Morgunblaðið - 23.10.1992, Side 2
2' É
Sýnlngarsalur meö ljós-
myndum af sölueignum
— Vióbrögó seljenda og kaupenda mjög góó,
segir Sverrir Kristjánsson fasteignasali.
FASTEIGNAMIÐLUN Sverris
Kristjánssonar hefur tekið í
notkun 100 fermetra sal, þar sem
komið er fyrir á vegg ljósmynd-
um af þeim eignum, sem þessi
fasteignasala hefur til sðlu. Sýn-
ingarsalurinn er á jarðhæð að
Suðurlandsbraut 12, en fasteign-
amiðlunin er á hæðinni fyrir of-
an. Salurinn er opinn kl. 4-9 á
virkum dögum, á laugardögum
kl. 11-5 og á sunnudögum kl. 1-
5. Starfsmaður er ávallt til staðar
á þessum timum til þess að gefa
upplýsingar um eignimar.
Tlgangurinn með þessu er sá að
sýna myndir af öllum þeim
fasteignum, sem við erum með í
sölu og veita um leið þær upplýs-
ingar um eignimar, sem til þarf til
þess að gera frumathuganir varð-
andi kaup á þeim, sagði Sverrir
Kristjánsson í viðtali við Morgun-
blaðið. — Þegar að því kemur að
veita nánari upplýsingar t. d. um
greiðslubyrði af lánum, kemur fólk
upp á fasteignasöluna á hæðinni
fyrir ofan. Upplýsingamar fylgja
ljósmyndinni af hverri eign og auk
þess liggja þessar sömu upplýsingar
frammi á lausum blöðum í bökkum
á veggjunum. Fóik getur tekið þessi
blöð með sér heim til þess að kynna
sér þessar upplýsingar betur, ef það
vill.
— Ég hef séð þetta innifyrir-
kómulag hjá fasteignasölum eriend-
is, en ég hef hvergi séð þessu kom-
ið fyrir með þessum hætti áður hér
á landi, sagði Sverrir ennfremur. —
Þetta er auðvitað miklu þægilegri
kostur fyrir fólk, en þegar myndir
em hengdar upp í útigluggum til
þess að skoða þær þar. Þetta er
líka að sjálfsögðu dýrara en ég tel
samt, að í framtíðinni eigi þetta að
geta skilað sér til baka. Viðbrögðin
vom líka ótrúlega góð. Fyrstu helg-
ina komu hingað yfir 300 manns
og síðan hefur fólk verið að koma
hingað jafnt og þétt. Segja má, að
það sé alltaf einhver inni að skoða
eignir. Hér er líka alltaf kaffí á
könnunni og aðstaða fyrir fólk til
þess að setjast niður og kynna sér
margs konar upplýsingar um fast-
eignir. Önnur afleiðing er sú, að
hingað koma nú enn fleiri eignir í
sölu en áður.
Sverrir sagði, að fasteignamark-
aðurinn hefði verið frekar rólegur
yfír hásumarið en sala hefði verið
mjög góð í september og það sem
af væri októbermánaðar. — At-
vinnuhúsnæði hefur verið fremur
þungt í sölu á þessu ári, en samt
er hér alltaf að seljast eitt og eitt
pláss, sagði hann. — Verð á at-
vinnuhúsnæði hefur lækkað á jaðar-
svæðunum en á miðjusvæðunum er
það mjög gott og þó sér í lagi, ef
það er við góðar samgönguæðar.
Það vantar blátt áfram góðar skrif-
stofuhæðir á heppilegum stöðum.
Ef um gamalt húsnæði er að ræða,
sem þarf að endumýja, er hins veg-
ar miklu meiri tilhneiging en áður
til þess af hálfu kaupenda að færa
verðið niður, því að það er orðið
Sýningarsalurinn er um 100 fermetrar og þar er komið fyrir á vegg
þeim ljósmyndum, sem þessi fasteignasala hefur til sölu. Salurinn er
á jarðhæð að Suðurlandsbraut 12, en fasteignamiðlunin er á hæð-
inni fyrir ofan.
mjög dýrt að standsetja slíkt hús-
næði.
Svipaða sögu væri að segja um
atvinnuhúsnæði á leigumarkaðnum.
— Það er mikið til leigu af atvinnu-
húsnæði á jaðarsvæðunum, sem
erfítt er að eiga við, sagði Sverrir.
— Allt, sem er á miðjusvæðunum
og boðið er fram á skaplegu verði,
er hægt að leigja út. Eg held því,
að markaðurinn fyrir atvinnuhús-
næði sé í nokkuð góðu jafnvægi.
Að lokum sagði Sverrir, að þó
nokkur söluhreyfing væri nú á ný-
byggingum og þá fyrst og fremst
sérbýli eins og einbýlishúsum, rað-
húsum og parhúsum en minni á
blokkaríbúðum. — Mér fínnst íbúð-
arverð frekar vera að lækka heldur
en hitt. Ég tel, að það hafi orðið
raunlækkun á markaðnum um
2-5%.
BÍLSKÍJRAR
BÍ LSKÚRAR við heimahús eru
allmisjafnir að stærð og gerð.
Víða gerir skipulag gatna og lóða
ráð fyrir litlu og þröngu svæði
fyrir bílskúr. Einkum á það við
um elstu bilskúra, þeir voru oft
litlir og þröngir. Bílarnir voru
líka minni á fyrstu árum bOanna.
Mikil breyting varð á þessu í
kringum 1950.
að var ekki laust við að mörgum
þætti jaðra við óhóf þegar
þeim sem fengu lóðir undir einbýlis-
hús í Garðabæ var gert að skyldu
að hafa tvöfalda bílskúra við hús
sín.
Ennþá eru
skipulögð einbýlis-
og raðhúsahverfi
þar sem aðeins er
gert ráð fyrir litl-
um og þröngum
bílskúr.
Það er gott að
hafa nægjanlegt
rými í bílskúmum til þess að geta
þrifíð bílinn inni, opnað hurðir hans
upp á gátt svo að auðvelt sé að
ryksuga hann að innan og þurrka
af rúðum o.s.frv.
Nú er það svo að fólksbíll af
venjulegri stærð sem stendur með
opnar hurðir á báðum hliðum mæl-
ist um 3,3 til 3,7 m breiður. Lengd
þeirra er auðitað misjöfn, svona frá
3 til rúmlega 5 m. Víða er bílskúr-
inn eina húsnæðið þar sem heima-
fólk getur gripið í að vinna við
smíðar eða lagfæringar og munu
margir eiga sér þann draum að eiga
sæmilega stóran bílskúr með vinnu-
borði og verkfærum til viðgerða og
smíða.
Algeng stærð bílskúra er að inn-
anmáli 3-3,5 m á breidd og 8 m
að iengd.
Gluggar
Fjölmargir bflskúrar á þéttbýlis-
stöðum eru staðsettir þannig á lóð-
unum að ekki reynist unnt að hafa
á þeim glugga. Oheimilt er að hafa
glugga á vegg sem er á lóðamörk-
um og mundi því snúa að lóð ná-
grannans.
Birtumöguleikar gegnum glugga
á bílskúrum eru oft aðeins með því
að hafa glugga á framhliðinni eða
t.d. á endavegg, þ.e.a.s. ef hann
nær þá ekki alveg inn að lóðamörk-
um bakatii.
Það er afar mikilvægt að hafa
birtu frá gluggum ef unnið er í bíl-
skúmum og einnig að geta opnað
glugga.
Margir hafa leyst þetta mál að
nokkru leyti með því að setja rúður
í stóru bflskúrshurðina og er það
gott svo langt sem það nær. Sum-
staðar hagar svo til að bflskúr
stendur dálítið frá íbúðarhúsinu og
er þá hægt að hafa glugga á hlið-
inni.
Það er ekki aðeins birtunnar
vegna sem gluggar em nauðsynleg-
ir því að stundum er þörf á að lofta
vel út, bæði til þess að þurrka raka
sem kemur inn með bílnum og eins
ef bfllinn gengur eitthvað inn í
skúmum, sem þó ber auðvitað að
forðast.
Hurðir
Við vitum að hægt er að velja á
milli ýmissra gerða bflskúrshurða.
Það skiptir auðvitað mestu máli
hverskönar jám og festingar við
veljum. Ég ætla ekki að hætta mér
út á þá.hálu braut að ráðleggja
einhverja eina gerð af bflskúrs-
hurðajámum fremur en aðra. Al-
gengast hefur verið í 30 til 40 ár
að smíða einn hurðarfleka sem síð-
an er lyft upp undir Ioft með örmum
og gormum sem létta átakið. Marg-
ir sem vilja smíða hurðimar sjálfír
hafa þó smíðað þrjár til fjórar minni
hurðir sem hanga á lömum og opn-
ast lóðrétt til hliðanna. Það getur
verið ágætt nema þegar hvasst er,
þá getur verið mjög erfítt að hemja
hurðimar.
Algengt er að hurðarflekinn sé
hafður 2,1 m hár og 2,7 m breið-
ur. Venjulega er hurðin smíðuð
þannig að fyrst er smíðaður sæmi-
lega sterkur rammi. Efnið getur
verið 34-95 mm eða 45-95 mm.
Ramminn er blaðaður saman á
homunum og svo eru settir þrír
póstar sem standa lóðréttir með
jöfnu millibili á milli yfír og undir-
stykkjanna og em tappaðir inn í
þau. Utan á þennan ramma kemur
síðan klæðning, oft þunnur panill.
Ef við viljum hafa spjöld í hurðinni
á milli pósta og ramma, má auðvit-
að einnig hafa þverpósta til þess
að minnka spjöldin.
í svona hurðir getur einig verið
hagnýtt að setja rúður í hluta hurð-
arinnar.
Gönguhurð
Það er til mikilla bóta ef hægt
er að hafa einnig hæfílega stóra
gönguhurð á bílskúmum, maður
getur átt þangað margvísleg erindi
án þess að þurfa að opna stóm
hurðina.
A sumum litlum bílskúrum, eins
og ég hefí lýst hér að framan, er
ekki mögulegt að koma slíkri hurð
fyrir, nema með því að fella hana
inn í stóru hurðina.
Ágætur kunningi minn hóf máls
á ýmsum þáttum varðandi um-
gengni í bílskúrum og nefndi þá
m.a. litlu hurðina sem oft er felld
inn í stóm hurðina. Hann gat þess
við mig að ef slík hurð er látin
op'nast inn þá getur stafað af henni
slysahætta. Þetta er alveg hárrétt.
Hugsum okkur t.d. að hurðin sé
kviklæst eða hafí verið illa lokuð
þegar stóru hurðinni er lyft upp,
þá getur litla hurðin rotað þann sem
er að opna skúrinn, ef hún fellur á
höfuð hans.
Það er sjálfsagt að láta litlu hurð-
ina opnast út því þá fellur hún ekki
niður þegar stóru hurðinni er lyft
upp.
Ljósrofar
Annað atriði benti þessi kunningi
minn á sem ég ætla að nefna hér,
þ.e. staðsetning ljósrofa í bflskúm-
um.
Hugsum okkur að við setjum bíl-
inn oftast inn í skúrinn þannig að
við ökum honum áfram inn í skúr-
inn en afturábak út. Þá fömm við
út úr bílnum vinstra megin og
göngum sömu megin út úr skúmum
og slökkvum þá væntanlega ljósin
um leið. Það er því hentugt að rofí
fyrir ljósin sé vinst'ra megin við
dymar.
Þetta á við þar sem aðeins er
um stórar dyr að ræða. Annars er
að sjálfsögðu heppilegt að rofínn
sé við göngudymar.
Mikið hagræði er að því að hafa
nokkra rafmagnstengla í bílskúrn-
um og einnig vil ég benda á að flúor-
ljós, sem em algeng í bílskúmm
eru ekki nógu góð sem vinnuljós.
Þau deyfa skugga og eru ekki mjög
góð vinnuljós. Ef ætlunin er að
vinna í bílskúrnum er gott að geta
einnig kveikt ljós á lömpum með
venjulegar perar.
Vatn
Það brosa e.t.v. einhveijir lagna-
menn er ég nefni vatn og frá-
rennsli. Það þykir svo sjálfsagt að
bílskúrar séu allvel búnir hvað þetta
snertir en sá búnaður er svo mikil-
vægur í hveijum bílskúr að búa
þarf sem allra best að honum í
hveijum skúr.
Veðráttan hérlendis er með þeim
hætti að við þurfum að geta þvegið
bíla okkar inni í upphituðum skúr
að vetrinum.
Kranamir mega ekki heldur vera
staðsettir á þeim stað að hætt sé
við að vatn geti frosuð í þeim þeg-
ar rok og frost sækir á.
Það hefur lengi verið deilumál
milli manna hvort óheppilegt sé að
geyma bíl í upphituðum bílskúr.
Eg hygg að nú orðið séu flestir
komnir á þá skoðun að bíla ryðgi
minna séu þeir geymdir í upphituð-
um skúr, þess þurfi þó að gæta að
opna glugga svo að rakt loft nái
að þorna inni í skúrnum.
eftir Bjarno
Ólafsson.
I