Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
t
Ástkær eiginmaöur minn og faðir okkar,
MOGENS A. MOGENSEN,
lyfsali,
andaðist aðfaranótt 23. september 1992.
Petra Mogensen,
Ellen M. Thors, Gunnar Mogensen.
t
Móðir okkar,
JÓNA ÞORLEIFSDÓTTIR,
Suðurgötu 17,
Akranesi,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 22. september.
Helgi K. Haraldsson,
Þorgeir Haraldsson.
t
Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLÖF BÁRAINGIMUNDARDÓTTIR,
lést í Borgarspítalanum 15. þ.m.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðrún Guðlaugsdóttir,
Eygló Ólafsdóttir, Þorsteinn Egilson,
Hulda Haraldsdóttir, Gunnlaugur Gestsson,
Eva Þórarinsdóttir, Hjalti E. Sigurbjörnsson,
Arna Þórarinsdóttir, Áki Hauksson,
Bára, Alma, ísak,
Grétar Sveinn og Haukur Ingi.
t
Móðir okkar,
SVANHVÍT JÓHANNESDÓTTIR,
andaðist að morgni 23. september í Borgarspítalanum.
Anna Svandís Guðmundsdóttir,
Bjarni Már Jónsson,
Guðbjörg Jónsdóttir,
Gróa Jónsdóttir.
t
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁSTU M. EIRÍKSDÓTTUR,
Hvftabandinu,
áður Stigahlfð 26,
verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 25. septem-
ber kl. 15.00.
Ema Guðbjarnadóttir,
Guðmundur Guðbjarnason, Þórunn Magnúsdóttir,
og barnaböm
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ANNAS KRISTMUNDSSON,
Engjavegi 34,
Tsafirði,
verður jarðsunginn frá isafjarðarkapellu laugardaginn 26. septem-
ber kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Friðgerður Guðný Guðmundsdóttir,
Steinunn Annasdóttir,
Vilhelm Annasson,
Ásgeröur Annasdóttir,
Bergþóra Annasdóttir,
Sigmundur Annasson,
Guðný Anna Annasdóttir,
Dagný Annasdóttir,
Halldór Benediktsson,
Særún Axelsdóttir,
Ómar Ellertsson,
Kristján Eirfksson,
Agnes Karlsdóttir,
Sigurjón Haraldsson,
Húnbogi Valsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar. +
EINAR ÁRNASON
lögfræðingur,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. september
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið.
Bergljót Sigrfður Einarsdóttir,
Páll Lúövfk Elnarsson, Svanbjörg Hróðný Einarsdóttir.
Ami Böðvars-
son - Kveðjuorð
Þegar mér bárust þau sorgartíð-
indi vestur til Bandaríkjanna, þar
sem ég var staddur snemma í þess-
um mánuði, að gamall og góður
vinur um nær hálfa öld, Árni Böðv-
arsson, væri allur, fiugu mér í hug
þessar ljóðlínur Bólu-Hjálmars:
„Mínir vinir fara fjöld,/ feigðin
þessa heimtar köld.“ Því er að von-
um svo farið, þegar menn hafa náð
nokkrum aldri, að þeir verða æ oft-
ar fyrir þeirri reynslu að þurfa að
sjá á bak vinum sínum og samferða-
mönnum. Og oftast finnst okkur
brottför þeirra ótímabær. Svo er
mér líka innanbijósts, þegar Árni
Böðvarsson hefur kvatt okkur, enda
þótt hann væri kominn nærri sjö-
tugsaldri. Þeim, sem þekktu til
starfsorku hans og dugnaðar, fannst
ekki nema sjálfsagt, að hann ætti
eftir að koma í verk mörgum ólokn-
um áhugamálum sínum, en þau
voru á mörgum sviðum, svo sem
komið hefur fram hjá þeim, sem
eftir hann hafa mælt. En mennirnir
vilja, en guð einn ræður. Undir það
jarðamen hljótum við, dauðlegir
menn, að ganga, og enginn kaupir
sig frí, þegar kallið kemur.
Enda þótt nú sé nokkuð um liðið,
síðan Ámi Böðvarsson var jarðsung-
inn, og margir hafa að maklegleik-
um mælt eftir hann, vil ég engu að
síður minnast hans með nokkmm
kveðjuorðum að leiðarlokum, þar
sem svo tókst til, að ég gat ekki
fylgt honum síðasta spölinn.
Ámi Böðvarsson var fæddur á
Giljum í Hvolhreppi 15. maí 1924.
Stóðu að honum ágætar ættir um
Rangárþing í föðurætt, en móður-
ættin var komin austan úr Land-
broti í Skaftárþingi. Ámi var því
hreinræktaður Sunnlendingur í ætt-
ir fram.
Við Ámi hittumst fyrst, þegar
hann hóf nám við heimspekideild
Háskóla íslands í íslenzkum fræð-
um, eins og þau vom kennd á fyrri
hluta aldarinnar. Settist hann í
deildina haustið 1945, en vorið áður
hafði hann brautskráðst frá
Menntaskólanum 1 Reykjavík sem
utanskólastúdent. Fljótt var Ijóst,
að Árni hneigðist einkum að mál-
fræðinámi, enda fór þá þegar orð
af honum sem miklum málamanni.
Hygg ég, að honum hafí látið al-
mennt málanám ekki síður en
sökkva sér ofan í harða málfræði,
enda þótt hann væri mjög vel heima
á þeim vettvangi, svo sem öll rit
hans bera glöggt vitni um. Hann
hafði einnig hlotið góðan undirbún-
ing undir málakunnátu sína í þeim
kunna heimaskóla þeirra Fellsmúla-
feðga, séra Ófeigs Vigfússonar og
séra Ragnars Ófeigssonar.
Ámi lauk jirófí frá Háskólanum
árið 1950. A þeim árum lá lítið
annað fyrir okkur, sem brautskráð-
umst úr heimspekideild, en kennslu-
störf, prófarkalestur og annað f
þeim dúr. Á Áma hlóðust fljótt
margvísleg störf í fræðigrein hans,
enda mun ekki hafa af veitt, því
að hann var þá orðinn fjölskyldu-
maður með konu og tvö böm. Hann
hafði fest ráð sitt árið 1946 og geng-
ið að eiga Ágústu Ámadóttur frá
Látalæti í Landsveit. Eignuðust þau
tvö böm, Emu, sem er námsstjóri
í menntamálaráðuneytinu, og Sig-
urð, sem er sérfræðingur í krabba-
meinslækningum við Landspítalann.
Árni fór snemma að gera sig lið-
tækan í fræðum sínum. Þegar árið
1953 sendi hann frá sér kennslubók
í hljóðfræði handa byrjendum. Hann
hafði einmitt á þeim ámm á hendi
kennslu í hljóðfræði við Kennara-
skóla íslands, en hafði þar áður
kennt almenna og íslenzka hljóð-
fræði við Háskóla íslands 1950-51.
Sendikennari varð Árni svo við
háskólana í Ósló og Björgvin á áran-
um_ 1955-57.
Á þessum áram var Ámi ráðinn
til þess af stjóm Orðabókarsjóðs
Sigfúsar Blöndals að safna saman
til viðbótarbindis við Orðabók
Blöndals þeim orðaforða, sem mynd-
azt hafði frá útgáfu hennar um
1920, og eins bæta ýmsu við, sem
í hana hafði vantað og menn höfðu
tekið eftir við notkun hennar. Þetta
verk vann hann að vonum í nánum
tengsium við seðlasafn Orðabókar
Háskólans. Viðbótarbindi þetta kom
síðan út 1963.
Það var einmitt á þessum árum,
sem kunningsskapur okkar Áma
hófst að marki, þar sem ég var þá
orðinn starfsmaður Orðabókarinnar.
Einkum varð það þó, þegar hann
hóf orðasöfnum fyrir væntanlega
íslenzka skólaorðabók fyrir Menn-
ingarsjóð og fékk starfsaðstöðu hjá
Orðabókinni. Æxlaðist þá svo til,
að skrifborð hans var beint á móti
mínu skrifborði, svo að við horfð-
umst í augu um alllangt skeið, með-
an orðabók hans var í smíðum. Eins
sat aðstoðarmaður Áma, Helgi Guð-
mundsson dósent, í sama herbergi.
Ekki verður því neitað, að mörg orð
fiugu þá um borð og ekki alltaf „af
setningi slegið“, a.m.k. frá minni
hálfu. En þá komst ég einmitt bezt
að því, hversu Árni var grandvar í
orðum og honum lítt gefið um stór-
yrði um menn og málefni, þótt hann
gæti hins vegar vissulega verið þétt-
ur fyrir á stundum og ekki alltaf
tilbúinn að láta af skoðunum sínum.
En slíkt er ekki galli á nokkrum
manni, heldur einmitt hið gagn-
stæða. En Ámi var svo ljúfur í allri
viðkynningu, að mér er óhætt að
fullyrða, að öllum hafí þótt vænt
um hann, sem við hann kynntust.
Þá áttum við Árni samleið í stjóm
Félags íslenzkra fræða um nokkur
ár, og þar var reynsla mín hin sama.
Á þeim árum hóf félagið útgáfu
tímaritsins íslenzk tunga, og átti
Ámi einna drýgstan þátt í að hleypa
því af stokkunum og sat í ritstjórn
þess, meðan það kom út. Því miður
lognaðist þetta tímarit út af nokkr-
um áram síðar, en vel veit ég, að
Áma sámaði þau endalok ekki síður
en öðram þeim, sem höfðu í upp-
hafí staðið að þessu .tímariti, sem
enn í dag hefði átt að geta lifað
þokkalegu lífí.
Eins og fram hefur komið, var
Ámi mikill málamaður. Jafnvel lagði
hann stund á ýmis tungumál, sem
menn gera ekki almennt hér á landi.
Hann mun hafa getað bjargað sér
vel í finnsku, og á rússnesku kunni
hann góð skil, og prófí lauk hann í
búlgörsku við háskólann í Uppsölum
1980.
Ámi gerðist meðhöfundur að ís-
lenzk-rússneskri orðabók með Val-
eríj P. Bérkov prófessor í Len-
ingrad. Sú bók kom út árið 1962.
Þá var Ámi mikill áhugamaður um
esperantó, enda var hann um langt
árabil framarlega í röðum esparant-
ísta hér á landi. Þeim þætti í lífi
Áma hafa þeir, sem með honum
störfuðu á þeim vettvangi, gert góð
skil í eftirmælum sínum.
Orðabók Menningarsjóðs kom út
árið 1963 og var síðan endurprentuð
nokkram sinnum. Um 1980 var svo
ákveðið að endurskoða orðabókina
og gefa hana út aukna og endur-
bætta. Að því verki stóð með Áma
Ásgeir Blöndal Magnússon orðabók-
arritstjóri, enda var verkið enn unn-
ið í tengslum við söfn Orðabókar
Háskólans. Orðabókin hafði líka
vaxið mjög á þeim tveim áratugum,
sem liðnir voru frá fyrri útgáfu, svo
að þar var margs að vænta fyrir
nýja útgáfu. Þessi útgáfa kom út
árið 1983 og er um margt breytt
frá hinni fyrri. Enginn vafí leikur á
því, að Orðabók Menningarsjóðs
mun um langa framtíð geyma nafn
Áma Böðvarssonar, enda var hann
frá upphafí aðalhöfundur hennar,
þótt hann sé einungis titlaður sem
ritstjóri hennar á titilblaði.
Árið 1967 gerðist Árni fastur
kennari við Menntaskólann við
Hamrahlíð og starfaði þar óslitið til
vors 1984. Þar naut þekking hans
á íslenzkri tungu og hljóðfræði sín
áreiðanlega vel, enda er mér kunn-
ugt um, að hann örvaði mjög áhuga
nemenda sinna á móðurmálinu, m.a.
á þann hátt að láta þá gera verk-
efni um ákveðin mállýzkuorð og
merkingu þeirra. Jafnvel gleymdi
hann ekki heldur unglingamáli og
svonefndum slanguryrðum. Allt
sýnir þetta víðsýni Áma um tungu
okkar og sögu hennar.
Málfarsráðunautur Ríkisútvarps-
ins varð Árni svo árið 1984 og
gegndi því starfí þar til snemma
þessa árs, þegar veikindin sóttu á
hann. Eins og starfsheitið bendir
til, átti hann að leiðbeina starfs-
mönnum Ríkisútvarps (og Sjón-
varps) um málfarsleg efni og þá
eðlilega einkum þeim, sem koma
fram fyrir alþjóð með fréttir og
annað flutt efni. Til þess að þetta
starf yrði sem árangursríkast, kom
Árni m.a. á fót litlu innanhúsriti,
sem hann kallaði Tungutak. Átti
það leiðbeiningarrit að koma þeim
að notum, sem settu saman alls
konar fréttaefni til flutnings, en um
leið ekki síður til að kenna það, sem
bezt færi í íslenzku máli. Á þann
hátt gæti það einnig um leið orðið
hlustendum útvarpsins til fyrir-
myndar um gott mál. Hér hafði og
hefur því miður oft skort mjög á
um nógu vandað málfar að mínum
dómi. Þetta vissi Ámi auðvitað vel,
ekki sízt frá mörgum þáttum sínum
um Daglegt mál í Ríkisútvarpinu.
Því miður átti hann hér oft við ram-
man reip að draga og áreiðanlega
oft úr vöndu að ráða. Þessu leyndi
hann ekki heldur fyrir mér, þegar
ég var á stundum að hnippa við
honum og segja, að mér fyndist
hann á stundum heldur linur í sókn-
um fyrir hönd tungunnar. En hér
kom fram prúðmennska hans í öllu
fasi, sem áður hefur verið minnzt
á, og það að vilja sem minnst
styggja aðra, jafnvel þótt honum
þætti á stundum meira en nóg um
bögumælin og skort á þekkingu
málsins. Hann ætlaðist vitaskuld
einnig til þess, að þeir, sem á þyrftu
að halda, læsu þær leiðbeiningar,
sem hann setti fram, og tækju þær
til greina við samningu frétta og
annars mælts máls í útvarpinu. Sem
betur fer, mun honum líka hafa
orðið þar að ósk sinni, þótt lengi
megi bæta um.
Vafalaust má ýmsum þykja það
undarlegt, að svo mikill orðabókar-
maður sem Árni Böðvarsson var
skyldi ekki lenda sem sérfræðingur
við Orðabók Háskólans. Til þessa
liggja trúlega ýmsar ástæður,_ en
mér segir svo hugur um, að Árni
hafí í reynd ekki haft mikinn áhuga
á að binda sig fastan við svo sér-
hæfð störf, sem þar era unnin, þótt
hann hefði vissulega alla burði til
þess. Honum hefur áreiðanlega ver-
ið meira í mun að geta helgað sig
ýmsum öðram störfum, enda ekki
víst að miklar innisetur hafí hentað
honum vel. Hann var mikill ferða-
maður og hafði áhuga á íslenzkri
náttúra og íslenzku landslagi. Hann
var og leiðsögumaður útlendra
ferðamanna um fjölmörg ár, einkum
þýzkra, og þar naut málakunnátta
hans sín vel. Ég held einmitt, að
hann hafí haft einna mestar mætur
á þýzkri tungu, enda hún mikið
beygingarmál og málfræði um
margt flókin, svo sem og er um
tungu okkar. Reyndi jiar því vel á
þolrifin, og það hefur Árna líkað vel.
Þá er komið að leiðarlokum, þótt
margt sé enn ósagt um vin minn
Áma Böðvarsson. Ekki var annað
vitað en hann væri við nokkuð góða
heilsu. Giktveikur var hann nokkuð
á síðari áram, eins og er um fleiri
á þessum aldri, en dugnaður hans
var slíkur, að hann lét slíkt lítt á
sig fá. Hann ferðaðist alltaf mikið
og stundaði sund til þess að liðka
líkama og limi. Varð engan veginn
annað á honum séð en hann ætti
enn marga og góða lífdaga fyrir
höndum með ástvinum sínum og
öðram vinum. En óvættur lá í leyni,
þar sem var illkynja æxli í höfði,
sem lagði hann að velli á fáeinum
mánuðum. Við slíku varð ekki séð,
en einungis þakkarvert, að hann
þurfti ekki að búa öllu lengur við
sitt helstríð, en því lauk 1. septem-
ber sl. Þessum línum mínum vildi
ég koma á framfæri, J)ótt síðbúnar
séu, til þess að þakka Áma Böðvars-
syni ánægjulega samleið á lestaferð
okkar. Um leið sendi ég Ágústu og
bömum þeirra og öðra skylduliði
samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu
minnar.
Jón Aðalsteinn Jónsson.