Morgunblaðið - 21.11.1992, Page 7

Morgunblaðið - 21.11.1992, Page 7
B 7 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 nokkru. Áskell hefur nýverið lokið við orgelverk, og tónlist fyrir sjón- varpsþátt um síðustu dægur Jónas- ar Hallgrímssonar, sem frumsýndur verður um jólaleytið. Og 11. desem- ber næstkomandi verða flutt sex verk eftir hann á Norrænu menn- ingarhátíðinni í Barbican Center í Lundúnum. Ekki lítil upptalning, og liggur margt þó í láginni. Hyr, Rá og Hvel Tónsmíðar þessar hafa að ein- hveiju leyti verið hvíld og hliðar- sjior frá tveimur tónverkum sem Áskell hefur unnið að í bráðum áratug. Annars vegar er um að ræða sínfónískan þríleik fyrir rúm- lega hundrað manna hljómsveit. „í þessum þríleik sem öðrum slíkum, eru þrjú sjálfstæð verk sem hafa sterk innbyrðis tengsl og sameigin- lega mynda þau sinfóníu. Ég fékk hugmyndina fyrir fjórum árum þar sem ég reyndi að fjalla um þijú óiík viðhorf til tímans; kaos, mæld- an tíma og tímaleysi. Hyr, Rá og Hvel nefnast hlutar verksins, og nafngiftirnar voru valdar sem full- trúar þessara eiginda tímans. Síðan hlóð hugmyndin geysilega mikið utan á sig, og þróaðist út í vanga- veltur mínar um grundvallarspum- ingar lífsins; tilveru, tilgang, mörk lífs og dauða og svo framvegis. Fyrst og fremst er sinfónían því óður til mannsins." í fyrsta þætti sem kenndur er við eldinn, koma m.a. fram atriði sem síðan eru útfærð nánar í næstu tveimurþáttum. „í öðrum þætti sem ég minntist á áðan og tengist jörð- inni, nota ég hljómsveitina sem heljarmikla rytmavél, og má greina skyldleika við konsertþátt sem ég samdi fyrir fáeinum árum.“ Frá 1990 vann Áskell að langmestu leyti að sinfóníunni í Lundúnum, og lauk henni í september. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég skrifa verulega rúmfrekt slagverk inn í hljómsveitarstykki, en í sinfóníunni eru sex slagverksleikarar og leika á töluverðan fjölda ásláttarhljóð- færa, trumbur, pákur, gong og tamtam, og mynda eins konar vegg fyrir aftan hljómsveitina þar sem þau hanga. Ég hef á tilfinningunni að kveði við nýjan tón í þessu verki, og hlakka til að snúa mér nú að smærri hljómsveitarverkum." Mennsk böm og birnir Hitt meginverk Áskels er óperan Klakahöllin sem unnin er undir áhrifum frá samnefndri bók norska rithöfundarins Taijei Wesaas er Hannes Pétursson íslenskaði. Hún er i þremur þáttum og átta atriðum, og trú þeim norrænu og dulúðgu átökum sem bókin sviðsetur. „Klakahöllin ber óneitanlega sterkt norrænt yfirbragð, en boðskapurinn er sammannlegur," segir Áskell. „Þama eru leiddar fram andstæðar kynslóðir, maður andspænis nátt- úru og verkið fjallar ákaflega mikið um vináttu og trúnað. Mér fannst efnið ákaflega heillandi vegna þess hversu óvenjulegt það er, og dulúð- in höfðar ákaflega tii mín, en fyrst og síðast er aðdráttarafl verksins tilkomið vegna þeirra mannlegu skilaboða sem það býr yfír. Ég reyndi að sýna skáldverkinu tryggð, nema þegar aðstæður kölluðu á umritun eða viðbætur. Til dæmis em tvær aðalpersónurnar, Siss og Unn, staddar í kennslustund í upp- hafi verksins og skiptast á bréfmið- um. Eins og gefur að skilja er kenn- ari ómissandi í kennslustund, en hann vantaði í textann og ég greip til þess ráðs að skrifa náttúmfræði- tíma þama inn, og láta kennarann segja dæmisögu úr þjóðsögum Jóns Ámasonar. í þessari dæmisögu er kveðið á um örlög stúlknanna, en sagan ijallar um ísbirni sem eign- ast mennsk börn er verða ekki að dýram fyrr en birnan leggur hramm sinn yfír þau. Bóndi nokkur nær stúlkubami frá þeim fyrir ham- skiptin, og vex það upp í mennskri mynd en leitar stöðugt til hafs. Einhveiju sinni sér bóndi á eftir stúlkunni, og hefur hún þá klifrað upp á ísjaka. Bima kemur aðvíf- andi og leggur hramm yfír hana og stúlkan breytist í hún. Hliðstæð- ur atburður kemur fram í Klaka- höllinni, en Unn fer ein síns liðs til fjalla og týnist í klakahöll, þ.e.a.s. klakahöllin leggur hramm sinn yfír hana og hún stígur úr þessum heimi yfir í annan. Hannes grennslaðist eftir ástæðu þess að ég læddi dæmi- sögu inn í atburðarásina, en ég gat engu svarað nema að mér þætti það eðlilegt. Þá benti hann mér á að þessu stílbragði væri oft beitt í ís- lendingasögunum.“ Glíman við ópemna nálgast nú tíu ára afmælið. Áratugurinn hefur leitt til óvæntra endaskipta á ýms- um forsendum sem tónhöfundurinn miðaði við í upphafi verks. „Það er gaman að hugsa til þess að fyrir um níu ámm þegar ég hóf að semja óperuna,“ segir Áskell, „gat ég ekki ímyndað mér einn einasta ís- lending í hlutverkum hennar, en í dag sé ég eingöngu íslendinga fyr- ir mér takast á við persónumar. Vel má vera að ég hafí breyst svo mjög, en fyrst og fremst held ég að stakkaskipti hafí orðið á úrvali íslenskra óperasöngvara, en dug- miklir söngvarar hafa sprottið upp á þessum tíma. Auk einsöngvara, kórs og hljómsveitar er barnahópur og ballett í ópemnni og ég geri ráð fyrir að myndbandstæknin og skyggnur verði virkjuð í þágu uppfærslunnar, auk afar flókinnar lýsingar, enda skipa ljós og skuggar veiga- mikil hlutverk." Klakahöllina átti að flytja á Listahátíð í Reykjavík í ár, en það reyndist ekki unnt. Eðlilegt er því að spyijast fyrir um hvenær þessi höfuðverk Áskels koma fyrir eym og augu almennings. Að hans sögn fjallaði verkefnavalsnefnd Sin- fóníuhljómsveitar íslands um Sin- fóníska þríleikinn fyrir nokkru, og var þar ákveðið að leggja til að verkið yrði á efnisskrá hljómsveitar- innar árið 1994. Uppfærsla Klaka- hallarinnar er einnig í sjónmáli, en Ijóðleikhúsið, Listahátíð Reykja- víkurborgar og Sinfóníuhljómsveit íslands hyggja á samstarf um upp- færslu ópemnnar á næstu Listahá- tíð. Sjötíu verk á Áskell að baki, eins og hér hefur verið tæpt á, og þykja án efa viðsættanleg afköst á tveim- ur áratugum, hjá ekki eldri manni. „Mér finnst ég vinna með hraða snigilsins," heldur hann fram og kveðst óa við að hugsa til allra þeirra verkefnisdraga sem liggja niðri í vinnuherbergi hans og bíða síns tíma. „Og þegar öllu er á botn- inn hvolft, fínnst manni stundum að í öllum verkunum sé fjallað um sama hlutinn frá ólíkum sjónar- homum, að kjaminn sé stöðugur og aðeins úrvinnslan lúti breyting- um. Oft fínnst mér líka ég vera nýtekinn til starfa. Að hvert tón- verk sé hið fyrsta." SFr Mér finnst ég vinna með hraða snigilsins og oft finnst mér líka ég vera nýtekinn til starfa, segir tónskáldið Askell Másson, en hann á nú að baki um sjötíu tónverk á tutt- ugu árum og margt liggur í deiglunni Reykjavíkurkvartettinn leikur á tónleikum Kammerklúbbs Reykjavíkur í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20.30. Kvartettinn skipa þær Rut Ingólfsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Lisa Ponton og Inga Rósa Ingólfsdóttir. til komi stuðningur utanfrá. í þessu efni hefur orðið nokkur breyting á allra síðustu árin, með tilkomu Tríós Reykjavíkur, Reylqavíkurkvartetts- ins og Blásarakvintetts Reykjavíkur. Enginn þarf reyndar að efast um að rekstri þessara sveita er þröngt skor- inn stakkurinn og mætti þar eflaust gera betur. „Það hefur vissulega verið vandi fyrir okkur hjá Kammerklúbbnum að fá hljóðfæraleikara sem em vanir að leika saman, þó við njótum góðs af þeim hópum sem nú em starfandi og allir leika þeir reglulega fyrir okkur. Við höfum einnig fengið hljóð- færaleikara erlendis frá en það hefur yfírleitt verið 1 gegnum vináttu eða kunningsskap vegna þess hversu dýrt það annars er. Þannig höfum við t.d. fengið hinn þekkta Zinnhofer- kvartett frá ríkisópemnni í Múnchen til að koma annað hvert ár og leika fyrir okkur. Við höfum þá notað tækifærið og beðið um verk sem em svo erfíð að einungis þaulæfðustu kvartettar ráða við þau eins og t.d. síðustu strengjakvartetta Beetho- vens.“ Mozart og Beethoven vinsælastir Eitt af því sem skapar Kammer- klúbbnum sérstöðu er að stjóm klúbbsins vill gjaman hafa hönd í bagga með verkefnavalinu á hveijum tónleikum. „Við biðjum gjarnan um að ákveðin verk séu flutt, og ef hljóð- færaleikararnir hafa ákveðnar óskir þá setjum við fram óskir á móti til að skapa jafnvægi. Við viljum þó fyrst fremst geta boðið upp á tónlist eftir viðurkennd tónskáld og einnig að áheyrendur heyri þá tónlist sem þeir em hrifnastir af. Það fer ekkert á milli mála að Mozart og Beethoven em vinsælastir, ef svo má að orði komast, og reynslan sýnir okkur einnig að okkar áheyrendur vilja heyra tónlist sem þeir kannast við. Yfírleitt viljum við að 2 af hveijum þremur verkum séu sæmilega kunn- ugleg og efnisskráin á tónleikunum annað kvöld uppfyllir ágætlega þessi skilyrði." Einar segir að til þess að fá sem mest útúr tónleikunum, njóta þeirra sem best, undirbúi hann sig ávallt vandlega. „Ég undirbý mig með þvi að hlusta á verkin heima og kynnast þeim áður en að tónleikunum kemur. Ég fæ afskaplega lítið útúr tónleik- um ef ég er algjörlega ókunnugur verkunum," segir hann. Hann bendir á í þessu sambandi að þetta sé sín persónulega skýring á því hvers vegna oft reynist erfítt að fá fólk til að sækja tónleika með samtímatónl- ist. „Ég hef trú á þvf að öflug út- gáfa á samtímatónlist á hljómdiskum sé sterkasta vopnið, til að gefa fólki tækifæri til að kynnast tónlistinni í ró og næði heima fyrir.“ Eftir áramótin em fyrirhugaðir þrennir tónleikar og þannig hefur það verið um árabil, fimm tónleikar á ári, þó fyrr á ámm hafi þeir verið fleiri, áður en framboð á tónleikum í borginni óx í það sem nú er. „Ég hef tekið eftir því að íslenska óperan hefur stækkað þann hóp fólks, sem sækir tónleika, til muna. Margir þeirra sem nú sækja tónleika vítt og breitt um borgina hafa komist á bragðið með því að fara á sýningu í íslensku ópemnni. En það er líka ljóst að fæstir þeirra sem sækja tón- leika sér til ánægju og upplyftingar em tónlistarmenn sjálfír, þetta em áhugamenn eins og við í Kammer- klúbbnum, sem þekkja enga skemmt- un betri en hlýða á góða tónlist í flutningi góðra tónlistarmanna. Það þarf líka að taka tillit til þess.“ MiNNING/USTIR i NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn íslands Finnsk aldamótamyndlist. Sýning 20 fínnskra listamanna. Skúlptúrar Jóhanns Eyfells til 22. nóvember. Opið alla daga nema mánudaga. Kjarvalsstaðir Opnuð sýning á verkum Jean-Jaques Lebel laugardaginn 21. nóv. kl. 16.00. Fransk-íslenska myndasögusýning opnuð á laugardag 21. nóv. kl. 16.00. Norræna húsið Ljóðaupplestur úrvals spænskra ljóða í þýðingu Guðbergs Bergsson- ar, laugardaginn 21. nóv. kl. 15.00. MenningarmiðstSðin Gerðubergi Orðlist Guðbergs Bergssonar stendur til 24. nóvember. Guðbergur flytur fyrirlestur: „Frá niði tii orða og myndar" mánud. 23. nóv. kl. 20.30. Sýning á verkum Kristins E. Hrafnsson til 8. desember. Hafnarborg Verk úr safni stofnunarinnar sýnd til 23. nóv. Myndskreytingar í bamabækur eftir Sigrúnu Eldjám, Gylfa Gíslason og Tryggva Olafsson sýndar til 29. nóv. Listasafn ASÍ Ljósmyndasýningin World Press Photo stendur til 22. nóv. FÍM-salur, Garðastræti Sýning á vatnslitamyndum Eyjólfs Einarssonar opnuð laugardag 21. nóv. Lýkur 13. des. Safn Asgríms Jónssonar, Bergstaðastræti Sýning á þjóðsagna- og ævintýramyndum Ásgríms Jónssonar stendur til 29. nóvember. Þjóðmiiqasafn íslands Sýningin Jómsvíkingar stendur til 13. des. Bogasalun Óþekktar ljósmyndir Jóns Guðmundssonar og Guðmundar Jónssonar frá Ljárskógum sýndar til sunnudags 22. nóv. Listhús í Laugardal Sýning á verkum eftir Lindu Ámadóttur, Jónas Braga Jónasson, Guðrúnu Tryggvadóttur o.fl. Hulduhólar, Mosfellssveit Keramikverkstæði Steinunnar Marteinsdóttur er opið er frá 14 til 19 alla daga nema fimmtudaga og fostudaga, þá er opið frá 17 til 22. Vinnustofur Álafossi Vinnustofur listamanna í verksmiðjuhúsinu Álafossi eru opnar almenn- ingi á laugardögum eða eftir samkomulagi. Nýlistasafnið, Vatnsstíg Sýningar á listaverkagjöfum Þórs Vigfússonar og Níels Hafsteins og verkum Steingríms Eyijörð til 22. nóv. Snegla - listhús, Grettisgötu 7 Grafíkverk Hrafnhildar Sigurðardóttur sýnd til 30. nóv. Gallerí Úmbra, Amtmannsstíg Ljósmyndir Christian Mehr sýndar til 9. des. Gallerí G15, Skólavörðustig Verk Kjartans Ólasonar sýnd til 7. des. Nýhöfn, Hafnarstræti Verk Guðmundu Andrésdóttur sýnd til 25. nóv. Listmunahúsið Verk íslenskra málara sýnd til 13. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugamesi Sýning á verkum frá tímabilinu 1934-82. í efri sal valdar trémyndir. Önnur hæð, Laugavegi Verk bandarísku listakonunnar Louise Bourgeois sýnd út nóvember. Gallerí 11, Skólavörðustíg Sýning á verkum Þórdísar Rögnvaldsdóttur opnuð laugardag 21. nóv. Stendur til 3. des. Galleri Sævars Karls, Bankastrætí Verk Elínar Magnúsdóttur sýnd til 4. des. Gallerí Slunkaríki, tsafirði Verk Halldórs Ásgeirssonar sýnd til 6. des. TONLIST Laugardagur 21. nóv. íslenska óperan kl. 14.30: Tónlistarfélagið: Martynas Svegzda-von Bekker, fiðla, Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó: Verk eftir Tartini, Prokofieff, Brahms, Ravel. Hafnarborg kl.17.00: Tónleikar kennara Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar. Sunnudagur 22. nóv. Hallgrimskirkja kl. 16.00: Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskól- ans í Hamrahlíð. Einsöngvarar: Bergþór Pálsson, Gunnar Ólafur Hansson, Þorgeir Andrésson. Stjómendur: Johan Dujjck, Þorgerður Ingólfsdóttir. Verk eftir Grieg, Britten, A. Scarlatti og Thomas Jenne- felt. Bústaðakirkja kl. 20.30: Kammermúsikklúbburinn, Reykjavíkur- kvartettinn. fslenska óperan kl. 20.00: Lucia di Lammermoor. Ytri NjarvOíurkirkja kl. 20.30: Martynas Svegzda-von Bekker, fiðla, Guðriður St. Sigurðardóttír, píanó. Þriðjudagur 24. nóv. Kristskirkja kl. 20.30: Margrét Bóasdóttir, sópran, og Chalumeaux tríóið. Fimmtudagur 26. nóv. Háskólabfó kl. 20.00:Sinfóníuhljómsveit fslands. Föstudagur 27. nóv. íslenska óperan kl. 20.00:Lucia di Lammermoor. LEIKLIST Þjóðlcikhús Stóra sviðið kl. 20.00: Hafið: lau. 21. nóv., lau. 28.nóv. Kæra Jelena: fös. 27. nóv. Uppreisn með íslenska dansflokknum: fim. 26. nóv. Dýrin I Hálsaskógi: kl. 14.00: lau. 21. nóv., sun. 22. nóv., mið. 25. nóv. Litla sviðið kl. 20.30: Rita gengur menntaveginn: lau. 21. nóv., sun. 22. nóv., mið. 25. nóv., fim. 26. nóv., lau. 28. nóv. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: Stræti: lau. 21. nóv., sun. 22. nóv., mið. 25. nóv., fim. 26. nóv., lau. 28. nóv. Borgarleikhús Stóra sviðiö kl. 20.00: Dunganon: lau. 21. nóv., fös. 27. nóv. Heima hjá ömmu: fim. 26. nóv., lau. 28. nóv. Litla sviðið: Sögur úr sveitinni: Platanov kl. 17.00: lau. 21. nóv., sun. 22. nóv., fim. 26. nóv., lau. 28. nóv. Vanja frændi kl. 20.00: lau. 21. nóv., sun. 22. nóv., fös. 27. nóv., lau. 28. nóv. Nemendaleikhúsið, Lindargötu 9: Clara S. kl. 20.30: lau. 21. nóv, sun. 22. nóv. Alþýðuleikhúsið, Hafnarhúsi: Hraeðileg hamingja kl. 20.80: sun. 22. nóv., fim. 26. nóv., lau. 28. nóv. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11: Bannað að hlæja kl. 15.00: lau. 21. nóv., sun. 22. nóv., lau. 28. nóv. Til umsjónarmanna listastofnana og sýningarsala Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þess- um dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt: Morgunblaðið, menning/listir, Hverfisgötu 4,101 Rvk. Mynds- endir 91-691294.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.