Morgunblaðið - 02.02.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 02.02.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 B 5 Morgunblaðið/Bjami fær. cMJtina eftir veikindi. ÍBK verður að gera eitthvað ætli þeir sér sigur í bikarúrslitaleiknum um helgina. Reyndar léku strákarnir ágætlega eftir hlé, en fyrri hálfleik- umn var hörmung. Guðjón hitti vel fyrir ÍBK í síðari hálfleik og einnig Jón Kr. sem átti 11 stoðsendingar eftir hlé. f fyrri hálfleik var Bow sá eini sem lék vel og Albert var mjög traustur allan leikinn. agríms inn. Okkur tókst hins vegar illa að hrista þá almennilega af okkur en sigur er jú fyrir öllu,“ sagði Birgir. „Við vorum á hælunum á þeim allan tímann“, sagði Páll Kolbeinsson og leikmaður Tindastóls eftir leikinn. „Borgnesingarnir áttu betri byrjun og náðu að stjóma leiknum lengst af. Það sem réð úrslitum í þessum leik var að Ray Foster var of mistæk- ur undir körfunni og Valur fór ekki almennilega í gang og það munar jú um minna“ sagði Páll. HANDKNATTLEIKUR Jason tryggði Fram annað stigið gegn Stjömunni „ÉG ER ekki sáttur því ég ætl- aöi mér bæði stigin og með meiri yfirvegun hefði það tek- ist“, sagði Eyjólfur Bragason þjálfari Fram, eftir að fyrsti leikur hans með Fram, gegn toppliði Stjörnunnar, endaði með jafntefli, 22:22. Stjaman hafði tveggja marka forskot er rúm hálf mínúta var til leiks- loka, en Jason Ólafsson sýndi mikla baráttu og gerði tvö síð- ustu mörkin í leiknum, og tryggði Fram annað stigið. Framarar byijuðu vel og náðu fljótlega þriggja marka for- skoti. Það hvarf reyndar fljótlega ■■■■■■ eftir að þeir fóru að Stefán tínast af velli um Eíríksson miðjan hálfleikinn. skrífar Liðin skiptust á for- ystunni það sem eft- ir lifði hálfleiksins, en í leikhléi var staðan 12:11 fyrir Fram. Stjaman náði tökum á leiknum strax í byijun síðari hálfleiks og náði mest þriggja marka forskoti. Framarar gáfust þó ekki upp og með mikilli baráttu og góðri frammistöðu Karls Karlssonar og Jasonar Ólafssonar tryggðu þeir sér annað stigið. „Ég er sáttur við eitt stig á móti toppliðinu. Þeir bjuggust við að valta yfir okkur, en með baráttu og réttu hugarfari náðum við að sýna okkar rétta leik“, sagði Jason Olafsson leikmaður Fram. „Við köstuðum frá okkur sigrin- um“, sagði Gunnar Einarsson þjálf- ari Stjömunnar eftir leikinn. „Við vissum að þeir yrðu erfíðir með nýjan þjálfara, auk þess sem það háði okkur að Patrekur og Magnús [Sigurðsson] em meiddir." ÍR-ingar náðu fram hefndum og hirtu stigin af Haukum STÁLINN stinn mættust í íþróttahúsi Seljaskóla á sunnudaginn þegar ÍR sigraði Hauka 25:24. Eftir mjög jafnan síðari hálfleik skoruðu IR-ing- ar mjög vafasamt sigurmark og hefndu ófaranna úrfyrri leik liðanna er Petr Baumruk jafna fyrir Hauka á lokasek- úndunni. Breiðhyltingar léku vörnina framarlega og náðu að bijóta niður sóknarleik Hauka sem náðu ■■■■■I sér aldrei almenni- Stefán lega á strik fyrir hlé Stefánsson en tókst þó að halda skrífar jöfnu, 14:14. Þeir náðu forystunni strax eftir hlé og með stórbættum varnarleik héldu þeir ÍR-ingum niðri.' Jafnt var nánast á öllum tölum og óhætt að segja að leikur- inn hafi verið í jámum eftir 45 mínútna barning. Þegar hálf mín- úta var eftir gerði Jóhann Ásgeiys- son sigurmark ÍR en hörðustu ÍR- ingar viðurkenndu að líklega hefði Jóhann verið lentur inní teig þegar hann blakaði boltanum inn. Magn- ús Sigmundsson varði síðan frá Halldóri Ingólfssyni á lokasekúnd- unni „Við ætluðum að selja okkur dýrt o g ekki leyfa Haukum að stela af okkur stigi aftur. Heimavöllur er sterkur og munar um áhorfend- ur. Þetta var harður leikur en svona verða leikimir sem eftir eru því stigin í pottinum eru dýrmæt,“ sagði Matthías Matthíasson, geysi- lega lunkinn leikmaður og öruggur í hraðaupphlaupum. Morgunblaðið/Kristsinn Matthfas Matthíasson gerir eitt marka sinna gegn Haukum án þess að Leifur Dagfinnsson komi vörnum við. Magnús Sigmundsson varði vel og Jóhann Ágústsson var geysiör- uggur í vítunum. Siguijón Sigurðsson var hetja Haukanna. Halldór Ingólfsson og Óskar Sigurðsson áttu góða kafla en aðrir hafa oft leikið betur. Til dæmis skoraði Petr Baumruk eitt mark og það úr vítakasti. SeHyssingar töpuðu fyrir HK HK sýndi og sannaði í leiknum gegn Selfossi á sunnudags- kvöld að liðið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í baráttunni um áframhaldandi sæti í 1. deild. Með baráttu og mikilli leikgleði yfirspiluðu HK-ingar slaka Selfyssinga og sigruðu óvænt þrátt fyrir að hafa verið einum leikmanni færri í 18 mínútur. egar í byijun var Ijóst að HK ætlaði að selja sig dýrt og ekkert nema sigur kom til greina ^il að eiga von til að Ómar bjarga sér frá falli. Jóhánnsson Liðið tók Sigurð skrifar Sveinsson úr umferð allan leikinn og hafði góðar gætur á Einari Gunn- ari. Við það riðlaðist sóknarleikur Selfyssinga og því fór sem fór. Vörnin hjá HK var föst fyrir og varði mörg skot. Heimamenn nýttu sér það vel og gerðu mörg mörk eftir hraðaupphlaup. Eftir um 10 mín. leik höfðu heimamenn náð þriggja marka forystu, 5:2, þrátt fyrir að Gísli Felix í marki Selfoss hafði varið 10 skot, en kollegi hans í marki HK, Magnús Stefánsson, varði ekkert skot á sama tíma. Það átti svo sannarlega eftir að breyt- ast í seinni hálfleik, en þá lokaði - Magnús markinu og varði m.a. fjög- ur vítaskot. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu Selfyssingar þijú mörk í röð og gengu til búningsherbergja í leik- hléi með eins marks forystu, 10:11. í byijun seinni hálfleiks, í stöðunni 12:12, fékk Hans Guðmundsson, þjálfari og skytta HK, að sjá rauða spjaldið vegna þriggja brottvikn- inga. Héldu þá margir að eftirleik- urinn yrði gestunum auðveldur, en það var öðru nær. Frosti Guðlaugs- son og Michael Tonar fóru hreinlega á kostum í seinni hálfleik ásamt Magnúsi í markinu og lögðu þeir af öðrum ólöstuðum grunninn að góðum sigri. Um miðjan síðari hálf- leik gerði HK fímm mörk í röð og náði fimm marka forystu, 19:14, en Selfyssingar neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í eitt mark, 19:18. Þeir fengu nokkur færi til að jafna, en HK var sterk- ara á endasprettinum og vann sann- gjarnan sigur, 27:24. Eins og áður sagði áttu Magnús markvörður, Tonar og Frosti mjög góðan leik, en sigurinn var fyrst og fremst liðsheildarinnar og þá sérstaklega mikillar baráttu í vörn- inni, þar sem menn unnu vel saman. Jón Þórir og Gisli Felix mark- vörður voru bestir hjá Selfyssing- um. Einhvem veginn virtust Sel- fyssingar vanmeta lið HK en slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Einnig virtust landsliðsmenn þeirra eiga erfitt uppdráttar og tókst þeim aldrei að komast inní leikinn nema Gústaf Bjarnasyni undir lokin, en það var alltof seint og breytti engu um stöðu mála. Lið, sem spilar ein- um fleiri í 18 mínútur og nýtir sér það ekki á ekki skilíð að vinna leik og segir það mikið um það hugarf- ar, sem Selfyssingar virtust koma með í leikinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.