Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 KNATTSPYRNA Ellert B. Schram, sem er for- maður framkvæmdapefndar Evr- ópukeppninnar, segir að þetta fyr- irkomulag — að greiða félögum fyrir mörk og stig — hafí verið tekið upp til að leikmenn og félög slái ekki slöku við í leikjum sem skipti félögin litlu máli. „Nú hafa félögin að einhveiju að keppa í hveijum leik,“ sagði Ellert. Alex Ferguson FOLX Ein kvöldstund kostaði 130 milljónir UEFA greiðir knattspymufélögum nú andvirði 10 milljóna ísl. kr. fyrir hvert mark sem skorað er. í 1. umferð í úrslitakeppni meistaraliða voru skoruð 13 IFK Gautaborg og CSKA Moskva skomðu ekki. 2Ð . 20 . 20 . 20 . m>"iónir mi"iónir rniHÍón,r miHÍón,r 1° mi"iónl bÍ P»“' Mto 40 mi"ión - Marco van Basten hefur skorað grimmt fyrir AC Milan. AC MILAN heldur enn sínu striki í ítölsku deildarkeppninni. Vann Juventus 1:0 á sunnudag, en Capello þjálfari varar þó við of mikilli bjartsýni. „Viö erum eng- an veginn búnir að tryggja okkur titilinn, það kemur leikur eftir þennan, svo annar og enn aftur annar, alveg þangað til deildinni lýkur f vor — enginn leikur er unninn fyrirfram," sagði hann. Sigurinn á Juventus var sá fímmti í röð á útivelli í vetur hjá hinu stórkostlega Mílanó-liði og sá 45. í röð án taps í deild- Frá Birgi >nn>- Eftir frábæran Breiðdal Evrópuleik í síðustu á ítaiiu viku virtust leikmenn Milan þó þreyttir. Juve hóf leikinn af krafti, og eftir aðeins stundarfjórðung var liðið ná- lægt því að skora er fast skot lenti í stöng. í síðari hálfleik komu leikmenn Milan mun ákveðnari til leiks. Snemma átti Króatinn Boban þrumu- skot í samskeytin beint úr auka- spymu og það var framheijinn knái Marco Simone sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæra stungu- sendingu Bobans. Eftir leikinn hrós- aði Simone þjálfaranum, Capello: „hvíifkt hugrekki að setja mig í stöðu [Frakkans] Papin.“ Undir lokin fékk Juventus dæmda vítaspymu en Rossi varamarkvörður varði glæsilega slakt skot Viallis og strax á eftir frá Casiraghi. „Ég var tekinn út úr byij- unarliðinu eftir aðeins ein mistök," sagði hetja Milan fokreið eftir leik- inn. Rossi hefur setið á bekknum undanfarið, en kom inn á er Anton- oli meiddist snemma leiks á sunnu- dag. Besti maður Juventus var Þjóð- verjinn Jiirgen Kohler, hann gætti Van Basten frábærlega vel. Michel Platini, Frakkinn frábæri sem gerði garðinn frægan með Ju- ventus á árum áður, var í stúkunni í Tórínó og sagði eftir leikinn: „Ég var heppinn; í minni tíð lék Milan í 2. deild.“ Paul Gascoigne var búinn að lofa stuðningsmönnum Lazio marki fyrir nágrannaslaginn við hitt Rómarliðið, AS Roma. Og sú varð raunin. Giann- ini náði forystu fyrir Roma snemma í seinni hálfleik en á 86. mín. barst boltinn hátt inn í teig eftir auka- spymu, Englendingurinn stökk manna hæst og skallaði glæsilega í netið. Eftir leikinn sagði hann, út- Frá Bob Flennessy í Englandi Hugrekki að setja mig í stöðu Papins - sagði Simone sem kom inn í lið Milan og gerði markið gegn Juve grátinn af gleði: „Ég var farinn að halda að ég myndi þurfa að læðast með veggjum." Loksins vann Napolí. Liðið lék án Svíans Jonasar Thern en það kom ekki að sök, því liðið burstaði Fiorent- ina 4:1. Allt annað var að sjá til liðs- ins nú en undanfamar vikur. „Litli Maradona", eins og Gianfranco Zola er kallaður, var besti maður vallarins og gerði tvö mörk, annað beint úr aukaspymu eins og Maradona var frægur fyrir er hann lék með liðinu. ■ ERIC Cantona var á meðal áhorfenda er Manchester United vann Arsenal 1:0 á laugardaginn. Franski landsliðsmaðurinn leikur fyrsta leik sinn með United gegn Benfica í Lissabon í kvöld. ■ LEIKURINN í kvöld er settur á í tilefni 50 ára afmælis gömlu kempunnar Euse- bios, sem lék með Benfica gegn United í úrslitum í Evrópukeppn- innar 1968, en liðin hafa ekki mætst síðan. ■ FYRIR leikinn mun Eusebio og aðrir gamalkunnir kappar úr portúgalska landsliðinu, leika gegn heimsliðinu sem Alfredo di Stefano mun stjóma, en í liðinu leika kappar eins og Bobby Charlt- on og Franz Beckenbauer. ■ DAVID Seaman, markvörður Arsenal, hefur ekki misst úr leik með liðinu í tvö og hálft ár, eða frá því hann kom til Arsenal frá Q.P.R. Hann fór meiddur útaf í leiknum gegn Leeds um fyrri helgi en var aftur kominn í markið á laugardag- inn. ■ GEORGE Graham, stjóri Ars- enal, var æfur út í framheijann Ian Wright eftir leikinn á laugardag. Graham hefur gagnrýnt leikmann- inn talsvert undanfarið, og segir að skori hann ekki í deildarbikar- keppninni gegn Derby í kvöld verði hann settur út úr liðinu á laug- ardaginn. ■ RYAN Giggs, útheiji Manc- hester United, varð 19 ára á sunnudaginn. George Graham sagði hann hafa verið besta mann vallarins á Highbury á laugardag. ■ ÞORVALDUR Örlygsson var ekki í liði Nottingham Forest gegn Southampton á laugardag. ■ ALAN Shearer gerði 17. mark sitt í vetur fyrir Blackburn — sig- urmarkið gegn QPR — en varð að fara af velli í upphafi seinni hálf- leiks eftir gróft brot. ■ SÖGUSAGNIR eru á kreiki í Englandi um að Steve Coppell sé að fara frá Crystal Palace eftir átta ára dvöl. Sunderland er sagt vilja fá hann sem stjóra. ■ LUTON vann fyrsta heimaleik- inn í vetur í 1. deild, en gleðin var engin þar sem Darren Salton, bak- vörður liðsins slasaðist mjög alvar- iega í bílslysi í síðustu viku. ■ SALTON, sem leikið hefur í landsliði Skota 21 árs og yngri, er enn í dái og tengdur öndunarvél. Reuter Paul Gascolgne í baráttu um knöttinn við Camevale í leik Lazio og AS Roma um helgina. Englendingurinn jafnaði þegar aðeins rúmar þijár mín. voru til leiksloka. Hefureytt 18 millj. punda í leikmenn Alex Ferguson, framkvæmda- stóri Manchester United, hef- ur eytt tæplega 18 milljónum punda (1,7 milljarðar ÍSK) í kaup á leik- mönnum frá því hann tók við liðinu fyrir fimm árum. Hann keypti franska sóknarmanninn, Eric Can- tona, í síðustu viku frá Leeds fyrir 1.2 milljónir punda og komu þau kaup Fergusons sparkfræðingum mjög á óvart. Manchester United hefur ekki unnið enska meistaratitilinn í 26 ár og þykir mörgum það of langur tími. Hér á eftir fer listi yfír leik- menn sem Ferguson hefur keypt (kaupverð í enskum pundum): Brian McClair frá Celtic........850.000 Jim Leighton frá Aberdeen.......470.000 Mark Hughes frá Barcelona.....1.600.000 Mal Donaghy frá Luton...........680.000 Steve Bruce frá Norwich.........780.000 Lee Sharpe fráTorquay...........150.000 Neil Webb frá N. Forest.......1.500.000 G. Pallister frá Middlesb.....2.500.000 Paul Ince frá West Ham........2.000.000 D. Wallace frá Southampton....1.200.000 Dennis Irwin frá Oldham.........700.000 A. Kanchelskis frá Donetsk......650.000 Peter Schmeichel frá Bröndby....500.000 Paul Parker frá Q.P.R.........2.000.000 Dion Dublin frá Cambridge.....1.000.000 Eric Cantona frá Leeds........1.200.000 Samtals 17.760.000 ITALIA Ferguson eyðslusamur Van Basten tryggði AC Milan 40 millj. ISK á aðeins 28 mínútum Þegar Marco van Basten skoraði fjögur mörk fyrir AC Milan gegn IFK Gautaborg í síðustu viku itryggði hann félagi sínu „litlar" 40 milljónir ÍSK. Nýja fyrirkomu- lagið í Evrópukeppni meistaraliða, þar sem leikið er í tveimur fjög- urra liða riðlum, hefur gefíð Knatt- spymusambandi Evrópu, UEFA, •góðartekjur. UEFA ákvað að verð- launa félög í úrslitakeppninni fyrir hvert mark sem þau skoruðu. Upp- hæðin svarar til tíu millj. ÍSK fyrir hvert mark. Það tók Van Básten aðeins 28 mín. að skora fjögur mörk gegn Gautaborgarliðinu, þannig að hann færði AC Milan 1,428 millj. ÍSK á hverri mínútu á meðan markalota hans stóð yfír. Alls voru þrettán mörk skoruð í fjórum leikjum í Evrópukeppni meistaraliða á fyrsta keppniskvöldi átta liða úrslitanna, þannig að UEFA þurfti að snara út 130 millj- ónum króna á einu kvöldi fyrir skoruð mörk og þar að auki dágóð- um peningaupphæðum fyrir hvert stig sem félögin fengu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.