Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 1
seer aaaMagaa íi'JDAauuiiíw aiaAuajuoaoM 08 adidas Landslið Búlgaríu í handknattleik leikur í Adidas KEILA IMMá íslandi 1994 ísland í þriðja sæti um helgina í Finnlandi ISLENSKA karlalandsliðið í keilu varð í þriðja sæti á Norð- urlandamótinu sem fram fór í Finnlandi um helgina og er þetta besti árangur íslenska landsliðsins til þessa. Það voru heimamenn sem sigr- uðu í keppni fimm manna sveita, Svíara urðu í öðru sæti og íslenska sveitin í því þriðja. „Þetta er besti árangur sem við höfum náð og sýnir að við erum virkilega komnir á blað,“ sagði Sigurður Harðarson formaður landsliðs- nefndar við Morgunblaðið í gær. Kvennasveitin stóð sig einnig með ágætum og Ágústa Þorsteins- dóttir varð til dæmis í 13. sæti í einstkalinskeppninni með 194,2 í meðaltal. Stúlkumar urðu í fjórða sæti í keppni þriggja manna liða. Hjá körlunum lék Sigurður Láras- son best, varð í 19. sæti með 191,7 í meðaltal. NM á íslandi ’94 í tengslum við Norðurlandamótið var haldið þing sambanda Norður- landa og þar var ákveðið að næsta Norðurlandamóti yrði á íslandi árið 1994. Haraldur Sigursteinsson var kjörinn formaður Norðurlandasam- takana en það er venja að formaður- inn komi frá því landi þar sem næsta NM verður haldið. „Það verður gaman að takast á við Norðurlandamótið, en það þarf að gera nokkrar breytingar til að við getum haldið það. Við þurfum 16 brauta sal og þá er það bara Keiluhöllin sem kemur til greina. Þar er engin aðstaða fyrir áhorfend- ur og það er ýmislegt sem þyrfti að gera til að fara eftir ströngustu kröfum. Þetta er stórt dæmi fyrir okkur og við vonumst til að geta gert einhverjar úrbætur þó svo við vitum að við byggjum ekki nýja keiluhöll með aðstöðu fyrir fullt af áhorfendum og fullkomnum tækj- um,“ sagði Sigurður. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Sverrir Birgir SlgurAsson með bömum sínum í gærkvöldi. Honum á hægri hönd eru Ingibjörg og Valgerður, Loftur stendur til hliðar og Birgir heldur á tvíburunum Ágústi og Bjarka. KNATTSPYRNA Skagamenn á mót f Danmörku Islandsmeistarar Skagamanna ákváðu í gær að taka boði um að taka þátt í átta liða móti, sem verður í Kaupmannahöfn 28. febrúar til 7. mars á næsta ári. Auk Skagamanna taka dönsku liðin OB, Lyngby og Næstved þátt, Malmö og Örebro frá Svíþjóð, Finnair frá Finnlandi og Kongsvinger frá Noregi. Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði að ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn hefði fengið boð um að útvega íslenskt lið í keppnina og leitað fyrst til Skagamanna. Að vel athuguðu máli hefði verið slegið til, því þarna væri um sterk lið að ræða og því kærkomið tækifæri til að sjá styrkleika Skagamanna fyrir kom- andi átök næsta sumar. „Það verður spennandi að leika við önnur lið frá Norðurlönd- um og strákarnir fá góða reynslu fyrir Evrópukeppnina næsta haust,“ sagði Guðjón. Hann bætti við að mikilvægt væri að mæta með liðið vel undirbúið til leiks og að því væri stefnt enda væri þá auðveldara að gera viðeigandi ráðstafanir ef á þyrfti að halda áður en keppnistímabilið hér heima hæfist. Landsliðið til Bandaríkjanna? Knattspyrnusamband íslands stendur í viðræðum við Banda- ríkjamenn um landsleik eða leiki í Bandaríkjunum í apríl á næsta ári. Að sögn Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, hefur verið ákveðið að leika í Columbus í Ohioríki 25. apríl, ef af leik verður. Rætt hefur verið að bandaríska knattspyrnusam- bandið greiði fyrir ferðir og uppihald íslenska liðsins, en verið er að kanna möguleika á landsleik gegn Kanada eða Mexíkó í sömu ferð. Birgir líklega ekki meira með í vetur BIRGIR Sigurðsson, línumaður Víkinga og landsliðsins, meiddist í leik Víkings og HK í Víkinni á sunnudaginn og'getur líklega ekki leikið meiri handknattleik á þessu keppnistímabili. Það era 95% líkur á að ég hafi slitið krossband í hægra hné, en það kemur betur í ljós í vikunni þegar hægt verður að skoða þetta betur,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið í gær. Það vora ekki liðnar nema um tíu mínútur af leiknum á sunnudag- inn þegar Birgir hné niður mikið kvalinn. Við skoðun kom í ljós að líklega væri krossband slitið í hægra hné. „Ef það er rétt þá gæti það þýtt að ég leik ekki meira með á þessu tímabili, en svo er einn- ig hugsanlegt að ég geti leikið með spelkur út tímabilið og yrði þá skor- inn í vor. Eins og er finn ég mikið til í fætinum og það er alla vega ljóst að ég fer ekki með í æfinga- ferðina til Danmerkur með landslið- inu á fimmtudaginn," sagði Birgir. Birgir hefur sloppið vel við meiðsli á ferlinum, hann meiddist á vinstra hné fyrir um áratug en náði sér fljótlega af þeim meiðslum og hefur sloppið vel síðan. SUND: ÆGIR BIKARMEISTARIÁ NÝ EFTIR FJÖGURRA ÁRA BIÐ / B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.