Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 8
& B MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I lll'iÞRIÐJUDAGURi I. DESEMBER 19,92 FRJALSIÞROTTIR Einar, Sigurð- ur og Vésteinn áferðogflugi „ÞAÐ eru mörg mjög spenn- andi verkefni framundan, en alls veröa sextán alþjóðleg stigamót, Grand Prix, á næsta ári og fyrir utan það verða Gullmótin fjögur, en það eru fjögur mót sem allir bestu frjálsíþróttamenn heims koma saman. Heimsmeistaramótið verður í Stuttgart í ágúst og lokakeppni Grand Prix í London í september," sagði Einar Vil- hjálmsson, spjótkastari. Einar sagði að þá yrði mikið al- þjóðlegt boðsmót á Laugar- dalsvellinum 17.júní og á mótið kæmu margir þekktir frjálsíþrótta- menn. „Ég reikna með að Qórir spjótkastarar, sem eru í efstu sæt- um heimslistans komi. Það mun koma í ljóst hvort ég tapi í fyrsta skipti á móti í Laugardalnum," sagði Einar. Spjótkast og kringiukast verða keppnisgreinar í Grand Prix-mótun- um í ár, þannig að íslendingar koma til með að eiga a.m.k. þijá afreks- menn á mörgum mótunum, en það eru spjótkastaramir Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einarsson og kringlukastarinn Vésteinn Haf- steinsson. „Ég ætla að fara til Bandarflqanna og Brasilíu til að taka þátt í Grand Prix-mótum í San Jose og Sao Paulo í maí. Ég hef keppt á þessum mótum áður," sagði Vésteinn, sem varð annar í kringlu- HANDKNATTLEIKUR O Grand Prix-mót J^L Gullmótin fjögur ^ Önnurmót asta“ sem ég man eftir - því að Grand Prix-mótin verða sextán og síðan úrslitakeppnin. Þá verður heimsmeistaramótið í Stuttgart og önnur boðsmót. Maður verður að velja úr mót og stefna að því að komast í lokakeppni Grand Prix í London, sem hefst tíunda septem- ber,“ sagði Einar. Einar æfir á fullum krafti hér á landi, Sigurður er í Bandaríkjunum og Vésteinn í Svíþjóð. HANDKNATTLEIKUR Stórmeist- arajafntefli Kunnum best viðokkurí - og ætlum að halda því, þartil yfir lýkur, sagði Guðjón Ámason, fyrirliði FH FH-ingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum þegar þeir skutust upp í efsta sæti 1. deildar með stórsigri, 33:23, á áhugalausum ÍR-ingum. Yfir- burðir FH-inga voru miklir og oft á tíðum sýndu þeir skemmtileg takta í sóknar- leiknum og var greinilegt að þeir höfðu gaman að þvi sem þeir voru að fást við, en sömu sögu var ekki hægt að segja um ÍR-inga, sem höfðu greini- lega enga trú á að þeir gætu lagt FH-inga að velli. Baráttan sem hefur verið gæða- merki ÍR-liðsins fram til þessa, var ekki til staðar og áttu FH-ingar auðvelt með að leika liðs- menn ÍR grátt. Það var aðeins í byijun leiksins sem lífs- mark var með ÍR-ingum, eða þar til staðan var 8:8. Þá fóru FH-ingar í gang og skoruðu sex mörk í röð, 14:8. ÍR-ingar náðu ekki að skora mark í fjórtán mín. og þá þegar ljóst að FH færi með öruggan sigur af hólmi. „Við vissum að með sigri færum við í fyrsta sæti. Við náðum upp góðri baráttu og mikilli leikgleði. Það færði okkur þennan sigur —• fyrst og fremst. Nú erum við komn- Ómar Jóhannsson skrifar ir í það sæti sem við kunnum best við okkur í og ætlum að halda því þar til yfir likur,“ sagði Guðjón Ámason, fyrirliði FH-liðsins, sem var ánægður eftir leikinn. Brynjar Kvaran, þjálfari IR, var ekki eins ánægður. „Það er ekkert gott um þennan leik að segja. Hann er visst áhyggjuefni fyrir okkur. Það veldur mér miklum áhyggjum hvað iítil stemmning hefur verið í liðinu í síð- ustu leikjum okkar. Kannski er það reynsluleysið sem hefur sitt að segja. ÍR-liðið lék í annari deild í fyrra, en þá var lítið um harða leiki og mótspyman minni. Andlega hlið- in virðist ekki vera í lagi hjá mínum mönnum. I þessum leik var það aðeins Ólafur Gylfason sem lék af eðlilegri getu, en aðrir leikmenn mínir sáust ekki. Þannig framganga gengur ekki í fyrstu deild," sagði Bymjar. Hjá FH bar mest á Sigurði Sveinssyni, sem héit upp á 24. af- mælisdag sinn á sunnudaginn með stórleik bæði í vöm og sókn. Hann var besti leikmaður vallarins. Gunnar Beinteinsson var einnig góður og skoraði mörg gullfalleg mörk. Bergsveinn Bergsveinsson varði mjög vel og þá sérstaklega þegar á leikinn leið. Hjá ÍR var Ólafur Gylfason eini leikmaðurinn sem sýndi takta og hefði hann mátt reyna meira sjálfur. Sigurður Svelnsson hélt upp á afmælisdag sinn með stórleik. ÞAÐ var hart barist í Garða- bænum á laugardaginn þegar Stjarnan og Selfoss, tvö af efstu liðum deildarinnar mætt- ust. Leikar fóru þannig að liðin skiptu með sér stigunum, nokkurs konar stórmeistara- jafntefli, og voru það sjálfsagt sanngjörnustu úrslitin. Heimamenn byijuðu betur og vom yfir allan fyrri hálfleik- inn nema rétt í lokin að Selfyssing- ar komust í 9:8. Mestur varð munur- inn þijú mörk, 6:3 fyrir Stömuna um miðjan fyrri hálf- leikinn. Þá var Patrekur tvívegis rekinn af velli og var fyrra tilvikið mjög strangur dómur. Við þetta riðlaðist auðvitað leikur heima- manna og Selfyssingar gengu á lagið. Stjaman komst aftur þijú mörk yfir í upphafi síðari hálfleiks en Selfyssingar gáfust ekki upp og komust skömmu síðar yfir og höfðu framkvæðið eftir það og virtust ætla að „stela" báðum stigunum. Magnús Sigurðsson, hetja heima- manna sem lék mjög vel, jafnaði Skúli Unnar Sveinsson skrifar þegar hálf mínúta var til leiksloka. Bæði lið léku fast, og stundum gróft, allt frá fyrstu sekúndu og hafði maður á tilfinningunni að það myndi sjóða uppúr á hverri stundi, en sem betur fer gerðist það ekki. Dómaramir leyfðu mönnum að leika fast og létu leikinn ganga. Þeir höfðu samt góð tök á leiknum og gekk vel að rata hinn gullna meðalveg. Stömumenn léku að venju 3-2-1 vöm og fórst það vel úr hendi að þessu sinni og varð sóknarleikur Selfyssinga aldrei svipur hjá sjón. Vöm þeirra var hins vegar ágæt en þeim gekk þó erfíðlega að hemja Magnús Sigurðsson. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur en í fyrri hálfleik voru það bara Magnús og Einar sem tókst að skora. Selfyss- ingar skiptu mörkunum bróðurlegar á milli sín og sex leikmenn skoraðu í fyrri hálfleik. Magnús var bestur hjá Stjöm- unni og Einar átti einnig góðan leik, svo og Skúli á línunni. Þeir bræð- ur, Siguijón og Gústaf voru bestir í liði Selfoss ásamt Jóni Þóri, en hjá þeim, eins og hjá Stjörnunni, var liðsheildin sterk. Stórsigur Víkinga Víkingar áttu ekki í miklum erf- iðleikum með óhemju slakt lið HK, þegar liðin mættust í 1. deild- inni í handknattleik í Víkinni á sunnu- Stefán dagskvöldið. Vík- skrifar°n inKar Þurftu ekk> að sýna stjömuleik til að vinna HK með átta mörkum, en léku engu að síður lengst af vel, og höfðu eins og svo oft áður vera- lega gaman af því sem þeir voru að gera. Leikurinn fór rólega af stað en um miðjan fyrri hálfleik small Vík- ingsvömin saman. í kjölfarið kom- ust þeir í nokkur hraðaupphlaup og fyrr en varði var munurinn orðinn sex mörk. HK-menn vora ráðleysis- legir í sóknarleiknum á sama tíma, sóknir þeirra vora stuttar og enginn leikmaður virtist hafa áhuga á að taka framkvæðið. Staðan í hálfleik var 14:8. Fyrri stundarfjórðungurinn í síð- ari hálfleik reyndi á taugar aðdá- enda Víkings. Heimamenn gerðu ekki nema eitt mark á fyrstu tíu mínútunum á móti fimm mörkum HK-manna, og skyndilega var mun- urinn aðeins orðinn tvö mörk. En Víkingar vöknuðu loks af blundin- um og fímm mörk úr herbúðum þeirra í röð slökktu allan neista í HK-mönnum. Leikurinn endaði með átta marka sigri Víkings, 24:16. „Það er mikil og góð barátta í liðinu þessa dagana, og þetta var baráttuleikur eins og þeir hafa allir verið. Það eru miklar sveiflur í leikj- unum og staðan er fljót að breyt- ast. Við vöknuðum heldur seint í síðari hálfleik, en við náðum upp góðri baráttu í fyrri hálfleik og viss- um að við myndum finna hana aft- ur,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari og leikmaður Víkings, en hann átti mjög góðan leik. Auk Gunnars stóð nýliðinn Hinrik Bjarnason sig vel, en hann kom inn á þegar Birgir Sigurðsson meiddist illa snemma í leiknum, og stóð sig mjög vel í vöm og sókn. Alexander Revine varði mjög vel, ein nítján stykki og þar af eitt víti. Magnús I. Stefánsson markvörð- ur HK, var eini leikmaður HK sem lék af einhveiju viti, en hann varði 17 skot, þar af eitt víti. Aðrir vora ákaflega áhugalausir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.