Morgunblaðið - 17.11.1992, Side 2

Morgunblaðið - 17.11.1992, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 ítmóttamenn heims '92 MBL./KRT HeimilcLForbes MICHAEL JORDAN 2.118 milljónir kr. 1.888 millj. 1.652 NIGEL MANSELL, kappakstur Til samanburðar má nefna að bygging Perlunnar kostaði 1.600 milljónirkr. Þaraf auglýsinga- tekjur frá NIKE 230 millj. Laun frá CHICAGO BULLS ■ EYJÓLFUR Sverrisson og fé- lagar hans hjá þýska knattspyrnu- liðinu Stuttgart fara í æfíngabúðir til frönsku eyjarinnar Martinique í Karíbahafinu fyrir jól. Þeir verða þar í æfingabúðum 13. til 23. des- ember. ■ DANÍEL Jakobsson, skíða- göngumaðurinn ungi frá ísafirði sem er í skíðamenntaskóla í Jerpen í Svíþjóð, hefur skipt um félag. Hann keppti áður fyrir Bollnás en í vetur keppir hann fyrir Ásarna (Ásana), sem er eitt virtasta skíða- félag Svia. ■ DANÍEL verður í góðum félag- skap hjá Ásunum því fyrir hjá félag- inu eru þrír heimsmeistarar í göngu; Torgni Mogren, Jan Ottoson og Thomas Wassberg. Daníel var annar tveggja ungra skíðamanna sem var valinn í liðið og þykir það mikill heiður. ■ PERNILLA Wiberg, ólympíu- og heimsmeistari í stórsvigi kvenna frá Svíþjóð sem heimsótti ísland sl/vor, ætlar sér stóra hluti í heims- bikamum í vetur. Hún hefur ákveð- ið að keppa í bruni og tvíkeppni til að eiga meiri möguleika í heildar- stigakeppninni. ■ HINGAÐ til hafa sérgreinar Pernillu verið svig og stórsvig. „Ég stefni á að ná einu af þremur efstu sætunum í heildarstigakeppninni í vetur," segir Wiberg ■ PILLAN eins og Pernilla er gjaman kölluð ætlar að nota 5 sm styttri svigskíði en hún notað í fyrra. Flestir eru á að meiri hraði náist eftir því sem skíðin eru lengri. En Wiberg er á öðru máli: „Ég næ meiri hraða með því að nota styttri skíði,“ segir hún. ■ TOMASZ Jankowski, sem er pólskur landsliðsmaður í körfu- knattleik, varð fyrir því óláni að missa framan af litla fingri í lands- leik gegn Portúgal í síðustu viku. ■ JANKOWSKI festi litla putta vinstri handar í körfuhringnum með þessum afleiðingum. Leikmaðurinn er tvítugur og leikur með Lech Poznan, var strax fluttur á sjúkra- hús þar sem gert var að sárum hans. ■ STEPHANE Chapuisat, mið- hetji hjá Dortmund í Þýskalandi og landsliðsmaður Sviss í knatt- spymu var um helgina dæmdur í sex vikna keppnisbann í Þýskalandi fyrir að taka um kynfæri Norð- mannsins Rune Bratseth hjá Bremen í leik. ■ THOMAS Berthold, fyrrum bakvörður þýska landsliðsins, er nú launahæsti maðurinn sem situr á áhorfendabekkjum á leilqum Bay- ern. ■ BERTHOLD, sem Bayern keypti frá Róma, er svo lélegur um þessar mundir að það er ekki not fyrir hann hjá félaginu. Hann er með andvirði 114 þús. ÍSK í laun á dag fyrir að gera ekki neitt og er kominn á sölulista. ■ ULI Höness, framkvæmda- stjóri Bayern, segir að það hafi verið mikil mistök að kaupa Bert- hold. Enska liðið Manchester City hefur sýnt áhuga á að fá hann til sín. INNJLAUG Islendingar verða æ kröfuharð- ari varðandi árangur í alþjóð- legri keppni og ef að líkum lætur á afreksmannastefnan,_ sem var samþykkt á ársþingi ÍSÍ í síðasta mánuði, eftir að veita þeim, sem koma til með að verða styrktir svo um munar, enn meira aðhald. Það er eðli- legt, en hins vegar _ er ekki hægt að setja ' samansemmerki á milli styrkupphæðar og árangurs, þegar um íslenska íþróttamenn er að ræða, fyrr en þeir búa við sömu aðstæður og erlendir keppinautar þeirra. Veðurfarið hér gerir það að verkum að íþróttafólk í útiíþrótt- um á gjaman undir högg að sækja. Ljóst er að knattspyrnu- menn eiga langt í land i alþjóð- legum stormótum bestu félags- liða og landsliða og ekki er von til að úr rætist fyrr en yfirbyggð- ir knattspyrnuveliir verða að veruieika, sem er forsenda fyrir lengra keppnistímabili og um leið árangri á alþjóðavettvangi. Það er verðugt langtímaverkefni knattspyrnuforystunnar í sam- ráði og samvinnu við sveitarfé- lögin, en varla raunhæft enn um sinn hvað svo sem síðar verður. Bestu frjálsíþróttamenn lands- ins hafa verið samkeppnisfærir vegna þess að þeir hafa stundað íþrótt sína erlendis, en að undan- fömu hefur verið komið til móts við óskir þeirra og þarfir með góðri aðstöðu í Mosfellsbæ og enn betri í Laugardal. „Þetta er besti völluf í heimi," sagði Einar Vilhjálmsson við Morgunblaðið eftir að hafa sett íslandsmet í spjótkasti á frábærum, nýjum velli á aðalleikvanginum í Laugardal í lok ágúst. „Þetta met er gjöf mín til Reykjavíkur- borgar fyrir þennan glæsilega völl.“ Viku síðar bætti hann um betur, sem staðfestir enn frekar að frjálsíþróttamenn þurfa ekki að kvarta og ef til vill hillir und- ir hlaupara í fremstu röð — að- stæðumar em fyrir hendi. En aðstæður em ekki allt. Um það ber árangur íslenska afreks- fólksins í sundi vitni á síðustu ámm. Sundfólkið hefur sætt sig við æfingar og keppni í litium útilaugum í hvemig veðri sem er, en þakkað fyrir að fá tæki- færi erlendis við bestu aðstæður með því að setja met á met ofan. Þögul hópur og umburðarlyndur, sem engu að síður státar af ein- staklingum karla og kvenna, sem hafa átt velgengni að fagna og staðið í fremstu röð íslenskra íþróttamanna. Afreksmannastefnan hlýtur að leiða hugann að þeim grein- um, þar sem helst er von til árangurs í alþjóðlegri keppni. Sundfólkið hefur sýnt hvers það er megnugt við bág skilyrði og því er ástæða til að ælla að það geti gert enn betur við bestu hugsanlegu aðstæður. Ekki er því til of mikils mælts að næsta skref í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja verði 50 m x 26 m innisundlaug á Reykjavíkur- svæðinu. Slíkt mannvirki myndi ekki aðeins nýtast keppnisfólki, heldur koma til móts við aukna eftirspurn eftir aðstöðu til ung- barnasunds, efla sundleikfimi fyrir alla aldurshópa og ekki síst aldraða og gera drauma um sundfimi og dýfingar að veru- leika. Og þvi má ekki gleyma að gert er ráð fyrir að Smáþjóðaleik- ar Evrópu verði á íslandi 1997 og þá gengur varla að bjóða upp á sundkeppni í útilaug eða 25 m innilaug. Steinþór Guðbjartsson 50 m innisundlaug ad- kallandi fyrir almenn- ing sem keppnisfölk Eru Keflavíkurstrákarnir með JÓN KR. GÍSLASOIM í fararbroddi algerlega óstöðvandi? Veikleikam- ir ófundnir JÓN Kr. Gíslason er þjálfari úrvalsdeildarliðs ÍBK í körfuknatt- leik, og leikur auk þess með liðinu. Jón stýrði því til sigurs á íslandsmótinu sl. vor og Keflavíkurvélin hefur ekki hikstað enn það sem af er keppnistímabilinu — hefur sigrað í fyrstu tíu leikj- unum. Jón, sem hélt upp á þrítugsafmæli sitt í síðasta mánuði, er kvæntur Auði Sigurðardóttir. Hann er lærður íþróttakennari en starfar nú sem almennur kennari. Jón Kr. var fyrst spurður að því, er Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær, hvort ÍBK-liðið væri algjörlega óstöðvandi: Skapta ”Já; við erum Hallgrímsson Þa^ e'ns °% er minnsta kosti.“ Hvernig stendur á því? „Við tókum þátt í Evrópukeppn- inni í haust áður en íslandsmótið hófst og það kom okkur til góða. Breytingar hafa orðið hjá hinum Iiðunum þannig að þau eru kannski enn að prófa sig áfram. Við erum hinsvegar með sama mannskap og velgengni okkar í vetur er því rök- rétt framhald af því sem við vorum að gera í fyrra.“ En þú vilt kannski meina að þegar hin liðin verða orðin betur samæfð muni þau ná ykkur? „Það má búast við því að við töpum leik. Mér hefur tekist að undirbúa Iiðið vel fyrir hvem ieik í vetur, fundið veikleika andstæð- inganna en þeim ekki tekist að fínna veikleika okkar." Eru þeir einhverjir? „Já, þeir eru til staðar en ég veit ekki hvort ég á að vera að opinbera þá núna. Ég geri það kannski í lok tímabilsins!" Hvort ertu betri leikmaður eða þjálfari að eigin mati? „Ég mundi telja mig betri leik- mann því ég á enn svo margt ólært í þjálfun. Það hefur verið áberandi í vetur hve ég skora mikið minna en áður. Ég held að aðalskýringin sé sú að okkur hefur gengið mjög vel að ná hraðaupphlaupum, ég er yfirleitt upphafsmaður þeirra þannig að ég fæ ekki orðið að skjóta mjög mikið í þessu liði.“ Manni finnst þú einmitt gera Morgunblaðið/Björn Blöndal Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður ÍBK í kennarahlutverkinu — að fara yfir ritgerðir á heimili sínu í gær. mun minna af því að skjóta en áður heldur takir frekar af skarið þegar með þarf... „Það er mikið til í því. Áður fyrr kitlaði það hégómagirndina að vera mikið i sviðsljósinu; skora mikið og vera þannig áberandi í blöðun- um og allt það. Þetta held ég flest- ir metnaðarfullir menn gangi í gegnum. En ég þarf ekki lengur á þessu að halda. Leikur minn hefur því kannski breyst en ég tel mig alls ekki síðri leikmann fyrir það.“ Er einhver sérstakur galdur á bak við velgengni liðsins? „Ég tel mig engan galdramann! En ég legg áhei-slu á að menn komi vel stemmdir fyrir hvern leik. Ég er með góðan hóp; þarf ekki að kenna mönnum körfubolta held- ur er aðalatriðið að ná upp góðri stemmningu i hvert skipti og und- irbúa liðið rétt og mitt keppikefli er að það takist. Ég er mjög metn- aðargjarn, legg mjög mikla vinnu í þjálfunina og tel hana hafa skilað sér. Ég var einmitt að telja það saman — svo maður monti sig nú svolítið — að ég er búinn að stjórna liðinu í 84 leikjum í íslandsmótinu og þar af höfum við unnið 66. Ég er mjög stoltur yfir þeim árangri." Þú segist betri leikmaður en þjálfari í dag. En markmiðið er væntanlega að snúa þessu við ? „Já, já, já, já. En hvenær það verður veit ég ekki. Ég hef svo ofboðslega gaman af þessu og gengur vel, heilsan er í lagi, þann- ig að á vonandi eftir að spila í mörg ár enn.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.