þá flyzt sr. Guðmundur til ísa- fjartar. Enn er það svo, fyrir áeggj- an sr. Guðmundar, að Tryggvi flyt- ur að Kirkjubóli í Skutulsfírði 1914. Á Kirkjubóli elst Ólafur upp á mannmörgu heimili í hópi 10 systk- ina. Mun þeim bræðrum hafa snemma verið haldið fast að verki á umsvifamiklu heimili, en heimilis- faðirinn við kennslu á vetrum, auk þess sem hann sinnti fjölmörgum störfum í þágu sveitarfélagsins, á vegum sýslunnar og í hagsmuna- samtökum bænda. Ólafur var frá unga aldri stilltur vel og jafnlyndur og hélzt svo alla ævi. Bæði í sjón og raun kippti honum í kyn móður sinnar en faðir hans á hinn bóginn funandi ákafa- maður og áttu þeir feðgar löngum lítt skap saman, þótt ávallt væri j.ú'iecftcKyaz, yýa^aaaia. Opid alla daga fra kl. 9 22. góð frændsemi með þeim. Ólafur sótti nám í Samvinnuskól- anum en hvarf til átthaganna að því loknu. Gekk hann að eiga æsku- vinkonu sína, Jensínu Gunnlaugs- dóttur, 23. marz 1928, en hún var fædd 14. apríl 1907. Hófu þau bú- skap í Hnífsdal en einnig stóð heim- ili þeirra á Akureyri um hríð þar sem þau eignuðust vini sem bund- ust þeim ævitryggðum. En 1938 bregður Tryggvi faðir hans búi á Kirkjubóli og Olafur tek- ur við ábúð jarðarinnar. Sat hann með sæmd til ársins 1946 að hann selur jörðina ísafjarðarkaupstað og þau Jensína flytja til Reykjavíkur. Stóð heimili þeirra þar síðan, en Ólafur hóf þá þegar störf hjá Raf- magnsveitum ríkisins, fyrst við framkvæmdir víðsvegar um land, línulagnir o.flv en síðari árin við birgðavörzlu. Ég hefí það fyrir satt að enginn hafí nokkru sinni þurft að ganga í verk Ólafs Tryggvason- ar. Þau Jensína eignuðust sex böm, og eru þau þessi í aldursröð: Sverr- ir, verkfræðingur, kvæntur Hjördísi Guðlaugsdóttur; Edda, hjúkrunar- fræðingur, gift Gunnari Biering lækni. Hún fórst ung í bifreiðaslysi í Bandaríkjunum; Þórhallur, verk- taki í Bandaríkjunum; Ólafur, garð- yrkjubóndi, kvæntur Svanhildi Jó- hannesdóttur; Brynja, fram- kvæmdastjóri, gift Jónasi Kerúlf; og yngstur Snorri, rafvirkjameist- ari, kvæntur Þuríði Haraldsdóttur. Jensína kona Ólafs átti við erfíð veikindi að stríða hin efri árin og andaðist í Reykjavík 15. desember 1983. Ólafur var meðalmaður á hæð, þéttvaxinn og samsvaraði sér vel, þéttur á velli og þéttur í lund og frábitinn flasi og fumi. Hann tók öllu sem að höndum bar með miklu jafnaðargeði jafnt mótlæti sem meðbyr. Jafnaðarlega var hann hýr og hlýr í viðmóti og glaður á góðri stundu. Eðli hans var að snúa öllu til betri vegar og að bera í bæti- fláka fyrir náungann. Þeim sem þessar línur ritar er tregt tungu að hræra, þegar hann kveður svo kæran vin sinn, að efna í verðug eftirmæli, enda gefí honum nú Guð raun lofí betri. Eg kynntist þessum föðurbróður konu minnar á unga aldri. Þótt aldursmunur væri mikill féll einstaklega vel á með okkur svo aldrei bar skugga á og átti hið sama við um konu hans Jensínu og var hún þó ekki allra. Minnisstæð eru lomberkvöldin með Söebekkunum frændum hans. Þá var alltaf glatt á hjalla. Eins eru laxveiðiferðimar ljóslifandi í hug- skotinu. Þeirra stunda naut hann í ríkum mæli enda stafaði af honum gleðin og góðlyndið. Við Gréta eigum Ólafí og Jensínu mikið að þakka fyrir órofa viriáttu og góðsemd í okkar garð. Óli frændi var stórt nafn og elskuríkt í hugum barna okkar, sem minnast hans með þakklæti og gleði. Gamall og þreyttur maður hefir fengið kærkomna hvíld. Farsælu lífi er lokið sem þakka ber fyrir og gleðjast yfir. Dijúgu dagsverki skil- að hnökralausu. Góður þegn geng- inn, vammlaus vinur og frændi. Fari hann í friði, friður Guðs hann blessi. Sverrir Hermannsson. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð perlan sími 620200 MUNIB! Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssiúkra barna Seld i Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar i síma 676020.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.