Morgunblaðið - 17.11.1992, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.11.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 B 3 KNATTSPYRNA Breytingar hjá Stuttgart - óánægja komin upp á yfirborðið hjá nokkrum leikmönnum meistaraliðs- ins. EyjólfurSverrisson og FritzWaltersettirá varamannabekkinn Eyjólfur Sverrlsson og Frlt* Walter fagna marki ásamt Júgóslavanum Dubajic. Eyjólfur og Walter voru teknir út úr byijunarliði Stuttgart um helgina. Ég blð þolinmóður - segir Eyjólfur Sverrisson. „Ég hef áður verið í þessari stöðu" Daum tilkynnti að hann ætlaði að gera tilraunir með liðið núna og gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Ég og Fritz Walter vor- um settir út úr liðinu fyrir leikinn gegn Wattenscheid," sagði Eyjólf- ur Sverrisson, landsliðsmaður í knattspymu, sem hefur leikið flesta leiki Stuttgart í vetur. „Stuttgartliðið lék mjög illa og var heppið að ná jafntefli. Ég veit ekki hvort breytingar verði gerðar á ný fyrir næsta leik okkar - gegn Dortmund hér í Stuttg- art. Daum er þekktur fyrir að fara eigin leiðir og gera breyting- ar þegar hann telur æskilegt." Þú átt því góðan möguleika á að leika með næsta leik? „Já, ég vona það, en annars bíð ég í rólegheitunum eftir að fá tækifæri á ný. Það borgar sig að vera þolinmóður. Það eru yfirleitt við yngri leikmennirnir sem eru hvfldir þegar breytingar eru gerð- ar, en annars er enginn ömggur með fast sæti - breytingar em gerðar frá leik til leiks.“ Margir leikmenn liðsins eru óhressir og hafa verið með yfiriýs- ingar í fjölmiðlum. Hefur þú verið með yfirlýsingar? „Nei, það borgar sig ekki. Mað- ur verður að sætta sig við ákvarð- anir þjálfarans og kyngja því þeg- ar maður er settur út. Bíða þar til næsta tækifæri gefst og leika þá betur en áður. Ég hef áður verið í þessari stöðu og beið þá þolinmóður eftir nýju tækifæri." Nú virðist sem Daum geri sér ekki vonir um að Stuttgart vetji meistaratitilinn. Er það einnig svo með ykkur leikmennina? „Við höldum áð sjálfsögðu í vonina, en við vitum að það er erfitt að verða meistari tvö ár í röð. Eins og staðan í dag er það raunhæft að við náum að tryggja okkur UEFA-sæti,“ sagði Eyjólf- ur. CHRISTOPH Daum, þjálfari Stuttgart, gerði breytinga á leikskipulagi Stuttgart-liðsins gegn Wattenscheid á útivelli. Hann færði Guido Buchwald fram á miðjuna og þar með var Eyjólfur Sverrisson settur á varamannabekkinn og einnig var Fritz Walter, markaskorar- inn mikli, settur á bekkinn. Stuttgart lék varnarleik og þeg- ar uppi var staðið voru meistar- arnir heppnir að ná jafntefli því að knötturtinn hafnaði á stöng þeirra rétt fyrir leikslok. Blöðin í Stuttgart sendu Daum heldur betur tóninn eftir leik- inn og sögðu að það væri ömulegt þegar meistarar FráJóni fara til Wattensc- Halldóri heid til að leika Garðarssyni vamarleik og hanga / Þýskalandi 4 markalausu jafn- tefli. Leikurinn var ömulega lélegur að sögn blaðanna og fékk Stuttgart aðeins eitt marktækifæri. Það var Waltér sem fékk það undir lokin, en hann kom inná sem varamaður á 70 mín. Leikmenn Stuttgart fengu mjög lélega dóma 0g var miðvallarspil liðsins slakt og sóknarleikurinn bit- laus. Adrian Knup og Maurizio Gaudino voru í fremstu víglínu og þóttu þeir ekki eiga góðan leik, en aðeins markvörðurinn Eike Immel og Guido Buchwald fengu góða dóma fyrir leikinn, en það eru ein- mitt leikmennimir sem hafa staðið grimmt með Daum að undanförnu. „Við emm með mjög góðan leik- mannahóp. Sextán jafna leikmenn," sagði Buchwald. Það er greinilegt að óánægja er komin upp hjá leikmönnum liðsins og þá þeim leikmönnum sem fá ekki að spreyta sig eða em alltaf teknir af leikvelli, eins og Gaudino. Walter var mjög óhress með að vara tekinn út úr liðinu og sagðist ekki skilja hvernig lið gæti leikið án eins besta sóknarleikmanns Þýskalands, en þess má geta að Walter var markakóngur sl. keppn- istímabil. Gaudino var óhress með að vera tekinn af leikvelli fyrir Walter og benti á að hann hafi leik- ið betur en Knup. Þá er Alexander Strehmle óánægður að fá ekki tæki- færi til að leika. Það er greinilegt að Daum reikn- ar ekki með að Stuttgart veiji meistaratitilinn því að hann segir að takmarkið sé að ná UEFA-sæti. Frakkar sluppu fyrir horn Happel látinn Austurríski knattspyrnuþjálf- arinn Ernst Happel, einn sigursælasti þjálfari Evrópu, lést á sjúkrahúsi í Innsbriik á laugar- daginn, 66 ára að aldri. Bana- mein hans var krabbamein. Happel vann samtals 17 meist- aratitla sem þjálfari. Hann varð tvívegis Evrópmeistari; með Fey- enoord 1970 og Hamborg 1983. Hann komst með FC Briigge í úrslit í UEFA-bikarkeppninni 1976 og aftur með Hamborg 1982. Hann þjálfaði meistaralið í fjómm löndum; Feyenoord í Hollandi, Brugge og Standard Liege í Belgíu, Hamborg í Þýska- landi og Tyrol í Austurríki. Hann var landsliðsþjálfari Hol- lendinga 1978 er þeir léku til úrslita á HM. Hann tók við þjálf- un austurríska landsliðsins á síð- asta ári þó svo að hann væri þá orðinn alvarlega veikur. Hann lék sjálfur 51 landsleik fyrir Austur- ríki. Frakkar máttu teljast heppnir að næla sér í bæði stigin gegn Finnum í undankeppni HM í París á laugardaginn. Frakkar byrjuðu vel og komust í 2:0 með mörkum Jean-Pierre Papin og Eric Cantona eftir aðeins hálftíma leik og voru betri í fyrri hálfleik. En eftir að Petri Jarvinen náði að minnka mun- inn í byijun seinni hálfleiks snérist dæmið við og Finnar réðu gangi leiksins og gerðu oft harða hríð að marki Frakka. Frakkar em með fjögur stig eins 0g Búlgarir eftir þrjá leiki, en Svíar hafa forystu með sex stig eftir jafn- marga leiki. Finnar hafa enn ekki hlotið stig og var mark Jarvinens þeirra fyrsta í riðlakeppninni. Papin gerði mark sitt á 17. mín- útu eftir hornspyrnu frá Xavier Gravelaine. Þetta var 24. mark hans fyrir franska landsliðið. Can- tona bætti öðru markinu við 14 mínútum síðar af stuttu færi eftir undirbúning Bixente Lizarazu, sem lék fyrsta landsleik sinn. Lið Frakka: Bruno Martini; Jean-Philippe Durand (Christian Karembeu 71. mín.), Basile Boli, Alain Roche, Bemard Casoni, Bixente Lizarazu; Didier Deschamps, Franck Sauzee; Eric Cantona, Jean-Pierre Papin, Xavier Gra- velaine (Pascal Vahiraa 78.). Lið Finna: Kari Laukkanen; Erik Holmgren, Markku Kanerva, Kari Ukkonen, Erkka Petaja (Jari Kinnunen 85.); Ari Hjelm, Jari Litman- en, Markko Myyry, Petri Jarvinen; Kimmo Tarkkio, Mika-Matti Paatelainen (Pasi Tauria- inen 25.). ■ PSV Eindhoven tapaði fyrsta leik sínum á þessu keppnistímabili í hollensku deildarkeppninni á sunnudaginn, gegn FC Utrecht á útivelli 2:0. PSV heldur efsta sæt- inu sem fyrr, hefur fjögurra stiga forskot á næsta lið. Pólveijinn Wlodzimierz Smolarek og Pieter Bijl gerðu mörk Utrecht. ■ ROMARIO, framherjinn knái frá Brasilíu, Gica Popescu, Gerald Vanenburg, Berry van Aerle og Erwin Koeman léku ekki með PSV Eindhoven gegn Utrecht vegna meiðsla. Daninn Jan Heintze í liði PSV fékk þriðja gula spjaldið á tímabilinu og tekur sjálfkrafa út leikbann í næstu umferð. I AJAX frá Amsterdam vann Feyenoord 3:0 í Rotterdam. Edg- ar Davis, 17 ára kantmaður, gerði fyrsta mark Ajax - náði frákastinu eftir að Dennis Bergkamp hafði átt skot í stöng. Svíinn Stefan Pettersson kom liðiu í 2:0 á 71. mín. og sex mínútum síðar innsigl- aði Marc Overmars 3:0-sigur Aj- ax, sem er í ijórða sæti deildarinn- ar, einu stigi á eftir FC Twente og Feyenoord. É BOAVISTA, mótherji Vals- manna í Evrópukeppninni, vann efsta lið portúgölsku deildarinn- ar, Porto, 1:0 á heimavelli. Fram- heijinn Marlon Bandao gerði sig- urmarkið Boavista, sem ekki hefur tapað á heimavelli í deildinni í 18 mánuði. Brasilíumaðurinn Paul- ino Cesar fékk upplagt tækifæri til að jafna á síðutu mínútu leiks- ins, en skaut yfir. ■ DAVID Platt, leikmaður Ju- ventus, mun líklega leika með Eng- lendingum gegn Tyrkjum í undan- keppni HM á Wembley á morgun, en fyrir helgi var talið óiíklegt að hann gæti leikið með vegna meiðsla. David Batty, miðvallarleikmaður Leeds, getur ekki leikið og er talið að Carlton Pahner taki stöðu hans á miðjunni. É STEPHANE Chapuisat, fram- heijinn snjalli í svissneska landslið- inu var sendur heim úr æfingabúð- um lándsliðsins í síðustu viku vegna hnémeiðsla. En á sunnudaginn var tilkynnt að hann yrði með gegn Möltu í undankeppni HM á morg- un. Sviss verður með sama lið og gerði jafntefli við ítaliu, 2:2, að undanskildum miðvallarleikmann- inum, Christophe Ohrel, sem er meiddur. Sviss er í efsta sæti riðils- ins. É ROBBIE Dennison, leikmaður Wolves, var valinn { norður-írska landsliðshópinn um helgina sem mætir Dönum í Belfast. Hann var kallaður inní hópinn fyrir Bernard McNally, W.B.A., sem á við meiðsli að stríða. Dennison lék síðasta með landsliðinu fyrir ári síðan. ■ TYRKNESKA félagið Galat- asaray var sektað vegna óláta áhorfenda á leik liðsins í Evrópu- keppninni. Félagið var sektað um tæplega tvær milljónir ÍSK vegna þess að áhorfendur skuti flugeldum inn á völlinn í leik gegn Frankfurt og einnig var ýmsum hlutum kastað inn á völlinn. H RÓMA frá Ítalíu fékk 1,9 millj. ÍSK í sekt vegna óláta áhorfenda á leik gegn Grasshopper. M NOKKRIR leikmenn voru dæmdir í þriggja leikja bann, en þeir eru: David Hirst (Sheffield Wednesday, Englandi), Ismail Kartal og Gerson Candido (báðir leikmenn Fenerbance, Tyrklandi) og Igor Simoutenkov (Dynamo Moskvu, Rússlandi). Mike Marsh (Liverpool, Englandi) fékk tveggja leikja bann. ■ LOTHAR Matthus mun ekki leika með þýska landsliðinu vin- áttuleik gegn Austurríki á morg- un. Hann á við meiðsli að stríða. Olaf Thon mun heldur ekki leika með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.