Morgunblaðið - 07.10.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.1992, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992 — F/skverð he/ma Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Samtals fóru 155,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnar- fjarðar fóru 22,6 tonn og meðalverðið 86,44 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 81,7 tonn á 96,49 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 51,4 tonn á 97,11 kr./kg. Af karfa voru seld 32,6 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 46,65,43,15 á Faxagarði og 48,28 syðra. Af ufsa voru seld 30,9 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 44,34,43,94 á Faxagarði og 38,79 hvert kíló á Suðurnesjum. Af ýsu voru seld 47,3 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 97,16 kr./kg. 4-100 60 40 Eitt skip, Guðmundur Kristinn SU 404, seldi í Grimsby í síðustu viku samtals 56,7 tonn á 127,36 kr./kg. Úr gámum voru seld 426,2 tonn á122,36 kr./kg. Vegiðmeðal- verð þorsks var 127,12 kr./kg 35.vika | 36.vika [ 37.vika | 38.vika Okt. 34,vika Þorskur mmmmm Karfi mmmmm Ufsi «sssœs Þrjú skip, Ögri RE 72, Hegranes SK 2 og Ásbjörn RE 50, seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku, samtals 440,4 tonn á 81,97 kr./kg. Þar af voru 410,9 tonn af karfa á 81,09 kr./kg og 5,4 tonn af ufsa á 64,76 kr. hvert kíló. Staðgenglar þorsksins festa sig í sessi á fiskmörkuðunum Viðvarandi þorskskortur knýr menn til kaupa á ýmsum öðrum fisktegundum MARK- AÐS- FRÆÐING- AR vestan hafs spá því nú, að hinn gífurlegi samdráttur í þorskveiðum okkar íslendinga og Kanadamanna leiði til mikilla breytinga á hlutdeUd fisktegunda á fiskmörkuðun- um í Bandaríkjunum. Þorskskorturinn verði til þess, að að aðrar tegundir komi í staðinn og þær festi sig síðan í sessi á kostnað þess gula, aukist framboð af honum á ný. Sé litið yfir áætlaðan afla helztu þorskveiðiþjóðanna kemur í ljós, að samdrátturinn er gifurlegur á öllum svæðum nema í Barentshafinu. Kvótar þar fyrir þetta ár eru svipaðir og í fyrra, en ráð er fyrir því gert að afli aukizt verulega á næsta ári og í framtíðinni, verði rétt að málum staðið. Það er samt enn sýnd veiði en ekki gefin og á meðan borðar fólk aðrar fisktegundir en þorsk. I markaðsritinu the Erkins Sea- 14. september segir að botnfisk- food Letter, sem gefíð er út í markaðir í Evrópu hafí verið afar Bandaríkjunum, er yfirlit yfír stöð- una í haust og byggist pistill þessi á því og fleiri markaðsritum svo sem GlobeSsh, sem gefíð er út af FAO, Seafood Business, Seafood Leader Fishing News og Seafood News. Þar kemur fram, að birgðir af þorskblokk og þorskflökum vestan hafs séu litlar og markaður- inn tvístígandi vegna lítils fram- boðs og óvissunnar um framhaldið. Verð á þorskafurðum hefur haldizt stöðugt eða hækkað heldur, en athygli vekur, að tvífrystur Kyrra- hafsþorskur hefur náð góðri stöðu á markaðnum. Mun minna fram- boð hefur ekki aukið eftirspum eins og venjan hefur verið, vegna þess að kaupendur færa sig strax yfir í aðrar tegundir, þar sem litlar eða engar líkur eru taldar á auknu framboði í nánustu framtíð. Lágt gengi dollarsins hefur ennfremur haft áhrif á framboðið, þannig að af minni afla fer enn minna inn á bandaríska markaðinn. Gengis- lækkunin í Bretlandi hefur á móti þau áhrif að sá markaður er minna fýsilegur en áður, en jafnframt hafði aukið framboð á þorskafurð- um í Evrópu, þegar haft áhrif til lækkunar á verði. í GlobeSsh frá slakir í ágúst og upphafi septem- ber, en þó sé þar nokkuð lífsmark að koma í ljós. Verð á saltfiski á Spáni hafí til dæmis hækkað tölu- vert. Þorskstof narnlr víðast hvar að hrunl komnlr Ástandið í þorskveiðum Kanada- manna er hörmulegt. Veiðar af norðurslóðarþorskinum hafa verið bannaðar í tvö ár. Afli þorsks af öðrum svæðum er ekki nema fímmtungur af því, sem eðlilegt hefur verið talið. Helztu ástæður hrunsins eru mikill sjávarkuldi, mikill ís, hrun loðnustofnsins og fæðuskortur af þeim og öðrum sökum, afrán sela og síðast en ekki sízt ofveiði bæði heimamanna og fískveiðiþjóða Evrópubandlags- ins. Staðan í Barentshafínu er ljósið í myrkrinu, þó áætluð viðbót við aflakvóta þar sé í raun sýnd veiði en ekki gefín. Þorskstofninn var að hruni kominn fyrir nokkrum árum, en afar strangar veiðitak- markanir, bæði á þorski og loðnu, virðast hafa gert það að verkum að stofninn hefur náð sér á strik. Rússar og Norðmenn juku þorsk- kvótann fyrir þetta ár um 56.000 tonn, sem skiptast jafnt milli þinð- anna og 5.000 tonn verða heimiluð öðrum þjóðum. Þannig verður norski kvótinn í ár um 200.000 tonn. Búizt er við verulegri afla- aukningu í Barentshafínu þannig að aflinn verði allt að hálfri milljón tonna. Hins vegar hefur lítill hluti þorsksins, sem veiðist á þessum slóðum skilað sér inn á bandaríska markaðinn, heldur hefur hann að stærstum hluta verið saltaður og seldur til Spánar og Portúgals. Þorsk- og ýsuafli við Færeyjar hefur fallið um 40% milli ára og í Eystrasaltinu virðist stofninn að ' hruni kominn. Fyrrí helming þessa árs varð aflinn aðeins 16.00 tonn, en 39.700 á sama tíma í fyrra. Ástandið í Norðursjónum er líka slakt og við Grænland hafa afla- brögð verið svo slök, að brezkir ísfísktogarar, sem þar hafa verið hafa tæpast getað klára túra. Þrátt fyrir nærri fjögurra vikna útiveru. Hér hafa veiðiheimildir verið skomar verulega niður og þrátt fyrir að kvótinn minnki stöðugt gengur sífellt verr að ná leyfilegum afla. Aðrar tegundir koma í staðlnn fyrir þorskinn Þorskveiðar við Alaska höfðu náð 142.600 tonnum í byijun ág- úst. Heildarkvóti er 154.700 tonn og veiðum er að, ljúka. Hverjar veiðar Japana og Rússa í Kyrra- hafínu verða, er óljóst, en víst er talið að mikill skortur á Kyrrahafs- þorski verði á fiskmörkuðunum í Japan og Bandaríkjunum í vetur. Staðgenglar þorsksins festa sig því æ fastar í sessi á fiskmörkuð- unum. Lýsingur, hokinhali og búr- fískur fylla í vaxandi mæli upp f skarðið, sem þorskurinn skilur eft- ir sig á flakamarkaðnum og blokk- ir úr lýsingi og Alaskaufsa eru ráðandi í gerð fiskrétta í raspi og degi. Þorskurinn heldur aðeins velli í saltinu. Fiskblokk á Bandaríkjamarkaði, birgðir og verð sept. 1990 til júlí 1992 60 milljón pund 50 Birgðir Verð UfSÍ I I Þorskur I I ^gsses&BB^sasm Enginn kvóti 8w‘wnm|,a«rdK mnf— Enginn kvóti dollarar I 2,5 2,2 | 1,9 -1,6 1,3 0 i S1990O N D J1991F M' Birgðir af þorskblokk í Bandaríkjunum í ágúst 1987-1992 þús. tonn HEEirani Danir skáka Norðmönnum DANIR hafa á skömmum tíma náð stórum hluta markaðshlut- deildar Norðmanna á heims- markaðnum fyrir fiskimjöl, eða sem nemur mjölsölu að andvirði um 2,5 milijarða íslenzkra króna. Þessi þróun hefur komið Norðmönnum afar illa, en fiski- injölsiðnaðurinn þar hefur átt við mikla rekstrarerfiðleika að stríða. Danir hafa meira að segja náð undirtökunum á norska markaðnum fyrir mjöl til fisk- eldis. Talið er að Norðmenn muni flytja inn frá Danmörku um 30.000 tonn af fiskimjöli á þessu ári að verðmæti rúmlega milljarður króna. Þetta magn svarar til um helmings mjölmarkaðsins í Noregi. Fulltrúar norska fískimjölsiðnaðar- ins kenna ríkisstjóminni um hvem- ig komið er. Iðnaðurinn þarf að greiða skatta af eldsneyti og um- deildur umhverfísskattur eykur enn á vandann, en hann svarar til 6% kostnaðaraukningar. Þá þarf ekki að greiða tolla af innfluttu dönsku mjöli, en 2% tollur leggst á norskt mjöl, sem flutt er út til EB-land- anna. Þrátt fyrir þetta hefur mjöl- útflutningur Norðmanna aukizt undanfarin. Frá því loðnuveiðar vom bannað- ar á sínum tíma, hefur norski fiski- mjölsiðnaðurinn átt í vandræðum 'Og aðeins 14 verksmiðjur em enn í rekstri. Velta þeirra allra er áætl- uð um 9 milljarðar króna á þessu ári og að rekstrartapið nemi alls 400 milljónum króna. Á næsta ári er velta þeirra áætluð um 12 millj- arðar króna og tapið um 300 millj- ónir. Loðnuveiðar em nú hafnar á ný og góðar horfur á veiðum í Barentshafí. 1987 1 988 1989 1990 1991 1992 Þorskbirgðir í lágmarki BIRGÐIR af þorskblokk í Bandaríkjunum eru litlar um þessar mundir, þó þær hafi auk- izt um 50% frá því apríl. Allt þetta ár hafa birgðir verið litlar og ræður þar miklu lágt gengi dollarsins og mikill niðurskurð- ur á aflaheimOdum í Kanada og hér við land. Sé litið á birgð- ir á lok ágúst síðustu 6 árin, kemur í Ijós, að nú og í fyrra voru þær með allra minnsta móti, rúmlega 4.000 tonn, en voru mestar í ágúst 1988, um fjórum sinnum meiri en nú. Þá var gengi dollarsins stöðugra og verðhækkanir höfðu verið umtalsverðar en það leiddi tU aukins framboðs. Verð á blokk- inni hefur reyndar hækkað að undanförnu eftir nokkra lægð. Birgðir af þorskflökum í Bandaríkjunum í ágúst 1987-1992 þús. tonn 1987 1988 1989 1990 1991 1992 BIRGÐIR af flökum hafa verið nokkuð jafnar þetta ár, um 10.000 tonn, en þær voru þó í lægri kantinum í ágúst. Sé litið aftur tU ársins 1987, kemur f Ijós, að birgðir af flökum voru minnstar í ágúst 1990, aðeins um 6.000 tonn, en langmestar, tæp 20.000 tonn, í sama mánuði 1990. Verð á flökunum hefur verið nýög stöðugt. Það er nú 3,10 dollarar á pundið, en haustið 1990 var verðið f lág- marki í um 2,80 dollurum á pundið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.