Alþýðublaðið - 12.11.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.11.1920, Blaðsíða 1
CS-efiO At a.f ilLlþýOuflolckxivtm,. 1920 Föstudaginn 12. nóvember. 261 tölubl. Alvörumál. Þegar eitthvert fyrirtæki auð- söfnunarmanna gefur eigendunum i aðra hönd það sem nefnt c hæfiiegur <3gróði, er kröfum verka- tnanna um bætt kjör allajafnan avarað því, að fyrirtækið beri ekki œeiri útgjöld. Það megi ekki í- 'þyngja því meira. Aukist svo gróðiiw, er kröfum verklýðsins vísað á bug undir því yfirskini, að gróðanum þurfi að safna í sjóð, •'iil þess að hægt sé að standast ilakari tíma. Þessu er Jíka oft bar- Íð við, þegar um nýjar skattaá lögur er að ræða. Auðvaldssinnar „hafa á sér yfirskin guðhræðslunn- ¦ar". Það er að segja, þeir þykjast <vera samvizkusamir og trúir ráðs- isnenn þjóðarbúsins, og hagnýta auðlindir landanna aðallega til hagnaðar og blessunar fyrir verka- lýðinn og í þatfir almennings. Gróðanum á góðu árunum safna ¦auðmennirnir í kistuhandraðann, til þess að geta gripið til hans, íþegar rekstur fyrirtækjanna borg- ar sig illa. Svona tala þeir háu herrar, auð- •mennirnir. En hvað gera þeirf A ¦ strfðsárunum græddu þeir óhemju fjár, og í stað þess að vera.trúir þessu starfi, að stjórna þjóðarbú iau, sem þeir hafa sjáifir kjörið sig til, og leggja gróðann í sjóð til vondu áranna, jusu þeir fé á báða bóga og eyddu hagnaðinum af fyrirtækinu íií þess að lifa óhófs- lífi. Margir fóru utan, sem reynd- ar ekki var tiltökumál, ef hugsað heíði verið fyrir morgundeginum. En það var ekki gert, ©ftast nær, og afleiðingarnar eru auðsæjar, æ betur og betur. Hvernig fór ekki með síldarúí- veginn í fyrra og saltfisksöluna? Hvort tveggja hafði kyrstöðu í íör með sér, sem auðmennirnir gátu ekki ráðið úr vegna þess, að ágóða góðu áranna höfðu þeir só- að. eða sett fastait i fyrirtæki, sem sfh áttu meiri gróða, en urðu til hins gsgnstæða. En kyrstaðan var ekki alger, einstaka var ekki btiinn að spila gersamlega út öliu síau. Eignirnir voru þó nokkurs virði, á pappírnum að minsta kosti, og sjálfsagt var að reyna að losna úr klfpúnní. En það mishepnaðist og — nú stendur hnffurinn i kúnnil Alt situr fast . Og hverjum er þetta að kenna? Eru það íslenzku auðmennirnir, sem ennþá einu sinni hafa brugð ist þjóð sinni? Sennilega hafa þeir látið leika á sig, helzt til illilega, svo sökin lendir ekki beinlínis á þeirn fyrir síðasta óhappið. En það eru erlendir auðmenn, sem æfð- ari eru orðnir í kiækjabrögðum hinnar .frjálsu" samkepni, sem hugsa hér fram í tfmann og vilja draga til sín ágóðann af fslenzku síldarverzluninni, krækja honum upp úr vasa stéttarbræðra sinna á íslandi og má með sanni segja: „hver vill hrafninn öðrum af, all- an dúninn kroppa". En hvar er sjóðurinn, sem geyma átti til illu áranna? Hann er, sem áður var sagt, uppétinn, horfinn út í veður og vind, en íslenzk alþýða horfir í svefnrofunum á þetta alt saman, og undrast stór- Iega. — Fjöldi sfldarútvegsmanna — máske flestir — er svo gjaldeyr islaus og illa staddur, að hann getur ekki greitt verkafólkinu, sem vann hjá honum í sumar, kaupið, sem það vann fyrir — sumir ekki grænan eyri! Hvað á nú þetta veslings fólk að gera? A góðu árunum fær það sfzt hærra kaup, en á þeim lakari — því ráðsmennirnir! I (0: auðmenn- irnir) þurfa að safna i sjóð til þess að geta veitt því vinnu á illu áranum!!! Jú rétt, vinnuna fær það, — en launin eru: von- brigði — ekkert kaup! Ráðs- mennirnir, .sjáifkjörnu", hafa stað- ið illa f stöðu sinni. Það er sárt, að svona skuli nú komið, en þó sárara, að hugsa til eftirkastanna. Hvernig á það fólk, sem eytt hefir sumrinu, bezta tfma ársins, til einkis, að komast af unz kvörn auðvaldsins hefir malað sig úr kyrstöðunni? Hvern- ig á fjölskyldan, sem kannske ölt fyrirvinnan frá, hefir lent hjá sama ólánsmanninum, að verjast sár- ustu neyð? Fara á sveitina og missa öil mannréttindi — eða hvað? Sannarlega væri nær, að þeir sem með heimskuiegri stjórn sinni á eigum þjóðarinnar, hafa stuðlað svo mjög að glötnn hennar, mistu ðll mannréttindí. Því þeir eiga beinlfnis sök á þvf, að barnið grætur af hungri og móðirin er ráðþrota, þvf hún veit ekki hvernig hún á að afla því fæðu; sjálf er hún ekki mjólkanði vegna þess, að hún hefir ónóga fæðu. Þetta er hörmuiegt ástanð. En svona er það alt of víða. Hug- leiddu það lesari góður, og vittut hvort hér er ekki farið með satt mál. En, það er nú komið, sem komið er, og þessi mistök <ráðs- mannannac verða ekki afmáð, þau eru eign fortfðarinnar og enn þá óséð fyrir afleiðingar þeirra. í framtíðinni mega þau ekki koma fyrir, ekki fyrir nokkurn mun! Og það er hcegt að afstýra þeim al- gerlega, þegar timar lfða og' draga úr áhrifum þeirra nú. Leiðin er öflug samtök verk- lýðsins og gerbreytingar á skipu- lagi þjóbfélagsins, þjóðin þarf meðal annars sjálf að eiga fram- leiðslutækin. /. J. Oe*rg Brandes stóð fyrir því að haldin var kvöld- skemtun í Khöfn i f. m. til ágóða fyrir hinn fræga ungverska rithöf- und Andreas Latzko, sem á við ömurleg kjör að búa i Búdapesí, eins og svo margir aðrir nndir hvitu ógnarstjórninni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.