Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 41

Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 41 15 klukkustunda námskeið um þetta öfluga gagnavinnslukerfi á Macintosh og PC. Spjaldskrár, límmiðar, og alls konar upplýsingaúrvinnsla verður leikur einn. aÖ hk-92102 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 ® Þessir hlutu viðurkenningu frá knattspyrnudeild UMFG fyrir góða frammistöðu, talið f.v. Ólafur Ingólfsson markahæstur í 1. flokki, Vilberg Sverrisson, Þorsteinn Bjarnason, Hjálmar Hallgrímsson knattspyrnumaður UMFG 1992, Björn Skúlason, Þórður Birgir Boga- son markakóngur UMFG 1992 og Bjarni Jóhannsson þjálfari. KYNNINGARVERÐ GERÐ FE 5 4 - STAÐGREITT KR. 39900 KR. 41999 - MEÐ AFBORGUNUM RONNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68 Morgunblaðið/Krimann Olafsson Hópur þeirra sem hlutu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í yngri flokkum UMFG í sumar. ÖMNDAVÍK Fimmtán ára afmæli fagnað Grindavík. Knattspyrnudeild UMFG fagn- ar um þessar mundir 15 ára. afmæli deildarinnar. Þá var haldið lokahóf knattspyrnumanna í lok íslandsmóts. „Ég er þokkalega ánægður með árangur meistaraflokks í sumar en finnst þó að betur hefði mátt gera,“ sagði Gunnar Vilbergsson formaður knattspyrnudeildar við Morgunblaðið. „Við stefndum hærra og vorum of langt frá toppl- iðunum til þess að menn geti ver- ið sáttir. Starfið í heild hefur hins vegar gengið mjög vel á þessum tímamótum hjá félaginu. Yngri flokkar félagsins hafa staðið sig. vel í sumar og kvennaflokkarnir hafa náð sérstaklega góðum árangri og þær raddir eru þagnað- ar sem vilja leggja kvennaknatt- spyrnu niður. Sú ráðstöfun að skipta starfinu niður og skipa unglingaráð hefur tekist vel og sérstaklega vel hefur gengið að virkja foreldra í samtarfi og er það vel,“ sagði Gunnar. Meistaraflokkur félagsins náði sínum besta árangri í sögu félags- ins, 3ja sæti í keppni annarrar deildar og hækkaði sig um eitt sæti frá fyrra ári. Knattspyrnu- menn völdu leikmann íslandsmóts- ins úr sínum röðum og var Hjálm- ar Hallgrímsson valinn besti leik- maður sumarsins og hlýtur hann sæmdarheitið knattspyrnumaður UMFG 1992. Markahæstur og þar með markakóngur UMFG var Þórður Birgir Bogason með 10 mörk og gat Bjarni Jóhannsson þjálfari þess að það væri eini titill- inn sem ekki væri hægt að kjósa um. Bjarni hefur þjálfað meistara- flokk félagsins þau 3 ár sem hann hefur leikið í 2. deild en óráðið er með framhald á því starfí. Uppskeruhátíð yngri flokkanna var einnig haldin í mótslok og var mikill fjöldi bæði keppenda og aðstandenda þeirra viðstaddur. Gunnlaugur Hreinsson formaður unglingaráðs gat þess í upphafi að vel hefði tekist til við ráðningu þjálfara fyrir yngri flokka félags- ins og hefðu verið íþróttamenntað- ir menn við stjórnvölinn hjá öllum flokkum félagsins og væri það óvenjulegt. Þá kom fram að vaxt- arbroddur væri í knattspymunni í Grmdavík og sjálfsagt víðar væri í kvennaflokkum félagsins og mik- il vinna við þá væri að skila sér í auknum árangri. Það er því óhætt fyrir knattspyrnumenn í Grindavík að líta björtum augum til framtíð- arinnar. FÓ Þýskir ullarjakkar, glæsilegt úrval. v/Laugalæk sími 33755 f/f/ FAGOR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.