Alþýðublaðið - 12.11.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.11.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Skemtun heldur 'V. K. JV. Frmnsól»n til ágóða fyrir hjálparsjóð sinn, 13. og 14. nóvember n. k. í Bárunni. Fjölbreytt skemtiskrá. — Dans á eftir. — Aðgöngu- miðar fást í Bárunni á föstudaginn kl. 2—7 fyrir laugardagskvöldið og á laugardaginn kl. 2—5 fyrir sunnudagskvöldið. — Skemtunin byrjar stundvíslega klukkan 8. Allir velkomnir. — SkeœLl11efn<1 in. Sérstakt kostaboðl Stendur að eins í 2 næstu daga. Af alveg sérstökum ástæðum sel eg næstu 2 daga mikið og fallegt úrval (um 60—70 teg.) af fataefnum með þvi sem næst netto innkaupsverði. — Tilboð þetta er alveg óheyrt kostaboð, laust við alt skrum og ráðlegg eg öllum er peningaráð hafa og spara vilja pen- inga, að koma þegar í stað, meðan nógu er úr að veija, Guðm. Sigurðsson, Laugaveg 10. andinn, Amerisk landnemasaga. (Framh.) „Við héldum að þú værir hinn hræðilegi skógarandi Dschibben- önosch", svaraði Roland, „og þú hlýtur að viðurkenna, að misgrip okkar voru nógu hlægileg, er við héldum friðsamasta mann undir sólinni vera þessa blóðþyrstu veru. Eg hefi þegar frétt það að rauð- skinnar eru í skóginum. Það sagði mér maður þessi, er nefnir sig Pardon Færdig, og sem sá sex og drap einn af þeim. Sjálfur hefi eg Iíka með mínum eigin augun séð einn þeirra drepinn og hræðilega limlestan, þarna undir valhnottiéinu; Telie Doe segir, að sjálfur skógarandinn hafi verið þar að verki". „Þér væri nær", greip Nathan fram í, „að hugsa um lifandi rauðskinna en að tala um dauða; því þú gætir sannarlega komist í kast við þá". „Vonandi ekki úr þessu, Nat- han, þvf eg heid að þú sért ein mitt maðurinn til þess að koma okkur klakkiaust út úr skóginum. Segðu mér bara hvar eg er, og hvert eg stefni". „Það væri eifitt að segja þér það nákvæmlega", svaraði Nathan, „því þú ferð eiginlega ekki sem krókaminst; en ef þú heldur í sömu átt og þú hingað til hefir gert, hitturðu á efra vaðið, þar sem þrír tugir rauðskinna biða þin í launsátri". „Drottinn minn!“ hrópaði Ro- !and. „Höfum við þá ráfað hér um svo langa hrið, til þess eins, að lenda í klónum á þessum þrjótum? Við megum engan tíma missa. Farðu á undan okkur, og vísaðu okkur veginn niður að neðra vaðinu og til vina okkar, landnemanna, eða hvert þangað, er hægt er að fá öruggan stað fyrir þessar tvær ungu stúlkur". „Eg skal með Ijúfu geði gera alt það fyrir þig, sem í mínu valdi stendur", mæiti Nathan, og kit vandræðalega í kringum sig, »en —• „Hikarðu?" hrópaði Roland, og reiðin blossaði upp í honum. „Ætlarðu að gefa okkur glötun- ♦nni á vald, þegar það er I þín- um höndum, að leiða okkur út úr skóginum?" „Eg er friðarins maður", svar- aði Nathan auðmjúkur, „og þegar rauðskinnar ráðast á okkur, munu þeir ekki fremur þyrma mér en öðrum; eg er því mjög smeikur um mig; en einn maður getur vel komist undan". „Fyrst þú ert sú lydda, að láta þessar veslings stúlkur einar um örlög sín", hrópaði Roland reiður, „þá vertu viss um, að fyrsta skrif þitt á flótta, verður síðasta skref þitt. Þú ert dauðans matur, jafnskjótt og þú gerir til- raun til að yfirgefa okkurl" „Eg ætlaði ekki að neita þér um aðstoð mína", mælti Nathan blýðlega og stillilega, „en þegar við mætum rauðskinnunum, verð- ur vafalaust úthelt bióði, og þá munt þú krefjast af mér að eg skuli berjast, og úthella blóði líka, og slíkt sæinir ekki manni af mfnum trúarflokki". Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ólafar Friðrikston Prentsmiðian Gatenberg, "Verzlixnin. wVonM hefir fengið birgðir af allskonar vör- um. Melís, Kandís, Strausykur, Súkkulaði, Kaffi, Export, Kökur, Ostar, Harðfiskur, Lsx, Smjör ís- ienakt, Kæfa, Hangikjöt, Kora- vörur og Hreinlætisvörur. — Spaðsaitað fyrsta fiokks dilkakjöt að norðan er nýkomið. Virðingarfyist. Gnnnar Signrðssos. Sími 448. Sími 448. Pó rafstööin sé ekki fengin enn þá og yður ef til vill finnist ekkert liggi á að láta Ieggja rafleiðslur um hús yðar, þá má búast við kapphlaupi um innlagningar um það bil sem straumur kemur til bæjarins, — einmitt af því hve roargir bíða til síðasta dags. — Til þess að lenda ekki l því kapphlaupi, þá er hyggilegt að panta innlagningu í hús yðar strax í dag. Vönduð vinna. — Sanngjarnt verð. H.f. Rafmf. Hiti & Ljóa, Vonarstræti 8. — S 1 m i 830.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.