Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 52

Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 52
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉRLEIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Kaupin á Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins Morgunblaðið/Björn Blöndal Olympíuförunum fagnað íslensku keppendunum á Ólympíumóti þroskaheftra í Madrid var vel fagnað þegar þeir komu heim í gær- dag. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Ellert B. Schram forseti íþróttasambands íslands voru meðal þeirra sem tóku á móti þeim i Flugstöð Leifs Eiríksson- ar. Síðan var haldið kaffisamsæti þeim til heiðurs í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á myndinni, sem tekin var í Leifsstöð, sjást fararstjóramir Þórður Hjaltested aðalfararstjóri og Gísli Einarsson læknir og sundkonurn- ar sem unnu samtals 21 verðlaunapening, þær Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Bára B. Erlingsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Katrín Sigurðardóttir. Sjá einnig fréttir á miðopnu. Skandia óskar við- ræðna vegna breyt- inga á afskriftarþörf FORRÁÐAMENN Skandia íslands hafa óskað eftir viðræðum við sljórn Fjárfestingarfélags íslands um Verðbréfamarkað Fjárfestingarfélags- ins sem Skandia Island keypti í apríl sl. og heitir nú Fjárfestingarfélag- ið Skandia. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur nú verið upplýst um breytt mat á afskriftarþörf sjóðanna frá því sem var þeg- ar kaupsamningurinn var gerður og er það ástæðan fyrir ósk Skandia eftir viðræðum. Gísli Öm Lárusson, forstjóri Skandia ísland, sagðist í samtali við Morgunblaðið einungis geta sagt að eigendur Skandia væru að fara yfir 6 mánaða uppgjör verðbréfamarkað- arins, sem verður fullbúið næstu daga. Þar til það liggur fyrir vildi hann ekkert segja um málið. Guðmundur H. Garðarsson, for- maður stjómar Fjárfestingarfélags íslands staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að forsvarsmenn Skandia ísland hefðu óskað eftir viðræðum um Verðbréfamarkað Fjárfesting- arfélagsins. Skandia keypti verðbréfamark- aðinn sem rekur 4 verðbréfasjóði ásamt Fijálsa lífeyrissjóðnum fyrir 186,5 milljónir af Fjárfestingafélagi íslands hf. í apríl og tók formlega við rekstri Verðbréfamarkaðarins 18. júní. Við sölu á Verðbréfamarkaðn- um lá fyrir mat á sjóðunum sem var yfirfarið bæði af forstjóra og endur- skoðenda félagsins og einnig af end- urskoðanda Skandia. Kaupsamning- urinn kvað síðan á um það að 10% af kaupverðinu yrði geymt á sérstök- um geymslureikningi til 1. júní 1993. Yfirlit um stöðu tíu stærstu lífeyrissjóðanna á árunum 1990 og 1991 Eignir jukust um sex- Þetta fé yrði til tryggingar því að upplýsingar Fjárfestingarfélagsins um fjárhagslega stöðu fyrirtækisins og sjóðanna hafi verið réttar. Gripið hafði verið til ýmissa ráð- stafana til að tryggja stöðu verð- bréfasjóða í umsjá Verðbréfamark- aðar Fjárfestingarfélagsins áður en salan til Skandia átti sér stað. Gengi sjóðanna var lækkað í ágúst á sl. ári og til að mæta samdrætti þeirra var ákveðið að láta dótturfélag Fjár- festingarfélagsins, Takmark hf., kaupa verðbréf af verðbréfasjóðun- um fyrir um 300 milljónir króna. Urðu þar fyrir valinu verðbréf sem ætla mátti að einhvern tíma tæki að innheimta en með tryggingum sem taldar voru í lagi. Digranessöfnuður Sóknar- nefnd sækir um nýja lóð SÓKNARNEFND Digranessóknar hefur sótt um nýja lóð undir kirkjubyggingu og jafnframt skil- að af sér lóðinni við Víghól. Hin nýja lóð er neðan Hlíðavegar og vestan Digranesvegar. Þorbjörg Daníelsdóttir formaður sóknamefndar segir að hér sé um mjög góða úrlausn að ræða og legg- ur áherslu á að staðsetning kirkjunn- ar sé ekki aðalatriðið heldur að söfn- uðurinn eignist athvarf og geti farið að byggja upp sitt innra starf. Sjá nánar á miðopnu. tán milljarða á einu ári í YFIRLITI sem Samband almennra lífeyrissjóða hefur gert um þróun eigna hjá tíu stærstu lífeyrissjóðunum á milli árann'a 1990 og 1991 kemur fram að eignir þeirra jukust um 16 milljarða á þessu tímabili. Aukning eigna hjá þessum sjóðum er yfirleitt um eða yfir 20% á milli áramóta 1990 og 1991 og í sumum tilfellum fer þetta hlutfall upp í allt að 27%. Stærsti lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, bætir eignastöðu sína úr rúmlega 18 milljörðum króna upp í 22,3 miljjarða eða um tæp 24%. Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna segir að þessi eignaaukning sjóðsins endur- spegli hið háa raunvaxtastig sem verið hefur í þjóðfélaginu um nokk- urra ára skeið. „En hér verður einn- ig að hafa í huga hvað eignamyndun varðar að þeim sem greiða iðgjöld í sjóðinn hefur íjölgað á þessu tíma- bili og taka verður tillit til almennra verðbreytinga á tímabilinu," segir Þorgeir. „Því er þessi aukning á eign okkar ekki eingöngu tilkomin vegna ávöxtunar sjóðsins. Og ef við lítum á tímabilið frá síðustu áramótum og fram á þau næstu mun aukningin á eigninni ekki verða eins mikil þar sem reikna má með að verðbreyting- ar verði tæpast jafnmiklar og á tíma- bilinu milli ársloka 1990 og 1991.“ Þorgeir segir að eftir sem áður sé ljóst að lífeyrissjóðirnir nái tölu- vert góðri ávöxtun á eigið fé þegar raunvaxtastig sé jafn hátt og nú. Hvað Lífeyrissjóð verslunarmanna varðar fjárfestir hann nú um það bil 50% af ráðstöfunarfé sínu í hús- bréfum og lánveitingum til Hús- næðisstofnunar en afganginn í markaðsverðbréfum með ríkis- ábyrgð og skuldabréfum bankanna auk veðskuldabréfa meðlima sjóðs- ins. Ef litið er á aukningu eigin fjár annarra h'feyrissjóða á listanum yfir þá tíu stærstu kemur í ljós að hlut- fallslega varð mest aukningin hjá Lífeyrissjóði Austurlands sem jók eign sína úr 2,96 milljörðum króna í 3,77 milljarða eða um 27%. Söfnun- arsjóður lífeyrisréttinda jók eign sína um 26% eða úr 4,68 milljörðum króna í 5,88 milljarða og Lífeyris- sjóður sjómanna jók eign sína um 25% eða úr rúmlega 10 milljörðum króna og í 12,6 milljarða. Aukning hjá hinum lifeyrissjóðunum, það er Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Fram- sóknar, Samvinnulífeyrissjóðnum, Lífeyrissjóði bænda og Lífeyrissjóði Vestfirðinga var um eða yfir 20%. Mun meiri veiði í fiestum laxveiðiánum í sumar en á síðasta ári Hofsá efst með metveiði Laxveiðivertíðinni er lokið og var Hofsá í Vopnafirði efst með 2.360 laxa. í öðru sæti var Þverá ásamt Kjarrá í Borgarfirði með 2.321 lax. Þverá var efst í fyrra með 1982 laxa, en þá veiddust aðeins 639 laxar í Hofsá. Veiðin í ánni í sumar er metveiði. Laxá í Aðal- dal var í þriðja sæti með 2286 laxa og Norðurá í Borgarfirði í fjórða sæti með 1964 laxa. Stærsti laxinn sem veiðst hefur hér á landi svo vitað sé var dreginn úr Bakkaá í Bakkafirði í júnímán- uði í sumar, 43 punda fiskur, og auk þess veiddust óvenjulega víða laxar sem voru 20 pund eða stærri. Engu að síður var það lax sem hafði verið eitt ár í sjó sem bar uppi veiðina og var sá fískur víð- ast hvar mjög vænn, mun vænni heldur en síðustu ár. Vænni laxinn var einnig þyngri að jafnaði og meðalvigtin í flestum ám var hærri en um árabil. Flestar ár landsins bættu veru- lega við í veiði frá síðasta ári en þó voru undantekningar frá því og voru þær markverðustu útkoma Laxár í Kjós með 1300 laxa á móti 1604 í fyrra og Laxár í Leirár- sveit með 650 laxa á móti 850 í fyrra. Mest varð aukningin i Vopnafírði og í Borgarfjarðarán- um. Áður er getið Hofsár og Þver- ár, en einnig má geta Norðurár, en hún gaf í fyrra 1.265 laxa en 1.964 nú og Selá gaf nú 1.330 laxa á móti 773 í fyrra. Ennfremur má nefna Grímsá í Borgarfírði sem gaf 1.880 iaxa í sumar en 1.350 í fyrra. Mest veiði á dagsstöng var eins og áður í Laxá á Ásum þar sem veiddust tæplega 900 laxar á tvær dagsstangir. Næstar komu Hofsá með sína stórveiði á sjö stangir á 70 stangardögum og þar á eftir'voru Leirvogsá og Úlfarsá með 556 og 517 laxa hvor á tvær dagsstangir. Álftá á Mýrum er einnig ofarlega sem fyrr með um 350 laxa á tvær stangir. Þar veidd- ust einnig um 200 sjóbirtingar. Flestir sem nærri veiðiskapnum komu í sumar eru á einu máli um að í flestum ám landsins hafí verið mikið af laxi og heildarveiðin í ein- stökum ám hefði getað orðið miklu meiri ef slæm skilyrði til veiða hefðu ekki sett strik í reikninginn stóran hluta veiðitímans. Annað hvort voru langvarandi kuldar, vatnavextir eða þurrkar, allt eftir því hvar á landinu menn voru staddir og kom það mjög niður á aflabrögðum. Sjá einnig veiðiþátt bls. 22. Skotið á tvo bíla SKOTGÖT fundust á rúðum tveggja bíla í Hólahverfi í Reykja- vík á þriðjudagsmorgun. Ekki er vitað hveijir hafa verið að verki. I annað skiptið var skotið í aftur- rúðu bíls þegar ökumaður hans var nýlega sestur undir stýri. Það atvik átti sér stað á þriðju- dagsmorgun þegar kona var á leið til vinnu sinnar frá heimili sínu við Þrastarhóla. Skyndilega heyrði hún eitthvað smella í afturrúðu bílsins en gaf því ekki gaum, heldur ók af stað og í vinnu sína. Þegar þangað var komið tók hún eftir að afturrúð- an var brotin og hringdi á lögregluna. Skömmu áður hafði lögreglunni verið tilkynnt að skotið hefði verið í gegnum vörubíl sem stóð kyrrstæður við Hólagarð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.