Alþýðublaðið - 15.11.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.11.1920, Blaðsíða 1
O-eild At »t AJþýduflo&kxram. 1920 Mínudaginn 15 nóvember. 263 tölubl. Hérmeð tilkynnist, að dóttir okkar, Verna Octavía, andaðist að Vífiisstöðum í nótt. Norðurstig 5, 14. nóv. 1920. Ragheiður Jónsdóttir, Jón Jónasson. Hvað var heimsstyrjöldin? (Frh.) Strfðið var ekki komið að und- irlagi almeonigs, um það þarf ekki frekar að talá", það var fárra manna verk. Eo hver var tilgangur þeirra? Og hvað var styrjöldinf Hán var blátt áfram bardagi tnilli þýzka og austurríska auð- .valdsins annarsvegur og enska, franska og rússneska auðvaldsins Ihins vegar. Þýzka auðvaldið var óánægt með það, hvað Frakkar og Eng- lendingar voru búnir að ná í tniklar nýlendur til þess að sjúga %!óðíð úr. Þessvegna sögðu þeir að Þýzkaland yrði stð (á pláss í sólinni! Og með því meintu þeir «kkert annað en að þeir vildu bomast að, að féfletta eitthvað af iþeim nylenduþjóðum (bæði að nafninu til sjálfstæðar, eins og fortugal, og þær sem hétu ny- lendur), sem Frakkar, Engiending- ar og Rússar féflettu (frá Russum i;. d. Pólverja, Letta, Litháa, Eist- ur og ef til vill Finoa). Óg til þess, að ná þessu takmarki sínu, aotaði þýzka auðvaldið þjóðernis- tilfinningu þjóðarinnar og hinn ,-æsta þjóðernisrembing þýzka að- alsins og keisarans, og svo mikið bar á þessum þjóðernisrembingi, að margir héldu að það væri hann sem væri orsök stríðsins, þó hann væri aðeins það meðal, sem auð- vald allra stríðsþjóðanna notaði *'I þess, að geta leitt ungdóm íiandanna möglunarlaust fram til slátrunar; látið heita að þeir væru að vinna fyrir föðurlandið, þar sem þeir voru aðeins að vinna fyrir hagsmuni auðvaldsins. Átti þá þýzka auðvaldið eitt sök á stríðinu? Nei, langt frá því. Auðvaldið enska, franska o. s. frv. var alveg samsekt, eða kannske réttara sagt puðvaldsfyrirkomulag heimsins á eitt sökina. Enska auðvaldið, franska auðvaldið o. s. frv. óttað ist hinn mikla uppgang þyzku verksmiðju og skipaeigendanna (þýzka auðvaldsins) og þeir vildu fá að féfletta þjóðirnar í sínum nýlendum í friði fyrir þýzka auð- valdinu. Þýzka auðvaldið ætlaði að Iáta England vera, að minsta kosti í þetta sinn; ætlaði að láta sér nægja að fá Pólland og Eystra- saltslöndin rússnesku og eitthvað af frönsku nylendunum, eða kann ske þær allar. En enska auðvaldið sá að röðin kæmi næst að sér, þess vegna kom það Belgíu svo „dréngilega" til hjálpar, en enska þjóðin var ekki spurð að fyrst, hvort hún vildi fara i stríð við Þjóðverja. Enska þingið (parla- mentið) var ekki einu sinni spurt. Ekki einusinni það, sem er þó að heita má alveg á bandi auðvalds- ins, fékk að vita fyr en búið var að segja Þjóðverjum stríð á hend- ur. Heimsstyrjöldin var því ekkert annað en bardagi auðvaldsklíkanna um réttinn til þess að féfletta minnimáttar þjóðirnar (með fínni orðum: réttinn til markaðs fyrir varning sinn). Og heimsstyrjöfct getur hæglega kornið aftur, nema auðvaldinu sé steypt. Þess vegna þarf verklýðurinn að sigra i öllum löadum. €rlenð sfmskeytL Khöfn, 13. nóv. Óvarkár £ orðnra. Símað er frá Kristianíu að Cast- berg, foringi hins frjálslynda verka- mannafiokks [sem ekki fylgir stefna jafnaðarmanna og oftast er kendur við Castberg], hafi haldið þvi fram f stórþinginu norska, að sænski konungurinn hafi einu sinni á ófriðarárunum hótað að ganga í lið með Þjóðverjum. Castberg er á móti samvinnu Norðurlanda. Ræða hans hefir vakið mikla hreyf- ingu i Noregi og Svíþjóð, og hafa norsk blóð, nema „Tidens Tega% látið óánægju sína i Ijósi yfir henni. Utanríkisráðherrann hefir sett ofan í við Castberg. Arraeriingar og Tyrkir semja ropnahlé. Sfmað er frá Konstantinopel að Armeningár hafi samið vopnahfé við tyrkneska þjóðernissinna [hið> nyja TyrkjaveJdi], svo Tyrlrir komast í samband við sovjetrfkim Azerbaijan og Rússland. Horthy hræddur. Símað er frá Berlfn að almenn- ingsálitið hafi neytt gagnbyltingar- stjórnina ungversku til þess, að) handtaka 700 af herforingja morð> flokkum gagnbyltingamanna. [Fregn þessi bendir til þess, aft Horty sé orðinn meira en lítið smeikur um sig, er hann lætur taka höndum svo stóran flokk samherja sinna. Hræddur við bylt- ingu. Enda er ekki ósennilegt, aS ástandið í Ungverjalandi leiði, fyr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.