Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
51
HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ
Gamanaðfá
að vera með
- sagði Hans Guðmundsson, sem
átti stóran þátt í fyrsta sigri HK
„ÞAÐ var gaman að fá loksins
að vera með. Ég fór inná með
því hugarfari að nú væri að
duga eða drepast, og það kom
í Ijós að adrenalínstreymið er
til staðar og alls ekki stíflað,"
sagði Hans Guðmundsson eftir
að hafa leikið sinn fyrsta leik
með HK, á móti KA í Digranes-
inu í gærkvöldi. Það var sem
þungu fargi væri létt af HK-
mönnum í leiknum, sem sigr-
uðu með fjórum mörkum,
26:22, unnu þar með sinn
fyrsta leik og átti Hans stóran
þátt í því.
Leikurinn var jafn fyrsta stund-
arfjórðunginn og sýndu liðin
oft á tíðum ágætan handknattleik.
Sóknarleikur KA-
Stefán manna var þó heldur
Eiríksson einhæfur, og er líða
skrífar tók á fyrri hálfleik-
inn sigu HK-menn
framúr. Síðustu mínútumar í fyrri
hálfleik sýndu þeir hreint út sagt
stjörnuleik, skomðu m.a. tvö „sirk-
usmörk", og gengu til búningsklefa
í hálfleik með þriggja marka for-
skot.
HK-menn héldu forskotinu í síð-
ari hálfleik, þrátt fyrir að KA-menn
næðu að klóra örlítið í bakkann í
byijun hans, og náðu mest fimm
marka forskoti. KA-menn reyndu
ítrekað að komast aftur inn í leik-
inn, tóku fyrst Hans Guðmundsson
úr umferð og því næst bæði Hans
og Michal Tonar, en lítið gekk.
HK-menn ætluðu sér sigur og KA-
menn gátu lítið í því gert.
Það var allt annað að sjá til
HK-manna nú en í fyrstu leikjunum.
Þeir spiluðu ömgga vöm og árang-
ursríkan sóknarleik. Hans Guð-
mundsson átti góðan leik, skoraði
sex mörk og lék vel í vörninni.
Guðmundur Pálmason átti stórleik
í síðari hálfleik, skoraði þá fimm
mörk, og Bjami Frostason, sem
kom í markið um miðjan fyrri hálf-
leik, varði fantavel í síðari hálfleik.
Hornamennimir Frosti Guðlaugs-
son og Guðmundur Albertsson voru
drjúgir í sókninni og skomðu sam-
tals tíu mörk. Guðmundur Pálma-
son sagði eftir leikinn að það væri
ekki spurning að Hans hefðu haft
mjög góð áhrif á sjálfstraustið í lið-
inu. „Hans var hungraður í að spila
og náði upp þeirri stemmningu í
liðið sem hefur vantað. Það er kom-
inn stígandi í liðið og leiðin liggur
núna aðeins upp,“ sagði Guðmund-
ur.
KA-menn hafa oft gert betur enn
í gærkvöldi. Markvarslan var lítil,
vömin oft illa sofandi og sóknarleik-
urinn eins og áður sagði einhæfur.
Erlingur Krisijánsson var sá eini
sem lék af eðlilegri getu, skoraði
tíu mörk, en viðurkenndi í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins að
þeir hefðu verið afspymu lélegir.
Aðspurður hvort innkoma Hans
Guðmundssonar hefði gert gæfu-
muninn sagði Erlingur: „Það skipti
okkur ekki máli, en skipti þá aug-
ljóslega miklu máli. Þeir náðu upp
baráttuandanum."
Hans Guömundsson í HK-búningnum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Bjami
Valur engin fyrirstaða
Morgunblaðið/Bjami
Inga Lára Þórisdóttir fyrirliði Víkings var markahæst í liði Islandsmeistar-
anna með átta mörk. Hér hleypir hún af í gærkvöldi.
Mm
FOLK
■ MIKLAR líkur em á að Teitur
Þórðarson, sem hættir með Osló-
arliðið Lyn í haust eftir að knatt-
spymuvertíðinni í Noregi iýkur, taki
við þjálfun úrvalsdeildarliðsins
Tromsö. Hann átti viðræður við
forráðamenn félagsins í fyrradag.
■ HAJRUDIN Cardoklija, Bos-
níumaðurinn sem stóð í marki
Breiðabliks í sumar, verður áfram
hjá Kópavogsliðinu næsta sumar
er liðið leikur í 2. deild.
■ DIEGO Maradona verður með
spænska félaginu Sevilla í fyrsta
skipti á mánudaginn kemur — er
liðið mætir þýska stórveldinu Bay-
ern Munchen í vináttuleik á Spáni.
■ SEVILLA keypti Maradona
frá ítalska félaginu Napolí á sjö
og hálfa milljón dollara. Forráða-
menn Sevilla reiknuðu í gær með
að fá væna fúlgu í kassann frá sjón-
varpsstöðvum sem ætla að sýna
leikinn gegn Bayern beint — um
eina og hálfa milljón dollara.
■ KENNY Dalglish, fram-
kvæmdastjóri Blackburn, snaraði
peningabuddunni á borðið í vikunni
og keypti Nick Marker, 27 ára
miðvörð, frá Plymouth á 500 þús.
pund.
■ KEVIN Keegan, fram-
kvæmdastjóri Newcastle, keypti
innheijann Robert Lee frá Charl-
ton á 700 þús. pund.
■ ÁHUGINN er geysilegur hjá
stuðningsmönnum Newcastle, sem
hefur unnið alla leiki sína - sjö.
Fullt hús áhorfenda hafa verið á
heimaleikjum liðsins, 39 þús.
manns. 5.000 áhorfendur þurftu frá
að hverfa á St. James’ Park sl.
laugardag.
VALSSTÚLKUR höfðu Irtið t
klærnar á íslands- og bikar-
meisturum Víkings að gera
þegar liðin mættust i Hlíðar-
endanum í gærkvöldi, er
keppni í 1. deild kvenna hófst.
Úrslit urðu 13:23 en Víkingar
höfðu ellefu marka forystu í
leikhlé og bættu við næstu
þremur eftir hlé.
Vamarleikur Víkinga var góður
og hinn nýi markvörður
þeirra, Marija Samardizja sem kem-
ur frá Slóveníu, hirti
Stefán flest allt sem slapp
Stefánsson 5 gegn. Eftir hlé
skrífar slökuðu Víkingar á
og leyfðu ■ öllum að
spila svo Valsmenn, sem aldrei gáf-
ust upp, stóðu í þeim.
„Okkur vantar reynslu, annar
helmingurinn er við þrítugt og hinn
að skríða yfir fimmtán ára aldur,“
sagði Hanna Katrín Friðriksen.
Markvörðurinn Arnheiður Hregg-
viðsdóttir var best Vals-stúlkna.
Hjá Víkingum var Maija best og
mikið bar á Ingu Láru Þórisdóttur
og Höllu Maríu Helgadóttir.
Fram hrökk í gang
Grótta náði ekki að halda í við
Fram í 1. deild kyenna á Seltjarnar-
nesi í gærkvöldi og tapaði 14:19 í
mjög kaflaskiptum leik þar sem
Fram átti færri slæma kafla en
heimamenn.
Leikurinn byijaði með miklum
sláar- og stangarskotum en aðeins
voru skoruð þijú mörk fyrstu tíu
mínúturnar. Grótta leiddi fyrst en
Fram hrökk í gang og náði mest
5:11 en fímm mörk í röð frá Laufey
Sigvaldadóttur hjuggu nærri for-
skotinu. Framarar hrukku þá aftur
í gang og kláruðu leikinn.
Laufey var best hjá Gróttu en
Fanney Rúnarsdóttir í markinu og
Sigríður Snorradóttir áttu góða
spretti. Hjá Fram var Inga Huld
Pálsdóttir mótor liðsins og Kolbrún
Jóhannsdóttir frábær í markinu.
Setfoss hafðí betur
Selfoss og ÍBV áttust við á Sel-
fossi og lauk viðureigninni með
20:17 sigri heimastúlkna eftir mik-
inn baming og mikil mistök á báða
bóga.
Selfyssingar byijuðu vel og gerðu
fyrstu fimm mörkin en ÍBV jafnaði
og eftir það var barningur alveg
fram í leikhlé en þá hafði hvoru liði
tekist að gera tíu mörk.
Eyjadömur byijuðu betur í síðari
hálfleik en heimastúlkur jöfnuðu
14:14 og jafnt var á öllum tölum
upp í 17:17 þegar sjö mínútur voru
eftir. Gestunum tókst ekki að gera
mark það sem eftir var en heima-
stúlkur gerðu þijú mörk og tryggðu
sér sigur.
Leikheim-
ild Hans
komtíu
mín. fyrir
leik
Stjórn HK og FH komust að
samkomulagi um kvöld-
matarleytið í gærkvöldi um fé-
lagaskipti Hans Guðmundssonar
úr FH í HK, og gat hann því
leikið með HK á móti KA í
gærkvöldi. Leikheimild fyrir
Hans frá HSÍ kom í hús í Digra-
nesinu tæpum tíu mínútum fyrir
leik, en gengið var frá henni
klukkan 19.40, tuttugu mínút-
um áður en leikurinn hófst.
Hans vildi í gærkvöldi ekki
tjá sig um það í hveiju sam-
komulagið fælist.
Talsmenn félaganna ákváðu
að gefa ekki út neina yfirlýsingu
um málið, en sögðu að sam-
komulag hefði náðst og málinu
hefði lokið með friði.
Gunnar Kr. Gunnarsson
framkvæmdastjóri HSÍ sagðist
ekki vita í hveiju samkomulagið
fælist, en sagði að liðin hefðu
bundið það fastmælum að engir
frekari eftirmálar yrðu að þessu
máli. Gunnar sagði að nær öll
félagaskiptamál væru nú útklj-
áð, úr tveimur málum í annarri
deildinni myndi greiðast í viku-
lokin, og þar með væri þessu
lokið.
ÚRSLIT
Selfoss - ÍBV 20:17
Valur-Víkingur 13:23
Hlíðarendi:
Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:7, 2:14, S:14,
3:17, 7:18, 9:19, 9:22, 10:28, 13:23.
Mörk Vals: Sigurbjörg Kristjánsdóttir 5,
Hanna Katrfn Friðriksen 3/2, Kristín Am-
órsdóttir 2, Ásta B. Sveinsdóttir 1, Lilja
Sturludóttir 1, Sonja Jónsdóttir 1.
Varin skot: Amheiður Hreggviðsdóttir 11.
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Víkings:. Inga Lára Þórisdóttir 8/2,
Halla Maria Helgadóttir 8/2, Valdis Birgis-
dóttir 3, Svava Sigurðardóttir 1, &vava'-Ýr
Baldvinsdóttir 1, Matthildur Hannesdóttir
1, Elísabet Sveinsdóttir 1.
Varin skot: Marija Samardizja 15, Harpa
Amarsdóttir 3.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Guðmundur Sigurbjömsson og
Ámi Sverrisson.
Áhorfendur: 45 til að byija með en fjölg-
aði er á leið þvf kariamir léku strax á eftir.
Haukar-FH 12:19
fþróttahúsið Strandgötu:
Mörk Hauka: Harga Melsteð 7, Heiðrún
Karlsdóttir 3, Ema Amadóttir 1, Ragnheið-
ur Guðmundsdóttir 1.
Mörk FH: Helga Kristin Gilsdóttir 4,
Thelma Ámadóttir 4, Ingibjörg Þorvalds-
dóttir 3, Brynja Thorsdóttir 3, Marfa Sigurð-
ardóttir 3, Hildur Pálsdóttir 2.
Fylklr - Stjarnan 13:35
Mörk Fylkis: Rut Baldursdóttir 4/1, Anna
G. Einarsdóttir 2, Ragnheiður Jóhannsdótt-
ir 2, Amheiður Bergsteinsdóttir 2, Erla
Magnúsdóttir 1, Kristrún Hermannsdóttir
1, Rósa M. Ásgeirsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Sigrún Másdóttir 9,
Guðný Gunnsteinsdóttir 7, Ragnheiður
Stephensen 5/2, Margrét Vilhjálmsdóttir
4, Una Steinsdóttir 3, Þómnn Þórarinsdótt-
ir 3, Helga Krisjjánsdóttir 2, Sif Gunnsteins-
dóttir 2.
Grótta-Fram 14:19
íþróttahúsið Seltjaniarnesi:
Gangur leiksins: 1:0, 2;1, 3:3, 3:5, 4:8,
5:9, 5:11, 10:12,10:16, 13:17,13:19,14:19.
Mörk Gróttu: Laufey Sigvaldadóttir 9/4,
Þuríður Reynisdóttir 1, Sigríður Snorradótt-
ir 1, Björk Brynjólfsdóttir 1, Elísabet Þor-
geirsdóttir 1, Vala Pálsdóttir 1.
Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 7/1.
Utan vallar: 12 mlnútur.
Mörk Fram: Inga Huld Pálsdóttir 6, Ósk
Víðisdóttir 5/2, Margrét Pálsdóttir 3, Diana
Guðjónsdóttir 3/8, Þómnn Garðarsdóttir 1,
Steinunn Tómasdóttir 1.
Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 12 og
Agnes Helgadóttir 8/1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Guðjón L Sigurðsson og Hákon
Siguijónsson.
Áhorfendur: 60.