Morgunblaðið - 07.10.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1992, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG ____________________MIDVIKUDAGUR 7. OKTÓBER1932 Dregið úr styrkjunum FÆREYSKA landstýrið veitir nú 251 milljón færeyskra króna, um 2,5 milljörðum íslenzkra í beinan stuðn- ing til sjávarútvegsins. í fyrra nam þessi beini stuðningur 3,7 milljörðum íslenzkra króna, auk 1,7 milljarða í sérstök verkefni. Beinn stuðningur við færeyska sjáv- arútveginn hefur farið minnkandi á undanfömum árum, en lögð hefur verið áherzla á úreldingu vegna minnkandi j afla. Þannig fór tæplega einn milljarður , króna í úreldingarstyrki í fyrra og um 650 milljónir í aðra þætti eins og haf- rannsóknir og veiðitilraunir á erlendum hafsvæðum. Stuðningurinn til sjávarút- vegsins hefur tekið mið af breyttum aðstæðum, en sérstök ráðgefandi nefnd hefur nú skilað áliti um styrkina. Hún telur þá hafa unnið gegn markaðslög- málunum og komið í veg fyrir þróun úrvinnslunnar. Gæðin lítil og fiskurinn alltaf fullur af hríngormi við hann hafa. Hann sagði einnig að hollenzka flugfélagið KLM vildi engin viðskipti eiga við íslenzk fyrirtæki enda hefðu mörg þeirra það orð á sér að geta ekki staðið við að afgreiða um- samdar pantanir," segir Björn. „Við áttum von á jákvæðum við- brögðum við íslenzkum fiski og fiskaf- urðum og því fundust okkur þessi við- brögð kaldhæðnisleg í ljósi þess að það vantar góðan fisk til vinnslu á íslandi. Þetta bendir til að öll fyrirhöfn og fé, sem varið hefur verið til kynningar á íslenskum gæðavörum og fiski úr ómenguðum höfum, hafí verið lögð í rúst með útflutningi á físki, sem ekki hefur farið um hæfar hendur starfs- fólks í íslenzkum fiskvinnslustöðvum. Að auki er það súrt í broti, sérstaklega þegar gæðaátak á landsvísu stendur yfir, að atriði eins og óáreiðanleiki í afhendingu, skuli geta valdið þeim, sem vilja byggja upp traust viðskiptasam- bönd, jafnmiklum erfíðleikum og raun ber vitni,“ segir Bjöm. íslenzkur ísfiskur hefur slæmt orð á sér í Hollandi „ÞAÐ kom mer mjög a óvart í viðræðum mínum við hollenzkan viðskiptavin um mögulega markaðssetn- ingu á íslenzkum fiski og fiskafurðum í Hollandi fyrir nokkru, að íslenzkur fiskur virtist þekktur fyrir slök gæði á meðal kaupenda á hollenzku fiskmörkuðunum. Þegar ég spurði hvort íslenzkur fiskur væri ekki að einhverju góðu eða sérstöku þekktur, var svarið að gæði íslenzka fisksins væru alltaf slök og skipti þar mestu að fiskurinn væri fullur af hringormi. Hann væri því aðeins hæfur til mjölvinnslu. Þá olli það okkur miklum vonbrigðum að heyra að íslenzkir sölumenn væru ekki nógu áreiðanlegir,“ segir Björn Wester- gren, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Hugtök hf. Bjöm segir að spumingunni um hvort það hefði engin áhrif að fískurinn við ísland væri veiddur úr ómenguðum sjó, hefði verið svarað á þá leið að svo væri ekki. Auðvitað gætu neytendur talið að mengun væri miklu minni við ísland en víðast annars staðar, en þeir væm ekki tilbúnir til að greiða fyrir það. Einn viðmælenda okkar sagði að þeir hefðu tekið mikið af físki frá ís- landi, einkum þorsk, á síðasta ári og hann hefði alltaf verið fullur af ormi. Bjöm var á ferðinni í Hollandi ásamt Gunnlaugi Guðmundssyni frá Fransk- íslenzku eldhúsi við markaðssetningu afurða frá því. Einn kaupandi þeirra sagði, að Hollendingar hefðu þá skoð- un, að íslenzkir sölumenn væra óáreið- anlegir. „Þessi viðskiptavinur hafði orðið fyrir því, að þegar hann kynnti þýzku fyrirtæki framleiðsluvörarnar frá íslandi, vildu þeir engin viðskipti UPPSÁTUR í ÓLAFSVÍK Morgunblaði/Alfons UPPSÁTUR fyrir smábáta hefur nú verið byggt við Ólafsvíkurhöfn og er þannig bætt úr brýnni þörf fyrir eigendur smábátanna en allt að 110 slíkir voru gerðir út frá Ólafsvík í sumar. Að sögn Stefáns Garðarssonar er kostnaður við uppsátrið um 1,6 milljónir króna og kóstað af bænum og Vita- og hafnarmáiastofnun. Verktaki var Jónas Kristófersson og er hann hér við verkið ásamt lærisveinum sínum. FÓLK Kári sér um fisksöluna ■ FISKMARKAÐUR Hornafjarðar er nú að festa sig í sessi, en þar ræður ríkj- um Horn- firðingurinn Kári Söl- mundarson. Kári er 23 ára, borinn og barnfædd- ur Hornfírð- ingur, þaul- vanur sjó- maður með fyrsta stig Stýri- mannaskólans. Fiskmarkað- urinn hóf starfsemi fyrsta júní síðastliðinn og segir Kári að starfsemin gangi þokkalega miðað við áætlanir. Reiknað hafí verið með halla í fyrstu, enda þá meira hugsað um markaðssókn en hagnað. Búið er að selja um 400 tonn, mest af bátum og fara um tveir þriðju hlutar físksins út úr fjórðungnum við sölu. Mest hefur þetta verið ufsi, ýsa og þorskur af bátum heima- manna. Kári segir að menn geri lítið af því að hirða furðu- fískana svokölluðu, en þeir hafi þó selt hámeri á dögun- um. 69 aðilar á Höfn og ná- grenni standa að Fiskmarkaði Homafjarðar og er Guðmund- ur Eiríksson formaður stjóm- ar. Steingrímur á Nýfundnalandi ■ STEINGRÍMUR Her- mannsson, fyrrverandi for- sætisráðherra og sjávarút-' vegsráð- herra, var á dögunum á Nýfundna- landi, þar sem hann kynnti sér stöðuna í sjávarútvegi þar. Stein- grímur var á ráðstefnu um lífíð í eyríkjum á Prince Edw- ard-eyjum í nágrenni Ný- fundnalands og notaði tæki- færið til að kynna sér stöð- una. „Staðan hjá þeim er í raun hörmuleg og það ætti að vera okkur víti til vam- aðar, hvemig komið er fyrir þeim. Þorskstofninn er hran- inn og atvinnuleysi til tveggja ára vofír yfír þúsundum manna,“ segir Steingrímur. „Ég hitti nokkra menn þama að máli, meðal annars sjávar- útvegsráðherra ríkisins, Cart- er og Wells forsætisráðherra, frammámenn í sjávarútvegi eins og Cabot Martin, for- mann samtaka sjómanna á grannsævi og fleiri. Það versta við stöðuna virðist svo vera það, að menn hafa misst frumkvæðið og kraftinn til athafna og segja má að mikil uppgjöf sé ríkjandi þarna,“ segir Steingrímur. Steingrimur Hermannsson Stærðir: 70, 80 og 100 lítra LÍNUBALAR BoRnaiplasf tiL Sefgörðum 3, Seltjarnarnesi Sími 612211 - Símbréf 614185 Sterkir og auðveldir að þrífa. Gámur, 40 fet. + 2°C. Ferskur lax. Afhending Boulogne. Á mánudag kl.02:00 EIMSKIP VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.