Morgunblaðið - 07.10.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.10.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1992 C 7 Manuekla til baga við útgerð og fískvinnslu Ekkert atvinnuleysi er í Grundarfirði ar minni saltfiskverkunarstöðvar. út frá Grundarfirði á handfæri og á staðnum. Atvinnuleysi er ekkert. í Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar er unnin bolfískur og hörpudiskur jafnhliða. Togarinn Klakkur SH 510 sér vinnslunni fyrir hráefni. Hann var nýlega keyptur til staðarins frá Vestmannaeyjum og hefur í alla staði reynst ágætlega. Togaranum fylgdi nokkur kvóti og er nú heild- arkvóti hans rúmlega 1.800 þorskí- gildi. Framkvæmdastjóri frystihúss- ins segist skipta talsvert við fisk- markaðinn þegar hráefni togarans þrýtur og verður vinnslan þannig stöðug. Hundrað spurðu um vlnnu í Sæfangi er unnin fiskur úr tog- aranum Runólfi SH 315. Afkoma fyrirtækisins hefur verið mjög góð það sem af er þessu ári og alltaf er nóg að gera fyrir starfsfólkið. U.þ.b. áttundi hluti hráefnisins er keyptur á fiskmarkaðnum, því þótt verðið sé hátt á markaðnum er, þeg- ar allt kemur til alls, ódýrara að kaupa það en að stöðva vinnsluna. í Fiskverkun Soffaníasar GRUNDARFJÖRÐUR - I Grundarfirði er talsverð út- gerð og fiskvinnsla. Þijú all- stór fiskvinnslufyrirtæki eru í fullum gangi og að auki nokkr- Allmargir smábátar eru gerðir línu. Fiskmarkaður er starfandi Cecilssonar er eingöngu unnin rækja þessa dagana. Afkoma rækjuvinnslunnar er heldur léleg. Til stendur að hefja vinnslu hörpudisks fljótlega samhliða rækjuvinnslunni. Mannekla hefur verið til baga, og nýlega var auglýst eftir starfsfólki í dagblöðunum. Það vakti athygli að 100 fyrirspumir bárust vegna þessarar auglýsingar og voru ungir karlmenn í miklum meirihluta því yfir 90 karlmenn sóttu um vinnu, en aðeins 6 eða 7 konur. Eftir þessu að dæma er atvinnuleysi nú meira hjá karlmönnum en hjá konum. Framkvæmdlr á vegum sveltarfélagsins Nokkur atvinna er við laxeldi hér í Gmndarfirði. Frá laxeldisstöðinni við Lárós er slátrað hafbeitarlaxi og hann sendur flugleiðis á markað erlendis. Talsverð vinna er við að pakka laxinum og ganga frá honum til flutnings. Hafbeitarlax er einnig reyktur hér og grafínn og er honum síðan pakkað í neytendaumbúðir og seldur víða um land. Sveitarfélagið hefur staðið í tals- verðum framkvæmdum vegna sjáv- arútvegsins. Dýpkað hefur verið meðfram norðurgarðinum þar sem togararnir leggjast að, en svæðið virðist fyllast smátt og smátt af gijóti. Mun það hafa komið fyrir að togararnir hafi tekið niðri í stór- straumsfjöru. Ennfremur er verið að ganga frá viðbót við flotbryggju fýrir smábátana. Mjög þröngt var orðið um litla báta í höfninni og má í því sambandi nefna að í sumar voru 20 bátar í plássi sem ætlað var 8 bátum. Viðbótin verður u.þ.b. 20 bátapláss. Endurbætur á grjótvöm hafnarinnar standa fyrir dyram á næstunni. Ný tölvustýrð hafnarvog var tekin í notkun fyrir nokkram dögum og aðstaða hafnarvarða end- urbætt. Atvinna er næg í byggðarlaginu pg sums staðar vantar fólk í vinnu. í mörgum tilvikum kýs fólk frekar vinnu í fiski en í öðram störfum, svo sem afgreiðslu og skrifstofustörfum. Hér kemur ýmislegt til og á notkun flæðilínu eflaust sinn þátt í þessu. Vinnuaðstaða hefur batnað og bónus er hærri. Þannig verða laun fyrir fiskvinnslu hærri en í ýmsum öðram störfum og vinnuaðstaða betri. Staðínn verði vörður um auðlindir siávarins Nokkrar ályktanir á ársfundi Alþjóðasamtaka í sjávarútvegi ALÞJÓÐA- SAMTÖK í sjávarút- vegi, ICFA, skora á rík- isstjórnir víða um heim að grípa tafarlaust til nauðsynlegra aðgerða til að vernda og efla auðlindir sjávarins, sem eru í senn mikilvæg fæðuuppspretta og efnahagslegur grundvöllur margra þjóða. Segir svo í lokaályktun samtakanna en ársfundur þeirra var haldinn i Reykjavík í september. Aðilar að ICFA eru samtök í sjáv- arútvegi og fiskiðnaði níu stórra fiskveiðaþjóða, Þýskalands, Tæ- vans, Kanada, Íslands (Samtök at- vinnurekenda í sjávarútvegi), Jap- ans, Bandaríkjanna, Nýja Sjálands og Noregs. Á ársfundinum gerðu fulltrúar grein fyrir stöðu veiða og vinnslu í sínum löndum og höfðu flestir þá sögu að segja, að fram- leiðslan færi minnkandi vegna slæms ástands fiskstofna og tak- markana stjórnvalda. Þá var einnig vakin athygli á því, að sjávarafurð- ir samsvara 16% af neyslu eggja- hvítuefna úr dýraríkinu og veiðar, vinnsla og dreifing veiti milljónum manna atvinnu víða um heim. - Framtíð fískveiða stafar nú ógn af vaxandi mengun, umhverfís- breytingum um allan heim, eyði- leggingu á hrygningar- og uppeldis- slóðum og einnig af pólitískum ákvörðunum, sem halda aftur af framleiðslu eða viðskiptum með fískafurðir. Skorar ICFA því á ríkis- stjómir að draga úr hömlum að þessu leyti og bæta almenna físk- veiðistjóm hvað varðar einstök lönd og í alþjóðlegu samstarfí. Á ársfundinum var vakin sérstök athygli á uppgangi selastofna í norðurhöfum en áætlað er, að þeir vaxi um 7-12% árlega. Bendir flest til, að áhrif þessa á fískstofnana séu mjög alvarleg og hvetur ICFA til, að nýtingu sjávarspendýra sé hagað með tilliti til ástandsins á hveijum stað. Þá skora samtökin einnig á allar þjóðir að forðast að reyna troða skoðunum sínum og gildum yfír á aðrar og-hafna setn- ingu einhliða laga eða efnahags- þvingana, sem bijóti gegn gildandi alþjóðasamningum. t Stærð: 5.9 brúttótonn Lengd: 7.99m, Breidd: 3.0m. Vél: YANMAR 170 hö. Ganghraði: 17 sjómílur. Ný kynslóð ÍSFELL TEKIÐ TIL STARFA ■ FYRIRTÆKIÐ ísfell hf. var formlega opnað sl. föstudag en meginstarfsemi þess er veiðarfærasala og einkum togveiðibúnað- ar. Af þessu tilefni efndi ísfell til kynningar og sýningar á ýms- um söluvörum sinum, sem allar eru viðurkenndar um borð í ís- lenskum fiskiskipum, og voru viðstaddir hana fulltrúar fimm erlendra framleiðenda og útgerðarmenn víðs vegar að af land- inu. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Jón Leósson, Páll Gestsson, Hólmsteinn Björnsson og Pétur Björnsson en þeir eru eigendur ísfells. Er fyrirtækið í eigin húsnæði á Fiskislóð 131A í Reybjavik. Sjóf ryst beita Beitusmokkurinn var veiddur í sumar og er því einn sá ferskasti á markaðnum. - Ferskleiki og gæði beitunnar eru undirstaða árangurs. - Seafreeze uppfyllir óskir kröfuharðra sjómanna með því að sjófrysta beituna um borð í togurum útgerðarinnar. Bjóðum beituna í handhægum 12 kg pakkningum. Verð: „M“-stærð: „S<f-stærð: Afgreitt úr Hofsjökli 58,00 kr./kg 57,00 kr./kg Afgreitt frá lager 62,00 kr./kg 59,00 kr./kg Afgreitt er frá lager á eftirtöldum stöðum: Eimskip, Hafnarfirði sími 91-652888 Hraðfrystihús Hellissands, Rifi sími 93-66614 Tryggvi Tryggvason, ísafirði sími 94-4555 Valdimar Snorrason, Dalvík sími 96-61880 Fjörður hf., Seyðisfirði sími 97-21555 Borgey, Höfn sími 97-81116 „Beitan er ein sú ferskasta og ódýrasta á markaðnum11 JÍIUI Seafreeze Ltd. Umboðsaðili á íslandi: Jöklar hf., Aðalstræti 8, sími 91-616200, myndsendir 91-625499. Aðalfundur Fiskifélagsdeild Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og ná- grennis heldur aðalfund fimmtudaginn 8. október 1992 kl. 20.30 í húsi Fiskifélagsins, Höfn við Ingólfs- stræti. Dagskrá fundarins: 1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og ritara. 2. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram. 3. Tillögur að nýjum samþykktum fyrir deildina. 4. Kosning formanns. 5. Kosnir 4 meðstjórnendur og 4 til vara. 6. Kosnir 2 endurskoðendur og 2 til vara. 7. Kosnir 4 Fiskiþingsfulltrúar og 4 til vara. 8. Ávarp Þorsteins Gíslasonar, fiskimálastjóra. 9. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, ræðir um starfsemi Fiskistofu. 10. Málefni til 51. Fiskiþings. 11. Önnur mál. Stjórnin. m KVÖTABANKINN Höfum til sölu varanlegan kvóta og leigukvóta. Einnig síld. Aðstoðum þá sem vilja framselja úthlutun Hagræðingarsjóðs. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.