Morgunblaðið - 22.12.1992, Side 8
BR
SKÍÐI / HEIMSBIKARINN
Fogdoe skaut afmælis-
baminu ref fyrir rass
Reuter
Alberto Tomba frá Ítalíu á fullri ferð á afmælisdaginn, en hann varð að sætta sig við annað sætið í sviginu.
Seizinger vann óvænt
TOMAS Fogdoe frá Svíþjóð
sigraði í svigkeppni helgarinn-
ar sem fram fór í Slóvaníu og
var þetta annar sigur hans í
svigkeppni heimsbikarkeppn-
innar á skíðum. Alberto
Tomba hafði vonast eftir sín-
um fyrsta sigri á keppnistíma-
bilinu, sérstaklega þar sem
hann átti afmæli á laugardag-
inn, varð 26 ára.
Frakkinn Patrice Bianchi var tal-
inn líklegastur til sigurs eftir
fyrri ferðina en þá hafði hann best-
an tíma, rúmlega hálfri sekúndu
betri en Fogdoe sem var annar. En
Frakkinn fór ekki langt í síðari ferð-
inni, sleppti þriðja hliði, misti skíðið
og var þar með úr leik.
Þessi atburður minnir óneitan-
lega á keppnina í Val d’Isere fyrr
í mánuðinum þegar hann hafði for-
ystu eftir fyrri ferð en datt í þeirri
síðari þannig að Fogdoe náði sigri.
„Brautinn er eins og skautasvell.
Það væri hægur vandi að leika
hokkí þama uppi,“ sagði Fogdoe
þegar hann kom niður úr fyrri ferð-
inni.
Bianchi meiddist á hægra hné í
Val d’Isere og var mjög vonsvikinn
með að missa aftur af sigri. „Ég
gat ekki beitt fætinum eins og ég
vildi og ég held það sé best að reyna
að ná sér alveg áður en lengra er
haldið. Vonandi duga hátíðimar til
þess,“ sagði Bianchi.
Tomba keyrði eins og hann gat
í síðari ferðinni, staðráðinn í að
sigra. Að venju voru fjölmargir ítal-
ir í brekkunum til að hvetja hann
en það dugði ekki til og hann varð
að sætta sig við annað sætið í þriðja
sinn á þessu keppnistímabili. Flestir
væru sjálfsagt ánægðir með annað
sætið í þremur mótum af sex, en
ekki Tomba.
Hinn 22ja ára gamli Svíi var
ánægður með sigurinn. ^Þetta er
mikill sigur fyrir mig. Ég var á
eftir Tomba í síðari ferðinni og trúði
ekki að ég gæti unnið eftir að ég
heyrði hvemig honum gekk. Ég var
viss um að Tomba myndi sigra,“
sagði hann. Tomba var hins vegar
ekkert of kátur þrátt fyrir að hann
yki forystu sína í samanlagðri
keppni, en þar er Marc Girardelli í
öðm sæti. Hann var meðal kepp-
enda en komst ekki í röð þeirra tíu
fyrstu, enda hafði hann kvartað
mikið undan aðstæðum fyrir keppn-
ina, sagði brautina allt of harða.
Tomba kom á keppnisstað sama
dag ög keppnin fór fram, hann gisti
í ítalska bænum Tarvisio nóttina
áður. Forráðamenn ítalska liðsins
mættu of seint þegar rásnúmer
vom dregin út og því var Tomba
látinn hafa númer 15, en hann vildi
fá númer fjögur. „Þetta gerði mig
ef til vill aðeins reiðari en venju-
lega, en þetta var allt í lagi, aðstæð-
ur vora góðar. Ég fann þegar ég
kom í mark að ég hefði getað tekið
meiri áhættu, en þá var það auðvit-
að of seint,“ sagði afmælisbamið.
ÞÝSKA stúlkan Katja Seizinger
sigraði í risasvigi í Albertaríki
í Kanada á sunnudag, fékk tfm-
ann 1.10,93 mfn. en 62 stúlkur
tóku þátt. Tatiana Lebedeva
frá Rússlandi var óvænt f öðru
sæti á 1.11,01 og Regina Ha-
eusl frá Þýskalandi fór á
1.11,20 og fékk bronsið. Þetta
var í fyrsta sinn sem Lebedeva
og Haeusl náðu verðlaunasæti
f heimsbikarnum.
Tomba
gafverð-
launaféð
Alberto Tomba ákvað á laug-
ardaginn, en þá varð hann
26. ára gamall, að gefa verð-
launaféð sem hann fékk fyrir
annað sætið í svigi karla, rúm-
lega 250 þúsund ISK, til bama
( Bosníu.
Yfírlýsing Toma kom mörg-
um á óvart — svona fyrst í stað
því hann sagði við ítalskan
blaðamann að hann ætlaði að
geía féð bömum í Serbíu.
Tomba áttaði sig þó fljótlega á
mistökunum og leiðrétti þau hið
snarasta.
Seizinger, sem er 20 ára og
sigraði í brani í fyrra, sagðist
hafa komið sjálfri sér á óvart með
sigrinum. „Ég missti svo mikið úr
vegna meiðsla og jafnvel í síðustu
viku átti ég í miklum erfiðleikum.
Því átti ég ekki von á að sigra,
en aðstæður vora mjög góðar —
hörð brautin hentaði mér vel.“
Lebedeva var með rásnúmer 55,
en var dregin út ásamt fímm öðr-
um, sem hófu keppnina. „Ég taldi
CHANTAL Bournisse frá Sviss
skaut þremur þýskum stúlkum
aftur fyrir sig í annarri brun-
keppni heimsbikarkeppninnar
á laugardaginn. Keppnin fór
fram f Lake Louis f Kanada.
ÆT
Eg var ekki að fela neitt í æf-
ingaferðunúm, en þegar ég var
kominn niður undir markið hægði
ég alltaf á mér, en auðvitað keyrði
ég á fullu í keppninni sjálfri,“ sagði
Bournisse eftir sigurinn. „Ég held
ég hafí skíðað vel í dag. Þetta var
ekki fullkomið hjá mér, en gott,“
sagði hún brosandi.
Heimamenn höfðu bundið mikl-
ar vonir við Kate Pace enda hafði
hún fengið besta tímann í síðustu
tveimur æfingaferðunum, en hún
mig ekki eiga neina möguleika,“
sagði stúlkan, sem fór beint inní
hús eftir keppnina. „Ég var hissa,
þegar þjálfari minn kom og náði
í mig, því ég gerði alls ekki ráð
fyrir að ég væri í verðlaunasæti.
Aður hafði ég best náð 13 sæti í
risasvigi, þannig að þetta var frá-
bært. I raun er þetta eitthvað sem
átti ekki að geta gerst og ég skil
ekki hvað gerðist."
brást vonum þeirra og varð í
fímmta sæti. Ónnur stúlka frá
Kanada stóð ekki undir vænting-
um, en það var Ólympíumeistarinn
Karrin Lee Gartner. Hún hafnaði
í 14. sæti.
Þýsku stúlkurnar sem röðuðu
sér í þriðja til fimmta sæti yora
Katja Seizinger, sem varð aðeins
5/100 úr sekúndu á eftir Bourn-
isse. Michaela Gerg Leitner og
Katharina Gutensohn.
Aðstæður vora gríðarlega erfíð-
ar en Boranisse lét það ekki á sig
fá og komst klakklaust í gegnum
hliðin 34 í rúmlega 2,6 km langri
braut. Þetta var sjötti heimsbikar-
sigur hennar, áður hafði þessi 25
ára stúlka sigrað fjórum sinnum í
brani og einu sinni í risasvigi. „Það
Mark Olrardelll fagnar sigrinum.
38. sigur
Girar-
dellis
AUSTURRÍKISMAÐURINN.
Marc Girardelli, sem keppir
fyrir Lúxemborg, sigraði í stór-
svigi á heimsbikarmótinu í
Kranjska Gora í Slóveníu á
sunnudag. Þetta var 38. sigur
Girardellis á heimsbikarmóti
og hann er nú í öðru sæti sam-
anlagt, aðeins fimm stigum á
eftir Alberto Tomba.
Girardelli var með næst besta
tímann eftir fyrri umferð, en
fékk samanlagðan tíma 1.57,48
mín. Norðmaðurinn Lasse Kjus var
annar á 1.57,64 og Svíinn Fredrik
Nyberg þriðji á 1.58,04. Tomba
hrasaði í fyrri ferðinni og fékk sjö-
unda besta tímann. Sergio Berga-
melli frá Ítalíu, sem sigraði á sama
stað í fyrra, var með besta tímann
eftir fyrri umferð, en hafnaði í
fimmta sæti.
Þetta var annar sigur Girardellis
f mánuðinum — hann sigraði einnig
í Alta Badia á Ítalíu 13. desember.
Tomba og Svisslendingurinn Paul
Accola kvörtuðu yfir brautinni, sem
þjálfari Tomba lagði, en þeim brást
bogalistin á sama stað. Tomba
sagðist hafa lent á steini átta hlið-
um fyrir ofan endamarkið. „Skíðið
skemmdist og ég var viss um að
ég færi út úr brautinni. Fyrri ferðin
var erfið, en sú seinni eðlileg," sagði
hann.
Girardelli sagðist hafa hugsað
um hvort hann ætti að stefna að
sigri eða leggja áherslu á gott sæti
með stigin í huga. „Ég stefndi á
eitt af þremur fyrstu sætunum og
hefði alveg sætt mig við að Berga-
melli hefði sigrað.“ Hann tók undir
óánægjuraddir með brautina. „Að-
stæður voru mjög erfíðar og ég er
ánægður með að vera á leiðinni til
lands þar sem maturinn er góður
og brautimar betri.“
var í rauninni ekkert að marka
æfingaferðrnar því brautin var
miklu hraðari núna og það var
mjög erfitt að standa á skíðunum,
hvað þá meira,“ sagði Katja Seizin-
ger.
Brautin var mjög hörð og víða
var ís í henni. Merete Fjeldavli frá
Noregi datt þegar hún átti aðeins
eftir að fara í gegnum þijú hlið
og varð að flytja hana með sleða
til byggða og talið var að hún hefði
fótbrotnað.
Seizinger og Gutensohn eru nú
jafnar í brankeppninni, báðar hafa
fengið 130 stig.
■ Úrslit / B6
Bornisse best í bruni
GETRAUNIR: X 1 X 11X 11X 2X11
LOTTO: 2 9 24 27 30 + 29