Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 49

Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 49 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI U 18 Ævintýraleg endalok Erum komnir með ann- an fótinn til Englands - segir Pálmi Haraldsson, fyrirliði unglingalandsliðsins Það var stórkostlegt að leggja Belgíumennina að velli og komast áfram í keppninni. Við erum komnir með annan fótinn til Englands og það væri stórkost- legt að komast þangað í úrslita- keppnina," sagði Pálmi Haralds- son, fyrirliði íslenska drengja- landsliðsins. í 16 liða úrslitum mætir ís- lenska liðið sigurvegaranum úr riðli þar sem Búlgarar, írar og N-Írar eigast við. Úrslitakeppnin fer fram í Englandi í júní á næsta ári, en þar leika átta lið. „Við verðum að undirbúa okkur vel í vetur og það kostar miklar æf- inga. Hópurinn er mjög samstillt- ur emja hafa flestir strákamir leikið lengi saman. Við tókum þátt í úrslitakeppni í Sviss í fyrra. Það kemur til með styrkja liðið mikið þegar Guðmundur Bene- diktsson, sem leikur með Ekeren í Belgíu, verður orðinn góður af meiðsiunum sem hafa hijáð hann,“ sagði Pálmi. Sveinn Sveinsson, formaður unglinganefndar KSI, sagði að miklar líkur væru á að næstu leik- ir liðsins færu fram í apríl eða maí á næsta ári. „Ég vona að það verði ekki Búlgarar sem við leik- um gegn,“ sagði Sveinn. Þá má geta þess að landsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri, sem vann Danmörku á Selfossi, 4:1, í fyrradag á góða möguleika á að komast í úrslita- keppni Evrópukeppninnar, sem fer fram í Tyrklandi næsta sum- ar. Þar leika sextán lið í úrslita- keppninni. Seinni leikurinn gegn Dönum fer fram 21. október í Danmörku. Unglingalandsliðið tryggði sér rétt til að leika í 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar með tveimur mörkum eftir að venjulegur leiktími var úti Belgíumenn náðu að jafna á 19. mín. og þá eftir vamar- mistök í íslensku vöminni. Geoffrey Claeys skoraði mark- ið með skoti úr vítateig. Stephane Somberffe kom Belgíumönnum yfir á 37. mín. rnámmi....... aður. *með skallamarki af stuttu færi á, en hann var einn og óvald- 2a Helgi Sigurðsson skoraði markið úr vítaspyrnu, sem hann rnámf ' *fiskaði sjálfur á 60. mfn. 3a Helgi Sigurðsson var síðan aftur á ferðinni Á 79. mín., métmen þá fiskaði hann aðra vítaspyrnu og skoraði örugglega úr hanni. 4a OHelgi skoraði þriðja mark sitt þegar þijár mín. voru búnar rnámaf venjulegum leiktíma - 92.51 mín. með skalla, eftir að Pálmi Haraidsson hafði sent knöttinn fyrir mark Belgíumanna og Ein- ar Árnason skaliað knöttinn til Helga. 5a Aðeins mín. síðar var knötturinn kominn aftur f net Belgíu- ■ fiimanna. Jóhann Steinarsson átti góðan skalla að marki og stefndi knötturinn í markið. Lúðvík Jónasson og markvörður Beigíu- iftanna kepptust við að ná knettinum og Lúðvík hafði betur - náði að spymti knettinum í netið. ÞAÐ var boðið upp á ævintýra- leg endalok á Varmárvellinum i Mosfellsbæ í gær, þar sem íslenska unglingalandsliðið náði að leggja Belgíumenn að velli, 5:2, og tryggja sér rétt til að leika í 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar. Strákarnir tryggðu sér áframhaldandi þátttöku með því að skora tvö mörk á einni mín. eftir að venjulegur leiktími var úti. „Ég var byrjaður að undirbúa mig fyrir framlengingu þegar strákarnir greiddu Belgíu- mönnum rothöggið með tveimur leiftursóknum sem gáfu mörk,“ sagði Guðni Kjart- ansson, þjálfari unglinga- landsliðsins. Endalok leiksins voru hreint ótrú- leg, því að þegar ellefu mín. voru til leiksloka var staðan 2:2 og Belgíumenn virtust öruggir með að komast áfram. Þá skoraði Helgi Sig- urðsson sitt annað mark úr vítaspymu, 2:3, þannig að samanlögð markatala var 5:5 og allt stefndi í framlengingu, en á ævintýralegan hátt náðu íslensku strákarnir að láta kné fylgja kviði og skora tvö mörk. Fyrst Helgi Sig- urðsson með skalla og síðan Lúðvík Jónasson af stuttu færi. íslensku strákarnir, sem léku Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar ekki vel í fyrri hálfleik, gerðu fyrsta mark leiksins er ívar Bjarklind skoraði af stuttu færi, en Belgíu- menn sem voru betri, svöruðu með tveimur ódýrurn mörkum eftir varn- armistök. „Við náðum okkur ekki á strik í fyrri hálfleiknum og vorum ákveðnir að gefa allt sem við áttum í seinni hálfleik. Heppnin var með okkur og dæmið gekk upp,“ sagði Helgi Sigurðsson, sem skoraði þijú mörk. „Það er alltaf gaman að skora, en að sjálfsögðu hefur það lengi verið draumurinn að skora þijú mörk í landsleik," sagði Helgi. „Það var stórkostlegt að ná að knýja fram sigur undir lok leiksins, eftir lélega byijun. Við vorum ákveðnir að sækja í seinni hálfleik, enda dugði ekkert annað í stöð- unni,“ sagði Pálmi Haraldsson, fyr- iriiði og besti leikmaður íslenska liðsins. Pálmi átti mjög góðan leik á miðjunni - var hreyfanlegur og ógnandi. Það sem háði íslenska lið- inu mest var hvað lítil samvinna var á milli varnar og sóknar. Lítil uppbygging kom frá öftustu mönn- um, þannig að miðvallarspilið var oft á tíðum máttlaust, þar sem leik- mennimir á miðjunni þurftu að draga sig aftur til að vinna knött- inn. Þetta þarf að laga fyrir næsta verkefni liðsins - í 16-liða úrslitun- um. l#\Eftir langt innkast Lúðvíks Jónassonar á 15. mín. náði i\#ívar Bjarklind knettinum eftir varnarmistök Belgíumanna og skoraði af stuttu færi. ísland - Belgía 5:2 Varmávöllur í Mosfellsbæ, Evrópu- keppni landsliða 18 ára og yngri, mið- vikudagurinn 23. september 1992. Aðstæður: Völlurinn góður, logn í byrjun leiks, en síðan smá gjóla og svalt. Mörk íslands: ívar Bjarklind (15.), Helgi Sigurðsson 3 (60., 79., 93.), Lúðvík Jónasson (94.). ■Vei\julegur leiktími er 90 mín. Mörk Belgiu. Geoffrey Cleays (19.), Stephane Sombreffe (37.). Gult spjald: Jóhann Steinarsson, Roen Caluwe, Frédéree Herfoel. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Steven Lloyd, Englandi. Áhorfendur: Um 200. Aðgangur var ókeypis. ísland. Atli Knútsson - Þorvaldur Ásgeirsson, Lúðvík Jónasson, Einar Ámason - Orri Þórðarson, Eysteinn Hauksson, Pálmi Haraldsson, Daði Pálsson (Jóhann Steinarsson 70.), Sig- urbjöm Hreiðarsson (Sigþór Júlíusson 61.) - ívar Bjarklind, Helgi Sigurðsson. Belgía: Herfoel - De Ridder, Caluwe, Wuillot - Van Laere, Druyts, Claeys, De Graef, Ferry - Sombreffe, Van Hout. Morgunblaðið/Kristinn Helgi Slgurðsson í skallaeinvígi við vamarmann Belgíu. Helgi skoraði þijú mörk, þar af tvö úr vítaspymum. ENGLAND Þorvaldur skoraði og lagði upp mark Þorvaldur Örlygsson átti mjög góðan leik með Nottingham Forest er liðið sigraði Stockport á útivelli í gærkvöldi, 3:2, í fyrri við- ureign þeirra í 2. umferð ensku deildarbikarkeppninnar. Þulur BBC hældi Þorvaldi mjög, en það var eftir sendingu hans sem Gary Bannister gerði fyrsta mark Forest. Nigel Clough gerði annað mark liðsins og Þorvaldur það þriðja. Hann komast þá í gegnum vöm Stockport eftir fallegt þríhyrn- ingsspil við Clough og skoraði lag- lega. Gascoigne byrjar vel Enski landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne var í gærkvöldi með í opinberum leik fyrsta sinni síðan vorið 1991, er Tottenham, sem hann lék með þá, heimsótti ítalska félagið Lazio í Róm — en Gascoigne er nú á mála hjá því. Og enski landsliðsmaðurinn byijaði vel, skor- aði strax og lagði síðan upp annað mark. Hann fór svo af velli á 66. mín., ákaft hylltur af áhangendum Lazio. Leikurinn fór 3:0. Gascoigne var himinlifandi í leikslok. „Ég vildi bara reyna að komast í gegnum leikinn tii að sýna Dino [Zoff, þjálfara Lazio] að ég væri kominn í góða æfingu, en að skora eftir tíu mínútur var ótní- legt.“ Gazzi sagðist hafa reynt að vera rólegur eftir markið, en áhorf- endur hefðu hreinlega sogað hann til sín — „ég stóðst ekki mátið að hlaupa til þeirra." . Enn er með öllu óljóst hvenær Gascoigne verður með Lazio I deild- arleik og bæði hann og Zoff sögðu í gærkvöldi að ákvörðun um það yrði ekki tekin fyrr en að vandlega athuguðu máli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.