Alþýðublaðið - 12.11.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1920, Blaðsíða 2
2 rtLÞVÖUHi v tí I tJ Aígreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað «ða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær «iga að koma i blaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. tindáikuð. Utsölumenn beðnir að gera skil tU afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Dönsku lénin. Lénsherrarnir vinna málið, er þeir höfða gegn ríkinu. Nýlega barst blöðunum skeyti frá danska sendiherrannum hér, jþess efnis, að lénsherrarnir dönsku frefðu usnið mál það, er þeir höfðu höfðað gegn danska ríkinu, í tilefni af lögum þeim um lén, «r saroþykt voru af þinginu í október í fyrra. Það fylgdi einnig fréttinni, að dómsmálaráðherrann danski hefði sagt að málið — sem ■rekið hafði verið fyrir Eystra- Landsrétti — yrði tafarlaust látið ganga til hæztaréttar. Fyrir þá, sem kunnugir eru jþessu máli, kom dómur þessi mjög 4 óvart, en þar sem mál þetta er all eftirtektarvert, skal það skýrt ookkuð nánar fyrir lesendum blaðsins. í Danmörku er ennþá frá fornu fari, töluvert af greifum og barón- «m, og hafa þeir undir sér tölu- vert stórar jarðeignir (akurlönd, beitilönd og skóga), sem sú kvöð hvíiir á, að ekki má selja, og verða þessar jarðeignir i þessari grein einu nafni nefndar lén (á dönsku: Len, Stamhuse og Fidei- kommisgods) Ganga jarðeignir þessar frá föður til elsta sonar, ©g má ekki skifta þeim, frekar en selja. En fyrirkornulag þetta, sem er arfur frá fortíðinni, er af skiljan- legum ástæðum mjög óheppilegt fyrir þjóðfélagið í heild sinni, þó ekki sé annað nefnt en það, að Iönd þessi eru iangtum ver ræktuð en væru þau í höndum bænda eða húsmanna, enda stórir skógar og engi höfð eingöngu ti! beitar fyrir hirti og önnur veiðidýr, er léns- herrarnir halda ti! þess að skjóta sér til gamans. Er sfzt að undra þó bænda- og húsmannssynir, sem ekkert jarðnæði geta fengið og verða að flytja til kaupstaðanna og gerast þar daglaunamenn, eða til Vesturheims, séu reiðir þessu úrelta Iénsfyrirkomulagi. I grundvallarlögunum dönsku hefir alt frá þeim fyrstu, er Frið- rik 7. »gaf“, verið ákvæði um að Ién þessi mætti með lögum gera að almennri ejgn, þ. e. upp hefja kvöð þá er á þeim hvílir, en ekkert hefir verið gert viðvíkj andi þessu ákvæði í 70 ár, þar til loks i fyrra að lög þessi voru gerð, og hafði þó áður i nokkur ár starfað nefnd í málinu. Lénsherrarnir höfðu skiiið grund- vallarlagaatriðið þannig, að semja bæri lög, sem heimiluðu þeim að breyta lénunum í frjálsa eign, en sem legðu enga kvöð á þá, en allir aðrir skildu fyrirheit grund- vallarlaganna þannig, að lénin ættu að meira eða minna leyti að renna aftur til ríkisíns, og út frá þeim hugsanagangi voru lögin samin í fyrra, og samþykt af konungi. Aðalinnihald laganna er það, að þeir lénsherrrar, er það vilja, geta fengið að breyta lénunum í almenna eign, ef þeir segja til innan ársloka 1920, gegn því að borga ríkissjóði 20—250/0 af virði lénanna (25% af þeim lénum sem áttu að falla aftur til ríkisins), Ennfremur voru þeir, sem notuðu sér þetta leyfi, skyldugir til þess, að selja ríkinu alt að þriðja hluta lénsins, gegn borgun eftir mati, þó þannig, að við matið skyldi ekkert tillit tekið til þess, að sá hluti, sem eftir yrði, væri tiltölu- lega minna virði en sem svaraðfe því, er frá var tekið. Þeir, sem ekki gengu að þessu 1920, átto að eiga kost á að ganga að þessu til ársloka 1921, en afgjaldið áttf þá að vera 5% hærra (25 og 30%). Þeir lénsh rrar, sem ekki segði* til fyrir árslok 1921, mistu réttinifc til þess að breyta léninu f fijálsa eign, en áttu upp frá því að borga^ árlega 1 — il/50/o i ríkissjóð af þvfe sem lénin voru virði. Lögin gengu því,í raun og veru út á það, að rfkið tók x/s tfi V# hluta ef lénsherrunurn endurgjalds- laust, auk þess sem þeir, sem fengu léninu breytt í frjálsa eign^ urðu að selja ríkinu alt að Vs af þvf. Þótti mörgum lögin gangi altof skamt og vildu láta ríki& hafa stærri hluta í sinn part, er þau yrðu gerð að frjálsri eign. 53 lénsherrar hafa tilkynt að> þeir vildu notfæra sér lögin, en nokkrir þeirra hafa ekki viljað gangast undir lögin og haldið' fram að þau færu f bága við grundvallarlögin (friðhelgi eignar- réttarins og alt það). Það voru Schestedjuul kammerherra og Knuth greifi, sem höfðuðu málin (málafærzlumenn hæstaréttarlög- mennirnir Kondrup og Henriques) og hafa nú, svo sem skýrt var frá í upphafi þessarar greinar. unnið málin fyrir Eystra Landsrétti (dómari Rönnenkamp Holst, með- dómendur Rump og Timm). Fyrir hönd ríkisins flutti málið Biilovr hæstaréttarlögmaður og Lands- þingsformaður. Kúgaðnr með tárum, heitir enskur gamanléikur í fjórum þátt- um, sem Leikfélagið sýnir í kvöld-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.