Morgunblaðið - 22.12.1992, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1992
Gunnar Gíslason
Arnar Guðjohnsen eru á /e/^
Islendingar
í atvinnu-
mennsku í
knattspyrnu
■ VENJA er, þegar ÍSÍ og útgáfu-
fyrirtækið Fróði útnefna íþrótta-
mann ársins í hverri grein á jólaföst-
unni, að gestir þeirra snæði hangi-
kjöt og gijónagraut. Svo var einnig
á dögunum.
■ ÞRJAR möndlur leyndust í
grautnum. Þeir sem fengu möndlu-
verðlaunin, bækur frá Fróða, að
þessu sinni voru keilari ársins, Val-
geir Guðbjartsson og þær Unnur
Stefánsdóttir, stjómarmaður ÍSÍ og
Agústa Jóhannsdóttir, eiginkona
Ellerts B. Schram, forseta ÍSÍ.
■ ÁGÚSTA sat gegnt eiginmanni
sínum og Unnur við hlið hans. Menn
höfðu á orði að möndlunum hlyti að
hafa verið úthlutað gegnum klíku;
en hið rétta er að svo einkennilega
vildi til að í grautarskál Ellerts voru
tvær möndlur, sem hann fjarlægði
hins vegar og setti í graut sessu-
nauta sinna!
■ ÓMAR Torfason, sem var að-
stoðarþjálfari Péturs Ormslev hjá
Fram, hefur ákveðið að fara aftur
til Grindavíkur og leika með
FOLX
Grindavíkurliðinu í 2. deild, eins
og hann gerði 1991.
■ RAGNAR Margeirsson verður
áfram í herbúðum KR, en hann var
orðaður við Keflavíkurliðið.
■ STEINDÓR Elíson, knatt-
spymumaður úr Breiðabliki, hefur
ákveðið að leika með HK í 3. deild
næsta sumar.
■ PETER Wimsberger II, einn
efnilegasti skíðamaður Austurríkis,
lést á sunnudag skömmu eftir að
hafa fagnað sigri í bmnmóti í Alten-
mark í Austurríki. Eftir keppnina
ætlaði hann að fara eina ferð meðan
hann var að bíða eftir verðlaunaaf-
hendingunni og lenti þá grindverki
með fyrrgreindum afleiðinum.
■ WIRNSBERGER, sem var 24
ára, var talinn líklegur arftaki al-
nafna síns sem hefur gert garðinn
frægan í heimsbikarnum en er ný
hættur. Wirnsberger varð m.a.
heimsmeistari unglinga í alpatví-
keppni 1986 og árið 1989 varð hann
austurrískur meistari í bruni og tví-
keppni.
■ 22 skíðamenn hafa látið lífíð
eftir slys síðan í Seinni heimstyijöld-
inni — 11 hafa látið lífið í keppni
eða við æfingar.
H HRISTO Stoichkov, leikmaður
Barcelona, var í gær kjörinn knatt-
spymumaður ársins í Búlgaríu
fjórða árið í röð. Stoichkov, sem er
26 ára, varð anfiar á eftir Marco
van Basten í kjöri knattspyrnu-
manns Evrópu á sunnudag.
H BOCA Juniors frá Buenos Air-
es varð á sunnudaginn argentískur
meistari í knattspymu í fyrsta sinn
í 11 ár. Boca hlaut 27 stig úr 19
leikjum- en River Plate hafnað í
öðru sæti.
H JEAN-PauI Brigger er hættur
sem þjálfari meistaraliðs Sion í
Sviss. Brigger, sem er 35 ára og
fyrrum leikmaður félagsins, tók við
af argentíska ' þjálfaranum Enzo
Trossero fyrir þetta keppnistímabil.
H JEAN Foumet-Fayard var á
laugardaginn endurkjörinn sem for-
seti franska knattspymusambands-
ins. Hann er sextugur og hefur verið
forseti síðan 1984.
DREIFING
Dreifbýlið sækir á í körfu- eru ekki inni í myndinni og því
knattleiknum á íslandi á er körfuboltinn einn um pen-
kostnað höfuðborgarinnar ef ingakökuna.
marka má þau lið sem eru í
undanúrslitum í bikarkeppni Öll liðin í úrvalsdeildinni eru
KKÍ. Úrvalsdeildarliðin úr með útlending sem fær 2.000
Reykjavík, Valur og KR, kom- (125 þús. ÍSK) til 3.000 dollara
ust ekki í undanúr-
og er þar með ■■■■■■■■■■■■■■■■HHMHI
lenskri körfubolta- Körfuknattleikur er
TJ'gm dreifbýlisíþrótt, ekki
leika fjögur utan bara á Sudurnesjum
bæjarlið; ÍBK úr
Keflavík, Skalla-
grímur úr Borgar-
nesi, Snæfell frá Stykkishólmi (186 þús. ISK) í laun á mánuði
og Tindastóll frá Sauðárkróki. pg auk þess frítt húsnæði og
Þijú síðasttöldu liðin hafa aldr- jafnvel bfl til umráða. Tinda-
ei áður leikið í undanúrslitum stóll, Skallagrímur og Snæfell
bikarkeppninnar. eru einnig með tvo til þijá ís-
„Ég get ekki séð að Reykja- lenska leikmenn sem hafa verið
víkurfélögin ógni veldi dreifbýl- keyptir til félaganna. Ekkert
isins í körfuknattleiknum á virðist vera til sparað til að ná
næstu árum,“ sagði kunningi árangri. Að vera með einn út-
undirritaðs úr köfuboltaíþrótt- lending og tvo til þijá aðra leik-
inni. Hann sagði að mikil upp- menn á launum er kostnaður
bygging hafi átt sér stað á uppá 700 til 900 þúsund krón-
landsbyggðinni sem ætti eftir ur á mánuði fyrir utan ferðalög
að skila sér enn frekar í fram- og allt annað sem fylgir svona
tíðinni ef félögin reisa sér ekki útgerð. Kannski eru forráða-
hurðarás um öxl í fjárfestingu menn þessara félaga einfald-
í leikmönnum. Körfuknattleik- lega duglegri við að róa á feng-
ur er dreifbýlisíþrótt, ekki bara sæl mið en Reykjavíkurfélögin
á Suðumesjum, það hefur nú og uppskeran er eins máltækið
sannast áþreifanlega í bikar- segir: „þeir físka sem róa“.
keppninni.
Körfuknattleikurinn á Is-
En hvers vegna eru liðin úti 'anði er á hraðri uppleið og á
á landi betri? Að mínu mati er vaxandi vinsældum að fagna
ekki til einhlít skýring á því, pg er það vel. Félögin hafa lagt
en gæti verið að utanbæjarliðin út í mikinn kostnað til að ná
hefðu úr meiri peningum að upp góðum liðum og eru mörg
moða en til • dæmis Reykja- þeirra skuldum vafin. Kapp er
víkurfélögin? Sauðárkrókur, best með forsjá því það þarf.
Stykkishólmur og Borgarnes að hafp yind í seglin til að fá
hagnast á því að öll áhersla er g°V leiði.
lögð á körfubolta á þessum Valur B.
stöðum en aðrar íþróttagreinar Jónatansson
Hvernig breytti ARMFRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR reglum Texasbúa?
Var valin í
ruoningslid
ARNFRÍÐUR Valdimarsdóttir er 18 ára stúlka frá Akranesi,
sem hefur vakið óvenjulega athygli íTexasríki í Bandaríkjunum
í haust. Hún spilaði fótbolta með Skagastúlkum og lék einnig
handbolta, en fór út sem skiptinemi s.l. vor í eitt ár. Fór á
tvær æfingar í ruðningi með skólaliðinu, var valin íliðið, en
fékk ekki að spila, þar sem íþróttin var eingöngu ætluð pilt-
um. En boltanum var kastað, kynjamismunun var ekki liðin
og reglunum var breytt í kjölfarið. Stúlkur í menntaskólum í
Texas mega spila með í ruðningsliðum skólanna ef vill á
næsta ári. Arnfríður braut ísinn.
Hún er hvorki hávaxin né
þung, aðeins 54 kg. Hún á
eftir tvö ár á íþróttabraut og ætl-
■■■■■■ ar að ljúka náminu
Eftjr heima en stefnir
Steinþór að Því að fara aft~
i Guðbjartsson ur út til Texas og
leggja stund á
' sjúkraþjálfun við háskóla. En er
hún vön því að bjóða kerfínu byrg-
inn?
„Nei, en ég hef gaman af því
að prófa eitthvað nýtt. Þetta byij-
aði þannig að ég var að leika mér
í fótbolta og í einhveijum fífla-
gangi reyndi ég við vallarmark
[field goal]. Það tókst bærilega,
þjálfari ruðningsliðsins sá það og
sagði mér að koma á æfingu. Ég
mætti á tvær æfingar og strax
var ljóst að ég gat sparkað lengra
en strákarnir. Eftir tvær æfíngar
var ég valin í líðið, en áður en
að leik kom áttuðum við okkur á
því að stelpur máttu ekki spila
og þvi fékk ég ekki leik; en liðið
varð héraðsmeistari. Eg fékk
strax viðurnefnið „Lady Ice“ og
allir, sem ná langt í íþróttum fá
merki viðkomandi greinar á ein-
kennisleðuijakka skólans. Ég
fékk ruðningsmerkið og er þá
Arnfríður Valdimarsdóttir hefur hrist upp í íþróttalífi menntaskóla í
Texas í Bandaríkjunum og hefur gaman af.
komin með fjögur, því ég hef líka
verið að keppa í blaki, hlaupum
og körfubolta."
En hvers vegna var reglunum
breytt?
„Það hafði verið rætt um það
áður, en þetta fyllti mælinn. Þeir
bestu eru að sparka svona 50 stik-
ur en ég sparkaði 30 til 40 stik-
ur. Ef ég hefði leikið með hefði
liðið verið dæmt úr keppninni og
það vakti upp spurningar um jafn-
an rétt stelpna og stráka. Málið
fékk mikla umfjöllun, sparkarnir
í liðinu okkar voru ömurlegir og
allir sögðu að ég ætti að vera í
liðinu, stjórnendur skólanna
ákváðu að breyta reglunum og
yfirvöld samþykktu það.“
Fannst þér gaman að taka þátt
í þessu?
„Þetta var rosalega gaman, en
ég var drulluhrædd, þegar ég sá
þessa stóru, þungu stráka koma
æðandi á móti mér. Þeir voru 200
kíló eða meira! Þetta er bijálaður
bolti, þar sem allir hlaupa og
reyna að „drepa“ mann. En ég
var með góða „blockera“.“
Hvernig tóku strákarnir þér?
„Þeim fannst þetta skemmti-
legt og ég hef þegar fengið marg-
ar jólagjafir frá þeim. En það var
þannig að stelpur máttu ekki vera
með í ruðningi og strákar ekki í
blaki. Nú vilja þeir að réttlætinu
verði fullnægt og ætli þetta endi
ekki með því að þeir fái að keppa
í blaki á næsta ári.“