Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992
B 5
■HHHHhkHhI
HhmUHBBI
' ■ ■:
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
Jonathan Bow treður
Bandaríkjamaðurinn Jonathan Bow hefur leikið
mjög vel með Keflvíkingum og er geysilega öflug-
ur leikmaður bæði í í vörn og sókn. Hér á mynd-
inni sést hann troða knettinum í körfu Njarðvík-
inga án þess að Gunnar Örlygsson komi vörn við.
Teitur Örlygsson var ráðinn þjálfari og var leikur-
inn gegn Keflvíkingum fyrsta eldraun hans sem
þjálfari. Hér er hann (t.v.) í baráttu við Jón Kr.
Gíslason, þjálfara Keflvíkinga og félaga sinn í ís-
lenska landsliðinu. Jón Kr. gat brosað eftir leikinn,
en Teitur sagði: „Það er Ijóst að við verðum að
endurskoða allan leik okkar.“
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Keflvíkingar
óstöðvandi
Sigruðu UMFN með 22 stiga mun í Ljónagryfj-
unni og hafa unnið tíu lyrstu leiki sína
„Þetta var ákaflega sætur sigur og ég er að vonum ánægður
með gengi liðsins. Við lékum góða vörn og nýttum þau færi sem
gáfust, því út á það gengur leikurinn," sagði Jón Kr. Gíslason
þjálfari og leikmaður íslandsmeistara Keflvíkinga eftir að þeir
höfðu unniðsinn 10. sigur íröð íÚrvalsdeiidinni gegn Njarðvík-
ingum í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Keflvíking-
ar sigruðu örugglega í leiknum með 22 stiga mun, 95:73 eftir
að staðan í hálfleik hafði verið 52:38.
Bjöm Blöndal
skrifar frá
Njarövík
Njarðvíkingar ákváðu um helg-
ina að láta bandaríska þjálf-
arann Paul Colton hætta með liðið
eftir slakt gengi þar
sem þeir höfðu tapað
5 leikjum af 9 og var
tapleikurinn gegn
Skallagrími á föstu-
daginn það sem fyllti mælinn. Teitur
Örlygsson var ráðinn þjálfari og var
leikurinn gegn Keflvíkingu fyrsta
eldraun hans sem þjálfara.
Það var aðeins í upphafi leiksins
sem Njarðvíkingar veittu Keflvík-
ingum einhveija keppni en síðan
hljóp allt í baklás. Liðið skoraði
aðeins 2 stig gegn 16 stigum Kefl-
víkinga á 6 mínútna kafla þegar
staðan var 20:18 og eftir það var
ekki aftur snúið. Ekki bætti það úr
hjá Njarðvíkingum að þeir voru með
eindæmum óheppnir og fátt gekk
upp hjá þeim að þessu sinni. Keflvík-
ingar áttu enn einn stórleikinn og
þeir sýndu oft sannkallaða meistara-
takta. Bow var góður bæði í vörn
og sókn og sama má segja um Jóni
Kr. Einnig léku þeir Nökkvi, Albert
og Guðjón vel. Hjá Njarðvíkingum
voru þeir Rondey og Jóhannes best-
ir.
„Ég.veit ekki hvað ekki er að hjá
okkur og það er ljóst að við verðum
að endurskoða allan leik okkar,“
sagði Teitur Örlygsson leikmaður
og nýráðinn þjálfari Njarðvíkinga
eftir leikinn. „Þetta er búið að vera
afar slakt að undanfömu en ég vil
vera bjartsýnn annars hefði ég ekki
tekið þetta að mér og ég tel að lið-
ið eigi enn möguleika á að tryggja
sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyr-
ir þessa hörmulega lélegu byijun í
mótinu.“
Sjöundi tapleikur KR-inga
KR-ingar töpuðu sjöunda leik
sínum í Úrvalsdeildinni gegn
Valsmönnum á heimavelli sínum á
Seltjarnarnesi á
sunnudagskvöld.
Lokatölur urðu
84:87 fyrir Vai sem
er nú með þægilega
stöðu í efsta sæti B-riðils.
Leikurinn var jafn og mjög spenn-
andi og einkenndist af mikilli bar-
áttu og allt að slágsmálum. Vals-
menn voru oftast með frumkvæðið
og náðu mest 12 stiga mun undir
lok leiksins. KR-ingar léku stífa
pressuvöm lengst af og gafst hún
vel á köflum, en leikaðferðin tók
of mikla orku frá sóknarleiknum
sem var mistækur. Valsmenn voru
skynsamari í leik sínum, léku svæð-
isvörn, nýttu tímann vel í sókninni
og létu KR-inga um að gera vitleys-
urnar og sigur Vals sanngjarn.
„Ég er þokkalega ánægður með
leikinn. Þetta var mikil barátta og
kannski of mikil harka á stundum,“
sagði Svali Björgvinsson, þjálfari
Vals, eftir leikinn. „Þó.þeir hafí leik-
ið pressuvörn náðu þeir sjaldan að
stela boltanum frá okkur. Við héld
um haus og erum nú á þægilegum
stað í okkar riðli - en við erum
ekki á grænum sjó og því má ekk-
ert slaka á í næstu leikjum.“
Ungu leikmennirnir hjá KR, Sig-
urður Jónsson, Hermann Hauksson
og Lárus Árnason, voru bestir. Sig-
urður sýndi oft skemmtilega takta
og er framtíðar bakvörður. Banda-
ríkjamaðurinn Houzer er líklega
Valur B.
Jónatansson
skrifar
ekki sá leikmaður sem KR-inga
vantar um þessar mundir. Hann
gerði afdrifarík mistök undir lok
leiksins. Fékk á sig klaufalega
tæknivillu, 5. villu sína, þegar stað-
an var 81:83 og 16 sekúndur eftir
og rétt áður reyndi hann ótímbært
iriggja stiga skot sem ratði ekki
ofaní.
Brynjar Harðarson og Franc Boo-
ker voru bestu leikmenn Vals.
Magnús Matthíasson var daufur í
fyrri hálfleik, gerði þá aðeins 3 stig
en bætti það upp í þeim seinni.
Erfitt aö vinna Haukana þegar
Rhodes er í stuði
Magnaður byijunarkafli hjá
Haukum, og þá sérstaklega
John Rhodes, lagði grunninn að
100:71 sigri á
Stefán Tindastól frá Sauð-
Stefánsson árkrók á Strandgöt-
skrifar unni á laugardaginn.
í seinni hálfleik
héldu gestimir i við Haukana en
endasprettinn áttu Haukar.
John Rhodes fór á kostum í byij-
un með 11 af 13 stigum Hauka
gegn tveimur gestanna, átti tilþrifa-
miklar stoðsendingar og góðann
vamarleik en hann tók alls 17 frá-
köst fyrir hlé. Tilþrifin komu „Stól-
unum“ algerlega í opna skjöldu og
losarabragur varð bæði á sóknar-
og varnarleik þeirra. Munurinn í
leikhléi var þó aðeins 17 stig, 44:27,
og máttu Sauðkræklingar þakka
fyrir að nýtingin var ekki sem best
hjá Haukum.
Seinni hálfleikur var öllu jafnari
og munaði miklu fyrir gestina að
Valur Ingimundarsson tók við sér
og gerði 23 stig, en munurinn var
alltof mikill og Tryggvi Jónsson
rauf hundrað stiga múrinn fjórum
sekúndum fyrir leikslok.
„Við lékum jafnt allann leikinn,
ekki þessar sveiflur, og vomm alltaf
ofan á og við áttum góðann dag
þar sem leikgleðin var mikil. Marg-
ir af bekknum fengu að vera með
og okkur veitir ekki af, því ef við
komust í úrslitakeppnina verðum við
hafa mikinn mannskap. Að vísu er
enn langt í hana svo að við tökum
bara einn leik fyrir í einu,“ sagði
John Rhodes í lauslegri þýðingu.
Haukaliðið small saman í þessum
leik, tók 35 fráköst og nýtingin var
39/69, og auk Rhodes vora bræð-
urnir Jón Arnar og Pétur Ingvars-
synir góðir.
Páll Kolbeinsson lék með Tinda-
stól að nýju eftir nokkurra leikja
hlé, vegna tognaðs og teygðs lið-
bands í ökkla, en náði sér ekki á
■ strik. „Ég er ekki ánægður með
úrslitin og sérstaklega ekki fyrri
hálfleik. Við verðum þarna fimmtán
stigum undir og förum að flýta okk-
ur of mikið svo við missum tökin á
vöm og sókn. Við komum svo
grimmari í seinni hálfleikinn og
náum að minnka forskotið í sextán
stig en þá er eins og þeir hrökkvi
í gang og við dettum niður svo þeir
komast langt yfir, því það er erfitt
að rífa sig upp. Rhodes er okkur
alltaf erfiður, gerði 40 stig á Krókn-
um og átti stórleik núna, og það
er erfitt að vinna Haukana þegar
hann er í stuði. En við erum að
komast í gang og ég er kominn á
skrið,“ sagði Páll.