Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
----------------------------------------
NEYTENDAMAL
48
Grös til heilsubóta
Okkur hefur borist í hendur
nýútkomin bók „íslenskar lækn-
ingajurtir, söfnun þeirra, notkun
og áhrif“, eftir Arnbjörgu Lindu
Jóhannesdóttur og er bókin gefin
út af Erni og Órlygi. Þetta er
mjög fróðleg bók og aðgengileg
og góður fengur fyrir áhugafólk
um íslenskar jurtir. Það sem ger-
ir þessa bók frábrugðna mörgum
erlendum bókum um svipað efni
er að í henni er að finna upp-
skriftir að jurtalyíjum sem neyt-
endasíðan er ekki dómbær á.
Jurtir þarf að nota rétt
Höfundurinn bendir á í for-
mála að grasalækningar hafi ver-
ið stundaðar meðal þjóða frá alda
öðli og hafi fólk lært í tímans rás
að greina á milli hvaða jurtir
væru góðar til matar og hveijar
til lækninga. Hún bendir á að
fjölmörg tilbúin lyf séu búin til
úr virkum efnum jurta og segir
að munurinn á þeim og jurtalyfj-
unum sé sá að í jurtalyfjunum
myndi virku efnin heild, séu í
náttúrulegu jafnvægi, en ekki
aðeins einangruð virk efni sem
hafi sem sterkustu áhrif eins og
í tilbúnum lyfjum. Jafnvægið
skipti máli. En ekki eru allar jurt-
ir hættulausar. Arnbjörg segir
að ekki verði á móti því mælt
að margar jurtir séu heilsusam-
legar svo fremi þær séu notaðar
rétt.
Jurtir og heilbrigðari
lífshættir
Það hafa fleiri bækur um jur-
■ talækningar verið gefnar á ís-
landi. Náttúrlækningafélag ís-
lands gaf út íslenskar lækninga-
og drykkjajurtir árið 1973 og var
hún tekin saman af Birni L. Jóns-
syni lækni. Tengist bókin hvatn-
ingu til landsmanna til að taka
upp heilbrigðari lífshætti. í inn-
gangi bókarinnar er vitnað í eldri
kver sem gefín hafa verið út hér
á landi þar á meðal rit eitt sem
kom út á Akureyri árið 1860
eftir Alexander bónda Bjarnason
og nefndist kverið Um íslenskar
drykkurtir, söfnun þeirra,
geymslu, nytsemi, verkanir og
tilreiðslu. Höfundur vildi með
útgáfu kversins koma í veg fyrir
vaxandi kaffineyslu íslendinga
sem hann sagði vera landsmönn-
um mjög óholl. Hann taldi kaffið
Flestar þjóðir gera sér ljóst að
næring skiptir máli fyrir einstakl-
inginn eigi hann að ná á árangri,
hvort sem er á líkamlegu eða
andlegu sviði. Þær þjóðir serh
mesta yfirburði hafa, telja það
vera siðferðilega skyldu sína að
sinna vel næringu barna sinna
og spara ekki þann þáttinn. Þjóð-
um er það full ljóst að með því
er verið að styrkja heilbrigði
þeirrar kynslóðar sem taka mun
við í fyllingu tímans. Atgervi af-
komenda er ekki aðeins mikil-
væg, framtíð hverrar þjóðar
ræðst af því hvernig til tekst með
atlætið.
Morgunverður og
námsárangur
Menntun er mikilvæg og
árangur í námi hefur reynst sam-
tengdur næringarástandi nem-
enda. Það er reyndar löngu vitað
mun meiri skaðvald en brennivín-
ið. Alexander er sagður hafa
haft litla þekkingu á grasafræði
eða lækningum en heimildar hans
eru eldri rit eins og grasafræði
Odds læknis Hjaltalíns, Grasny-
tjar Björns prófasts Halldórsson-
ar og lækningabók Jóns læknis
Péturssonar með viðauka eftir
Svein lækni Pálson
Eldri bækur um
grasalækningar
í bókinni Lækningar Séra Þor-
kels Arngrímssonar eftir Vil-
mund Jónsson landlækni er getið
um eldri lækningabækur eins og
Eitt lækninga kver samantekið
af Grunnavíkur-Jóni um 1724.
Þar er sagður vera einn kafli:
Um hænsni, grös, fræ og rætur.
en nú hefur tekist að mæla árang-
urinn. Komið hefur í ljós að hann
er umtalsverður. í bandarískum
grunnskólum hefur börnum lág-
tekjufólks víða verið boðið upp á
ókeypis morgunverði í skólunum
og hefur sambandsríkið staðið
straum af kostnaðinum.
Könnun sem gerð hefur verið
á námsárangri nemenda hefur
leitt í ljós að þeir nemendur sem
fengu skólamorgunverð sýndu
meiri framfarir í námi en þau
börn sem áttu rétt á sams konar
mörgunverði en tóku hann ekki.
Námsárangurinn mælanlegur
Könnunin, sem náði til um
1000 barna, var gerð í sex barna-
skólum í bandaríska bænum
Lawrence Massachuset. Þar var
nemendum boðið upp á ókeypis
morgunverði. Af 90 % nemenda
Sú bók er sögð byggða að hluta
á enn eldra riti frá 1652 eftir
séra Þorkel Arngrímsson í Görð-
um á Álftanesi. En séra Þorkell
mun hafa verið við nám erlendis
m.a. í Þýskalandi og Hollandi og
stundaði lækningar hér á landi.
Lækningaaðferðir hans orka þó
tvímælis í dag og má furðu gegna
að að fólk skuli hafa lifað af
sumar þeirra af eins og blóðtök-
urnar, kvikasilfurlækningar,
járnbakstra, brennisteinssmyrsl-
in, ryð, spanskgrænu o.fl. Hann
notaði einnig grös og jurtir í lyf
sín og sum langt að komin.
Lækningar fyrr á öldum
í bók Vilmundur er að finna
lista yfír efni sem skráð voru í
lyfjasafni séra Þorkels og kennir
sem áttu rétt á morgunverði voru
aðeins 30% nemenda sem tóku
hann. Námsárangri nemenda í
3. til 6. bekk var síðan fylgt eftir
með því að bera saman prófár-
angur á milli missera.
Áhugi á námi eykst
Könnunin leiddi í ljós að báðir
hópar nemenda, þ.e. þeir sem
borðuðu í skólanum og þeir sem
gerðu það ekki, sýndu framfarir
í námi, en árangurinn var mun
betri hjá þeim sem borðuðu reglu-
lega morgunverði í skólanum.
Þeir stóðu sig sem svarar tveim
prósentum betur í stærðfræði,
fjórum prósentum betur í lestri
og sex prósentum betur í skiln-
ingi lesins máls.
Einnig kom í ljós að þessi börn
sóttu skólann betur en hin sem
ekki fengu reglulega skólamorg-
unverði, skólamæting hjá þeim
margra grasa. Þar má m.a. sjá
að til lækninga hefur verið notað-
ur forn bjór, kúrenur, plómur,
brauð, lyfjadeig úr jurtaefnum
einkum fræjum eða úr kryddefn-
um m.a. lauk, elexír úr myrru,
alóe og krókus, leyst upp í vín-
anda. Plástra sem innihéldu upp-
bleyttar brauðskorpur eða vax,
jurtaolíur eða önnur jurtaefni.
Kynjaplástur undir heitinu
„magnurn" og var hann saman-
settur úr ekki færri en 60 jurtum
og smjöri til viðbótar. Þessar og
fleiri jurtir voru notaðar á 17.
öld. Sumir sjúklingarnir hafa lif-
að lækninguna af, eða þeir lifðu
þrátt fyrir lyfin, svo voru hinir
sem án efa fengu meina sinna
bót.
M. Þorv.
var betri og þau komu sjaldnar
of seiftt í skólann. Skólamæting
þykir ekki síður mikilvæg. Marg-
ar rannsóknir hafa leitt í ljós að
á þeim megi sjá fyrir, jafnvel
snemma á skólaferlinum, hveijir
séu í hættu með að gefast upp í
námi og hætta í skóla.
Léleg næring skerðir
einbeitingu
Rannsóknir sem gerðar hafa ver-
ið víðar gefa svipaðar niðurstöð-
ur. í Wales á Englandi batnaði
námsárangur hjá börnum sem
fengu vítamín að viðbættum
steinefnum. Svipaðar niðurstöður
fengust af könnun á nemenda-
hópi í Belgíu. Þykja þær benda
eindregið til þess að lélegt matar-
æði hafi bein áhrif á hæfileika
barna til einbeitingar í námi.
M.Þorv.
Morgnnverður bætir námsárangur
Laxaís með melónu
FORRETTIR
Metveiði hefur verið á laxi í íslenskum
ám í sumar og eiga margir mik- ið af
reyktum laxi í frystikistunni.
Flestum fínnst hann góður,
enda er hann viðurkenndur um allan heim sem
ljúfmeti, bæði sem álegg og forréttur. Við
Islendingar borðum hann mikið ofan á brauð,
en þegar við gerum veislu úr honum er hann
oftast borinn fram með eggjahræru, aspas og
ristuðu brauði. Gaman er að breyta til og búa
til allt annað — laxaís, sem er bæði nýstárlegur
og góður. Fyrirhöfnin er heldur ekki mikil,
en við þurfum helst að nota kvörn (mix-
ara). Þessa rétti má geyma í nokkra
daga, jafnvel vikur í frysti. En
skömmu áður en ísinn er mótaður
(skorinn) og borinn fram, þarf að
láta hann standa í um A klst. í
kæliskáp til að mýkja hann örlítið.
Með báðum þeim réttum, sem hér
er boðið upp á, er mjög gott að nota
melónu, en að sjálfsögðu getur hver
og einn valið það, sem honum hent-
ar, t.d. vínber eða perur, hrátt eða
soðið grænmeti, én ristað brauð er
ómissandi.
úr dósinni, hitið í potti, takið af
hellunni og bræðið matarlíms-
blöðin í heitum vökvanum. Kælið
síðan án þess að þetta hlaupi
saman. -
4. Setjið allt sem eftir er í dós-
inni saman við laxinn í kvörninni
og malið, setjið sítrónusafa, pipar
og tabaskósósu út í. Setjið kalda
mat- arlímsblönduna
út í.
Laxaískúlur með melónu
250 g reyktur lax
1 hálfdós niðursoðnir tómatar
5 dropar tabaskósósa
1 tsk. sítrónusafi
nýmalaður pipar
3 blöð matarlím
1 meðalstór melóna
1. Takið roð . .
af laxinum og
íjarlægið öll bein.
Setjið í kvörn og malið
fínt.
2. Leggið matarlímið í bleyti
í kalt vatn í 5 mínútur.
3. Takið 1 dl af tómatsafanum
5. Setjið í skál í frysti í 30
mínútur, hrærið þá í skálinni og
látið fijósa áfram þar
til allt er frosið saman.
Leggið síðan filmu yfir
skálina.
6. Kljúfið melónuna,
fjarlægið steina. Búið
síðan til kúlur úr ald-
inkjötinu með þar til gerðri skeið.
Nota má teskeiðina af mæliskeið-
um.
7. Takið ísinn úr frysti, búið
til kúlur úr honum með sömu
skeið og melónukúlurnar. Hafið
skál með sjóðandi vatni við hönd-
ina, stingið skeiðinni ofan í vatn-
ið áður en þið mótið kúlurnar.
8. Raðið melónukúlum og laxa-
kúlum í glas með fæti. Berið strax
á borð.
Athugið: Laxakúlurnar má
setja á disk í frysti, þegar við
erum búin að móta þær. Smytja
þarf diskinn áður með matarolíu.
Laxaís í sneiðum með melónu
300 g reyktur lax (nota má sil-
ung)
75 g mjúkt, ósalt smjör
1 lítil dós hreinn ijómaostur
ferskt oregano eða basilika
eða 1 tsk. þurrkað
mikið af nýmöluðum pipar
3 eggjahvítur
1 mjúk góð melóna (sú tegund
sem ykkur hentar)
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
nokkur blá vínber
1. Setjið laxinn í kvörn og
malið fínt. Setjið smjör og ijóma-
ost saman við og blandið vel sam-
an.
2. Malið vel af pipar út í, setj-
ið oregano eða basiliku út í og
blandið vel saman.
3. Þeytið eggjahvíturnar og
blandið varlega saman við.
4. Smyrjið lítið, aflangt álmót,
setjið í mótið, breiðið filmu yfir
og setjið í frysti.
5. Takið úr frysti 1 klst. fyrir
notkun, ýtið álforminu frá bör-
munum, hvolfið á bretti, skerið í
sneiðar með beittum hníf eða
brauðsög. Sneiðunum má raða á
fat og stinga í frysti þar til rétt
áður en bera á réttinn fram.
6. Kljúfið melónuna, fjarlægið
steina, afhýðið og skerið í sneiðar.
7. Setjið eina eða tvær laxaís-
sneiðar á smádisk, melónusneið
og 3-5 blá vínber.
Atugið: Oftast er hægt að fá
ferskt oregano eða basiliku.