Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 8
Jim Courierend- urtók leikinn frá því í fyrra ■ ■ og kast- aðisér útí Yarra- ána BANDARÍKJAMAÐURINN Jim Courier sigraði Stefan Edberg frá Sviþjóð í úrslitaleik Opna ástralska tennismótsins á sunnudaginn. Úrslitaleikurinn tók tvær stundir og 32 mínútur og lauk með 3-1 sigri Couriers. Þessir kappar léku einnig til úrslita í fyrra og þá, eins og nú, sigarði Courier. Það var gífurlegur hiti í Melbo- ume þegar leikurinn fór fram og yfirborð vallarins var 65 stiga heitt. Courier sigraði næsta auðveld- lega í fyrstu tveimur hrinunum, 6-2 og 6-1. Svíinn gafst samt ekki upp og vann 6-2 í þriðju hrinu. Fjórða og síðasta hrinan var æsispennandi. Staðan var 5:5 og Edberg átti mikla möguleika á að jafna metin en Couri- er fékk tvö næstu stig vegna mis- heppnaðra uppgjafa Edbergs og eft- irleikurinn var auðveldur. Courier endurtók leikinn frá því í fyrra og rauk út að Yarraánni og kastaði sér útí hana. „Núna vissi ég þó að hún er átjánda drullugasta á heimsins," sagði Courier þegar ha:in kom uppúr. „Það var rosalega hf.tt í dag og á mörkunum að hægt væri að anda inná vellinum. Þetta eru erfiðustu aðstæður sem ég hef leikið við á stórmóti," sagði hinn 22ja ára sigurvegari sem hefur nú sigrað á fjórum af sex síðustu „stórslemmu- mótum“. Þrátt fyrir hitann sagðist Courier sammála mótshöldurum að setja ekki þakið yfir leikvanginn. „Þetta er útimót og þá á að leika það und- ir berum himni," sagði hann. Edberg var sammála Courier. „Þetta var hræðilegur hiti en engu að síður góður tennis leikinn. Það hefur enginn leikið eins vel gegn mér eins og Jim gerði í tveimur fyrstu hrinunum. Hann var ótrúleg- ur,“ sagði Edberg en hann varð fyrstur til að vinna hrinu gegn Couri- er á þessu móti. Þetta er þriðja árið í röð sem Edberg verður í öðru sæti í Ástralíu. Fyrir sigurinn fékk Courier 280 þúsund dollara, liðlega 17,1 milljón ISK, sem er sama upphæð og Seles fékk fyrir sigurinn í kvennaflokki. Edberg fékk hins vegar 140 þúsund dollara eins og Graf. Jlm Courler sigraði Stefan Edberg frá Svíþjóð í úrslitaleik Opna ástralska tennismótsins á sunnudaginn. Úrslitaleikur- inn tók tvær stundir og 32 mínútur. Hugsaði aðeins um eitt stig í einu - sagði Monica Seles eftir sigurinn gegn Steffi Graf MONICA Seles er aðeins 19 ára en um helgina sýndi hún enn einu sinni að staða hennar á toppnum ítennis kvenna er ekki tilviljun. Hún vann Steffi Graf í úrslitum á Opna ástr- alska meistaramótinu og var þetta þriðji sigur hennar á mótinu í röð. Þetta var áttundi sigur hennar á stórmóti, „slemmumóti", á inn- an við þremur árum og jafnframt 31. sigurinn í einliðaleik á stóru opnu móti. Graf, sem er 23 ára, sigraði í fyrstu hrinunni 6-4, en júgóslavneski táningurinn, sem býr í Bandaríkjun- um, sneri blaðinu við og vann síðan 6-3 og 6-2. „Ég lék betur, þegar baráttan um stigin skipti öllu í annarri og þriðju hrinu,“ sagði Seles. „í þriðju hrin- unni vissi ég að mikilvægt var að komast yfir og vera með hvetja lotu í hendi sér. Þegar mér tókst það hugsaði ég um að halda fengnum hlut og bæta við. Þetta var mikil barátta allan tímann, en ég einbeitti mér að því að vinna mér inn eitt stig í einu. Annað er ekki hægt þegar leikið er gegn Steffi." 15.000 áhorfendur fylgdust með viðureigninni og fékk Graf góðan stuðning. Hún sigraði örugglega í fyrstu hrinunni, en varð að láta í minni pokann rétt eins og á Opna franska mótinu í fyrra. „Ég er ekki ánægð með hvemig ég lék,“ sagði þýska stúlkan, sem sigraði Seles á Wimbledon í fyrra. „Á köflum í annarri hrinu var ég ekki nógu ákveðin, sérstaklega í uppgjöfum hennar. Ég hreinlega gaf eftir.“ Hún sagði að Seles hefði sleg- ið fastar gegn sér en áður og verið yfirvegaðri. „Það hefur alltaf verið erfitt að leika gegn henni, en hún gerir varla mistök lengur og á það sérstaklega við um móttökuna. Innst inni held ég að munurinn liggi ekki í því að hún leggi meira uppúr þvi að sigra mig sérstaklega." Graf átti möguleika í þriðju hrinu, en nýtti ekki tækifærin. „Ég verð að breyta um leikaðferð og ég vona að við mætumst fljótt aftur. Það er einu sinni þannig að þegar maður tapar fyrir einhverri skiptir miklu að fá annað tækifæri eins fljótt og hægt er.“ Seles á nú mikla möguleika á að sigra í öllum fjórum „stóru“ mótun- um á árinu, en hún er jarðbundin. „Ég hugsa ekki mikið um það, held- ur tek einn leik fyrir í einu án þess að vera að spá of mikið í framtíðina. Hvað Ástralska mótið varðar, þá var þetta sætasti titillinn, vegna þess að númer eitt og númer tvö léku til úrslita og númer eitt sigraði.“ Seles fékk 280.000 dollara (liðlega 17,1 millj. kr.) fyrir sigurinn, en Graf 140.000 dollara. kém FOLX ■ OLYMIAKOS verður að greiða 50.000 dolara í sekt til Alþjóða körfuknatleikssambandsins, FIBA, vegna þess að dómari í Evrópuleik liðsins gegn Real Madrid s.l. fimmtudag fékk pening í sig og meiddist, en hálftíma töf varð á leikn- um fyrir vikið. ■ GRÍSKA liðið, sem vann 63:62 — fyrsta tap Real Madrid á tímabil- inu — verður einnig að leika alla heimaleiki í keppninni út mars fyrir luktum dyrum. FIBA er einnig að hugsa um að setja liðið í árs bann og færa úrslitakeppnina í apríl frá Aþenu. ■ STRÁKARNIR átta frá Alb- aníu, sem fyrir helgi sóttu um hæli í Portúgal sem pólitískir flóttamenn, skiptu um skoðun eftir að hafa verið gerð grein fyrir afleiðingunum. „Þetta eru bara krakkar," -sagði tals- maður innflytjendaskrifstofunnar í Lissabon um hina ungu knatt- spyrnumenn. B PAUL Coffey, sem hefur 10 sinnum verið valinn í stjörnulið NHL- deildarinnar í íshokkí og er stiga- hæstur vamarmanna í sögunni með samtals 1.171 stig á ferlinum (326 mörk og 845 stoðsendingar), var seldur frá Los Angeles Kings til Detroit Red Wings um helgina. B COFFEY, sem er 31s árs og hefur fjórum sinnum orðið Stanley- bikarmeistari, þrisvar með Edmon- ton, þar sem hann hóf ferilinn 1980, og með Pittsburgh í fyrra, hefur gert átta mörk og átt 49 stoðsending- ar fyrir Kings á tímabilinu. B COFFEY fór ásamt Jim Hiller og Sylvain Couturier til Detroit, en Kings fékk Jommy Carson, Gary Shuchuk og Marc Potvin í skiptum. B CARSON er 24 ára og byijaði með Kings 1986, en var seldur til Edmonton, þegar Kings keypti Wayne Gretzky frá félaginu. Hann er með 25 mörk og 26 stoðsendingar það sem af er tímabilinu. B PHIL Whitlock sigraði á Opna kanadíska meistaramótinu í skvassi, sem fór fram í Calgary um helgina. Hann er fyrsti Englendingurinn, sem sigrar á opnu stórmóti í átta ár. Englendingar röðuðu sér í fjög- ur efstu sætin. B CHRISTIAN Plaziat, Evrópu- meistari í tugþraut, var á laugardag settur í þriggja mánaða keppnisbann fyrir að kenna franska landsliðs- þjálfaranum að miklu leyti um slæmt gengi Frakka í alþjóðlegri keppni, Frakkinn verður því ekki með á HM í Toronto í Kanada í mars. B EGYPTALAND verður fulltrúi Afríku í heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Svíþjóð. Egyptar leika í A-riðli með Spánverjum, Tékkum og Austurríkismönnum. KARFA Lithai til Þors Þór frá Akureyri hefur gengið frá samningum við Azuolas Sedu- ikis frá Litliáen um að hann leiki með liðinu það sem eftir er keppnis- tímabilsins. Seduikis kom hingað til lands um áramótin til að heimsækja unnustu sína, sem er badmintonþjálf- ari á Akranesi, og ákvað sem sagt að leika með Þór. „Hann er 1,87 m bakvörður og lék með liði í efstu deild í Litháen. Liðið var í efsta sæti síns riðils og þetta er sterkur leikmaður," sagði Þórir Óttarsson, sem sæti á I stjórn körfu- knattieiksdeildar Þórs. „Við ætlum aðeins að lífga uppá þetta hjá okkur í restina, erum ekkert frekar á leið- inni upp. Við erum að byggju upp ungt lið og ætlum okkur stærri hluti á næstu árum,“ sagði Þórir. GETRAUNIR: 222 211 112 1211 LOTTO: 9 10 22 30 32/38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.