Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIBJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 B c3 ■ NANTES, sem gerði 2:2 jafn- tefli við Strassborg, er eitt á toppi frönsku knattspymunnar eftir að PSG beið lægri hlut fyrir Mónakó, 3:1. ■ FRANK Farina, ástralski landsliðsmaðurinn í liði Strass- borg, jafnaði fyrir lið sitt 2:2 er skammt var til leiksloka. Nantes hafði 2:1 yfír í hálfleik með mörkum Nicolas Ouedec og Christian Ka- rembeu eftir að Strassborg hafði tekið forystuna með marki Franck Leboeud úr vítaspymu. ■ JÚRGEN Klinsmann skoraði glæsilegt mark með skalla er hann jafnaði 1:1 fyrir Mónakó gegn PSG í fyrri hálfleik. Brasilíumaðurinn Luis Henrique og Youri Djorka- eff gerðu hin tvö mörkin fyrir Mónakó, sem er nú 4. sæti deildar- innar. ■ PHILIPPE Montanier, mark- vörður Caen, var rekinn útaf eftir aðeins 25 mínútur í leik gegn meist- urum Marseille. Hann fékk rauða spjaldið fyrir að handleika knöttinn fýrir utan vítateig. Marseille sigr- aði í leiknum 2:1. Xavier Gravela- ine gerði mark Caen og er hann markahæstur í deildinni með 12 mörk. ■ ROMARIO heldur uppteknum hætti og um helgina gerði hann tvö mörk fyrir PSV Eindhoven í 3:0 sigri gegn Go Ahead Eagles í hol- lensku deildarkeppninni. Hann seg- ist ekki leika með PSV næsta tíma- bil. Hann hefur átt í útistöðum við Hans Westerhof, þjálfara. „Ég vil fara, en fyrst verðum við að vinna Evrópukeppni meistaraliða og hol- lenska meistaratitilinn," sagði Romario. ■ PSVlék án fjögurra lykilmanna og þar á meðal Adri van Tigge- len, sem tók út leikbann. Berry van Aerle, varnarmaður hollenska landsliðsins, var ekki með vegna meiðsli og verður frá í nokkra mán- uði og Erwin Koeman á í hné- meiðslum. ■ ESPANOL lék aðeins með 10 leikmenn í síðari hálfleik gegn Barcelona, sem vann 5:0. Miðvall- arleikmáðurinn Urbano Ortega fékk aðra áminningu sína í leiknum rétt fyrir leikhlé og varð því að fara útaf. M BERND Schuster, Þjóðverj- inn hjá Atletico Madrid, lék ekki með liðinu í 3:1 sigri geng Mara- dona og félögum í Sevilla. Schust- er hefur verið meiddur síðustu umferðir. ■ JOAO Havelange frá Brasiliu, forseti alþjóða knattspyrnusam- bandsins (FIFA) sem fyrst var kjör- inn í embætti 1974, hefur lýst því yfír að hann leiti eftir endurkjöri 1994, næst þegar verður kosið og stefni að því að sitja sjötta kjörtíma- bilið í röð. í kvöld Handknattleikur: 1. deild karla: Eyjar: ÍBV-Valur........kl. 20 HLeiknum er flýtt vegna þess að Valdimar Grímsson og Geir Sveins- son leika með heimsliðinu 14. og 16. desember. FÉLAGSSTARF Skautahátíð í dag Landssamtökin íþróttir fyrir alla standa fyrir skautahátíð á svellinu í Laugardal og á skauta- svelli Akureyrar. Hátíðin er haldin í samvinnu við ÍTR, Vífílfell, Bauer- umboðið og Skautafélag Akureyrar. Ókeypis aðgangur verður fyrir alla milli kl. 13 og 18. í Reykjavík verður kynning á list- skautum kl. 15, kynning á íshokkí kl. 16 og kl. 17 listskautasýning. Á Akureyri verður skautakennari á svellinu frá kl. 13-18. KORFUKNATTLEIKUR Sætasti sigur okkarí vetur - sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari ÍBK KEFLVÍKINGAR héldu sigur- göngunni áfram í úrvalsdeild- inni í körf uknattleik í gærkvöldi er þeir unnu Tindastólsmenn á Sauðárkróki, 114:97, í mjög skemmtilegum baráttuleik. Frá Bimi Bjömssyni á Sauöárkróki Þetta er lang sætasti sigurinn í vetur. Þetta var geysilega erf- iður leikur, sérstaklega fyrri háíf- leikurinn, en það gerði útslagið að við náðum forskoti í upphafí síðari hálf- leiks og þannig hef- ur það verið í vetur, að náum við forskoti höldum við því,“ sagði Jón Kr. Gíslason við Morgunblaðið á eftir. Leikurinn var geysilega hraður og baráttan gífurleg. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik, bæði lið héldu uppi miklum hraða áfram eftir hlé en Keflvíkingamir náðu fljótlega tíu stiga forystu og létu hana ekki af hendi. Þegar átta mín. voru liðnar af seinni hálfleik fór Pétur Vopni út af í liði heimamanna með fimm vill- ur og við það losnaði um Jón Kr. Gíslason sem hafði ekki skorað mikið í fýrri hálfleik en fór á kostum eftir þetta, eins og raunar allt Keflavíkurliðið. Hittni Suðurnesja- manna var gífuriega góð og barátt- an mikil. Kristinn Friðriksson kom gífuriega sterkur inn í seinni hálf- leik, fann sig vel og skoraði mikið. Bestu menn hjá Keflvíkingum voru Nökkvi, Guðjón og Kristinn, ásamt Jóni Kr. Chris Moore var bestur hjá Tindastóli; lék mjög vel, og Valur og Páll stóðu vel fyrir sínu eins og fyrri daginn. Þá var Haraldur sterk- ur í fráköstum og Ingi Þór var ágætur. Hann og Pétur Vopni skipt- ust á að gæta Jóns Kr. og gerðu það vel fyrir hlé en réðu ekki við hann í seinni hálfleik. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / B10 Jón Kr. Gíslason lék vel með liði sfnu, ’IBK, þegar það sigraði í tólfta leiknum í röð í úrvalsdeildinni. KNATTSPYRNA / SPANN Barcelona á sigurbraut Leikmenn Barcelona sýndu meistaratakta er þeir tóku Espanol í kennslustund og unnu 5:0 í spænsku knattspymunni um helg- ina. Real Madrid er að ná sér á strik en farið að halla undan fæti hjá „spútnikliðinu" Deportivo, sem er nú komið niður í 4. sæti eftir markalaust jafntefli við Valencia. Stoichkov gerði fyrsta markið fyrir Barcelona eftir fyrirgjöf Laudrups. Miguel Nadal bætti öðru marki við níu mínútum síðar eftir undirbúning Juan Goikoetxea. Ron- ald Koeman setti þriðja markið úr vítaspyrnu, sem Stoichkov fískaði. HANDBOLTI Landsliðiö ámóttil Danmerkur orbergur Aðalsteinsson lands- liðsþjálfari hefur valið fjórtán leikmenn til að taka þátt í fjögurra landa móti í Danmörku um næstu helgi. Þar keppa Hollendingar, Portúgalir, Danir og íslendingar. Lið íslands er þannig skipað: ' Markverðir verða Bergsveinn Bergsveinsson, FH, og Guðmundur Hrafnkelsson, Val. Aðrir leikmenn verða: Gunnar Beinteinsson, Hálfdán Þórðarson, Sigurður Sveinsson og Guðjón Ámason úr FH, Siguijón Bjama- son, Gústaf Bjamason, Einar Gunn- ar Sigurðsson og Sigurður Sveins- son frá Selfossi, Valdimar Grímsson og Dagur Sigurðsson úr Val og er Valdimar fyrirliði. Gunnar Gunn- arsson kemur úr Víkingi og Magnús Sigurðsson úr Stjömuni. „Þetta verður ágætt. Það eru ungir strákar sem fá að reyna sig og eftir þessa leiki verður endanleg- ur á^án manna hópur valinn fyrir leikina gegn Frökkum milli hátíð- anna og sá hópur mun að mestu halda sér fram að HM í Svíþjóð," sagði Þorbergur við Morgunblaðið. Islendingar mæta Portúgölum á föstudaginn, Hollendingum á laug- ardaginn og á sunnudaginn verður leikið við Dani. Richard Witschage kom inná fyrir Stoichkov og þakkaði fyrir sig með því að skora fjórða markið á 72. mínútu. Beguiristain, sem lagði upp mark Witschage, gerði - fímmta markið sjálfur sex mínútum síðar. Real Madrid þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Real Oviedo, 3:2, fyrir framan 85.000 áhorfendur á Bemabeu-leikvanginum í Madrid. Luis Milla, sem kom inná sem vara- maður fyrir Femando Hierro, skor- aði sigurmarkið ellefu mínútum fyr- ir leikslok. Þetta er í fyrsta sinn sem Real Madrid fær á sig tvö mörk á heimavelli í vetur. Oviedo hefur aðeins einu sinni sigrað á Real á Bemabeu-leikvanginum. Atletico Madrid sýndi góðan leik er það vann Diego Maradona og félaga, 3:1. Króatinn Davor Suker kom Sevilla yfir á 12. mínútu eftir fyrirgjöf frá Rafa Paz. Luis Garcia jafnaði fyrir Atletico eftir undirbún- ing Paulo Futre og bætti síðan öðm marki við úr vítaspyrnu og þannig var staðan í hálfleik. Átta mínútum fyrir leikslok innsiglaði Manolo Sanchez sigurinn með góðu marki. Maradona var ekki áberandi í leikn- Gústaf til Leifturs Gústaf Ómarsson, sem þjálf- aði lið Vals á Reyðarfírði sl. sumar, hefur ákveðið að ganga til liðs við 2. deildarlið Leifturs á Ólafsfirði aftur. Gú- staf á 18 leiki að baki í 1. deild með Breiðabliki og jafn marga með Leiftri. Hann lék síðast með Leiftri sumarið 1989. Þá má geta þess að Mark Duffield verður áfram í herbúð- um Leifturs. Hann æfír nú með Víkingi, eins og greint var frá í blaðinu fyrir helgi, og á frétt- inni mátti jafnvel skilja að hann væri á leið til Reykjavíkurfé- lagsins. En Mark er samnings- bundinn Leiftri. HANDBOLTI Grótta fær Víkinga Grótta fær Víkinga í heimsókn í 8-liða úrslit í bikarkeppni HSÍ. í kvennaflokki verður stórleik- ur er Víkingur og Stjaman mæt- ast. Eftirtalin lið leika í karla- flokki: ÍBV - Valur, KA - Haukar, Selfoss - Fram, Grótta - Víkingur Hjá konunum dróust eftirtalin lið saman: FH - Grótta, ÍBV - Valur, Víkingur - Stjaman, Fylkir - Fram ■Leikirnir eiga að fara fram helg- ina 12. - 13. desember. KORFUBOLTI UMFIM mætir Tindastóli Bikarmeistarar Njarðvíkinga þurfa að bregða sér til Sauðár- króks og leika^þar við Tindastól í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Eftirtalin lið leika í karlaflokki: UMFT - UMFN, Snæfell - Valur, UBK - ÍBK, UMFS - KR. í kvennaflokki dróust þessi lið saman: ÍS - KR, ÍR - UMFN, UMFG - Snæfell, UMFT - ÍBK. Leikirnir eiga að fara fram helgina 12. - 13. desember næstkomandi. Morgunblaðið/Skapti Bjarnl Fellxson hlýðir sposkur á svip á Eggert Magnússon formann KSÍ þegar hann tók við áletruðum penna sem fylgdi nafnbótinni. Bjarni Felixson KSÍ- íþróttafréttamaður ársins BJARNI Felixson, íþrótta- fréttamaður hjá ríkisútvarp- inu og sjónvarpinu, fékk sér- staka viðurkenningu frá stjórn KSÍ á ársþingi sam- bandsins, fyrir að hafa skar- að framúr í umfjöllun um knattspyrnu á árinu. Itilefni 45 ára afmælis KSÍ samþykkti stjórnin að verð- launa þann íþróttafréttamann árlega, sem sinnti knattspyrn- unni best að mati sambandsins. Eggert Magnússon, formaður KSI, sagði að stjórnarmenn hefðu einróma valið „gamla brýnið, rauða ljónið, Bjarna Fel.,“ og afhenti honum parker- penna í viðurkenningarskyni. Þingheimur fagnaði Bjarna með dynjandi lófaklappi og risu fundarmenn úr' sætum, þegar afhendingin fór fram. Bjami stakk pennanum þegar í bijóst- vasann, en sagði við Morgun- blaðið: „Nú má með sanni segja að búið sé að parkera manni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.